256. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

fimmtudaginn 16. apríl 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Fundinn sátu í Aratungu Helgi Kjartansson, oddviti, og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni um frestun á innheimtu gjalda vegna fyrirhugaðrar stækkunar gistiheimilis að Skólavegi 1. Var það samþykkt samhljóða og verður dagskrárliður nr. 17.

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
193. fundur skipulagnefndar haldinn 7. apríl s.l. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 5 til 19.
-liður 5, Kolgrafarhóll; Apavatn 2; 5 lóðir; Deiliskipulag – 2001057
Guðmundur Valsson leggur fram umsókn dags. 27.1.2020 ásamt uppdrætti og greinargerð dags. 21.3.2020 af nýju deiliskipulagi fyrir 5 frístundahúsalóðir auk einnar lóðar sem er skilgreind sem landbúnaðarland í landi Apavatns 2, Efra-Apavatns, í Bláskógabyggð.
Svæðið sem er um 13,9 ha að stærð er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem F20 (frístundabyggð)
Aðkoma að svæðinu er um Laugarvatnsveg nr. (37) og Kolgrafarhólsveg.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og fer fram á ítarlegri gögn.

-liður 6, Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Lögbýli; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 2001001
Lögð var fram fyrirspurn frá eigendum Stekkjatún 1 L222637 og Stekkjatúns 5 L224218 á fundi skipulagsnefndar 3.1.2020 varðandi heimild til breytingar á landnotkun innan aðal- og deiliskipulagi á viðkomandi lóðum. Tekið var jákvætt í erindið af hálfu skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Bláskógabyggðar en þó með þeim fyrirvara að lögð væri áhersla á að samþykki hagsmunaaðila nærliggjandi lóða og eigendum upprunalands mundi liggja fyrir. Er nú beiðni tekin fyrir á nýjan leik þar sem skrifleg samþykki og fyrirvarar umræddra aðila liggja fyrir.
Lögð er fram beiðni frá Halldóri Sigþóri Harðarsyni og Sveini Sigurjónssyni um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem landnotkun lóða Stekkjatún 1 og Stekkjatún 5 breytist úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði, og að gildandi deiliskipulagi svæðisins verð breytt til samræmis. Beiðni lögð fram til umræðu og samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði breyting á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 og einnig að unnin verði samsvarandi breyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi samþykki eigenda aðliggjandi landeigna og í samræmi við óskir/fyrirspurnir umsækjenda.

-liður 7, Efri-Reykir L167080; Varmaorkuver; Deiliskipulag – 1911009
Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna varmavers í landi Efri-Reykja L167080. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á lóð og byggingarheimildum innan hennar. Innan byggingarreits verður heimild fyrir byggingu sem hýsir varmaeiningar auk aðstöðu RARIK fyrir spenni. Auk þess er til staðar dæluhús. Heildarbyggingarmagn innan lóðar má vera allt að 500 m2. Borholan sem svæðið nær til er skilgreind sem borhola E23 í aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Framkvæmdinni er ætlað að bæta nýtingu holunnar til raforkuframleiðslu en gert er ráð fyrir allt að 1200 kW raforkuframleiðslu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillögu og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal efir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.

-liður 8, Hrútárvegur 1B L226236 (Miðhús); Byggingarreitur lóðar A2; Deiliskipulagsbreyting – 2002035
Lögð er fram umsókn frá Landslag ehf. f.h. Ríkharðs Sigurðssonar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi við Hrútárveg með síðari breytingum nr.7770. Um er að ræða stækkun á lóð og byggingarreit á lóð Hrútárvegar 1B L226236 í samræmi við framlagðan uppdrátt. Lóðin stækkar úr 8.505 m2 í 8.931 m2 og byggingarreitur stækkar úr 5.215 m2 í 5.561 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem hagsmunaaðili á næstu lóð er upplýstur um málið og breytingin ekki talin hafa áhrif á aðra.

-liður 9, Leynir lóð (L167906); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2003039
Fyrir liggur umsókn Haraldar Ásgeirssonar, móttekin 27.03.2020 um byggingarleyfi til að fjarlægja geymslu sem fyrir er 19,4 m2, byggingaár 1989 og byggja nýja 40 m2 á sumarbústaðalandinu Leynir lóð (L167906) í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 10, Kjarnholt 5 (L228409); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús – 2003019
Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Nebbi ehf., móttekin 13.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 178,3 með opnu bílskýli 70,3 m2 á lóðinni Kjarnholti 5 (L228409) í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

-liður 11, V-Gata 36 (L170755); fyrirspurn um byggingaráform; sumarbústaður – viðbygging – 2002015
Fyrir liggur umsókn Ívars Haukssonar fyrir hönd Gunnarsfell eignir ehf. móttekin 03.02.2020 sem fyrirspurn um hvort megi byggja við núverandi sumarbústað 35 m2 á sumarbústaðalandinu V-Gata 36 (L170755) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 85 m2.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 12, Skálabrekka-Eystri L224848; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2003004
Vilborg Halldórsdóttir f.h. eigenda Skálabrekku-Eystri L224848 leggur fram umsókn dags. 25.2.2020 og lýsingu dagsetta í febrúar 2020, vegna ósk um breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.
Breytingin felur í sér að óskað er eftir að 24,8 ha svæði innan landsins verði skilgreint sem frístundasvæði. Hluti svæðisins er í núgildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar skilgreint sem frístundasvæði F(10).
Samhliða breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027,verði unnið deiliskipulag frístundabyggðar á svæðinu.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og mælist til þess að umsótt breyting verði skoðuð í samhengi við skilmála aðalskipulags er varðar uppbyggingu frístundasvæða og verndarsjónamiða innan svæðisins.

-liður 13, Skálabrekka-Eystri L224848; Frístundasvæði F10; Deiliskipulag – 2003005
Vilborg Halldórsdóttir f.h. eigenda Skálabrekku-Eystri L224848 leggur fram umsókn dags. 25.2.2020 og lýsingu dagsetta í febrúar 2020, fyrir deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skálabrekku-Eystri L224848, Bláskógabyggð. Svæði sem um ræðir er tæplega 25 ha að stærð. Reiknað er með að frístundalóðir verði á mill 0,5 til 1,0 ha að stærð. Umrætt svæði er á hverfisverndarsvæði HV1, og er einnig sérstök vatnsvernd á svæðinu (lög nr. 85/2005). Hluti svæðisins er nú þegar í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar skilgreindur sem frístundabyggð F(10)Aðkoma að svæðinu eru um Þingvallaveg og aðkomuveg í gegnum land Skálabrekku.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og mælist til þess að umsótt breyting verði skoðuð í samhengi við skilmála aðalskipulags er varðar uppbyggingu frístundasvæða og verndarsjónamiða innan svæðisins.

-liður 14, Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Aðalskipulagsbreyting – 1807011
Lögð fram tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Breytingin tekur til svæðis ofan og neðan Laugarvatnsvegar þar sem 40 hektarar úr frístundasvæðinu F22 er breytt í svæði fyrir skógrækt en samtímis frístundasvæðið F23 verður stækkað um 16 ha og sett inn nýtt skógræktarsvæði neðan Laugarvatnsvegar, um 15 ha að stærð. Lýsing verkefnisins hefur verið kynnt og einnig tillagan sjálf.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna, greinargerð og uppdrátt að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og mælist til að hún verði auglýst skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

-liður 15, Snorrastaðir (L168101); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003003
Fyrir liggur umsókn Eiríks Vignis Pálssonar fyrir hönd Félag Skipstjórnamanna, móttekin 03.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 108 m2 á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir (L168101) í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir stöku húsi. Grenndarkynning á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur farið fram. Fyrir liggur skýrsla frá Ísor varðandi vatnsból svæðisins sem viðbragð við umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands varðandi vatnsból. Tekið skal fram að verði um frekari byggingaráform að ræða, skal svæðið deiliskipulagt.

-liður 16, Efra-Apavatn 1A L226187, Efra-Apavatn 1 lóð L167652 og L167651; Skipting landsvæðis; Deiliskipulagsbreyting – 2003002
Guðmundur H. Baldursson leggur fram lýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir frístundarsvæði á Efra-Apavatni 1A L226187, Efra-Apavatni 1 L167652 og Efra- Apavatni 1, L167651.
Deiliskipulagssvæðið tekur til um 8,1 ha svæðis og eru afmarkaðar 11 frístundahúsalóðir, auk einnar lóðar fyrir bátaskýli. Aðkoma að svæðinu er um Laugarvatnsveg (37) og um aðkomuveg að svæðinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 20.2.2020. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

-liður 17, Syðri-Reykir 2 land L176919; Syðri-Reykir 4 vegsvæði; Stofnun vegsvæðis – 2004007
Lögð er fram umsókn Sigríðar Önnu Ellerup hjá Direktu, f.h. landeiganda og Vegagerðarinnar, dags. 4. febrúar 2020, um stofnun 2.100 fm vegsvæðis úr landi Syðri-Reykja 2 lands L176919 sem verður 3.900 fm eftir lóðastofnun skv. skráningu í fasteignaskrá. Fyrir liggur umsókn landeiganda um stofnun vegsvæðisins. Vegsvæðið tengist veglagningu Reykjavegar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæðisins með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samræmi við ábendingar skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi umsókn.

-liður 18, Gýgjarhólskot 1 L167094 og Gýgjarhólskot 2 L167095; Gýgjarhólskot 3 vegsvæði; Skeiða- og Hrunamannavegur; Stofnun vegsvæða – 2004008
Lagðar eru fram umsóknir Sigríðar Önnu Ellerup hjá Direktu, f.h. Vegagerðarinnar og eiganda, dags. 24. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að stofna þrjár landeignir undir vegsvæði úr landi Gýgjarhólskots 1 L167094 og Gýgjarhólskots 2 L167095 sem og óskiptu landi jarðanna vegna endurbyggingar Skeiða- og Hrunamannavegar. Óskað er eftir að stofna 20.191 fm vegsvæði úr landi Gýgjarhólskots 1, 9.591 fm vegsvæði úr landi Gýgjarhólskots 2 og 9.545 fm vegsvæði úr óskiptu landi Gýgjarhólskots 1 og 2.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæðanna. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi umsókn.

-liður 19, Vörðuás 7 L175223 og 9 L175191; Breyting á lóðamörkum og stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2004013
Lögð er fram umsókn vegna breytingar á deiliskipulagi frístundasvæðis að Úthlíð í Bláskógabyggð nr. 2858 frá 1993 með síðari breyingum. Í breytingunni felst að lóðarmörkum á milli lóðar Vörðuás 7 og Vörðuás 9 er breytt. Byggingareitur lóðar Vörðuás 9 stækkar og byggingarheimild lóðar eykst um sem nemur 100 m2. Óskað er eftir því að málið fá málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagsbreytingu með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að landnotkun viðkomandi lóða verði breytt í aðalskipulagi Bláskógabyggðar í takt við núverandi notkun þeirra og að skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði í stað frístundasvæðis.

Fundargerðin staðfest.

2. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – fundargerð afgreiðslufundar – 2001045
118. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 1. apríl 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð stjórnar SASS – 2001007
556. fundur stjórnar SASS haldinn 3. apríl 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2001025
291. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 24. mars 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Erindisbréf æskulýðsnefndar – 2004015
Tillaga að erindisbréfi æskulýðsnefndar
Lagt var fram erindisbréf fyrir æskulýðsnefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið og fellur þá úr gildi erindisbréf nefndarinnar frá 2. september 2010.
6. Erindisbréf umhverfisnefndar – 2004011
Tillaga að erindisbréfi umhverfisnefnar
Lagt var fram erindisbréf fyrir umhverfisnefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið og fellur þá úr gildi erindisbréf nefndarinnar frá 1. apríl 2003.
7. Erindisbréf framkvæmda- og veitunefndar – 2004010
Erindisbréf framkvæmda- og veitunefndar
Lagt var fram erindisbréf fyrir framkvæmda- og veitunefnd, sem er ný nefnd í stjórnkerfi Bláskógabyggðar og tekur m.a. við hlutverki stjórnar Bláskógaveitu. Erindisbréfið var borið undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum gegn atkvæði ÓBÞ.
8. Erindisbréf atvinnu- og ferðamálanefndar – 2004014
Tillaga að erindisbréfi atvinnu- og ferðamálanefndar
Lagt var fram erindisbréf fyrir atvinnu- og ferðamálanefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið og fellur þá úr gildi erindisbréf nefndarinnar frá 2. september 2010.
9. Erindisbréf menningarmálanefndar – 2004013
Tillaga að erindisbréfi menningarmálanefndar
Lagt var fram erindisbréf fyrir menningarmálanefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið og fellur þá úr gildi erindisbréf nefndarinnar frá 2. september 2010.
10. Erindisbréf skólanefndar – 2004012
Tillaga að erindisbréfi skólanefndar
Lagt var fram erindisbréf fyrir skólanefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið og fellur þá úr gildi erindisbréf nefndarinnar frá 8. nóvember 2018.
11. Innkaupareglur Bláskógabyggðar – 2004020
Tillaga að innkaupareglum Bláskógabyggðar
Lögð var fram tillaga að innkaupareglum og innkaupastefnu Bláskógabyggðar, ásamt núgildandi innkaupareglum og yfirliti yfir gildandi viðmiðunarfjárhæðir hvað útboðsskyldu varðar. Sveitarstjórn samþykkir innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir Bláskógabyggð, jafnframt falla úr gildi innkaupareglur sveitarfélagsins frá 7. febrúar 2013.
12. Jafnréttis- og jafnlaunaáætlun – 2004018
Jafnréttis- og jafnlaunaáætlun fyrir Bláskógabyggð
Lögð var fram tillaga að jafnréttis- og jafnlaunaáætlun fyrir Bláskógabyggð. Sveitarstjórn samþykkir jafnréttis- og jafnlaunaáætlunina, jafnframt fellur úr gildi jafnréttisáætlun sveitarfélagsins frá 15. mars 2016.
13. Atvinnuleysi og skert starfshlutfall upplýsingar frá Vinnumálastofnun – 2004002
Tölulegar upplýsingar um atvinnuleysi og fjölda íbúa í Bláskógabyggð sem eru með skert starfshlutfall vegna áhrifa af Covid-19
Lagðar voru fram upplýsingar frá Vinnumálastofnun þar sem fram kemur að 188 einstaklingar eru nú í minnkuðu starfshlutfalli og að atvinnuleysi í mars mældist 14% og áætlað er að atvinnuleysi í apríl verði 26,6%.
14. Áhrif mögulegs samdráttar í tekjum vegna afleiðinga af COVID-19 á tekjustreymi Bláskógabyggðar – 2003015
Sviðsmyndir vegna mögulegs samdráttar í tekjum Bláskógabyggðar vegna lækkaðs atvinnustigs í sveitarfélagsinu.
Lagt var fram yfirlit sem sýnir áhrif tekjusamdráttar á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins miðað við að útsvarstekjur dragist saman um 10, 20 eða 30% frá því sem áætlað var. Ljóst er að útsvarstekjur munu dragast saman vegna lægra atvinnustigs í sveitarfélaginu. Miðað við 10% samdrátt í útsvarstekjum myndi rekstrarafgangur samstæðu lækka um 69 milljónir króna og yrði 25 millj.kr. í stað 94 skv. áætlun. 20% tekjusamdráttur myndi gera það að verkum að rekstrarniðurstaða A og B-hluta yrði neikvæð sem næmi 40 millj. króna, og 30% samdráttur að niðurstaðan yrði neikvæð sem nemur 105 millj. króna.
15. Frestun eindaga fasteignagjalda rekstraraðila – 2003015
Fyrirkomulag á frestun eindaga fasteignagjalda hjá rekstraraðilum vegna fasteigna í álagningarflokki c.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum hinn 27. mars s.l. að fresta eindögum fasteignagjalda hjá rekstraraðilum sem verða fyrir tekjutapi vegna áhrifa Covid-19 vegna fasteigna sem skattlagðar eru í c-flokki. Gert var ráð fyrir að ríki og sveitarfélög myndu koma upp sameiginlegri gátt þar sem rekstraraðilar gætu sótt um frestun eindaga á gjöldum til ríkis og sveitarfélaga, en af því verður ekki.
Bláskógabyggð samþykkir því hér með að eindagar fasteignagjalda í mars, apríl, maí og júní, vegna eigna sem bera fasteignaskatt í c-flokki verði færðir aftur hjá þeim rekstraraðilum sem verða fyrir tekjutapi vegna áhrifa af Covid-19. Fyrirkomulagið verði þannig að sækja skal um frestun með tölvupósti á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is og gera stuttlega grein fyrir samdrætti í rekstri og tekjutapi vegna faraldursins.
Breyting á eindögum verður eftirfarandi: Fasteignagjöld sem eru með gjalddaga 1. mars verða með eindaga 30. ágúst, fasteignagjöld sem eru með gjalddaga 1. apríl verði með eindaga 30. september, fasteignagjöld sem eru með gjalddaga 1. maí verði með eindaga 30. október og fasteignagjöld sem eru með gjalddaga 1. júní verði með eindaga 30. nóvember.
Sveitarstjórn veitir innheimtufulltrúa, í samráði við sveitarstjóra, heimild til að afgreiða umsóknir um frestun eindaga i samræmi við samþykkt þessa.
16. Viðhald íþróttamiðstöðvar (ungmennabúðir) Laugarvatni – 2004019
Tillaga um að viðhaldsframkvæmdum við Hverabraut 4-6, Laugarvatni, verði flýtt. Kostnaðaráætlun sviðsstjóra vegna mögulegra framkvæmda liggur frammi.
Sveitarstjórn samþykkir að auka framlag til viðhalds íþróttamiðstöðvarinnar að Laugarvatni (Hverabraut 4-6) um 5.000.000 kr. frá því sem áður var áætlað. Viðauka þessum við fjárfestingaáætlun verði mætt með lækkun á handbæru fé.
17. Áform um byggingu hótels við Skólaveg, beiðni um frestun innheimtu gjalda – 1911016
Erindi framkvæmdastjóra Stakrar gulrótar ehf/Blue vacations Iceland, dags. 15. apríl 2020, þar sem óskað er eftir frestun á innheimtu gjalda vegna fyrirhugaðrar stækkunar gistihússins að Skólavegi 1 í 40 herbergi.
Lögð var fram beiðni um frestun á innheimtu gatnagerðar- og tengigjalda til sveitarfélagsins og Bláskógaveitu verði af byggingu 40 herbergja stækkunar við Skólaveg 1. Sveitarstjórn samþykkir að fresta innheimtu gatnagerðar- og tengigjalda vegna fyrirhugaðrar byggingar. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi þess efnis.
18. Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – 2003015
Tilkynning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 7. apríl s.l. um óvissu um áætlaðar tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
19. Tengivegir í Bláskógabyggð – 2004001
Minnisblað til Vegagerðarinnar, dags. 6. apríl 2020, vegna ástands tengivega.
Lagt var fram til kynningar erindi sveitarfélagsins til Vegagerðarinnar þar sem vakin var athygli á bágu ástandi Tjarnarvegar nr. 356 og Einholtsvegar nr. 358 og leitað eftir úrbótum.
20. Aðgerðaráætlanir sveitarfélaga til viðspyrnu vegna COVID-19 – 2004017
Bréf framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2020
Lagt fram til kynningar.
21. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2020 – 2002039
Bréf framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 7. apríl 2020, vegna frestunar aðalfundar sjóðsins.
Lagt fram til kynningar.
22. Íþróttahreyfingin og COVID-19 – 2004016
Bréf forseta íþrótta- og ólympíusambands Íslands, dags. 1. apríl 2020 varðandi íþróttahreyfinguna og COVID-19
Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 16:55.

 

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson   Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir   Eyrún Margrét Stefánsdóttir
Róbert Aron Pálmason    
Ásta Stefánsdóttir