261. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 18. júní 2020, kl. 09:30.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Geirdal, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
– 2004029
4. fundur haldinn 10. júní 2020
-liður 6, 2006015, kaup á botnsugu o.fl. fyrir sundlaugina í Reykholti. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 800.000.
Fundargerðin staðfest.
2. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
197. fundur skipulagsnefndar haldinn 10. júní 2020.
Afgreiða þarf sérstaklega liði 3 til 7.
-liður 3, Árgil L167054; Breyting úr verslun- og þjónustu í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 1906003
Lögð er fram til afgreiðslu eftir kynningu breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar að Árgili. Athugasemd barst eftir kynningu málsins og er hún meðfylgjandi sem fylgiskjal. Í breytingunni felst að verslunar- og þjónustusvæði VÞ18 sem er um 11 ha að stærð er minnkað í 9 ha. Landnotkun þess svæðis sem eftir stendur verður landbúnaðarsvæði.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur oddvita, sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa UTU að ræða við málsaðila. Afgreiðslu málsins frestað.

-liður 4, Kolgrafarhóll; Apavatn 2; 5 lóðir; Deiliskipulag – 2001057
Lögð er fram uppfærð umsókn vegna deiliskipulags Kolgrafarhóls í landi Apavatns 2. Málinu var frestað á fundi nefndarinnar þann 8.4.2020 og óskað ítarlegri gagna. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir 5 frístundahúsalóðir auk einnar lóðar sem er skilgreind sem landbúnaðarland í landi Apavatns 2, Efra-Apavatns, í Bláskógabyggð. Svæðið sem er um 13,9ha að stærð er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem F20(frístundabyggð) Aðkoma að svæðinu er um Laugarvatnsveg nr.(37)og Kolgrafarhólsvegi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar megin forsendur skipulagsins liggja fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar undir lið 2.3.2, frístundabyggð.

-liður 5, Skálabrekka lóð (L170768); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 2005092
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hallgrímssonar fyrir hönd Jóns Benediktssonar, móttekin 26.05.2020 um byggingarleyfi til að fjarlægja núverandi sumarbústað 60,1 m2, mhl 01, byggingarár 1987 og byggja nýjan 130 m2 á sumarbústaðalandinu Skálabrekka lóð (L170768) í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Ef engar athugasemdir berast vegna grenndarkynningar er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 6, Múli (L167152); umsókn um byggingarleyfi; niðurrif á fjósi og byggingu á áhaldahúsi – 2005095
Fyrir liggur umsókn Helga Mar Hallgrímssonar fyrir hönd Múlaskógur ehf., móttekin 27.05.2020 um byggingarleyfi til að rífa niður fjós mhl 04, 227,7 m2, byggingarár 1973 og byggja áhaldahús með aðstöðu fyrir starfsmenn sem er samtengt núverandi hlöðu á jörðinni Múli (L16712) í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða.

-liður 7, Brautarhóll II L167066; Brautarhóll IIA; Stofnun lóðar – 2006018
Lögð er fram umsókn Bjarna Kristinssonar, dags. 13. maí 2020, um stofnun lóðar úr landi Brautarhóls II L167066. Óskað er eftir að stofna 7.855 fm lóð, skv. meðfylgjandi lóðablaði, undir núverandi íbúðarhús sem fengi staðfangið Brautarhóll IIA. Aðkoma að lóðinni er um núverandi heimreið um Brautarhól II eins og sýnd er á uppdrætti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir stofnun lóðarinnar og staðfangið skv. fyrirliggjandi umsókn. Sveitarstjórn staðfestir landskipti skv. 13. jarðalaga.
Fundargerðin staðfest.

3. Fundargerð skólanefndar – 2001003
12. fundur skólanefndar haldinn 9. júní 2020
Fundargerðin staðfest.
4. Fundargerð stjórnar Bergrisans – 2002030
17. fundur stjórnar Bergrisans haldinn 3. júní 2020. Afgreiða þarf sérstaklega verklagsreglur um stuðningsfjölskyldur og reglur um NPA, sbr. 4. lið fundargerðarinnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir verklagsreglur um stuðningsfjölskyldur og reglur um NPA.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.
5. Verkfundargerð vegna lagningar ljósleiðara – 2001032
9. verkfundur haldinn 6. maí 2020
Lagt fram til kynningar.
6. Sunnlenskir samráðsfundir vegna COVID-19 – 2005031
Fundur haldinn 2. júní 2020
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings – 2001008
41. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings haldinn 2. júní 2020
Lagt fram til kynningar.
8. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir 2020 – 2001045
122. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 3. júní 2020
Lagt fram til kynningar.
9. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2001025
293. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 26. maí 2020
Lagt fram til kynningar.
10. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga – 2001023
Fundargerð vorfundar Héraðsnendar Árnesinga, haldinn 12. maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
11. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2001024
205. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 2. júní 2020
Lagt fram til kynningar.
12. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2020 – 2006028
Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands. Tilnefning fulltrúa á fundinn.
Sveitarstjórn tilnefnir Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, til setu á fundinum.
13. Beiðni um samstarf að alþjóðlegri hreyfingu kind20 – 2006026
Beiðni Valdísar Samúelsdóttur, dags. 1. júní 2020, um samstarf að því að koma af stað alþjóðlegri hreyfingu #kind20.
Sveitarstjórn þakkar erindið, en sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.
14. Umsóknir um íbúðina Hrísholt 3a, Laugarvatni – 2006029
Umsóknir um íbúðina Hrísholt 3a, Laugarvatni.
Tvær umsóknir liggja fyrir. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta íbúðinni til Elísabetar Drafnar Erlingsdóttur.
15. Sumarstörf skáta – 2006017
Beiðni Bandalags íslenskra skáta, dags. 3. júní 2020, um stuðning til að greiða laun ungra skáta í sveitarfélaginu sumarið 2020
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að ein þeirra ráðningarheimilda sem Vinnumálastofnun úthlutaði sveitarfélaginu vegna atvinnuátaks fyrir námsmenn á aldrinum 18-25 ára verði nýtt í Útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni, í samræmi við þá skilmála sem Vinnumálastofnun setur um stuðning til slíkra starfa.
16. Lóðarumsókn, Lindarskógar 5b – 2006021
Umsókn Róberts A. Pálmasonar, dags. 8. júní 2020, um lóðina Lindarskóga 5b, Laugarvatni.
Róbert Aron Pálmason vék af fundi.
Fyrir liggur ein umsókn um lóðina Lindarskóga 5b, Laugarvatni. Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar skv. reglum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Lindarskógum 5b, Laugarvatni, til Róberts Arons Pálmasonar, í samræmi við umsókn hans.
Róbert Aron kom inn á fundinn að nýju.
17. Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð – 1805099
Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð, samningur um flýtingu greiðslna, staða verks og næstu áfangar.
Lagður var fram samningur við Fjarskiptasjóð um flýtingu greiðslna vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfis í sveitarfélaginu.
Fyrirhugað er að halda kynningarfund í Aratungu mánudaginn 29. júní nk. þar sem fjarskiptafélögum gefst kostur á að kynna sína þjónustu fyrir íbúum. Gert er ráð fyrir að fyrstu notendur verði tilbúnir til tengingar upp úr næstu mánaðarmótum.
Í umsóknarferli um þátttöku í ljósleiðaraverkefni Bláskógabyggðar barst fjöldi umsókna um þátttöku í verkefninu frá íbúum og rekstraraðilum fyrirtækja í Reykholti, Laugarási og Laugarvatni. Því má ljóst vera að ekki er síður þörf á úrbótum og endurnýjun á innviðum fjarskipta á áður nefndum svæðum en í dreifðari byggðum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn telur trygga og áreiðanlega inniviði fjarskipta nauðsynlega fyrir alla íbúa sveitarfélagsins bæði vegna öryggissjónarmiða og til að stuðla að jákvæðri uppbyggingu atvinnulífs og byggðarþróun. Í ljósi þess áhuga sem íbúar í Reykholti, Laugarási og Laugarvatni sýndu með umsóknum um þátttöku í ljósleiðaraverkefninu felur sveitarstjórn sveitarstjóra að undirbúa lagningu á ljósleiðara á umræddum svæðum sveitarfélagsins.
18. Undanþága frá aldursákvæðum um skólabílstjóra – 2006027
Beiðni um undanþágu frá ákvæðum um hámarksaldur skólabílstjóra vegna Gunnars Guðjónssonar.
Sveitarstjórn samþykkir að veitt verði undanþága sem gildi út þetta skólaár.
19. Kjör í nefndir 2020 – 2002006
Kjör varamanns Þ-lista í skólanefnd.
Afgreiðslu frestað.
20. Áform um byggingu hótels og baðlóns á Efri-Reykjum – 1908013
Kristján B. Ólafsson kom inn á fundinn vegna deiliskipulags vegna áforma um byggingu hótels og baðlóns í landi Efri-Reykja, áður frestað á 260. fundi (2001006).
Afgreiðsla skipulagsnefndar frá 196. fundi 27. maí 2020 var eftirfarandi:
Efri-Reykir 167080; Hótelbygging og baðlón; Deiliskipulag – 1610007
Lagt er fram uppfært deiliskipulag ásamt umhverfisskýrslu vegna baðlóns í landi Efri-Reykja. Deiliskipulagstillaga hefur áður verið auglýst í tvígang, nú síðast frá 14. nóvember til 29. desember 2018. Málið er lagt fram til afgreiðslu fyrir auglýsingu á grundvelli 41. gr. skipulagslaga þar sem liðin er lengri tími en ár frá auglýsingu deiliskipulags. Málsmeðferð skipulagsins er rakin í 5. kafla umhverfisskýrslu. Fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunnar um hugsanlega matsskyldu verkefnisins frá 4.mars 2020. Þar segir í ákvörðunarorðun: „Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagstofnunnar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2.viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum..“
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagstillaga ásamt umhverfisskýslu verði samþykkt. Tillagan fái málsmeðferð á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði auglýst að nýju þar sem meira en ár er liðið frá fyrri auglýsingu auk þess sem tillagan hefur tekið breytingum í takt við umsagnir og athugasemdir. Leitað verði umsagna viðeigandi umsagnaraðila sem tilteknir eru innan umhverfisskýrslu.
Sveitarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á 260. fundi þar sem til stóð að funda með umsækjanda.
Kristján B. Ólafsson kom inn á fundinn og fór yfir ferli málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillögu ásamt umhverfisskýslu. Tillagan fái málsmeðferð á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði auglýst að nýju þar sem meira en ár er liðið frá fyrri auglýsingu auk þess sem tillagan hefur tekið breytingum í takt við umsagnir og athugasemdir. Leitað verði umsagna viðeigandi umsagnaraðila sem tilteknir eru innan umhverfisskýrslu.
21. Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkurborgar – 2006024
Erindi deildarstjóra aðalskipulags, dags. 3. júní 2020, varðandi breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi heimildir er varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins, m.a. varðandi húsnæðislausnir fyrir heimilislausa.
Lagt fram til kynningar.
22. Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkurborgar – 2006024
Erindi deildarstjóra aðalskipulags, dags. 3. júní 2020, varðandi breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi hafnargarð við smábátahöfn Snarfara.
Lagt fram til kynningar.
23. Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkurborgar – 2006024
Erindi deildarstjóra aðalskipulags, dags. 3. júní 2020, varðandi breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi skilgreiningar nýrra reita fyrir íbúðabyggð.
Lagt fram til kynningar.
24. Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkurborgar – 2006024
Erindi deildarstjóra aðalskipulags, dags. 4. júní 2020, varðandi breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi breytta landnotkun og fjölgun íbúða í Skerjafirði.
Tillagan var lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggur áherslu á að ekki verði þrengt að starfsemi flugvallarins, sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna til að tryggja samgöngur og öryggi landsmanna.
25. Tækifærisleyfi Eyvindartunga – 2003014
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi í Eyvindartungu (fnr. 220 5932).
Afgreiðslu frestað.
26. Rekstrarleyfisumsókn Dalbúi, golfskáli, Miðdalur (224 2573) – 2006031
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, daga. 26. maí 2020, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi vegna golfskála golfklúbbsins Dalbúa, Miðdalur fnr. 224-2579, til sölu veitinga í flokki II, kaffihús.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II.
27. Átak í fráveituframkvæmdum – 2006025
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. júní 2020, varðandi átak í fráveitumálum.
Lagt fram til kynningar.
28. Vöktun Þingvallavatns – 2001034
Skýrsla um vöktun efnainnihalds Þingvallavatns 2019.
Lagt fram til kynningar.
29. GróLind kynning og kortasjá – 2006030
Tilkynning Landgræðslunnar, dags. 15. júní 2020, vegna verkefnisins GróLindar og opnunar kortasjár.
Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 11:15.

 

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson   Agnes Geirdal
Guðrún S. Magnúsdóttir   Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland