258. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 14.maí 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
195. fundur skipulagsnefndar haldinn 13. maí 2020.
-liður 3, Stekkatún 4 L224217; Úr frístundalóð í íbúðarlóð; Deiliskipulagsbreyting – 2005007
Lögð er fram umsókn frá Halldóri Þ. Birgissyni um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð sína að Stekkatúni 4. Í breytingunni felst að skilgreind notkun lóðar Stekkatún 4 verði íbúðarlóð í stað frístundalóðar samhliða breytingu á skipulagi lóða 1-5.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar synjaR umsókn um breytta notkun lóðarinnar. Sveitarstjórn telur ekki forsendur fyrir því að breyta landnotkun í takt við skilmála aðalskipulags lið 2.3.1. er varðar íbúðabyggð.

-liður 4, Ártunga 2 L226435 og 4 L193559; Gististaður í flokki II; Deiliskipulagsbreyting – 2005018
Lögð er fram umsókn frá VSÓ ráðgjöf, fyrir hönd eiganda Ártungu 2 um breytingu á deiliskipulagi Ártungu í landi Efri Reykja sem samþykkt var í nóvember 2017. Breytingin felur í sér að skýrð er heimild til reksturs gististaðar í flokki II á skipulagssvæðinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Ártungu 2 og 4 með fyrirvara um samþykki allra sumarhúseigenda innan frístundasvæðis F73 Reykjaskógur og Stekkjatún auk landeigenda upprunalands. Á svæðinu öllu eru um 120 lóðir og eru 97 þeirra byggðar. Eftir að samþykki allra lóðarhafa liggur fyrir skal breytingin unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Samkvæmt heimildum innan kafla 2.3.2 innan aðalskipulags Bláskógayggðar 2015-2027 er útleiga sumarhúsa heimild á grundvelli reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald með þeim takmörkunum að samþykki eigenda sumarhúsa á svæðinu þurfi að liggja fyrir komi fram ósk um atvinnurekstur.

-liður 5, Laugarás L167381; Lauftún garðyrkjustöð; Breytt skipulag lóðar; Fyrirspurn – 2005020
Lögð er fram fyrirspurn Sigurðar Einarssonar um breytingu á deiliskipulagi að Laugarási dags. 4.5.2020 ásamt uppdrætti dags. 24.03.2020. Í breytingunni felst að skipulagi lóðar er breytt þar sem komið er fyrir þremur gróðurhúsum, pökkunaraðstöðu, véla- og áhaldageymslu/bílskúr og tveimur starfsmannahúsum. Fyrir á lóðinni eru tvö íbúðarhús. Skilmálar deiliskipulags svæðisins frá 29. des. 2011 halda sér óbreyttir að öðru leiti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir garðyrkjustöð Lauftúns að Laugarási fari til kynningar á grundvelli 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

-liður 6, Engjagil Helludal; Svæði II; Breyting á lóðarmörkum; Deiliskipulagsbreyting – 2005025
Lögð er fram umsókn frá Gunnari Sigurðssyni, fh. lóðarhafa við Engjagil um breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis að Helludal F103. Í breytingunni felst stækkun byggingarreita innan lóða þar sem gert er ráð fyrir að byggingareitir séu 10 metra frá lóðarmörkum. Samkvæmt gildandi skipulagi skulu byggingarreitir vera 20 metra frá lóðarmörkun. Aðrir skipulagsskilmálar eru óbreyttir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins. Óskað er ítarlegri gagna varðandi takmarkanir á byggingarreitum m.t.t. fjarlægðar frá vegum og háspennulínum.

-liður 7, Birkilundur 9-13; Friðheimar; Samræming deiliskipulags fyrirhugaðra framkvæmda; Fyrirspurn – 2005026
Lögð er fram fyrirspurn frá Knúti Rafni Ármann fh. Friðheima ehf. er varðar samræmingu á deiliskipulagi og umsókn um byggingarleyfi á lóð Birkilundar 9-13. Í framkvæmdinni felst stækkun á núverandi starfsemi Friðheima með aukinni ræktun og uppbyggingu á gróðurhúsi. Óskað er eftir heimild til að fá útgefið byggingarleyfi á grundvelli samþykkis nágranna og að skilmálum deiliskipulags verði breytt í samræmi við áform fyrirtækisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar heimilar útgáfu byggingarleyfis á svæðinu þar sem nú þegar liggur fyrir samþykki nágranna. Framkvæmdin samræmist núverandi notkun svæðisins vel og markmiðum aðalskipulags Bláskógabyggðar þar sem sett eru fram markmið um að skapa skilyrði fyrir nýrri atvinnustarfsemi og aðstöðu fyrir lítil fyrirtæki auk þess sem unnið verði að uppbyggingu í ferðaþjónustu. Sveitarstjórn mælist til þess að samhliða útgáfu byggingarleyfis verði unnin breyting á deiliskipulagi svæðisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðin staðfest.

2. Endurskoðun hjá Bláskógabyggð, ársreikningur 2019, ásamt endurskoðunarskýrslu – 1912022
Ársreikningur Bláskógabyggðar, fyrri umræða. Auðunn Guðjónsson kemur inn á fundinn og fer yfir reikninginn.
Auðunn Guðjónsson, endurskoðandi hjá KPMG, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og sat hann einnig fundinn undir 3. og 4. dagskrárlið.
Auðunn kynnti fyrirliggjandi ársreikning Bláskógabyggðar 2019 ásamt endurskoðunarskýrslu 2019. Umræða varð um niðurstöðu rekstrar Bláskógabyggðar á síðast liðnu ári og svöruðu Auðunn og sveitarstjóri framkomnum spurningum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi til síðari umræðu í sveitarstjórn á næsta fundi sveitarstjórnar.
3. Ársreikningur Bláskógaljóss 2019 – 2004025
Ársreikningur Bláskógaljóss 2019, fyrri umræða
Lagður var fram ársreikningur Bláskógaljóss og kynnti Auðunn Guðjónsson, endurskoðandi, efni hans.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Bláskógaljóss til síðari umræðu.
4. Ársreikningur Bláskógaveitu 2019 – 2004024
Ársreikningur Bláskógaveitu 2019, fyrri umræða
Lagður var fram ársreikningur Bláskógaveitu sem staðfestur hefur verið af stjórn Bláskógaveitu. Auðunn Guðjónsson, endurskoðandi, fór yfir ársreikninginn með sveitarstjórn og var honum vísað til síðari umræðu.
5. Umsókn um íbúð í Kistuholti 5b, Reykholti – 2005017
Útleiga á íbúð fyrir eldri borgara, Kistuholti 5b, íbúðin hefur ítrekað verið auglýst laus til umsóknar og tvær umsóknir hafa borist.
Lagðar voru fram umsóknir Erlings Þórs Guðjónssonar og Ólafs Einarssonar um leigu á íbúðinni.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta íbúðinni til Erlings Þórs.
6. Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2020 – 2005018
Boð á aðalfund Háskólafélags Suðurlands, dags. 8. maí 2020. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 26. maí kl. 10:30 með fjarfundasniði.
Lagt fram til kynningar.
Valgerður Sævarsdóttir situr fundinn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 17:15.

 

 

 

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson   Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir   Eyrún Margrét Stefánsdóttir
Róbert Aron Pálmason    
Ásta Stefánsdóttir