253. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
fimmtudaginn 19. mars 2020, kl. 09:30.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Óttar Bragi Þráinsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
1. | Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu – 2001004 | |
99. fundur stjórnar Bláskógaveitu haldinn 4. mars 2020 | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
2. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir 2020 – 2001045 | |
116. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 4. mars 2020. | ||
Afgreiðslu fundargerðarinnar er frestað til næsta fundar. Kólbeinn vék af fundi. Lagt var fram erindi eigenda Rjúpnabarutar 10, dags. 13. mars 2020. KÓskað er eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa vegna máls nr. 21 á fundinum sem varðar Rjúpnabraut 9. | ||
3. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022 | |
879. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 28. febrúar 2020. | ||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. | ||
4. | Verkfundargerð vegna lagningar ljósleiðara – 2001032 | |
5. verkfundur haldinn 11. mars 2020 | ||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. | ||
5. | Vatnslögn að Spóastöðum – 1909033 | |
Samningur til staðfestingar | ||
Lagður var fram samningur um yfirtöku Bláskógaveitu á lögnum og rekstri kaldavatnsveitu að Spóastöðum. Sveitarstjórn samþykkir samninginn. |
||
6. | Beiðni um kaup á tækjum í þreksal í Reykholti og á Laugarvatni – 2003003 | |
Beiðni sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs um kaup á tækjum fyrir íþróttamiðstöðvarnar í Reykholti og á Laugarvatni | ||
Lögð var fram beiðni sviðsstjóra um fjárheimild til kaupa og viðgerðar á tækjum í þreksali í Reykholti og á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir erindið og jafnframt að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 350.000 á deild 06-511-2990. |
||
7. | Friðlýsing svæðis í verndaráætlun: Háhitasvæði Kerlingarfjalla – 2003012 | |
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 25. febrúar 2020, varðandi tillögu að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Háhitasvæði Kerlingarfjalla: 79 Hverabotn, 80 Neðri-Hveradalir, 81 Kisubotnar og 82 Þverfell. | ||
Sveitarstjórn vísar erindinu til framkvæmda- og veitunefndar til umsagnar. | ||
8. | Deiliskipulag fyrir fjallaskála – 1902048 | |
Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 16. mars 2020, vegna deiliskipulags Geldingafells og Árbúða, þar sem mælst er til að beðið verði með gildistöku deiliskipulags fyrir Árbúðir og Geldingafell. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
9. | Viðbragðsáætlanir vegna kórónaveiru – 2002012 | |
Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála hvað varðar áhrif kórónaveitu á starfsemi sveitarfélagsins. | ||
Lagðar voru fram viðbragðsáætlanir fyrir innra starf og þjónustu á vegum sveitarfélagsins, upplýsingar um þjónustustig sveitarfélagsins vikuna 16. mars til 22. mars og upplýsingar um forgangslista neyðarstigs almannavarna. Stjórnendur halda reglulega fjarfundi um stöðu mála og verður tekin ákvörðun um þjónustustig næstu viku í lok þessarar viku. Komi til útbreiðslu smita á svæðinu, eða þess að starfsfólk lendi í sóttkví, getur áætlunum verið breytt með skömmum fyrirvara. Míkil áhersla hefur verið lögð á að skipta starfsmönnum og nemendum upp í hópa, sem eru ekki í snertingu við hvern annan. | ||
10. | Kórónaveira COVID-19 2020 Velferðarmál – 2003020 | |
Virkjun áætlunar um langtímaviðbrögð við samfélagsáföllum, velferðarklasi. | ||
Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að áætlun sveitarfélagsins um langtímaviðbrögð við samfélagsáföllum hefði verið virkjuð að hluta. Hvað velferðarmálin varðar hefur t.d. verið óskað eftir að félagsþjónustan tilkynni sveitarstjóra ef fer að bera á tilkynningum eða aðstoðarbeiðnum sem varða útbreiðslu Covid-19. Skólastjórnendur fylgjast með líðan nemenda. | ||
11. | Kórónaveira COVID-19 2020 Umhverfismál og innviðir – 2003019 | |
Virkjun áætlunar um langtímaviðbrögð við samfélagsáföllum. Umhverfis- og innviðaklasi. | ||
Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að starfsemi sem heyrir undir framkvæmdasvið hefur verið endurskipulögð og starfsmönnum skipt upp. Fyrirmælum um að fólk sem er í sóttkví í heimahúsum eða sumarhúsum flokki ekki úrgang hefur verið komið á framfæri. Hugað hefur verið að varaáætlun vegna snjómoksturs, komi til veikinda eða sóttkvíar. | ||
12. | Kórónaveira COVID-19 2020 Fjármál – 2003015 | |
Virkjun áætlunar um viðbrögð við samfélagslegum áföllum. Efnahagsklasi. Yfirlit yfir útsvarstekjur og greiðslur frá Jöfnunarsjóði janúar og febrúar 2020. |
||
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og greiðslur frá Jöfnunarsjóði í janúar og febrúar. Regluleg vöktun verður á tekjustreymi og sviðsstjóri og launafulltrúi halda utan um útlagðan kostnað og launakostnað vegna veikinda og sóttkvíar, komi til þess. |
||
13. | Kórónaveira COVID-19 2020 Fjármál – 2003015 | |
Mögulegar ráðstafanir af hálfu sveitarfélagsins til að koma til móts við fyrirtæki sem lenda í rekstrarvanda vegna tekjutaps af völdum COVID-19 faraldurs. | ||
Rætt var um til hvaða ráðstafana sveitarstjórn geti gripið til að koma fyrirtækjum til aðstoðar vegna samdráttar af völdum Covid-19. Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að nokkrir rekstraraðilar í ferðaþjónustu hefðu haft samband vegna fyrirsjáanlegs tekjutaps, einnig hefði verið spurt um mögulegar aðgerðir af hálfu sveitarfélagsins. Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst kynna tillögu að aðgerðum sveitarfélaga í þessari viku, m.a. hvað varðar dreifingu fasteignagjalda, en einnig varðandi leiðir til að sveitarfélögin geti ráðist í meiri framkvæmdir og viðhaldsverkefni, til að koma til móts við fækkun starfa. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að hliðra til með fasteignagjöld hjá ferðaþjónustufyrirtækjum sem verða fyrir tekjutapi, en samþykkir að bíða með nánari útfærslu þar til tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa verið kynntar. |
||
14. | Kórónaveira COVID-19 2020 Fjármál – 2003015 | |
Tímabundnar breytingar á gjaldskrá leikskóla og frístundar vegna takmarkana á þjónustu vegna COVID-19. | ||
Rætt var um breytingar á gjaldskrá leikskóla og frístundar vegna þess að þjónusta er skert. Von er á leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um útfærslu. | ||
15. | Stuðningur við starf Íþróttafélags Uppsveita – 2003021 | |
Beiðni Íþróttafélags Uppsveita, dags. 16. mars 2020, um stuðning við yngri flokka starf og meistaraflokk í knattspyrnu. | ||
Sveitarstjórn samþykkir 100.000 kr. styrk til félagsins og að félagið geti nýtt íþróttavelli sveitarfélagsins á Laugarvatni og í Reykholti til æfinga og keppni án endurgjalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
16. | Mat á umhverfisáhrifum, hótel og baðlón á Efri-Reykjum – 1908013 | |
Tilkynning Skipulagsstofnunar, dags. 5. mars 2020, vegna ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar við byggingu hótels og baðlóns. Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 10:30