254. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

miðvikudaginn 25. mars 2020, kl. 15:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Fundinn sat í Aratungu, Helgi Kjartansson, oddviti. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.

Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.

 

1. Heimildir til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands (Covid-19) – 2003023
Tillaga um að sveitarstjórn verði heimilt að halda fjarfundi vegna takmarkana á samkomuhaldi af völdum Covid-19
Lögð er fram tillaga að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda sveitarstjórnar og fastanefnda Bláskógabyggðar meðan neyðarstig almannavarna er í gildi.
Alþingi hefur samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Með breytingunum er kveðið á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna COVID-19 faraldurs. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að rétt þyki að rýmka reglur um fjarfundi til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga. Auglýsing um ákvörðun ráðherra var birt í B-deild Stjórnartíðinda 19. mars 2020.
Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum er að finna á vefsíðu Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1147.html
Auglýsingu um ákvörðun ráðherra er að finna á vefsíðu Stjórnartíðinda:
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f4cb3242-2fd9-4fa1-b70d-c1de5acee8f1

Sveitarstjórn samþykkir að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og fastanefnda Bláskógabyggðar og að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði, er þetta gert til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og nefnda og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn Bláskógabyggðar.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013, hvað varðar samþykki fundargerðar í lok fundar. Fundargerð skal annað hvort deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar og lesin yfir og síðan staðfest með tölvupósti eða send fundarmönnum í tölvupósti og staðfest með tölvupósti sem vistaður verður í málaskrá.

2. Kórónaveira COVID-19 2020 Fjármál – 2003015
Tillögur að aðgerðum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna áhrifa COVID-19 á samfélagið.
Tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskóla og frístundar vegna breyttrar þjónustu.
Vegna áhrifa COVID-19 á skipulag skóla- og leikskólastarfs samþykkir sveitarstjórn að þjónustugjöld vegna leikskóla og frístundar verði ekki innheimt þegar börn eru heima vegna sóttkvíar, veikinda eða ákvörðunar foreldra enda séu fjarvistir vegna þessa ávallt í heilum vikum.
Sé þjónusta skert vegna ákvörðunar viðkomandi stofnunar og börnum þar með gert ókleyft að njóta samfelldrar þjónustu er einungis greitt fyrir þann tíma sem þjónustan stendur til boða í skólunum.
Reikningar vegna þjónustu í apríl, maí og júní verða innheimtir í lok mánaðar en ekki fyrirfram í byrjun mánaðar eins og verið hefur. Með því móti greiða notendur eingöngu fyrir þá daga sem mætt er í leikskóla eða frístund. Þar sem reikningar vegna mars mánaðar voru sendir út og greiddir miðað við fullan mánuð hafa sumir notendur eignast inneign sem kemur til frádráttar síðar.
3. Kórónaveira COVID-19 2020 Fjármál – 2003015
Tillögur að aðgerðum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna áhrifa COVID-19 á samfélagið.
Tillaga um breytt fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda rekstaraðila sem verða fyrir tekjutapi af völdum útbreiðslu Covid-19.
Gjalddagar fasteignagjalda hjá Bláskógabyggð eru sex talsins, febrúar til júlí. Sveitarstjórn samþykkir að eindögum fasteignagjalda í mars, apríl, maí og júní hjá einkafyrirtækjum (fasteignagjöld eigna þar sem fasteignaskattur er í c-flokki) sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna áhrifa COVID-19 verði frestað þannig að gjöld fyrir þessa fjóra mánuði komi til greiðslu síðar. Við mat á því hvort um verulegt tekjutap sé að ræða sé horft til þeirra skilgreininga sem ríkið mun beita við slíkar ákvarðanir. Á næstu þremur mánuðum verði metið hvort gera þurfi frekari breytingar og einnig verði á þeim tíma ákveðið með hvaða hætti fyrirtækin geta greitt hina frestuðu gjalddaga.
Umsókn um frestun skal eiga sér stað í gegnum þar til gerða þjónustugátt. Sveitarstjórn hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórn til að vinna í sameiningu hratt og vel að gerð þjónustugáttar svo fyrirtækin þurfi einungis að sækja um frestun gjalda á einum stað, sama hvort um er að ræða gjöld til ríkis eða sveitarfélaga.

 

 

 

Fundi slitið kl. 15:43.