256. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
fimmtudaginn 16. apríl 2020, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Fundinn sátu í Aratungu Helgi Kjartansson, oddviti, og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni um frestun á innheimtu gjalda vegna fyrirhugaðrar stækkunar gistiheimilis að Skólavegi 1. Var það samþykkt samhljóða og verður dagskrárliður nr. 17.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006 | |
193. fundur skipulagnefndar haldinn 7. apríl s.l. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 5 til 19. | ||
-liður 5, Kolgrafarhóll; Apavatn 2; 5 lóðir; Deiliskipulag – 2001057 Guðmundur Valsson leggur fram umsókn dags. 27.1.2020 ásamt uppdrætti og greinargerð dags. 21.3.2020 af nýju deiliskipulagi fyrir 5 frístundahúsalóðir auk einnar lóðar sem er skilgreind sem landbúnaðarland í landi Apavatns 2, Efra-Apavatns, í Bláskógabyggð. Svæðið sem er um 13,9 ha að stærð er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem F20 (frístundabyggð) Aðkoma að svæðinu er um Laugarvatnsveg nr. (37) og Kolgrafarhólsveg. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og fer fram á ítarlegri gögn. -liður 6, Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Lögbýli; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 2001001 -liður 7, Efri-Reykir L167080; Varmaorkuver; Deiliskipulag – 1911009 -liður 8, Hrútárvegur 1B L226236 (Miðhús); Byggingarreitur lóðar A2; Deiliskipulagsbreyting – 2002035 -liður 9, Leynir lóð (L167906); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2003039 -liður 10, Kjarnholt 5 (L228409); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús – 2003019 -liður 11, V-Gata 36 (L170755); fyrirspurn um byggingaráform; sumarbústaður – viðbygging – 2002015 -liður 12, Skálabrekka-Eystri L224848; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2003004 -liður 13, Skálabrekka-Eystri L224848; Frístundasvæði F10; Deiliskipulag – 2003005 -liður 14, Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Aðalskipulagsbreyting – 1807011 -liður 15, Snorrastaðir (L168101); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003003 -liður 16, Efra-Apavatn 1A L226187, Efra-Apavatn 1 lóð L167652 og L167651; Skipting landsvæðis; Deiliskipulagsbreyting – 2003002 -liður 17, Syðri-Reykir 2 land L176919; Syðri-Reykir 4 vegsvæði; Stofnun vegsvæðis – 2004007 -liður 18, Gýgjarhólskot 1 L167094 og Gýgjarhólskot 2 L167095; Gýgjarhólskot 3 vegsvæði; Skeiða- og Hrunamannavegur; Stofnun vegsvæða – 2004008 -liður 19, Vörðuás 7 L175223 og 9 L175191; Breyting á lóðamörkum og stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2004013 Fundargerðin staðfest. |
||
2. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – fundargerð afgreiðslufundar – 2001045 | |
118. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 1. apríl 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
3. | Fundargerð stjórnar SASS – 2001007 | |
556. fundur stjórnar SASS haldinn 3. apríl 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2001025 | |
291. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 24. mars 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Erindisbréf æskulýðsnefndar – 2004015 | |
Tillaga að erindisbréfi æskulýðsnefndar | ||
Lagt var fram erindisbréf fyrir æskulýðsnefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið og fellur þá úr gildi erindisbréf nefndarinnar frá 2. september 2010. | ||
6. | Erindisbréf umhverfisnefndar – 2004011 | |
Tillaga að erindisbréfi umhverfisnefnar | ||
Lagt var fram erindisbréf fyrir umhverfisnefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið og fellur þá úr gildi erindisbréf nefndarinnar frá 1. apríl 2003. | ||
7. | Erindisbréf framkvæmda- og veitunefndar – 2004010 | |
Erindisbréf framkvæmda- og veitunefndar | ||
Lagt var fram erindisbréf fyrir framkvæmda- og veitunefnd, sem er ný nefnd í stjórnkerfi Bláskógabyggðar og tekur m.a. við hlutverki stjórnar Bláskógaveitu. Erindisbréfið var borið undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum gegn atkvæði ÓBÞ. | ||
8. | Erindisbréf atvinnu- og ferðamálanefndar – 2004014 | |
Tillaga að erindisbréfi atvinnu- og ferðamálanefndar | ||
Lagt var fram erindisbréf fyrir atvinnu- og ferðamálanefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið og fellur þá úr gildi erindisbréf nefndarinnar frá 2. september 2010. | ||
9. | Erindisbréf menningarmálanefndar – 2004013 | |
Tillaga að erindisbréfi menningarmálanefndar | ||
Lagt var fram erindisbréf fyrir menningarmálanefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið og fellur þá úr gildi erindisbréf nefndarinnar frá 2. september 2010. | ||
10. | Erindisbréf skólanefndar – 2004012 | |
Tillaga að erindisbréfi skólanefndar | ||
Lagt var fram erindisbréf fyrir skólanefnd. Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið og fellur þá úr gildi erindisbréf nefndarinnar frá 8. nóvember 2018. | ||
11. | Innkaupareglur Bláskógabyggðar – 2004020 | |
Tillaga að innkaupareglum Bláskógabyggðar | ||
Lögð var fram tillaga að innkaupareglum og innkaupastefnu Bláskógabyggðar, ásamt núgildandi innkaupareglum og yfirliti yfir gildandi viðmiðunarfjárhæðir hvað útboðsskyldu varðar. Sveitarstjórn samþykkir innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir Bláskógabyggð, jafnframt falla úr gildi innkaupareglur sveitarfélagsins frá 7. febrúar 2013. | ||
12. | Jafnréttis- og jafnlaunaáætlun – 2004018 | |
Jafnréttis- og jafnlaunaáætlun fyrir Bláskógabyggð | ||
Lögð var fram tillaga að jafnréttis- og jafnlaunaáætlun fyrir Bláskógabyggð. Sveitarstjórn samþykkir jafnréttis- og jafnlaunaáætlunina, jafnframt fellur úr gildi jafnréttisáætlun sveitarfélagsins frá 15. mars 2016. | ||
13. | Atvinnuleysi og skert starfshlutfall upplýsingar frá Vinnumálastofnun – 2004002 | |
Tölulegar upplýsingar um atvinnuleysi og fjölda íbúa í Bláskógabyggð sem eru með skert starfshlutfall vegna áhrifa af Covid-19 | ||
Lagðar voru fram upplýsingar frá Vinnumálastofnun þar sem fram kemur að 188 einstaklingar eru nú í minnkuðu starfshlutfalli og að atvinnuleysi í mars mældist 14% og áætlað er að atvinnuleysi í apríl verði 26,6%. | ||
14. | Áhrif mögulegs samdráttar í tekjum vegna afleiðinga af COVID-19 á tekjustreymi Bláskógabyggðar – 2003015 | |
Sviðsmyndir vegna mögulegs samdráttar í tekjum Bláskógabyggðar vegna lækkaðs atvinnustigs í sveitarfélagsinu. | ||
Lagt var fram yfirlit sem sýnir áhrif tekjusamdráttar á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins miðað við að útsvarstekjur dragist saman um 10, 20 eða 30% frá því sem áætlað var. Ljóst er að útsvarstekjur munu dragast saman vegna lægra atvinnustigs í sveitarfélaginu. Miðað við 10% samdrátt í útsvarstekjum myndi rekstrarafgangur samstæðu lækka um 69 milljónir króna og yrði 25 millj.kr. í stað 94 skv. áætlun. 20% tekjusamdráttur myndi gera það að verkum að rekstrarniðurstaða A og B-hluta yrði neikvæð sem næmi 40 millj. króna, og 30% samdráttur að niðurstaðan yrði neikvæð sem nemur 105 millj. króna. | ||
15. | Frestun eindaga fasteignagjalda rekstraraðila – 2003015 | |
Fyrirkomulag á frestun eindaga fasteignagjalda hjá rekstraraðilum vegna fasteigna í álagningarflokki c. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum hinn 27. mars s.l. að fresta eindögum fasteignagjalda hjá rekstraraðilum sem verða fyrir tekjutapi vegna áhrifa Covid-19 vegna fasteigna sem skattlagðar eru í c-flokki. Gert var ráð fyrir að ríki og sveitarfélög myndu koma upp sameiginlegri gátt þar sem rekstraraðilar gætu sótt um frestun eindaga á gjöldum til ríkis og sveitarfélaga, en af því verður ekki. Bláskógabyggð samþykkir því hér með að eindagar fasteignagjalda í mars, apríl, maí og júní, vegna eigna sem bera fasteignaskatt í c-flokki verði færðir aftur hjá þeim rekstraraðilum sem verða fyrir tekjutapi vegna áhrifa af Covid-19. Fyrirkomulagið verði þannig að sækja skal um frestun með tölvupósti á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is og gera stuttlega grein fyrir samdrætti í rekstri og tekjutapi vegna faraldursins. Breyting á eindögum verður eftirfarandi: Fasteignagjöld sem eru með gjalddaga 1. mars verða með eindaga 30. ágúst, fasteignagjöld sem eru með gjalddaga 1. apríl verði með eindaga 30. september, fasteignagjöld sem eru með gjalddaga 1. maí verði með eindaga 30. október og fasteignagjöld sem eru með gjalddaga 1. júní verði með eindaga 30. nóvember. Sveitarstjórn veitir innheimtufulltrúa, í samráði við sveitarstjóra, heimild til að afgreiða umsóknir um frestun eindaga i samræmi við samþykkt þessa. |
||
16. | Viðhald íþróttamiðstöðvar (ungmennabúðir) Laugarvatni – 2004019 | |
Tillaga um að viðhaldsframkvæmdum við Hverabraut 4-6, Laugarvatni, verði flýtt. Kostnaðaráætlun sviðsstjóra vegna mögulegra framkvæmda liggur frammi. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að auka framlag til viðhalds íþróttamiðstöðvarinnar að Laugarvatni (Hverabraut 4-6) um 5.000.000 kr. frá því sem áður var áætlað. Viðauka þessum við fjárfestingaáætlun verði mætt með lækkun á handbæru fé. | ||
17. | Áform um byggingu hótels við Skólaveg, beiðni um frestun innheimtu gjalda – 1911016 | |
Erindi framkvæmdastjóra Stakrar gulrótar ehf/Blue vacations Iceland, dags. 15. apríl 2020, þar sem óskað er eftir frestun á innheimtu gjalda vegna fyrirhugaðrar stækkunar gistihússins að Skólavegi 1 í 40 herbergi. | ||
Lögð var fram beiðni um frestun á innheimtu gatnagerðar- og tengigjalda til sveitarfélagsins og Bláskógaveitu verði af byggingu 40 herbergja stækkunar við Skólaveg 1. Sveitarstjórn samþykkir að fresta innheimtu gatnagerðar- og tengigjalda vegna fyrirhugaðrar byggingar. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi þess efnis. | ||
18. | Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – 2003015 | |
Tilkynning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 7. apríl s.l. um óvissu um áætlaðar tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
19. | Tengivegir í Bláskógabyggð – 2004001 | |
Minnisblað til Vegagerðarinnar, dags. 6. apríl 2020, vegna ástands tengivega. | ||
Lagt var fram til kynningar erindi sveitarfélagsins til Vegagerðarinnar þar sem vakin var athygli á bágu ástandi Tjarnarvegar nr. 356 og Einholtsvegar nr. 358 og leitað eftir úrbótum. | ||
20. | Aðgerðaráætlanir sveitarfélaga til viðspyrnu vegna COVID-19 – 2004017 | |
Bréf framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2020 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
21. | Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2020 – 2002039 | |
Bréf framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 7. apríl 2020, vegna frestunar aðalfundar sjóðsins. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
22. | Íþróttahreyfingin og COVID-19 – 2004016 | |
Bréf forseta íþrótta- og ólympíusambands Íslands, dags. 1. apríl 2020 varðandi íþróttahreyfinguna og COVID-19 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 16:55.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Eyrún Margrét Stefánsdóttir | |
Róbert Aron Pálmason | ||
Ásta Stefánsdóttir |