262. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 29. júní 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ragnhildur Sævarsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
198. fundur skipulagsnefndar haldinn 24. júní 2020. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 8.
1. Hamarsvegur 6 (L203711); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – viðbygging – 2006035
Fyrir liggur umsókn Páls H. Zóphóníassonar fyrir hönd Öglu R. Sveinbjörnsdóttur, Sveinsbjörns Úlfarssonar og Gunnars S. Úlfarssonar, móttekin 10. júní 2020 um byggingarleyfi til að byggja við geymslu 16,7 m2 á sumarbústaðalandinu Hamarsvegur 6 (L203711) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á geymslu eftir stækkun verður 32,7 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Ef engar athugasemdir berast vegna grenndarkynningar er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

2. Skógarberg (L167207); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging – 2006011
Fyrir liggur umsókn Bjarnar Skaptasonar fyrir hönd Jóns Bjarna Gunnarssonar og Elínar Bjartar Grímsdóttur, móttekin 31.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús 80,1 m2 á íbúðarhúsalóðina Skógarberg (L167207) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun á íbúðarhúsi verður 214,6 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin er ekki talin varða hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og er því ekki talin ástæða til grenndarkynningar. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

3. Holtslóð L225385; Neðri-Dalur; Eyrar; Hverfa, Ferjuholt og Lautir; Deiliskipulagsbreyting – 2005063
Lögð er fram umsókn frá N8 ehf., dags. 17. maí 2020 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Holtslóð L225385. Í breytingunni felst: Breyting að byggingarreitum á lóðum við Hverfu 3,5,7 og 9 vegna friðhelgra svæða fornminja á Konungsvegi og Holtshús.
Byggingarreitur á lóð við Hverfu 7 er færður til norðurs út fyrir verndasvæði Holtshúss. Við það breytast stærðir og lögun á öllum lóðum við Hverfu, Ferjuholt 2 og Eyrum 4 og 6. Nýtingarhlutfall á lóðum við Lautir 1 til 6 og 11 og Ferjukot 4 og 6 fer úr 0,03 í 0,033.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykikr að málinu verði frestað þar sem skilmálar breytinganna eru ekki í takt við aðalskipulag er varðar nýtingarhlutfall frístundalóða. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við umsækjanda vegna athugasemda.

4. Eyvindartunga (L167632); umsókn um byggingarleyfi; útihús – viðbygging að hluta og breyting á notkun – 2006033
Fyrir liggur umsókn frá Jóni Snæbjörnssyni fyrir hönd Eyvindartunga ehf. móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi að byggja við fjóshlöðu og haughús ásamt breytingu á notkun á útihúsum í viðburðarými fyrir 150 manns á jörðinni Eyvindartunga (L167632) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir breytingu og stækkun verður 360,2 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingarnar og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að viðkomandi framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda og er því ekki talin ástæða til grenndarkynningar. Vísað er til heimilda aðalskipulags lið 2.4.1 er varðar heimildir fyrir atvinnustarfsemi á landbúnaðarsvæðum. Komi til frekari framkvæmda innan jarðarinnar í tengslum við viðkomandi rekstur mælist sveitarstjórn til þess að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

5. Snorrastaðir II; Stóruskógar; Deiliskipulagsbreyting – 2006007
Lög er fram umsókn frá Jóni Péturssyni og Benedikt Jónssyni um breytingu á deiliskipulagi Snorrastaða II. Í deiliskipulagsbreytingu felst breyting á legu og stærð lóða við Lækjarbraut og Stóruskógarbraut.
Málinu er frestað og óskað ítarlegri gagna. Betur þarf að gera grein fyrir breytingum á milli skipulagsuppdrátta og greinargerða. Gera þarf grein fyrir aðkomu að lóðum og athuga þarf staðvísa lóða og númeraröðun betur. Skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum á hönnuð deiliskipulagsbreytingar.

6. Birkilundur 9-13 L205492; Friðheimar; Breyting á aðkomu og sameining byggingareita; Deiliskipulagsbreyting – 2006050
Lög er fram umsókn frá Friðheimum ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Reykholt í Biskupstungum. Í breytingunni felst: Sameiginlegur byggingareitur verður fyrir lóðirnar Friðheima 1 og Skólaveg 11. Gerð er ný aðkoma að Skólavegi 11 frá Sólbraut, aðkoman er eingöngu ætluð fyrir starfsfólk, fyrir vörumóttöku og vörusendingar. Til að fá svigrúm fyrir nýja aðkomu að Skólavegi 11 eru gatnamót Sólbrautar og Skólavegar færð um 20 m til suðurs, inn á lóð Skólavegar 13. Lóðamörk Skólavegar 13 breytast til samræmis við færslu Sólbrautar og minnkar lóðin um 192 m2. Göngustígum er breytt í samræmi við breytingar á Sólbraut og nýjar byggingar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.

7. Efri-Reykir L167080; Stofnun lóðar; Spennistöð; Dreifikerfi Rarik; Lóðamál – 2006056
Lögð er fram umsókn Rúnars Gunnarssonar, dags. 10. júní 2020, um stofnun lóðar úr landi Efri-Reykja L168080. Óskað er eftir að sækja um 56 fm lóð undir spennistöð fyrir Rarik.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.

8. Skálabrekka-Eystri L224848; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2003004
Lögð er fram fyrirspurn vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að skilgreindir frístundasvæðis flákar innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri L224848 eru sameinaðir í eitt samfellt svæði. Stærð svæðisins helst óbreytt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að unnin verði lýsing aðalskipulagsbreytingar í samræmi við fyrirspurn. Lýsing verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og leitað verði umsagnar hjá helstu umsagnaraðilum þ.á.m. Skipulagsstofnun. Á grundvelli lýsingar, umsagna og athugasemda sem berast vegna málsins skal tillaga aðslkipulagsbreytingar unnin og kynnt í samræmi við 2.mgr. 30 gr.skipulagslaga áður en hún er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn að nýju. Forsendur skipulagsbreytinga m.a. nýting núverandi heimilda til uppbyggingar á skilgreindu frístundasvæði innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri og að myndað verði samfellt skipulagssvæði í samhengi við aðliggjandi frístundasvæði. Við vinnslu lýsingar aðalskipulagsbreytingar á svæðinu verði sérstaklega horft til þess að svæðið er staðsett á vatns- og hverfisverndarsvæði og svæðis á náttúruminjaskrá.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.

2. Fundargerð skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings – 2001008
42. fundur skólaþjónsutu og velferðarnefndar Árnesþings, haldinn 10. júní 2020
Fundargerðin var staðfest.
3. Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna – 2001021
Fundur framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu haldinn 23. júní 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022
885. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 12. júní 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 2001045
123. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 16. júní 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2001005
77. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 24. júní 2020, ásamt ársreikningi 2019 til staðfestingar.
-liður 1, ársreikningur byggðasamlags UTU. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.
7. Endurskoðun fyrirkomulags hjólhýsasvæðis Laugarvatni – 2004032
Endurskoðun fyrirkomulags hjólhýsasvæðis á Laugarvatni, áður á dagskrá á 259. fundi.
Hluti sveitarstjórnar ásamt sveitarstjóra fór í skoðunarferð um hjólhýsasvæðið á Laugarvatni 26. júní s.l. Sveitarstjórn samþykkir að fá á næsta fund eftirtalda aðila: lögreglustjórann á Suðurlandi, verkefnastjóra almannavarna, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, umsjónarmann hjólhýsasvæðisins og fulltrúa Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á svæðinu.
8. Hvatningarátakið Takk fyrir að vera til fyrirmyndar – 2006039
Boð um að taka þátt í verkefninu Takk fyrir að vera til fyrirmyndar
Lagt fram til kynningar.
9. Uppbygging og viðhald á fótbolta- og frjálsíþróttavelli á Laugarvatni – 2006037
Ályktun aðalfundar Ungmennafélags Laugdæla frá 18. júní 2020 varðandi uppbyggingu og viðhaldi á fótbolta- og frjálsíþróttavellinum á Laugarvatni.
Sveitarstjórn þakkar erindið. Viðhald á vellinum er að hluta til í samningi við UMFÍ og verður unnið að því að snyrta völlinn og bæta. Skammt er síðan sveitarfélagið tók við vellinum og var hann þá ekki í góðu ástandi og mun taka nokkurn tíma að vinda ofan af því.
10. Hlauptunga, vegstæði og bílaplan – 2006035
Erindi áður frestað á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2020, sbr. 261. fund sveitarstjórnar, mál UTU nr. 2005053. Framkvæmdaleyfi vegna vegsvæðis að bílastæði og útsýnispalli við Brúará.
Sveitarstjórn telur að vafi leiki á því hvort að viðkomandi framkvæmd sé tilkynningarskyld í flokki C samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000 lið 10.10 í 1. viðauka.
Sveitarstjórn gerir því ekki athugasemdir við að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara um yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 9. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 er varðar meðmæli Skipulagsstofnunnar með framkvæmd. Skipulagsfulltrúa falið að senda erindi á Skipulagsstofnun.
11. Atvinnuleysi og skert starfshlutfall upplýsingar frá Vinnumálastofnun – 2004002
Yfirlit yfir hlutfall atvinnuleysis og skerts starfshlutfalls, rauntölur fyrir maí. Yfirlit Vinnumálastofnunar, dags. 16. júní 2020 og yfirlit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. júní 2020.
Yfirlitið var lagt fram til kynningar. Atvinnuleysi, að meðtöldum þeim sem eru á hlutabótum, mældist 20,9% í maí mánuði.
12. Heiðursáskrift að Flóamannabók – 2006041
Beiðni ritnefndar Flóamannabókar, dags. 23. júní 2020, um að Bláskógabyggð verði með heiðursáskrift að Flóamannabók, byggðasögu Flóahrepps.
Sveitarstjórn samþykkir heiðursáskrift að Flóamannabók. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
13. Aðstaða í Bergholti fyrir félagsstarf aldraðra – 2006038
Kostnaðaráætlun vegna búnaðar í Bergholt, innanstokksmunir o.fl.
Lagt var fram yfirlit yfir innréttingar og búnað í Bergholt. Sveitarstjórn samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 1.000.000 kr.
14. Deiliskipulag Reykholti, Lyngbraut, Sólbraut – 2006034
Beiðni frá Jarðarberjalandi og Garðyrkjustöðinni Kvistum um breytingu á skipulagi varðandi lokun Sólbrautar, dags. 25. júní 2020.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn vísar erindinu til starfshóps sem vann að gerð deiliskipulags í Reykholti.
15. Ráðning skólastjóra Bláskógaskóla Reykholti – 2005060
Ráðning skólastjóra Bláskógaskóla Reykholti
Lögð var fram auglýsing vegna stöðu skólatstjóra í Bláskógabyggð, þær þrjár umsóknir sem bárust um stöðu skólastjóra og vinnugögn vegna ráðningar. Umsækjendur voru Árni Þór Hilmarsson, Gerður Ólína Steinþórsdóttir og Lára Bergljót Jónsdóttir. Sveitarstjóri og formaður skólanefndar tóku viðtöl við umsækjendur hinn 25. júní s.l. Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að Lára Bergljót Jónsdóttir verði ráðin skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti. Umræða varð um málið.
Sveitarstjórn þakkar framkomnar umsóknir og samþykkir að ráða Láru Bergljótu Jónsdóttur sem skólastjóra Bláskógaskóla Reykholti. Ráðningin taki gildi frá og með 1. ágúst n.k.
16. Útsvarstekjur 2020 – 2003015
Yfirlit yfir útsvarstekjur janúar til júní 2020
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur fyrstu sex mánuði ársins.
17. Trúnaðarmál – 2006036
Trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarbók.
18. Undanþága frá aldursákvæðum skólabílstjóra – 2006040
Erindi skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni, dags. 23. júní s.l. varðandi aldursmörk skólabílstjóra.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir beiðni skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni um undanþágu frá reglum um aldursviðmið skólabílstjóra, sem miðað hefur verið við í skólum Bláskógabyggðar.
19. Gatnahönnun og útboð – Brekkuholt – 1909011
Fundargerð vegna opnunar tilboða í gatnagerð í Brekkuholti, dags. 16. júní 2020.
Auglýst var eftir tilboðum í verkið gatnagerð, Brekkuholt, Reykholti og gefinn frestur til að skila tilboðum til kl. 14 hinn 16. júní sl. Ekkert tilboð barst fyrir tilskilinn tíma. Áformað var að hefja verkframkvæmdir í ágúst n.k. og vinna verkið í þremur áföngum.
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að kanna áhuga á byggingarlóðum við götuna með því að auglýsa lóðir lausar til umsóknar, með fyrirvörum um byggingarhæfi og tímamörk gatnagerðar. Reynist áhugi nægur til að hefja framkvæmdir er oddvita og sveitarstjóra veitt heimild til að semja við verktaka um einstaka verkþætti, innan ramma fjárhagsáætlunar.
20. Kjör fulltrúa í nefndir 2020 – 2002006
Kjör fulltrúa Þ-lista í stað Eyrúnar M. Stefánsdóttur í eftirtaldar nefndir og starfshópa:
Fulltrúi í atvinnu- og ferðamálanefnd (aðalmaður)
Fulltrúi í Héraðsnefnd Árnesinga (varamaður)
Fulltrúi á aðalfundi:
Samband íslenskra sveitarfélaga
SASS (aðalmaður)
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands (varamaður)
Bergrisinn bs (aðalmaður)
Fulltrúi í vinnuhóp um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið
Fulltrúi í vinnuhóp um endurskoðun deiliskipulags Laugarvatns
Lögð var til eftirfarandi breyting á skipan fulltrúa í eftirtaldar nefndir og starfshópa í stað Eyrúnar M. Stefánsdóttur:

Fulltrúi í atvinnu- og ferðamálanefnd (aðalmaður)- frestað til næsta fundar.
Fulltrúi í Héraðsnefnd Árnesinga (varamaður)verði Axel Sæland.
Fulltrúi á aðalfundi:
Samband íslenskra sveitarfélaga verði Axel Sæland.
SASS (aðalmaður)verði Axel Sæland.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands (varamaður) verði Axel Sæland.
Bergrisinn bs (aðalmaður)verði Axel Sæland.
Fulltrúi í vinnuhóp um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið verði Óttar Bragi Þráinsson. Varamaður verði Axel Sæland.
Fulltrúi í vinnuhóp um endurskoðun deiliskipulags Laugarvatns verði Ragnhildur Sævarsdóttir.

21. Rekstrarleyfisumsókn og tækifærisleyfi Eyvindartunga – 2003014
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 10. júní 2020, um umsögn um tækifærisleyfi fyrir tónleika þann 17. júlí 2020 í Hlöðu í Eyvindartungu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins að fengnum jákvæðum umsögnum annarra umsagnaraðila.
22. Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 – 1912010
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. júní 2020, varðandi kynningu á kerfisáætlun Landsnets.
Lagt fram til kynningar. Oddvita og sveitarstjóra er falið að fara yfir áætlunina og senda inn umsögn ef þurfa þykir.
23. Fjármál COVID-19 2020 – 2003015
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16. júní 2020, varðandi bréf sveitarstjórnarráðherrra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021
Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 16:20.

 

 

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Ragnhildur Sævarsdóttir   Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir   Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland   Ásta Stefánsdóttir