263. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 6. ágúst 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland var fjarverandi, en í staðinn sat fundinn Ragnhildur Sævarsdóttir, og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings 2020 – 2001008
43. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, haldinn 20. júlí 2020.
Fundargerðin staðfest.
2. Fundargerð stjórnar SASS – 2001007
559. fundur stjórnar SASS haldinn 29. júní 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2001025
294. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 23. júní 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir – 2001045
124. fundur haldinn 26. júní 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Fundir lögreglustjóra með sveitarstjórum vegna Covid-19 – 2005027
Fundir lögreglustjóra með sveitarfélögum haldnir 30. júní, 7. júlí og 30. júlí 2020.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
6. Fundargerðir stjórnar Bergrisans – 2002030
18. stjórnarfundur Bergrisans bs haldinn 24. júní 2020
19. stjórnarfundur Bergrisans bs haldinn 6. júlí 2020
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
7. Verkfundargerð vegna lagningar ljósleiðara – 2001032
13. verkfundur haldinn 29. júlí 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
8. Húsnæðismál Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs – 2008008
Erindi Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 3. júlí 2020, varðandi húsnæðismál Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.
Lagt var fram bréf frá sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshreppi dags 3. júlí 2020 þar sem sveitarfélagið býður fram húsnæði sem til stendur að byggja á Borg undir starfsemi UTU. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnar alfarið þeirri hugmynd að embættið fari frá Laugarvatni að Borg. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar óskar sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps góðs gengis með að finna hentuga starfssemi í húsnæðið sem til stendur að byggja á Borg.
9. Lóðin Skálholtsvegur 16 – 2008016
Tillaga um að lóðin Skálholtsvegur 16, Laugarási, verði auglýst laus til umsóknar.
Málið var rætt, frestað til næsta fundar.
10. Fjárframlög til sveitarfélaga vegna Covid-19 – 2003015
Framlög til sveitarfélaga vegna Covid-19, vinna samráðsteymis og tillögur.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samráðsteymi sveitarfélaga vegna Covid-19 sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið skipaði til að vinna með þeim sex sveitarfélögum sem áætlað er að verði fyrir mestu tekjutapi útsvars vegna Covid-19. Teymið er skipað fulltrúa ráðuneytisins, Byggðastofnunar og SASS. Af hálfu teymisins var óskað eftir tillögum frá sveitarfélögunum að atvinnuskapandi aðgerðum eða sértækum aðgerðum til að styðja við atvinnulíf og samfélag, en áætlað er að veita 150 milljónum króna til þessara sex sveitarfélaga til mótvægisaðgerða vegna Covid-19. Skammur tími var veittur til tillögugerðar og stóð til að kynna tillögurnar fyrir ríkisstjórn í júlí, en ekki varð af því. Nú er stefnt að niðurstöðu í lok næstu viku.
11. Rallý Reykjavík 2020 – 2008002
Beiðni keppnisstjóra Rallý Reykjavík, dags. 28. júlí 2020, um leyfi til að loka leiðinni um Tröllháls og Uxahryggi.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti lokun umræddra vegarkafla vegna Rallý Reykjavík sem fram fer dagana 3. til 5. september n.k., enda verði gengið vel um svæðið.
12. Kæra vegna Skálabrekkugötu 12 – 2008003
Kæra Þórðar Sigurjónssonar, dags. 27. júlí 2020, vegna Skálabrekkugötu 12.
Lögð var fram kæra Þórðar Sigurjónssonar vegna fokhættu og frágangs á byggingu og lóð að Skálabrekkugötu 12.
Sveitarstjórn hefur ekki heimild til aðgerða eða til að kveða upp úrskurð á grundvelli kærunnar, en vísar henni til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu.
13. Samkomulag vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar – 1911016
Samkomulag um greiðslu fasteignagjalda, gatnagerðar- og tengigjalda vegna hótels að Skólavegi 1. Áður á dagskrá á 256. fundi.
Lagður var fram samningur milli Bláskógabyggðar og Stakrar gulrótar ehf um greiðslu fasteignagjalda, gatnagerðar- og tengigjalda vegna fyrirhugaðs hótels að Skólavegi 1 og vegna fasteignagjalda af öðrum eignum Stakrar gulrótar ehf í Bláskógabyggð. Veittur er frestur til greiðslu umræddra gjalda, innan þeirra marka sem lögveðsheimildir sveitarfélagsins heimila.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
14. Innkomið útsvar og greiðslur Jöfnunarsjóðs – 2003015
Yfirlit yfir útsvar og framlög Jöfnunarsjóðs janúar til júlí 2020
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarsgreiðslur og framlög úr Jöfnunarsjóði það sem af er árinu 2020. Tekjur sveitarfélagsins af útsvari eru nokkuð lægri en þær voru á sama tíma í fyrra og lægri en áætlun ársins gerði ráð fyrir.
15. Rekstrarleyfisumsókn Árbúðir F220 5486 (kaffihús) – 2008013
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. maí 2020, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna kaffihúss (flokkur II) fyrir Gljástein ehf í Árbúðum, (F220 5486). Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
16. Rekstrarleyfisumsókn Svartárbotnar L189446 – 2008011
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. maí 2020, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna fjallaskála(flokkur II) fyrir Gljástein ehf í Svartárbotnum, (F225 1015). Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
17. Rekstrarleyfisumsókn, Fremstaver L167347 – 2008010
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. maí 2020, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna fjallaskála(flokkur II) fyrir Gljástein ehf í Fremstaveri, (F2205478). Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
18. Rekstrarleyfisumsókn Torfhús hótel F235 9137 – 2008012
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 24. janúar 2020, um umsögn um breytingu á rekstrarleyfi vegna gistingar í flokki IV hótel (flokkur IV) fyrir Torfhús Retreat, Melur, (F 235 9137, mhl 13-0101, 14-0101, 15-0101, 16-0101 og 17-0101. Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
19. Rekstrarleyfisumsókn, Kjóastaðir 2, tjaldsvæði (L229267) – 2008009
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. júlí 2020, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna stærra gistiheimilis (flokkur II) fyrir Náttúra-Yurtel ehf á Kjóastöðum 2, tjaldsvæði, (F250 7761). Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
20. Rekstrarleyfisumsókn Árbúðir F220 5486 (fjallaskáli) – 2008013
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. maí 2020, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna fjallaskála(flokkur II) fyrir Gljástein ehf vegna Árbúða, (F220 5486). Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.
21. Tækifærisleyfisumsókn, tónleikar í Eyvindartungu – 2008004
Beiðni sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 24. júlí 2020, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi vegna tónleika í hlöðu í Eyvindartungu þann 29. ágúst 2020.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.
22. Dvalarheimili fyrir aldraða, áskorun – 2008005
Áskorun aðalfundar 60 plús í Laugardal um að unnið verði að því að húsnæði Háskólans á Laugarvatni verði gert að dvalarheimili fyrir aldraða.
Áskorun 60 plús í Laugardal var lögð fram. Sveitarstjórn þakkar erindið. Forsvarsmenn sveitarfélagsins munu ræða við fulltrúa ríkisins, sem fer með forræði á málaflokknum.
23. Jafningjafræðsla Suðurlands – 2005035
Erindi Jafningjafræðslu Suðurlands, dags. 23. júlí 2020, þakkir fyrir gott samstarf við vinnuskóla á Suðurlandi.
Sveitarstjórn þakkar jafningjafræðurunum fyrir heimsóknina.
24. Ársreikningur 60 plús í Laugardal 2019 – 2008015
Ársreikningur 60 plús í Laugardal 2019
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
25. Starfskjör framkvæmdastjóra sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa – 2008006
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. júlí 2020, um könnun á starfskjörum framkvæmdastjóra sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
26. Forsendur fjárhagsáætlana – 2008007
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júlí 2020, um forsendur fjárhagsáætlana fyrir 2021-2024.
Lagt fram til kynningar.
27. Opinber störf á landsbyggðinni ályktun – 2008014
Bókun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 16. júní 2020, varðandi opinber störf á landsbyggðinni
Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 16:50.