250. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 6. febrúar 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Axel Sæland, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
190. fundur skipulagsnefndar haldinn 22. janúar 2020. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3, 4, 5, 6 og 7.
-liður 3, Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Lögbýli; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 2001001
Lögð er fram fyrirspurn Halldórs Sigþórs Harðarsonar og Sveins Sigurjónssonar, dags. 27. desember 2019, hvort heimilað verði að breyta gildandi deiliskipulagi og þá einnig gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, vegna landareignanna Stekkatún 1 L222637, skráð stærð 4,3 ha, og Stekkatún 5 L224218, skráð stærð 6,6 ha, í Bláskógabyggð. Breytingin mun fela í sér að landnotkun Stekkatúns 1 og 5, breytist úr frístundabyggð í landbúnaðarland. Landsvæðin eru samhliða meðfram Laugarvatnsvegi og á milli þeirra er vegur inn á frístundasvæði fyrir lóðir 2, 3 og 4.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið, en leggur áherslu á að fyrir liggi samþykki hagsmunaaðila á nærliggjandi lóðum og eigendum upprunalands.

-liður 4, Brekkuskógur L189173; Nónhóll; Brekkuskógur lóð A L216001; Nónhóll 1; Brekkuskógur lóð B L216002; Nónhóll 2; Breytt heiti lóða – 2001023
Lögð fram umsókn Heklu H. Pálsdóttur, dags. 1. desember 2019, um breytingu á staðföngum þriggja lóða í landi Brekkuskógar. Óskað er eftir að Brekkuskógur L189173 fái heitið Nónhóll, að Brekkuskógur lóð A L216001 fái heitið Nónhóll 1 og að Brekkuskógur lóð B L216002 fái heitið Nónhóll 2. Í rökstuðningi kemur fram að örnefnið Nónhóll sé vestan við lóðirnar og að með þessari umsókn sé m.a. verið að reyna að koma í veg fyrir rugling á staðsetningu þessara lóða og sumarbústaðalóða sem eru í Brekkuskógi.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn.

-liður 5, Brekka lóð L167216 (Miðbraut 7) og Miðbraut 8 L186097; Breytt stærð lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1912026
Lögð er fram umsókn Helga Kjartanssonar, dags. 10. desember 2019, fyrir hönd Brekkuheiði ehf. co. Helgu Maríu Jónsdóttur, um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Miðbrautar í landi Brekku í Bláskógabyggð. Breytingin felst í að lóðarstærð Miðbrautar 8 stækkar á kostnað Miðbrautar 7. Einnig færist göngustígur á milli lóðanna tilsvarandi og lega hans breytist.
Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 6, Kjarnholt III spilda L212298; Kjarnholt 7; breytt heiti lóðar – 1912030
Lögð fram umsókn Bjarna G. Sigurðssonar, dags. 11. desember 2019, um breytingu á staðfangi landeignarinnar Kjarnholt III spilda L212298. Óskað er eftir að landið fái heitið Kjarnholt 7.
Sveitarstjórn samþykkir breytinguna.

-liður 7, Einiholt 1 land 2 L222396; Ás; Breytt heiti lóðar – 1912041
Lögð fram umsókn Valdimars Kristjánssonar, dags. 17. desember 2019, um breytingu á staðfangi landeignarinnar Einiholt 1 land 2 L222396. Óskað er eftir að landið fái heitið Ás. Nafnið er fengið af örnefninu Moldás sem er innan landeignarinnar og íbúðarhúsið stendur upp á ás.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn.
Fundargerðin staðfest.

2. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 1902009
6. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu, haldinn 26. september 2019.
Lagt fram.
3. Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU 2019 – 1902024
72. fundur stjórnar byggðasamlaggs UTU haldinn 20. desember 2019
-liður 2, skipurit. Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti skipurit UTU, eins og það liggur fyrir.
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU 2020 – 2001005
73. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 8. janúar 2020.
74. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 13. janúar 2020.
Fundargerðirnar lagðar fram.
5. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2001025
289. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 15. janúar 2020
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð stjórnar SASS 2019 – 1901045
552. fundur stjórnar SASS haldinn 13. desember 2019
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð stjórnar SASS 2020 – 2001007
553. fundur stjórnar SASS haldinn 17. janúar 2020
Fundargerðin lögð fram.
8. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 2001045
114. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 29. janúar 2020.
Fundargerðin lögð fram.
9. Mat á umhverfisáhrifum fyrir Eyjarland, fiskeldi. – 2001056
Fulltrúar Veiðifélags Eystri-Rangár koma á fundinn og kynna greinargerð vegna mats á umhverfisáhrifum fyrir Eyjarland.
Á fundinn komu fulltrúar veðifélags Eystri-Rangár, Birkir Tómasson og Christiane Bahner, auk Jóns Arnar Pálssonar, og fulltrúi veiðifélags Apavatns, Snæbjörn Þorkelsson.
Lögð var fram og kynnt greinargerð vegna mats á umhverfisáhrifum fyrir seiðaeldisstöð, Eyjarland.
10. Fundir ungmennaráðs með sveitarstjórn 2020 – 2002005
Ungmennaráð Bláskógabyggðar fundar með sveitarstjórn
Fundi ungmennaráðs er frestað til næsta fundar.
11. Afskriftir krafna 2020 – 2002010
Beiðni sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, dags. 4. febrúar 2020, um heimild til að afskrifa kröfur.
Lögð var fram beiðni sviðsstjóra um afskriftir krafna, annars vegar vegna gjalds fyrir aukalosun rotþróa frá 2016, sem ekki hefur innheimst, og hins vegar fyrir fasteignagjaldakröfur sem eru fyrndar.
Sveitarstjórn samþykkir að afskrifa kröfurnar.
12. Tilkynning um sölu hluta í Límtré Vírnet ehf – 2002009
Tilkynning stjórnar Límtrés Vírnets ehf, dags. 3. febrúar 2020, um sölu á hlutum í félaginu og beiðni um að sveitarfélagið taki afstöðu til forkaupsréttar.
Fyrir liggur tilkynning um sölu á hlutum í Límtré Vírneti ehf., 700.000 kr að nafnverði. Sveitarstjórn samþykkir að hafna forkaupsrétti.
13. Samþykktir um stjórn Bláskógabyggðar – 1912015
Tillaga um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar, 2. umræða.
Lögð var fram tillaga um breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar sem tekur til breytinga á skipan skólanefndar (fjölgun fulltrúa) og breytingar á hlutverki veitustjórnar, sem verður framkvæmda- og veitustjórn. Jafnframt að umhverfisnefnd verði falin fullnaðarákvörðun í málum sem varða mat á umhverfisáhrifum í þeim tilfellum sem sveitarfélagið er framkvæmdaraðili.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
14. Kjör í nefndir 2020 – 2002006
Kjör í nefndir
Lagt var til að Valgerður Sævarsdóttir verði fulltrúi í stýrihópi um heilsueflandi samfélag, varamaður verði Axel Sæland.
Lagt var til að Áslaug Alda Þórarinsdóttir verði fulltrúi í menningarmálanefnd í stað Gunnars Arnar Þórðarsonar sem hefur flutt úr sveitarfélaginu. Varamaður verði Guðrún Karitas Snæbjörnsdóttir í stað Freyju Rósar Haraldsdóttur.
Var það samþykkt samhljóða.
Kjöri fulltrúa í skólanefnd og framkvæmda- og veitustjórn er frestað þar til samgönguráðuneytið hefur staðfest breyttar samþykktir og þær verið birtar í Stjórnartíðindum, enda tekur breytt nefndaskipan ekki gildi fyrr en að því loknu.
15. Umsókn um styrk vegna húsaleigu í Aratungu – 2002007
Styrkbeiðni Kvenfélags Biskupstungna, dags. 30. janúar 2020, vegna húsaleigu í Aratungu 1. febrúar.
Sveitarstjórn samþykkir styrk til kvenfélagsins sem nemur leigufjárhæðinni. Styrkveitingin rúmast innan fjárhagsáætlunar.
16. Lóðarumsókn Bjarkarbraut 14 og 16 – 2002008
Umsókn SA3 ehf, dags. 29. janúar 2020, um lóðirnar Bjarkarbraut 14 og 16, með fyrirvara um heimild til að breyta skipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðunum í samræmi við umsóknina. Umsækjanda er bent á að sækja um breytingu á deiliskipulagi lóðanna.
17. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni innflytjenda – 2002003
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 24. janúar 2020, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.

Umsagnarfrestur er til 14. febrúar n.k

Lagt fram.
18. Þingsályktunartillaga um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld – 2002002
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 30. janúar 2020, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.

Umsagnarfrestur er til 13. febrúar n.k.

Lagt fram.
19. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Kristnisjóð – 2002001
Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 30. janúar 2020, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál

Umsagnarfrestur er til 20. febrúar nk.

Lagt fram.
20. Samantekt mála byggingarfulltrúa 2019 – 2002004
Samantekt um fjölda mála hjá byggingarfulltrúa UTU 2019
Lagt var fram yfirlit yfir fjölda mála hjá byggingarfulltrúa. Fram kemur að af 29 byggingarleyfum fyrir íbúðarhús i sveitarfélögunum sex sem standa að UTU voru 12 leyfi veitt í Bláskógabyggð, 10 leyfi af 24 fyrir þjónustuhúsnæði og 21 af 89 leyfum fyrir sumarhús.
21. Skaðabótakrafa á hendur Bláskógabyggð – 1809055
Stefna Söru Pálsdóttur, lögmanns, f.h. Sigríðar Jónsdóttur, á hendur Bláskógabyggð.
Stefnan, sem þingfest var í Héraðsdómi Suðurlands 5. febrúar, var lögð fram.

 

Fundi slitið kl. 17:00.