259. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 28.maí 2020, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Eyrún Margrét Stefánsdóttir, Róbert Aron Pálmason, og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð umhverfisnefndar – 2001009 | |
26. fundur umhverfisnefndar haldinn 22. maí 2020 | ||
-liður 1, (mál nr. 2003013 sbr. 2001047) friðlýsing svæðis í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar, háhitasvæði Geysis: 78 Geysir. Umhverfisstofnun óskað með bréfi dags, 25. febrúar 2020 eftir umsögn sveitarfélagsins um áform um friðlýsingu Geysis sem svæðis í verndarflokki rammaáætlunar sbr. 53. gr. náttúruverndarlaga nr. 60,2013, óskað var eftir að erindið yrði kynnt náttúruverndarnefnd sveitarfélagsis. Umsagnarfrestur var veittur til 3. júní. Umhverfisnefnd, sem fer með hlutverk náttúruverndarnefndar, fjallaði um málið á 26. fundi sínum og gerir ekki athugasemd við friðlýsingu Geysis. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við friðlýsingu háhitasvæðis Geysis. Fundargerðin staðfest. |
||
2. | Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2004029 | |
3. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn 26. maí 2020 | ||
-liður 6, verðkönnun vegna fráveitu á Laugarvatni (2005019), sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Eflu, verkfræðistofu, sem átti lægsta tilboð í verkið. Verkefnið rúmast að hluta innan fjárhagsáætlunar, en að öðru leyti er gerð grein fyrir því í viðauka við fjárhagsáætlun sem liggur fyrir fundinum. -liður 9, endurbætur á tjaldsvæði á Laugarvatni (2005053), sveitarstjórn samþykkir erindið, 630.000 kr framlag til endurbóta á tjaldsvæði á Laugarvatni, lykill 3100-31360-4990. Samþykkt er að gera ráð fyrir verkefninu í viðauka við fjárhagsáætlun sem liggur fyrir fundinum. -liður 12, rafmagnsheimtaug á gámasvæði Heiðarbæ, (2005024), sveitarstjórn samþykkir að gengið verði frá tengingu gámasvæðis við Heiðarbæ við rafmagn. Kostnaður, kr. 2.100.000 rúmast innan fjárhagsáætlunar. -liður 13, loftræsting á skrifstofu UTU á Laugarvatni (2005049), kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir og er málinu frestað til næsta fundar. Fundargerðin staðfest. |
||
3. | Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022 | |
883. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 8. maí 2020 884. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 20. maí 2020 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
4. | Sunnlenskir samráðsfundir vegna COVID-19 – 2005031 | |
Fundargerðir samráðsfunda SASS með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurlandi vegna afleiðinga Covid-19. | ||
Fundargerðir samráðsfunda frá 24. apríl, 8. maí og 19 maí voru lagðar fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2001019 | |
7. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu, haldinn 27. apríl 2020. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Verkfundargerðir vegna lagningar ljósleiðara – 2001032 | |
10. verkfundur haldinn 20. maí 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerðir framkvæmdaráðs almannavarna – 2001021 | |
Fundur framkvæmdaráðs almannavarna Árnessýslu, dags. 27. janúar 2020. Fundur framkvæmdaráðs almannavarna Árnessýslu, dags. 8. maí 2020. |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
8. | Fundargerð almannavarnanefndar – 2001020 | |
5. fundur almannavarnanefndar Árnessýslu haldinn 3. mars 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
9. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir – 2001045 | |
120. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 6. maí 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
10. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir – 2001045 | |
121. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 20. maí 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
11. | Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2001024 | |
204. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 5. maí 2020. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
12. | Fundargerðir stjórnar Bergrisans – 2002030 | |
14. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 3. mars 2020 15. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 1. apríl 2020 16. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 5. maí 2020 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
13. | Fundur lögreglustjóra með sveitarstjórum vegna Covid-19 – 2005027 | |
Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum haldinn 19.05.20 | ||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
14. | Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU 2020 – 2001005 | |
75. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 26. febrúar 2020 76. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 1. apríl 2020 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
15. | Markaðssetning sveitarfélaga gagnvart ferðamönnum í kjölfar COVID-19 – 2005040 | |
Erindi Markaðsstofu Suðurlands, dags. 15. maí 2020, leitað er eftir 164.536 kr. framlagi sveitarfélagsins til verkefnisins Gagnvirkt ferðalag. | ||
Dagný Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, sat fundinn undir þessum lið með fjarfundabúnaði. Farið var yfir erindið sem liggur fyrir fundinum. Sveitarstjórn samþykkir erindið. Gert verður ráð fyrir kostnaði, kr. 164.536, í viðauka við fjárhagsáætlun. |
||
16. | Atvinnuleysi og skert starfshlutfall upplýsingar frá Vinnumálastofnun COVID-19 – 2004002 | |
Upplýsingar frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi í Bláskógabyggð í apríl og áætlað atvinnuleysi í maí. | ||
Lagðar voru fram upplýsingar frá Vinnumálastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi avtinnuelysi í apríl og spá um atvinnuleysi í maí. Alls var 26,3% atvinnuleysi í Bláskógabyggð í apríl, að meðtöldum þeim sem eru á hlutabótaleið, og er spáð 24,1% atvinnuleysi í maí. | ||
17. | Umsókn um breytingu á álagningarhlutfalli fasteignaskatts – 2005057 | |
Umsókn Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur, dags. 25. maí 2020, um lækkun álagningarhlutfalls fasteignaskatts á sumarhús sem er með rekstrarleyfi. | ||
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. Sú regla gildir að allar eignir sem eru í sama notkunarflokki eru skattlagðar með sama hætti og eru því sumarhús sem nýtt eru til útleigu á grundvelli rekstrarleyfis öll skattlögð með sama hætti skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4,1995 um tekjustofna sveitarfélaga. | ||
18. | Endurskoðun hjá Bláskógabyggð ársreikningur 2019 – 1912022 | |
Ársreikningur 2019, síðari umræða | ||
Ársreikningur Bláskógabyggðar var lagður fram til síðari umræðu, ásamt greinargerð sveitarstjóra: Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2019 er lagður fram til síðari umræðu í sveitarstjórn fimmtudaginn 28. maí 2020. Fjalla skal um ársreikning á tveimur fundum í sveitarstjórn og fór fyrri umræða fram fimmtudaginn 14. maí s.l. Helstu niðurstöður: Samstæða sveitarfélagsins (A- og B-hluti) skilar afgangi frá rekstri upp á 47,7 millj. króna. samanborið við 110,5 millj. kr. afgang árið 2018. Aðalsjóður er nú rekinn með 28,4 millj. kr. afgangi. A-hluti skilar nú 36,6 millj.kr. rekstrarafgangi, samanborið við 77,4 millj.kr. afgang árið 2018. Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir nam 154,7 millj. kr. Fjármagnsgjöld nema 39,2 millj. kr. nettó. Afskriftir nema 58,7 millj. kr. og er afgangur fyrir skatta 96 millj.kr. Tekjuskattur nemur 8 millj. kr. Útsvarstekjur hækkuðu um 44 millj.kr. á milli ára. Útsvar og fasteignaskattar nema 973,6 millj.kr., framlög Jöfnunarsjóðs 190 millj.kr. og aðrar tekjur 366 millj.kr. Að teknu tilliti til millifærslna nema heildartekjur 1.530 millj.kr. Fræðslu- og uppeldismál er umfangsmesti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 679,8 millj.kr. Bláskógabyggð greiðir alls 646,1 millj.kr. í laun og launatengd gjöld. Fjöldi starfsmanna í árslok var 102 í 63 stöðugildum. Skuldahlutfall samstæðunnar hækkar úr 42% árið 2018 í 78% og skýrist það af lántökum vegna fjárfestingar. Skuldaviðmið sveitarfélagsins, eins og það er reiknað skv. reglugerð þar um, hækkar úr 21,3% 2018 í 51,4% árið 2019. Fjárfestingar námu 599,8 millj.kr., sem er nánast á pari við fjárhagsáætlun. Fjárfest var í fasteignum innan A-hluta fyrir 480,5 millj.kr. og í gatnakerfi o.fl. fyrir 49,1 millj. kr. nettó. Stærsta einstaka fjárfestingin var í nýbyggingu leikskólans Álfabogar, 359,5 millj.kr. og í íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni (ungmennabúðir) fyrir 52,3 millj. kr. Innan B-hluta var fjárfest fyrir 73,4 millj.kr., að stærstum hluta í fráveitu, þ.m.t. vegna seyruverkefnis og í ljósleiðara. Ný lán voru tekin á árinu fyrir 200 millj.kr. Afborganir langtímalána námu 72,9 millj.kr. Heildarniðurstaða ársreiknings fyrir árið 2019 er að öllu leyti jákvæð. Afgangur er af rekstri aðalsjóðs, A-hluta og samstæðu, tekjur aukast á milli ára og sjóðstreymi er gott. Eftir sem áður er mikilvægt að gæta aðhalds í rekstri og forgangsraða fjárfestingum. Ljóst er að efnahagsleg áhrif af Covid-19 faraldrinum á árinu 2020 munu hafa umtalsverð áhrif á rekstur sveitarfélagins á árinu 2020 og þriggja ára áætlun. Rekstur ársins 2019: Í B-hluta eru vatnsveita, Bláskógaveita, leiguíbúðir, félagslegar íbúðir, fráveita og Bláskógaljós. Um er að ræða rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki, sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld. Helstu niðurstöður rekstrar eru (í þús.kr): Efnahagsreikningur: Skuldir og eigið fé: Nettó fjárfestingar ársins: 599.885 Handbært fé um áramót: 77.259 Veltufjárhlutfall samstæðu: 0,78 Umræður urðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn. |
||
19. | Ársreikningur Bláskógaveitu 2019 – 2004024 | |
Ársreikningur Bláskógaveitu, síðari umræða | ||
Ársreikningur Bláskógaveitu var lagður fram til síðari umræðu. Umræða varð um ársreikninginn. Var hann borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn. |
||
20. | Ársreikningur Bláskógaljóss 2019 – 2004025 | |
Ársreikningur Bláskógaljóss, síðari umræða | ||
Ársreikningur Bláskógaljóss var lagður fram til síðari umræðu. Umræða varð um ársreikninginn. Var hann borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn. |
||
21. | Kórónaveira COVID-19 2020 Fjármál – 2003015 | |
Áhrif mögulegs samdráttar í tekjum vegna afleiðinga af COVID-19 | ||
Lagðar voru fram sviðsmyndir þar sem horft er til mögulegs samdráttar í tekjum Bláskógabyggðar, einkum vegna samdráttar í útsvarstekjum og lækkunar framlaga frá Jöfnunarsjóði. Enn er mikil óvissa um áhrif Covid-19 faraldursins á tekjur sveitarfélagsins. | ||
22. | Innkomið útsvar og framlög frá Jöfnunarsjóði – 2003015 | |
Yfirlit yfir útsvarsgreiðslur til Bláskógabyggðar janúar til apríl 2020 og framlög úr Jöfnunarsjóði. | ||
Lagt var fram yfrlit yfir innkomið útsvar og framlög frá Jöfnunarsjóðir fyrir janúar til maí. | ||
23. | Viðauki við fjárhagsáætlun – 2005047 | |
1. viðauki við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2020 | ||
Drög að viðauka við fjárhagsáætlun voru lögð fram til kynningar. Afgreiðslu er frestað til næsta fundar. | ||
24. | Beiðni um úrbætur á íþróttavelli Reykholti – 2005044 | |
Beiðni Ungmennafélags Biskupstungna, dags. 7. maí 2020, um úrbætur á íþróttavellinum í Reykholti. | ||
Sveitarstjórn fagnar framkomnu erindi og vísar því til sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs til vinnslu kostnaðaráætlunar sem lögð verði fyrir sveitarstjórn í júní. | ||
25. | Framtíðarskipan mála vegna hjólhýsasvæðis Laugarvatni – 2004032 | |
Bréf lögreglustjórans á Suðurlandi og slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, dags. 22. maí 2020. Fundargerð frá vettvangsferð 18. maí 2020, ásamt hugmynd að deiliskipulagsskilmálum. | ||
Farið var yfir málið. Sveitarstjórn samþykkir að fara í vettvangsferð áður en ákvörðun verður tekin um framtíðarskipan. | ||
26. | Beiðni um heimild til að hafa sölubíl á Laugarvatni sumarið 2020 – 2005033 | |
Beiðni Litlu brauðstofunnar, dags. 10. maí 2020, um heimild til að hafa sölubíl á Laugarvatni sumarið 2020. | ||
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og heimilar fyrir sitt leyti að Litla brauðstofan verði með sölubíl á Laugarvatni í sumar í samræmi við erindið. | ||
27. | Styrkbeiðni Samhjálpar 2020 – 2005032 | |
Beiðni Samhjálpar, dags. 11. maí 2022, um fjárstyrk vegna matargjafa. | ||
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. | ||
28. | Styrkbeiðni vegna fótboltagolfvallar – 2005056 | |
Beiðni rekstraraðila fótboltagolfvallarins Markavallar, dags. 25. maí 2020, um stuðning í formi samstarfs. | ||
Sveitarstjórn sér sér því miður ekki fært að verða við erindinu. | ||
29. | Styrkbeiðni vegna leigu á íþróttasal Laugarvatni vegna leiklistarnámskeiðs – 2005037 | |
Beiðni Báru Lindar Þórarinsdóttur, dags. 20. maí 2020, um styrk til niðurgreiðslu á leigu íþróttahússins á Laugarvatni vegna söng og leiklistarnámskeiðs. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að veita 50% afslátt af leigu á sal í íþróttahúsinu á Laugarvatni vegna námskeiðs í söng og leiklist fyrir börn sem áformað er að halda í sumar. | ||
30. | Samningur vegna refaveiða 2020-2022 – 2005029 | |
Samningur við Umhverfisstofnun um refaveiðar 2020-2022, til staðfestingar. | ||
Sveitarstjórn staðfestir samninginn. | ||
31. | Stuðningur til að auka virkni, vellíðan og félagsfærni barna á tímum COVID-19 – 2005039 | |
Bréf félagsmálaráðherra, dags. 20. maí 2020, til sveitarfélaga um stuðning til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19. | ||
Bréfið var lagt fram. Oddvita og sveitarstjóra er falið að kanna möguleika á að sækja um styrki til verkefna sem tengjast börnum. | ||
32. | Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19 – 2005038 | |
Erindi félags- og barnamálaráðherra, dags. 20. maí 2020 þar sem hvatt er til eflingar félagsstarfs fullorðinna í sumar með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. | ||
Lagt fram. Oddvita og sveitarstjóra er falið að kanna möguleika á að sækja um styrki til félagsstarfs eldri borgara. | ||
33. | Samningur um vöktun Þingvallavatns – 2001034 | |
Vöktunar- og kostnaðaráætlun vegna vöktunar Þingvallavatns. | ||
Lögð var fram vöktunar- og kostnaðaráætlun vegna vöktunar Þingvallavatns árið 2020. Sveitarstjórn samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti. | ||
34. | Rannsóknarsetur í sveitarstjórnarmálum – 2005058 | |
Staða mála vegna rannsóknarseturs í sveitarstjórnarmálum | ||
Fyrir liggur að Háskóli Íslands hefur óskað eftir því að losna undan samningi við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um styrk ráðuneytisins við tilraunaverkefni um rekstur og uppbyggingu Rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál og þéttbýlisfræði, sem starfrækt hefur verið á Laugarvatni. Hefur ráðuneytið staðfest að uppsögn Háskólans á samningnum taki gildi um næstu mánaðarmót. Vegna þessa hefur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið rætt við SASS um mögulegar útfærslur á verkefninu, það sem eftir lifir verkefnistímans. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar að Háskóli Íslands skuli ekki hafa séð sér fært að halda verkefninu til streitu og telur miður að Háskólinn hafi ekki séð tækifæri til nýsköpunar og þekkingaröflunar með verkefninu og getað nýtt tækifæri til uppbyggingar starfa á landsbyggðinni. Oddvita og sveitarstjóra er falið að ræða við hagaðila um mögulegar leiðir til að halda verkefninu áfram. |
||
35. | Lausn frá störfum í sveitarstjórn – 2005059 | |
Beiðni Eyrúnar M. Stefánsdóttur um lausn frá störfum í sveitarstjórn | ||
Lögð var fram beiðni Eyrúnar M. Stefánsdóttur um lausn frá störfum í sveitarstjórn. Sveitarstjórn felst á lausnarbeiðni hennar og tekur hún gildi frá og með 31. maí 2020. Eyrúnu eru færðar þakkir fyrir góða vinnu að sveitarstjórnarmálum og gott samstarf innan sveitarstjórnar. | ||
36. | Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga 717. mál – 2005042 | |
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.
Umsagnarfrestur er til 29. maí n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
37. | Frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál – 2005041 | |
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.
Umsagnarfrestur er til 5. júní nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
38. | Frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun 734. mál. – 2005045 | |
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 6. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.
Umsagnarfrestur er til 20. maí |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
39. | Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9 2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál. – 2005043 | |
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 13. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.
Umsagnarfrestur er til 19. maí. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
40. | Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir – 2005034 | |
Erindi Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 8. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.
Umsagnarfrestur er til 22. maí. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
41. | Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76 2003, (skipt búseta barns), 707. mál. – 2005046 | |
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 6. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.
Umsagnarfrestur er til 26. maí nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
42. | Áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga – 2003015 | |
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 25. maí 2020, varðandi áhrif Covid-19 faraldursins á opinber fjármál. | ||
Bréf ráðuneytisins var lagt fram. Sveitarstjórn hvetur til þess að hraðað verði vinnu við úrræði til stuðnings sveitarfélögum sem verða fyrir miklu tekjutapi vegna atvinnuleysis og samdráttar í tekjum. | ||
43. | Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2019 – 2005055 | |
Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga vegna ársins 2019 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
44. | Jafningjafræðsla Suðurlands – 2005035 | |
Erindi Jafningjafræðara Suðurlands, dags. 22. maí 2020, um fyrirhugaða jafningjafræðslu á Suðurlandi 2020. | ||
Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar því til skólastjórnenda grunnskólanna og vinnuskóla. | ||
45. | Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2020 – 2002039 | |
Fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 12. júní 2020. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að Ásta Stefánsdóttir verði fulltrúi Bláskógabyggðar á fundinum. | ||
46. | Aðgerðir ríkisstjórnar og Alþingis í tengslum við COVID-19 sem lúta að sveitarfélögum – 2005036 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. maí 2020, yfirlit yfir aðgerðir ríkisstjórnar og Alþingis í tengslum við COVID-19 sem lúta að sveitarfélögum. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
47. | Áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga – 2003015 | |
Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 14. maí 2020, varðandi fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
48. | Áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga – 2003015 | |
Minnisblað Byggðastofnunar vegna áhrifa hruns ferðaþjónustunnar vegna COVID-19 á sveitarfélögin | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 17:35.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Eyrún Margrét Stefánsdóttir | |
Róbert Aron Pálmason | ||
Ásta Stefánsdóttir |