26. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar

haldinn þriðjudaginn 9. desember 2003,

  1. 13:30 í Fjallasal, Aratungu.

 

Mættir voru byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins:   Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Kjartan Lárusson og Sigurlaug Angantýsdóttir.

 

  1. Dómur í svokölluðu óbyggðarnefndarmáli féll í Héraðsdómi Suðurlands 6. nóvember 2003.  Ríkið hefur vísað málinu til Hæstaréttar og er gert ráð fyrir því að dómur þar falli eftir u.þ.b ár.
  2. Bréf frá Halldóri Páli Halldórssyni dags. 9. desember 2003 þar sem hann óskar eftir því að Bláskógabyggð og ML geri með sér þjónustusamning um rekstur bókasafnsins á Laugarvatni. Formanni byggðaráðs og skólastjórnendum Grunnskóla Bláskógabyggðar er falið að skoða framtíðarfyrirkomulag þessara mála í samstarfi við Halldór Pál.
  3. Aðalskipulagsbreytingar í landi Úthlíðar.  Gert er ráð fyrir margvíslegri landnotkun á svæðinu sem um ræðir.  Byggðaráð óskar eftir nánari útfærslu á skipulaginu áður en tekin verður afstaða til þess.
  4. Fjárbeiðni Stígamóta.  Lagt er til að erindinu verði hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun.
  5. Bréf frá Byggingafélagi námsmanna dags 18. nóvember 2003 varðandi íbúðir félagsins á Laugarvatni. Lagt fram til kynningar, en oddviti og sveitarstjóri hafa átt fund með forsvarsmönnum BN og KHÍ og farið yfir málið.
  6. Bréf frá Landlínum ehf. dags 24. nóvember 2003 varðandi aðalskipulag Hvalfjarðarstrandarhrepps. Byggðaráð leggur til að aðalskipulaginu verði vísað til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins til umsagnar.
  7. Bréf frá Félagi heyrnalausa dags. 21. nóvember 2003 þar sem óskað er eftir styrk.  Lagt er til að erindinu verði hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun.
  8. Bréf frá Íbúðarlánasjóði varðandi viðbótarlán 2004.  Samkvæmt því fær Bláskógabyggða lánsheimild að fjárhæð kr. 10.000.000-
  9. Bréf frá Guðmundi Böðvarssyni vegna Umf. Laugdæla dags 8. desember 2003 vegna styrkveitingar til félagsins.  Byggðaráð mun hafa erindið til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004.
  10. Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í þéttbýli sem sveitarstjórn vísaði til byggðaráðs á fundi sínum 4. nóvember 2003. Byggðaráð leggur til að 6. gr verði breytt þannig að við endurgreiðslu gatnagerðargjalda verði ekki reiknaðar verðbætur.  Að öðru leyti er lagt til að gjaldskráin verði staðfest.
  11. Gjaldskrá vegna fyrirtækja og annarra sem vilja hafa sér sorpgám.  Byggðaráð leggur til að gjald fyrir 5 m3 gám verði kr. 2.800- pr. losun og fyrir 8 m3 gám verði kr. 4.480- pr. losun.  Gámana verður að losa að lágmarki tvisvar í mánuði.
  12. Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 26. nóvember 2002 var samþykkt að sérstök húsnæðisþóknun til kennara falli niður 1. ágúst 2003.  Byggðaráð leggur til að þóknunin lækki um helming 1. ágúst 2003 og falli niður að fullu 1. ágúst 2004.  Þessi breyting færist sem breyting á fjárhagsáætlun ársins 2003.

 

  1. Eftirfarandi fundargerðir voru kynntar og staðfestar:
    1. Fundargerð 13 fundar Bygginganefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 25. nóvember 2003.
    2. Fundargerð 16. fundar Fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 4. desember 2003.
  2. Eftirfarandi erindi voru kynnt:
    1. Fundargerð 371. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 13. nóvember 2003.
    2. Fundargerð 34. aðalfundar SASS sem haldinn var 14. og 15. nóvember 2003.
    3. Fundargerð 52. stjórnarfundar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 18. nóvember 2003.
    4. Fundargerð 59. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 19. nóvember 2003.
    5. Bréf frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 20. nóvember 2003 varðandi útgáfu sveitarstjórna sveitarfélaga Árnessýslu á áfengisveitingaleyfum.
    6. Bréf frá Vegagerðinni dags. 4. nóvember 2003 til hestamannafélaganna Loga, Smára og Trausta varðandi ósk um styrk til framkvæmda við reiðveg um Laugarás.
    7. Norræn sveitarstjórnarráðstefna sem haldin verður á Hótel Nordica 13.-15. júní 2004.
    8. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 3. desember 2003 varðandi reglur reikningsskila- og upplýsinganefndar.
    9. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 24. nóvember 2003 varðandi skiptidvöl fyrir stjórnendur í norrænum sveitarfélögum.
    10. Fundargerð 69. stjórnarfundar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 3. desember 2003.

 

 

 

Fundi slitið kl. 16:30