251. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 27. febrúar 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Trausti Hjálmarsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu – 2001004
98. fundur stjórnar Bláskógaveitu, haldinn 12. febrúar 2020.
Fundargerðin staðfest.
2. Fundargerð skólanefndar – 2001003
10. fundur skólanefndar haldinn 12. febrúar 2020.
Fundargerðin staðfest.
3. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
191. fundur skipulagsnefndar, haldinn 12. febrúar 2020. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 6.
-liður 3, Kjóastaðir 2 tjaldsvæði L229267; Viðbót þjónustutjalda og tilfærsla byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2001061
Lögð er fram umsókn Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, dags. 30. janúar 2020, fyrir hönd Náttúra-Yurtel ehf., vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir asísk tjöld að Kjóastöðum II L229267 í Biskupstungum. Í tillögunni er byggingarreitur fyrir snyrtingar færður innan lóðarinnar og þá eru einnig gerðar viðbætur um að heimilt verði að reisa tvö 50 m2 þjónustutjöld umfram þau 10 tjöld sem ætluð eru til útleigu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan hefur við þessa óverulegu breytingu engin áhrif á hagsmunaðila í grennd við athafnasvæðið. Skipulagsfulltrúa UTU er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda.
-liður 4, Ártunga 2 L226435; Gestahús til útleigu; Fyrirspurn – 2001036
Lögð er fram fyrirspurn Markúsar Jóhannssonar, dag. 15. janúar 2020, hvort heimilað verði rekstrarleyfi á gestahúsi sem reist hefur verið á lóðinni Ártunga 2, L226435. Lóðarhafi vitnar í áður útgefið rekstrarleyfi í flokki II sem Markúsi Jóhannssyni ehf var veitt til fjögurra ára 14.05.2016 – 14.05.2020 á eignina Ártungu 4, fastanr. 226-0555, sem staðsett er á lóð L193553. Deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir að svæðið sé frístundasvæði.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar varðandi skort á heimildum skv. lögum til að veita rekstrarleyfi og bendir umsækjanda á að rekstrarleyfi verði ekki gefið út að óbreyttu deiliskipulagi.
-liður 5, Apavatn 2 L167621; Aphóll; 15 lóðir; Frístundabyggð F19; Deiliskipulag – 2001050
Lögð er fram umsókn Guðmundar Valssonar, dags. 27. janúar 2020, um deiliskipulag Aphóls L167621, í landi Apavatns 2.
Deiliskipulagstillagan nær yfir 27,25 ha lands norðan við og samsíða Apá í Bláskógabyggð. Á svæðinu eru þegar stofnaðar lóðir og nokkur eldri frístundahús. Lóðamörk flestra lóða eru óbreytt sem aðilar gerðu með sér og fékk endanlega afgreiðslu 4. júní 2015. Í tillögu að deiliskipulagi skiptast 2 lóðir upp í fleiri lóðir sem allar eru á bilinu 5.000 til 5.909 fermetrar að stærð. Aðkoma að svæðinu er um tvo eldri aðkomuvegi sem tengjast inn á Laugarvatnsveg.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, með fyrirvara um að mörk skipulagssvæðis verði dregin að vatnsbökkum og jarðarmörkum/sveitarfélagamörkum.
Óska skal eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, Brunavörnum Árnessýslu og Minjastofnun Íslands.
-liður 6, Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045
Lögð er fram umsókn Evu Huldar Friðriksdóttur, dags 14. maí 2019, fyrir hönd Kvótasölunnar ehf., eiganda jarðarinnar Brúarhvammur, L167071, í Bláskógabyggð, um tillögu að deiliskipulagi. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu allt að 100 herbergja hótels á tveimur hæðum í tveimur byggingum, ásamt 10 smáhýsum allt að 45m2 að stærð hvert. Tillögunni fylgir og greinargerð ásamt tillögu að skipulagsuppdrætti. Aðkoma að svæðinu er um Biskupstungnabraut og aðkomuvegi að Brúarhvammi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar UTU er eftirfarandi: Skipulagsnefnd UTU telur að verkefni af þeirri stærðargráðu sem hér er lagt fram, beri að vinna skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggja fram lýsingu á deiliskipulagsverkefninu og auglýsa hana. Þá liggur fyrir bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 4.7.2019, þar sem kemur fram að forsenda fyrir vinnu við nýtt deiliskipulag, sé að ekki sé uppi ágreiningur um lóðamörk á svæðinu. Skipulagsnefnd afgreiddi málið með þeim hætti að visa því til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til meðferðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu erindisins.
Fundargerðin staðfest.
4. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – fundargerð afgreiðslufundar – 2001045
115. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 19. febrúar 2020.
Fundargerðin var lögð fram.
5. Fundargerð stjórnar Bergrisans – 2002030
12. fundur stjórnar Bergrisans, haldinn 20. janúar 2020.
Fundargerðin var lögð fram.
6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2001024
202. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 4. febrúar 2020
Fundargerðin var lögð fram.
7. Fundargerðir byggingarnefndar um framkvæmdir við Búðarstíg 22 – 2002048
6. fundur byggingarnefndar um framkvæmdir við Búðarstíg 22, haldinn 4. febrúar 2020.
Fundargerðin var lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022
878. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 31. janúar 2020
Fundargerðin var lögð fram.
9. Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga – 2001018
195. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga haldinn 7. febrúar 2020
Fundargerðin var lögð fram.
10. Fundargerð stjórnar SASS – 2001007
554. fundur stjórnar SASS haldinn 7. febrúar 2020.
Fundargerðin var lögð fram.
11. Fundargerð skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings – 2001008
37. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnefndar haldinn 5. febrúar 2020, ásamt tillögu að breyttum gjaldskrám, sem þarf að afgreiða sérstaklega.
Sveitarstjórn staðfestir tillögur að breyttum gjaldskrám skv. 2. tl. fundargerðarinnar, liðir a) (fjárhagsaðstoð), b) (helgarvistun hjá stuðningsfjölskyldu í barnavernd) og c) (heimaþjónusta). Fundargerðin var lögð fram að öðru leyti.
12. Verkfundargerðir vegna byggingar Seyrustaða – 2002050
5. verkfundur vegna byggingar Seyrustaða, haldinn 12. desember 2019.
6. verkfundur vegna byggingar Seyrustaða, haldinn 16. janúar 2020.
Fundargerðirnar voru lagðar fram.
13. Beiðni um að samþykkt verði heiti á lögbýli, Kjarnholt 6 – 1904007
Leiðrétting á afgreiðslu sveitarstjórnar frá 3. apríl 2019, þar sem samþykkt var heitið Kjarnholt 6 á lögbýli í landi Kjarnholta, með landnúmerið 205291. Í ljós hefur komið að mistök voru gerð í landbúnaðarráðuneytinu við afgreiðslu lögbýlisleyfis, hvað varðar landnúmer.
Sveitarstjórn afturkallar samþykki sitt fyrir því að land númer 205291 beri heitið Kjarnholt 6. Rangt landnúmer var skráð í afgreiðslu landbúnaðarráðuneytisins á lögbýlisleyfi og þarfnast sá gerningur leiðréttingar. Umsækjandi er eigandi að landinu Kjarnholt 2 land 2, landnúmer 205287 sem er 31,6 ha og óskar eftir að lögbýli verði stofnað á því landi. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að lögbýli verði stofnað á því landi, landnúmer 205287.
14. Fjárfestingar og eftirlit með framvindu á árinu 2019 – 2002044
Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 10. febrúar 2020, varðandi almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.
Bréfið var lagt fram og er sveitarstjóra falið að sjá til þess að umbeðnar upplýsingar verði teknar saman og sendar.
15. Gjaldskrá Aratungu og Bergholts – 1911056
Gjaldskrá fyrir leigu á Aratungu og Bergholti
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir Aratungu og Bergholt.
16. Fundir ungmennaráðs með sveitarstjórn 2020 – 2002005
Ungmennaráð Bláskógabyggðar kemur til fundar við sveitarstjórn.
Fundi með ungmennaráði er frestað.
17. Samningur við félagasamtökin Villiketti – 2002041
Beiðni félagsins Villikatta, dags. 20. febrúar 2020, um að gerður verði samstarfssamningur við félagið.
Umræða varð um málið. Sveitarstjórn hafnar erindinu að svo stöddu.
18. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2020 – 2002039
Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf, dags. 12. febrúar 2020, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.
Erindið var lagt fram.
19. Kort af hálendisþjóðgarði – 2002045
Kort af því svæði sem lendir innan miðhálendisþjóðgarðs skv. fyrirliggjandi tillögum.
Lögð voru fram kort af því svæði innan Bláskógabyggðar sem lendir innan þjóðgarðs á miðhálendinu skv. fyrirliggjandi tillögum. Um er að ræða 212.665 ha eða 64,4% af sveitarfélaginu.
20. Kjör í nefndir 2020 – 2002006
Kjör fulltrúa í samráðshóp um málefni aldraðra, einn aðalmaður og einn til vara.
Sveitarstjórn samþykkir að Sigríður J. Sigurfinnsdóttir verði aðalmaður í samráðshópi um málefni aldraðra í Bláskógabyggð og Sveinn Sæland varamaður.
21. Styrkbeiðni Karlakórs Hreppamanna – 2002028
Styrkbeiðni Karlakórs Hreppamanna, dags. 15. janúar 2020, vegna vortónleika. Óskað er eftir að Bláskógabyggð auglýsi í söngskrá.
Sveitarstjórn samþykkir að kaupa hálfsíðuauglýsingu fyrir 20.000 kr og auglýsa opnunartíma íþróttamannvirkja í söngskránni. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
22. Framlenging á samningi um sorphirðu – 2002040
Tillaga um að framlengja samning um sorphirðu um eitt ár skv. skilmálum útboðs.
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja samning við Terra ehf um eitt ár í samræmi við skilmála útboðs. Samningurinn gildi því til 31. ágúst 2021.
23. Notkun húsbíla utan skipulagðra tjaldsvæða – 2002043
Beiðni fjögurra eigenda húsbíla, dags. 18. febrúar 2020, um heimild til að nota húsbíla utan skipulagðra tjaldsvæða.
Sveitarstjórn hafnar erindinu með vísan í lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.
24. Beiðni um fleiri leiktæki á skólalóð Laugarvatni – 2002036
Beiðni nemenda í Bláskógaskóla, Laugarvatni, dags. 31. janúar 2020, um fleiri leiktæki á skólalóðina.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og samþykkir að unnið verði að því í samræmi við fjárhagsáætlun ársins að bæta tækjakost á skólalóðinni.
25. Sorpmál í Úthlíð, sumarhúsahverfi – 2002042
Beiðni félags sumarhúsaeigenda í Úthlíð, Ferðaþjónustunnar í Úthlíð og Geirs goða ehf, dags. 21. febrúar 2020, um samstarf í sorpmálum.
Í erindinu er óskað eftir viðræðum um möguleika á samstarfi í sorpmálum sem miðar að því að sorpílát á vegum sveitarfélagsins séu meira í nánd við sumarhúsahverfið og tæk til flokkunar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs að funda með viðkomandi aðilum. Einnig stendur til að fara í meira samráð við fyrirtæki í sveitarfélaginu um fyrirkomulag sorpmála og leiðir til betri úrgangsstýringar.
26. Umsóknir um íbúðir í Kistuholti, febrúar 2020 – 2002053
Minnisblað vegna umsókna og fyrirspurna um íbúðir til leigu.
Lagt var fram minnisblað sveitarstjóra þar sem kemur fram að tvær íbúðir sem ætlaðar séu eldri borgurum hafi verið auglýstar lausar til úthlutunar, en ekki hafi borist umsóknir frá eldri borgurum. Tvær umsóknir hafa borist frá yngri aðilum og ein fyrirspurn um möguleika á að fá leigt til langtíma.
Sveitarstjórn samþykkir að íbúðirnar fari ekki í langtímaleigu nema til eldri borgara. Íbúðirnar verða því auglýstar lausar til leigu fyrir eldri borgara.
27. Landgræðsluáætlun – 2002038
Tilkynning verkefnisstjórnar um landgræðsluáætlun, dags. 10. ferbúar 2020, um að drög að lýsingu að gerð landgræðsluáætlunar hafi verið sett í samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 3. mars 2020.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra er falið að skila inn umsögn um drögin.
28. Lög um tekjustofna sveitarfélaga – 1910019
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2020, þar sem vakin er athygli á að drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með fimmtudagsins 27. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.
29. Reglugerð um héraðsskjalasöfn – 2002047
Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 18. febrúar 2020, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 32/2020, reglugerð um héraðsskjalasöfn.
Umsagnarfrestur er til og með 13.3.2020.
Lagt fram til kynningar.
30. Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hellinn Jörund – 2002017
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 6. febrúar 2020, þar sem kynnt eru drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hellinn Jörund.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar því að unnið sé að stjórnunar- og verndaráætlun og gerir ekki athugasemd við efni hennar.
31. Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum – 2002029
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 12. febrúar 2020, frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál, til umsagnar.

Umsagnarfrestur er til 27. febrúar nk.

Lagt fram til kynningar.
32. Frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna – 2002037
Erindi Sambands íslenskrá sveitarfélaga, dags. 13. febrúar 2020, varðandi drög að frumvarpi til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna.
Lagt fram til kynningar.
33. Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði – 2002049
Erindi UMFÍ, dags. 6. febrúar 2020, þar sem kynnt er ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, sem haldin verður 1. til 3. apríl 2020.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn vísar erindinu til Ungmennaráðs Bláskógabyggðar.
34. Vatnaáætlun fyrir Ísland – 2002046
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 18. febrúar 2020, varðandi bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland sem hefur verið auglýst til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 16:50.