260. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

260. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
4. júní 2020, kl. 14:30.

Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
196. fundur skipulagsnefndar haldinn 27. maí 2020. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 5 til 9.
-liður 5, Holtslóð L225385; Neðri-Dalur; Eyrar; Hverfa, Ferjuholt og Lautir; Deiliskipulagsbreyting – 2005063
Lögð er fram umsókn frá N8 ehf., dags. 17. maí 2020 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Holtslóð L225385. Í breytingunni felst breyting á byggingarreitum og nýtingarhlutfalli stakra lóða.
Sveitarstjórn staðfestir frestun á afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir uppfærðum gögnum.

-liður 6, Hlauptunga; Vegstæði og bílaplan; Framkvæmdaleyfi – 2005053
Lögð er fram umsókn frá Jónu Bryndísi Gestsdóttur um framkvæmdaleyfi dags. 13. maí 2020. Í framkvæmdinni felst veglagning í landi Hlauptungu L229945 inn að svæðinu við Brúarfoss þar sem til stendur að útbúa 2.000 m2 bílaplan. Heildarlengd veglagningar er um 2.000 metrar og liggur vegstæðið að stærstum hluta eftir gömlum akfærum moldar- og malarslóðum. Lega bílastæðis er utan 100 m línu frá Brúará og yrði staðsett þannig að ökutæki sæjust ekki frá Brúarfossi.
Sveitarstjórn bendir á að viðkomandi veglagning er tilkynningarskyld á grundvelli laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin telst því tilkynningaskyld framkvæmd í flokki B eða C að mati sveitarstjórnar. Sveitarstjórn staðfestir frestun á afgreiðslu málsins og að óskað verði eftir ítarlegri gögnum er varðar tengingu vegar við Laugarvatnsveg, hver fyrirhuguð notkun vegarins á að vera sem og að mögulega þurfi að leita samþykkis landeigenda aðliggjandi jarða.

-liður 7, Efri-Reykir 167080; Hótelbygging og baðlón; Deiliskipulag – 1610007
Lagt er fram uppfært deiliskipulag ásamt umhverfisskýrslu vegna baðlóns í landi Efri-Reykja. Deiliskipulagstillaga hefur áður verið auglýst í tvígang, nú síðast frá 14. nóvember til 29. desember 2018. Málið er lagt fram til afgreiðslu fyrir auglýsingu á grundvelli 41. gr. skipulagslaga þar sem liðin er lengri tími en ár frá auglýsingu deiliskipulags. Málsmeðferð skipulagsins er rakin í 5. kafla umhverfisskýrslu. Fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunnar um hugsanlega matsskyldu verkefnisins frá 4.mars 2020. Þar segir í ákvörðunarorðun: „Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagstofnunnar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2.viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins þar sem fyrirhugað er að funda með umsækjendum.

-liður 8, Bergsstaðir L167201; Deiliskipulag lögbýlis; Fyrirspurn og umsagnarbeiðni – 2005076
Lögð er fram fyrirspurn Helgu Garðarsdóttur, dags. 19. maí 2020, hvort heimilað verði að deiliskipuleggja landið Bergsstaði L167201 sem er 21,3 ha að stærð. Fyrirhugað er að fá lögbýlisleyfi með skógrækt, ylrækt og rekstur hitaveitu Bergsstaða í huga. Áður hefur verið tekin fyrir sambærileg fyrirspurn landeiganda í máli nr. 1905023 sem náði þá bæði yfir Bergsstaði L167201 og hluta af L189399 en með nýrri umsókn þá nær fyrirspurnin einungis yfir L167201.
Samþykki sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 22. maí 2019 um að unnin verði tillaga að skipulagslýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 liggur fyrir. Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að stofnað verði lögbýli fyrir L167201.

-liður 9, Kjarnholt 2 (L167128); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2005089
Fyrir liggur umsókn Hrólfs Karls Cela fyrir hönd Gylfa Gíslasonar, móttekin 25.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús á einni hæð 240,7 m2 ásamt gróðurhúsi 22,9 m2 og bílskúr 83,2 m2, samtals 323,9 m2 á jörðinni Kjarnholt 2 (L167128) í Bláskógabyggð. Innan umsóknar er óskað eftir því að málið fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkit útgáfu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að krafa verði um gerð deiliskipulags á svæðinu komi til frekari framkvæmda.

Fundargerðin staðfest.

2. Fundargerð stjórnar SASS – 2001007
558. fundur stjórnar SASS, haldinn 22. maí 2020.
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2001015
15. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 26. maí 2020
7. fundur byggingarnefndar um framkvæmdir að Búðarstíg 22, haldinn 26. maí 2020.
Fundargerðirnar voru lagðar fram.

4. Samningur um efnistöku, malarnáma í landi Laugarvatns – 2006005
Sigurður Sigurðsson kemur inn á fundinn, f.h. Ásvéla og fer yfir samninga varðandi efnistöku og lóðamál
Sigurður Sigurðsson reifaði sín sjónarmið um efnistöku úr námu í landi Laugarvatns og lóðarmál við Lindarskóga. Samþykkt var að sveitarstjórn fari í vettvangsferð til að kynna sér aðstæður.

5. Heimsókn skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og skrifstofustjóra UTU – 2001006
Skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi og skrifstofustjóri UTU á Laugarvatni komu inn á fundinn.
Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Jóhannes Símonarson komu inn á fundinn og kynnti Jóhannes starfsemi skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins og svöruðu þeir fyrirspurnum.

6. Fyrirspurn um landnemaspildu – Tjaldið – 2006001
Fyrirspurn Maríu Arnardóttur og Thelmu Jónsdóttur, dags. 1. júní 2020, um skika til að staðsetja á tjald, viðburða- og athafnarými.
Sveitarstjórn þakkar erindið, en sér sér ekki fært að verða við því.

7. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 – 2005047
1. viðauki við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar, áður frestað á 259. fundi.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann sem felur í sér breytingar á rekstri A-hluta, einkum hvað varðar lækkun á áætluðum tekjum vegna áætlaðs tekjusamdráttar af völdum Covid-19, auk lítilsháttar aukningar á rekstrarkostnaði. Einnig eru breytingar á fjárfestingaráætlun, þar sem fjárfesting er aukin um kr. 30.000.000, einkum vegna framkvæmda við fráveitu.
Útgjaldaauki (lækkun tekna og aukin útgjöld) vegna viðauka 1 er kr. 135.145.000 í rekstri og kr. 30.000.000 í fjárfestingu, mætt með lántöku um kr. 130.000.000 og lækkun á handbæru fé um 35.145.000.
Samtals tekin ný langtímalán hækka um kr. 130.000.000 og handbært fé lækkar samtals um kr. 35.145.000 frá upphaflegri áætlun.

8. Skólalóð Reykholti – 2005022
Beiðni nemenda í Bláskógaskóla, Reykholti, dags. 28. maí 2020, um hjólabrettaramp á skólalóðina
Inn á fundinn komu fulltrúar nemenda: Kjartan Helgason, Ágúst Örn Jónsson, Matthías Jens Ármann og Tristan Máni Morthens. Magnús Hafsteinsson, Magnús Skúli Kjartansson og Daníel Aron Bjarndal voru í sambandi í gegnum síma. Gerðu þeir grein fyrir hugmyndum nemenda Bláskógaskóla, Reykholti, um hjólabrettarampa á lóð skólans.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og vísar því inn í yfirstandandi hönnunarvinnu vegan skólalóðarinnar. Kannað verði hver er kostnaður við að setja upp hjólabrettarampa.

9. Fundir sveitarstjórnar í júlí og ágúst og opnunartími skrifstofu – 2006004
Fyrirkomulag funda sveitarstjórnar sumarið 2020 og sumarleyfi á skrifstofu.
Lagt er til að síðari fundur sveitarstjórnar í júlí falli niður.
Lagt er til að skrifstofan verði lokuð 6. júlí til 4. ágúst og að starfsfólk taki sumarleyfi á þeim tíma, eftir því sem unnt er.
Rætt var um fyrirkomulag funda sveitarstjórnar sumarið 2020 og sumarleyfi á skrifstofu.
Sveitarstjórn samþykkir að síðari fundur sveitarstjórnar í júlí falli niður.
Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa sveitarfélagsins verði lokuð 6. júlí til 4. ágúst og að starfsfólk taki sumarleyfi á þeim tíma, eftir því sem unnt er.

10. Friðlýsing Geysissvæðisins – 2001047
Friðlýsing Geysissvæðisins, friðlýsingarskilmálar að loknu auglýsingaferli.
Lagðar voru fram þær athugasemdir sem bárust eftir að tillagan var auglýst, ásamt tillögu að breyttum skilmálum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við friðlýsingarskilmála þá sem liggja fyrir.

11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk, nr. 38,2018 (notendaráð), 838. mál. – 2006003
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 28. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál.

Umsagnarfrestur er til 11. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

12. Samstarf á sviði brunamála – 2006002
Erindi forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 28. maí 2020, um brunamál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið kl.  17:05