255. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
fimmtudaginn 2. apríl 2020, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Helgi Kjartansson, oddviti, sat fundinn í Aratungu. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.
1. | Verkfundargerð vegna lagningar ljósleiðara – 2001032 | |
6. fundur haldinn 25. mars 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
2. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 2001045 | |
116. fundur haldinn 4. mars 2020, afgreiðslu áður frestað á 253. fundi sveitarstjórnar. Áður framlagt bréf eigenda Rjúpnabrautar 10, Úthlíð, vegna Rjúpnabrautar 9 (mál nr. 21 á fundinum) liggur frammi ásamt greinargerð byggingarfulltrúa vegna sama máls, dags. 30. mars 2020. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið. Tók hann þátt í gegnum fjarfundabúnað. Kolbeinn Sveinbjörnsson vék af fundi. Athugasemd hefur borist frá eiganda Rjúpnabrautar 10, Úthlíð, vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir sumarhús á Rjúpnabraut 9. Byggingarfulltrúi fór yfir greinargerð vegna málsins, sem hefur verið lögð fram, þar sem ferill málsins er rakinn og gerð gein fyrir gildandi skipulagi. Niðurstaða byggingarfulltrúa er sú að útgefið leyfi samræmist gildandi deiliskipulagi, sem auglýst var í Stjórnartíðindum hinn 16. ágúst 2007 að undangenginni lögbundinni meðferð skipulagamála. Sveitarstjóra er falið að tilkynna aðila málsins framangreint og leiðbeina um mögulegar kæruleiðir vegna stjórnvaldsákvarðana sem teknar eru á grunni mannvirkjalaga nr. 160/2010. Kolbeinn Sveinbjörnsson kom inn á fundinn að nýju. |
||
3. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 2001045 | |
117. fundur haldinn 18. mars 2020 | ||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð stjórnar SASS – 2001007 | |
555. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn 6. mars 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022 | |
880. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 27. mars 2020. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerðir NOS (Nefndar oddvita sveitarfélaga) – 2001010 | |
Fundur haldinn 10. mars 2020. Afgreiða þarf sérstaklega heimildir til ráðningar starfsmanna. | ||
Liðir 2 og 3, ráðning ritara í 50% starf og félagsráðgjafa í 100% starf. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að ráðist verði í ráðningar í þessar tvær stöður og óskar eftir nánari upplýsingum um áætlaðan kostnað sem fellur til á árinu 2020 miðað við hvenær ráðið verður í störfin og skiptingu kostnaðar niður á sveitarfélögin. Fundargerðin var að öðru leyti lögð fram til kynningar. |
||
7. | Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2001024 | |
203. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 24. mars 2020. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
8. | Skil ársreikninga vegna COVID-19 – 2003034 | |
Tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 30. mars 2020 um heimild sveitarfélaga til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga um afgreiðslu ársreiknings hvað tímafresti varðar. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir, með vísan til auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga, eftirfarandi tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 61. gr. og 2. mgr. 76. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 varðandi skil á ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2019: 1. Ársreikningur verði fullgerður og samþykktur af sveitarstjóra sveitarfélagsins og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. maí 2020 í stað 15. apríl sama ár. 2. Staðfestingu ársreiknings sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja verði lokið fyrir 15. júní 2020 í stað 15. maí sama ár. 3. Ársreikningur sveitarfélagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, verði sendur ráðuneytinu og Hagstofu Íslands fyrir 20. júní 2020 í stað 20. maí sama ár. |
||
9. | Heiðursáskrift að Skógræktarritinu 2020 – 2003027 | |
Erindi Skógræktarfélags Íslands, dags. 26. mars 2019, þar sem óskað er eftir að Bláskógabyggð verði með heiðursáskrift að Skógræktarritinu 2020. | ||
Sveitarstjórn samþykkir heiðursáskrift fyrir árið 2020 að fjárhæð kr. 17.500. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
10. | Aðgerðir til að draga úr áhrifum COVID-19 – 2003015 | |
Samantekt um aðgerðir Bláskógabyggðar til að draga úr áhrifum COVID-19 | ||
Á 254. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar hinn 27. mars s.l. var samþykkt að fresta gjalddögum fasteignagjalda í mars, apríl, maí og júni fyrir rekstraraðila sem verða fyrir verulegu tekjutapi af völdum COVID-19. Nánari útfærsla frestunar verður kynnt í apríl. Einnig var samþykkt að breyta fyrirkomulagi á innheimtu þjónustugjalda í frístund og leikskólum. Gjöld verða innheimt eftir á, í stað fyrirfram, og einungis fyrir veitta þjónustu í þeim tilvikum sem hún er skert. Kjósi foreldrar að halda börnum alveg heima heilar vikur falla niður öll gjöld fyrir viðkomandi viku. Gildistími árskorta í íþróttamiðstöð lengist sem nemur lokun vegna COVID-19. Hvað fjárfestingar og viðhald á vegum Bláskógabyggðar varðar er stefnt að því að halda að lágmarki óbreyttri áætlun hvað það varðar, þrátt fyrir að fyrirséð sé að tekjur sveitarfélagsins munu dragast verulega saman. Heildarfjárfestingaáætlun sveitarfélagsins nemur 292 milljónum kr. og eru þá ekki talin minni viðhaldsverkefni sem teljast til rekstrarútgjalda. Meðal verkefna má nefna: Lagningu ljósleiðara, gatnagerð vegna nýrrar götu (Brekkuholts), viðhald skólabygginga og endurbætur á skólalóðum og leikvelli í Laugarási, endurbætur á íþróttamannvirkjum og könnun á því hvort unnt sé að byggja ofan á íþróttahúsið á Laugarvatni að hluta, haldið verður áfram með hönnun á endurbótum á sundlauginni í Reykholti, malbikun og frágang göngustíga, auk framkvæmda á vegum vatns- og hitaveitu og hönnun úrlausna í fráveitu. Þá er gert ráð fyrir framkvæmdum við hverinn á Laugarvatni í samræmi við styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Loks mun sveitarstjórn skoða það gaumgæfilega að færa framkvæmdir yfir á þetta ár, sem eru á áætlun á næstu árum. Sveitarfélagið hefur komið á framfæri við ríkið að leggja áherslu á samgöngubætur, uppbyggingu á ferðamannastöðum og á viðhald eigna í eigu ríkisins í tenglsum við aðgerðir ríkisins tengt COVID-19. Það er ljóst að erfiðir tímar eru framundan í þjóðfélaginu vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 hefur á atvinnulífið, þá sérstaklega á ferðaþjónustuna. Sveitarstjórn mun fylgjast vel með stöðu mála og leita leiða til að milda áhrif faraldursins á heimili og atvinnulíf í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn er þess fullviss að við munum komast í gegnum þennan faraldur sem við erum stödd í með góðri samstöðu og samvinnu. |
||
11. | Endurskoðun kosningalaga – 2003031 | |
Kynning skrifstofu Alþingis, dags. 19. mars 2020, á drögum að frumvarpi til kosningalaga. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Umsagnarfrestur er til 8. apríl n.k. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
12. | Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál. – 2003030 | |
Erindi Velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. mars 2020, frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða sent til umsagnar, 666. mál.
Umsagnarfrestur er til 20. apríl. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
13. | Hjólaleiðir á Suðurlandi, sóknaráætlunarverkefni 2020 – 2003025 | |
Erindi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 24. mars 2020, varðandi hjólaleiðir á Suðurlandi. | ||
Erindið var lagt fram. Sveitarstjóri mun svara þeim spurningum sem fram koma í bréfinu og er stýrihópi Heilsueflandi samfélags falið að vinna áfram að hugmyndum um hjólaleiðir. | ||
14. | Hamingjulestin, sóknaráætlunarverkefni 2020 – 2003033 | |
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 18. mars 2020, þar sem kynnt er verkefni sóknaráætlunar, Hamingjulestin. | ||
Óskað er eftir tilnefningu svonefnds hamingjuráðherra, sem verði tengiliður við sóknaráætlunarverkefnið Hamingjulestina, sem fjallar um geðheilbrigði og hreyfingu. Samþykkt var að tilnefna Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags sem tengilið. | ||
15. | Áskoranir Landssambands eldri borgara til sveitarstjórna vegna COVID-19 – 2003026 | |
Ályktanir Landssambands eldri borgara vegna útbreiðslu Covid-19 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
16. | Könnun á ferðavenjum Íslendinga – 2003032 | |
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 19. mars 2020, þar sem kynntar eru niðurstöður könnunar á ferðavenjum Íslendinga, sem unnin var á síðasta ári. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
17. | Viðbragðsáætlun Tónlistarskóla Árnesinga vegna COVID-19 – 2003029 | |
Viðbragðsáætlun Tónlistarskóla Árnesinga vegna COVID-19, ásamt yfirliti skólastjóra, dags. 24. mars 2020, yfir aðgerðir og stöðu mála. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
18. | Aðkoma Jöfnunarsjóðs vegna reksturs grunnskóla og þjónustu við fatlað fólk COVID-19 – 2003028 | |
Minnisblað dags. 24. mars 2020 varðandi möguleg framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna ófyrirséðra tilvika í rekstri grunnskóla sem leiða til útgjalda og til varnar því að rof verði á þjónust við fatlað fólk vegna samfélagsaðstæðna. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
19. | Borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila – 2003035 | |
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. mars 2020, varðandi breytingar á ákvæðum laga um almannavarnir, er fjalla um borgaralega skyldu starfsmanna opinberra aðila vegna COVID-19. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 16:30.