26. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þriðjudaginn 2. mars 2004,kl. 13:30 í Fjallasal, Aratungu.
Mætt voru:
Sveinn A. Sæland oddviti, Margeir Ingólfsson, Sigríður Bragadóttir, Kjartan Lárusson, Snæbjörn Sigurðsson, Margrét Baldursdóttir, Sigurlaug Angantýsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
- Lögð fram dagsskrárbreytingartillaga frá Kjartani um að bréf frá Guðmundi Sæmundssyni verði tekið fyrir á fundinum. Samþykkt.
- Ábending um að niður hafi fallið texti í fundargerð síðasta fundar um að Snæbjörn Sigurðsson hafi vikið af fundi við lok 9. liðar 27. janúar 2004.
- Fundargerð byggðaráðs frá 24. febrúar 2004. Kynnt og samþykkt.
- Þriggja ára fjárhagsáætlun, 2005 – 2007, síðari umræða. Kynnt og staðfest.
- Leikskólamál.
Tillaga meirihluta um að tekin verði upp námsmannaafsláttur við leikskóla sveitarfélagsins: Sveitarstjórn beinir því til fræðslunefndar að tekinn verði upp námsmannaafsláttur frá og með næsta skólaári, 2004 -2005. Fræðslunefnd er falið að vinna nánar að málinu og leggja tillögu fyrir sveitarstjórn þannig að hægt sé að kynna niðurstöðuna tímanlega fyrir næsta skólaár, í síðasta lagi fyrir maífund sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.
- Gjábakkavegur. Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi kom inn á fund sveitarstjórnar til ráðgjafar á lið 5., 6. og 7.
Áskorun sveitarstjórnar um vegstæði: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skorar á Þingvallanefnd að taka afstöðu til vegstæðis um Gjábakka. Ljóst er að áhugi sveitarstjórnar hefur verið að fara hagkvæmustu og öruggustu akstursleiðina, leið 12 sem er 3 km styttri en sú leið sem síst er að mati sveitarstjórnar þ.e. suður fyrir Gjábakkalandið. Sveinn Sæland, Kjartan Lárusson og Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi vinni greinargerð um málið.
- Skipulagsmál Reykjavöllum.
Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi kynnti nýtt deiliskipulag að Goðatúni í landi Reykjavalla. Formgalli hefur komið í ljós við auglýst deiliskipulag af sama svæði, sem verið hefur í kynningu. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa nýja skipulagið enda samrýmist það samþykktu aðalskipulagi.
- Skipulagsmál við Gullfoss. Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Gullfoss vegna stækkunar byggingareits og lóðar fyrir þjónustubyggingu. Grenndarkynning hefur farið fram og komu ekki fram athugasemdir við breytingarnar. Kynnt og samþykkt. Arinbjörn vék af fundi.
- Fulltrúi Bláskógabyggðar í vinnuhóp um framtíðarnýtingu á Héraðsskólanum að Laugarvatni. Lagt er til að fulltrúi Bláskógabyggðar verði Margeir Ingólfsson. Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá.
- Sala á 2 ha. lands úr landi Dalsmynnis. Kaupendur Guðmundur I. Sumarliðason kt. 310354-2979 og Aðalheiður Högnadóttir kt. 181058-6929 seljandi Magnús Kristinsson kt. 090653-3429. Samþykkt að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti. Einnig beiðni um að umræddri landsspildu verði á aðalskipulagi breytt úr landbúnaðarnotum í afnot til frístundabyggðar. Afgreiðslu aðalskipulagsbreytingar frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
- Riða í Biskupstungum.
Þann 2. febrúar var tilkynnt að upp hefði komið riða á bænum Vegatungu í Biskupstungum. Haldinn var fundur 5. febrúar með öllum sauðfjárbændum í Biskupstungum og málið kynnt fyrir þeim. Í framhaldi af því lögðu héraðs- og yfirdýralæknir til að féð á bænum ásamt fjórum öðrum bæjum í nágrenninu yrði skorið niður og hefur verið fundað með þeim fjáreigendum. Nú hefur riða einnig greinst í Hrosshaga og verður skorið niður þar. Í ljósi þess að nú þarf að setja ýtarlegar reglur um meðferð og samgang sauðfjár í Biskupstungum þá leggur sveitarstjórn til að fjallskilanefnd Biskupstungna komi, í samráði við héraðsdýralækni, með tillögur að reglum og verði sveitarstjórn síðan til ráðgjafar um það sem upp kann að koma í tengslum við riðu. Jafnframt er óskað eftir því að fjallskilanefndir í Laugardal og Þingvallasveit gegni sama hlutverki á sínum svæðum.
- Heimasíða Bláskógabyggðar.
T-listinn leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að dagskrá sveitarstjórnarfunda verði birtar á heimasíðu sveitarfélagsins tveimur dögum fyrir sveitarstjórnarfund. Það auðveldar íbúum Bláskógabyggðar að fylgjast með hvaða mál koma til afgreiðslu sveitarstjórnar og geta mætt á fundinn samkvæmt rétti sínum hafi þeir áhuga á málefnum fundarins.
Þ-listinn tekur undir tillögu T-lista en vill árétta að fundir sveitarstjórnar eru öllu jöfnu fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Aukafundir verða kynntir sérstaklega. Þá er gert ráð fyrir því að efni inn á fundi þurfi að berast sveitarstjóra með tilheyrandi gögnum á fimmtudegi í vikunni fyrir fund.
- Lagt fram bréf Guðmundar Sæmundssonar fv. formanns fræðslunefndar. Kynnt.
Fundi slitið kl. 18:30