252. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

fimmtudaginn 5. mars 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
192. fundur skipulagsnefndar haldinn 26. febrúar 2020, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2, 3 og 4.
-liður 2, Spóastaðir sumarhúsahverfi; Samræming deiliskipulags; Deiliskipulagsbreyting – 2001062
Lögð er fram umsókn Þórarins Þorfinnssonar, dags. 30. janúar 2020, fyrir hönd Spóastaða ehf. um breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis við Dynjandisveg í landi Spóastaða í Bláskógabyggð. Breytingin nær til um 35ha svæðis og 40 lóða og tekur til breytinga á nýtingarhlutfalli og byggingarmagni á lóðum. Nýtingarhlutfall lóða frá nr. 1-23 verður allt að 0.045 og á lóðum nr. 24-46,allt að 0.03. Heimilt verður að byggja allt að 40 m2 aukahús/gestahús og allt að 15m2 smáhýsi á lóðum.
Við gildistöku þessarar deiliskipulagsbreytingar fellur úr gildi núgildandi deiliskipulag við Dynjandisveg.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingartillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

-liður 3, Reykjavegur 39-43 L167293; Skipting lóðar og breytt aðkoma; Deiliskipulagsbreyting – 2002045
Lögð er fram umsókn Rúnars Gunnarssonar, dags. 13. febrúar 2020, fyrir hönd Efri Reykja ehf. um breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundasvæðis Efri Reykja í Bláskógabyggð. Í tillögunni er lóð 41-43 L167293, sem í gildandi skipulagi frá 2013 sérstaklega var tilgreind sem ein lóð, nú skipt upp í tvær lóðir og einnig tekur tillagan til nýrrar aðkomu að lóð 39.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 4, Reykholt Biskupstungum; 2 lóðir fyrir spennustöðvar; Deiliskipulagsbreyting – 2002049
Sigurður Þ. Jakobsson f.h. Rarik leggur fram umsókn dags. 20.2.2020 og uppdrátt dags. 13.2.2020, með ósk um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi þéttbýlisins í Reykholti í Bláskógabyggð. Breytingartillagan felur í sér að settar eru inn tvær nýjar lóðir fyrir spennistöðvar. Önnur er við Miðholt 8, 171,8m2 að stærð og hin við Brekkuholt 1a, 173,7m2 að stærð. Stærð húsa á hvorri lóð verður allt að 15m2. Gerð verður breyting á töflu 4.5. (iðnaðarsvæði)um iðnaðarlóðir í greinargerð og ofnagreindum lóðum bætt í töflu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna, þar sem ekki eru nálægir hagsmunaaðilar.
Fundargerðin staðfest.

2. Fundargerð ungmennaráðs – 2001014
1. fundur ungmennaráðs haldinn 21. janúar 2019
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð almannavarnanefndar – 2001020
4. fundur Almannavarnanefndar Árnessýslu haldinn 2. febrúar 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð stjórnar Bergrisans – 2002030
13. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 17. febrúar 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2001025
290. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 18. febrúar 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6. Verkfundargerðir vegna lagningar ljósleiðara – 2001032
4. verkfundur haldinn 12. febrúar 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7. Fundargerðir oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu – 2001012
Fundur oddvitanefndar haldinn 21. febrúar 2020
-liður 1, uppgjör á seyruverkefni fyrir árið 2019, sveitarstjórn samþykkir uppgjör milli sveitarfélaganna á verkefninu.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.
8. Mat á umhverfisáhrifum fyrir Eyjarland, fiskeldi, beiðni um endurupptöku máls. – 2001056
Erindi Veiðifélags Eystri-Rangár, dags. 27. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn Bláskógabyggðar taki erindi Veiðifélagsins varðandi umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar um starfsleyfi til framleiðslu á seiðum á seiðaeldisstöð Eyjarlandi (lnr. 167649) aftur til afgreiðslu.
Bréf Veiðifélags Eystri-Rangár, dags. 27. febrúar 2020 var lagt fram. Óskað er eftir að sveitarstjórn taki málið aftur til afgreiðslu, en á fundi sveitarstjórnar 1. mars 2018 var tekin fyrir beiðni um umsögn um umsókn dags. 29. janúar 2018 um starfsleyfi til Umhverfisstofnunar fyrir 19,9 tonna fiskeldi og var niðurstaða sveitarstjórnar sú að starfsemin skyldi háð umhverfismati. Borist hafa viðbótargögn og var greinargerð Jóns Arnar Pálssonar lögð fyrir sveitarstjórn og kynnt á 250. fundi. Sveitarstjórn var boðið upp á skoðunarferð um húsnæði og umhverfi stöðvarinnar að Eyjarlandi hinn 29. febrúar sl.
Sveitarstjórn samþykkir að veita jákvæða umsögn um umsókn um starfsleyfi fyrir 19,9 tonna fiskeldi í seiðaeldisstöðinni Eyjarlandi (lnr. 167649). Sveitastjórn óskar eftir að upplýsingar um starfsemina, t.d. eftirlitsskýrslur, verði sendar sveitarfélaginu jafnóðum og þær berast.
9. Samningur um styrk til Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands – 2002054
Erindi Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands, dags. 20. febrúar 2020, varðandi áframhaldandi framlög til Vísindasjóðs.
Sveitarstjórn samþykkir að veita 30.000 kr. framlag á ári næstu þrjú árin til Vísindasjóðs. Kostnaðurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar.
10. Viðbragðsáætlun vegna útbreiðslu alvarlegra sjúkdóma – 2003001
Viðbragðsáætlun sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu vegna útbreiðslu alvarlegra sjúkdóma
Unnin hefur verið viðbragðsáætlun vegna inflúensu eða annarra alvarlegra sjúkdóma. Áætlunin byggir á grunni viðbragðsáætlunar vegna svínaflensu og er unnin af sveitarstjórum í Uppsveitum ÁRnessýslu og verkefnastjóra almannavarna á Suðurlandi. Sveitarstjórn staðfestir viðbragðsáætlunina.
11. Hótel og smáhýsi Brúarhvammur – 1906014
Frá 191. fundi skipulagsnefndar, mál nr. 6, Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045
Lögð er fram umsókn Evu Huldar Friðriksdóttur, dags 14. maí 2019, fyrir hönd Kvótasölunnar ehf., eiganda jarðarinnar Brúarhvammur, L167071, í Bláskógabyggð, um tillögu að deiliskipulagi, ásamt deiliskipulagsuppdrætti. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestaði afgreiðslu erindisins á 251. fundi.
Lagðar voru fram athugasemdir Kristjáns B. Bragasonar, dags. 4. mars 2020.
Farið var yfir tillögu að skipulagsuppdrætti. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn ítrekar fyrri afgreiðslu sína frá 236. fundi, þar sem tiltekið er að forsenda fyrir meðferð deiliskipulagstillögu sé sú að ekki sé ágreiningur um lóðamörk á skipulagssvæðinu.
12. Samstarfsverkefni um forsendur úthlutunar og ráðstöfun fjármuna til grunnskóla – 2003002
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. mars 2020, þar sem auglýst er eftir þátttöku sveitarfélaga í samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum.
Lagt fram. Sveitarstjóra er falið að ræða verkefnið við skólastjórnendur.
13. Beiðni um kaup á tækjum í þreksal í Reykholti og á Laugarvatni – 2003003
Beiðni sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs, dags. 2. mars 2020, um heimild til kaupa á tækjum í þreksali í Reykholti og á Laugarvatni.
Sveitarstjórn óskar eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra.
14. Tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög – 2003007
Erindi frá félagsmálaráðuneytinu og UNICEF á Íslandi, dags. 25. febrúar 2020, með tilboði um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.
15. Kjör í nefndir 2020 – 2002006
Kjör aðal- og varafulltrúa í skólanefnd og framkvæmda- og veitunefnd vegna breytinga á samþykktum.
Lagt var til að eftirtaldir verði fulltrúar í framkvæmda- og veitunefnd þegar breytingar á samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar hefur verið samþykkt af Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og birt í Stjórnartíðindum:
Aðalmenn:
Valgerður Sævarsdóttir, formaður
Helgi Kjartansson
Axel Sæland

Varamenn:
Róbert Aron Pálmason
Kolbeinn Sveinbjörnsson
Ómar Sævarsson

Lagt var til að eftirtaldir verði fulltrúar í skólanefnd þegar breytingar á samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar hefur verið samþykkt af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og birt í Stjórnartíðindum:
Aðalmenn:
Guðrún S. Magnúsdóttir, formaður
Kolbeinn Sveinbjörnsson
Róbert Aron Pálmason
Valgerður Sævarsdóttir
Axel Sæland

Varamenn:
Agnes Geirdal
Trausti Hjálmarsson
Gríma Guðmundsdóttir
Kristinn Bjarnason
Anna Gréta Ólafsdóttir

Tillagan var samþykkt samhljóða.

16. Fundir ungmennaráðs með sveitarstjórn 2020 – 2002005
Ungmennaráð kemur til fundar við sveitarstjórn
Frestað til næsta fundar.
17. Verkföll FOSS 2020 – 2003008
Fyrirhugað verkfall FOSS 9. og 10. mars 2020, sveitarstjóri fer yfir stöðu mála.
Farið var yfir það til hvaða ráðstafana þarf að grípa komi til verkfalls félaga í FOSS, sem boðað hefur verið 9. og 10. mars n.k. Alls eru 50 starfsmenn hjá sveitarfélaginu sem munu fara í verkfall, komi til þess.
18. Friðlýsing Geysissvæðisins – 2001047
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 25. febrúar 2020, þar sem kynnt er tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar, háhitasvæði Geysis: Geysir 78
Sveitarstjórn vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.
19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 402007, og lögum um málefni aldraðra – 2003006
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25. febrúar 2020, frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál, sent til umsagnar.

Umsagnarfrestur er til 10. mars nk.

Lagt fram til kynningar.
20. Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál. – 2003004
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 27. febrúar 2020, tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál, send til umsagnar.

Umsagnarfrestur er til 19. mars.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur mikilvægt að flugvöllurinn sé þannig staðsettur að hann geti gegnt lykilhlutverki í í samgöngum landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar, en telur jafnframt að brýnt sé að standa vörð um rétt Reykjavíkurborgar, sem og annarra sveitarfélaga, til sjálfsákvörðunar í skipulagsmálum innan marka sveitarfélagsins.
21. Þingsályktunartillaga um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál. – 2003005
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25. febrúar 2020, tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál, send til umsagnar.

Umsagnarfrestur er til 17. mars nk.

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 16:45.