264. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 20 ágúst 2020, kl. 10:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð fjallskilanefndar frá 19. agúst. Var það samþykkt samhljóða og verður 3. liður á fundinum.

 

1. Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2004029
5. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn 13.08.20
Fundargerðin staðfest.
2. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
199. fundur haldinn 12. ágúst 2020, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 11.
-liður 1. Skálabrekka L170163; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2006053
Lögð er fram umsókn og skipulagslýsing frá Tófarfjalli ehf., dags. 18. júní 2020, er varðar gerð nýs deiliskipulags í landi Skálabrekkur L170163. Í verkefninu felst skilgreining á 25 ha. svæði fyrir frístundabyggð. Samhliða er sótt um breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

-liður 2. Stíflisdalur 2 L170166; Umsókn um ný staðföng; Skráning staðfanga – 2007020
Lögð er fram umsókn Sigfúsar A. Schopka f.h. landeigenda, dags. 5. júlí 2020, um samþykki á nýjum staðföngum þriggja aðkomuvega innan deiliskipulags frístundasvæðis í landi Stíflisdals 2 L170166. Óskað er eftir að aðkomuvegirnir fái heitin Urriðanes, Silunganes og Gvendarlækur og viðeigandi númer eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Skv. umsækjanda þá byggir valið á þessum heitum á örnefnum á svæðinu og sýnd eru á meðfylgjandi uppdrætti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki ný staðföng og númer lóða í samræmi við erindið.

-liður 3. Eyvindartunga; Frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar; Aðalskipulagsbreyting – 1807011
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar á frístundabyggð að Eyvindartungu neðan Laugarvatnsvegar eftir auglýsingu. Málið var auglýst frá 13.5.2020 til 03.07.2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagstillöguna og að hún verði send til yfirferðar Skipulagsstofnunnar fyrir gildistöku í B-deild stjórnartíðinda í samræmi við 32.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

-liður 4. Skálabrekka L170163; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2006052
Lögð er fram umsókn og skipulagslýsing frá Tófarfjalli ehf.er varðar breytingu á aðalskipulagi í landi Skálabrekkur L170163. Í verkefninu felst skilgreining á 25 ha. svæði fyrir frístundabyggð. Samhliða er lögð fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

-liður 5. Apavatn 2 L167621; Presthólar; Malarnámur; Aðalskipulagsbreyting – 1808061
Lögð er fram umsókn og skipulagslýsing frá Guðmundi Valssyni er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt svæði fyrir efnistöku- og efnislosun í landi Apavatns 2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010 með fyrirvara um uppfærð gögn.

-liður 6. Gunnarsbraut 5 L219892; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2006028
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi að Gunnarsbraut 5 frá Stefáni Þór Benediktssyni. Í breytingunni felst að heimild fyrir aukahúsi verði 40 m2 í stað 25 m2 og að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0,036 í stað 0,03. Til vara óskar umsækjandi eftir breyttri legu lóðanna.
Skipulagsnefnd UTU hafnar breytingu á nýtingarhlutfalli lóðar umfram heimildir aðalskipulags. Til vara óskaði umsækjandi eftir breytingu á lóðarmörkum á milli lóða Gunnarsbrautar 5 og 7 ef beiðni varðandi aukið nýtingarhlutafall yrði ekki samþykkt. Í breytingunni felst að Gunnarsbraut 5 stækkar sem nemur 1586 fm. og verður hún 8230 fm. á kostnað Gunnarsbrautar 7 sem verður 8569 fm. að breytingu lokinni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu er varðar aukna heimild fyrir aukahúsi á lóð upp í 40 fm. auk breytinga er varðar stærð lóða Gunnarbrautar 5 og 7. Mælst er til þess að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 eftir að uppfærð gögn berast. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.

-liður 7. Brúarvirkjun vinnubúðir L226638; Sameining; Niðurfelling lóðar – 2007012
Lögð er fram umsókn Margeirs Ingólfssonar, dags. 16. júní 2020, um sameiningu lóðar, sem var undir vinnubúðir á framkvæmdartíma Brúarvirkjunar, inn í jörðina Brú L167070. Óskað er eftir að fella lóðina Brúarvirkjun vinnubúðir L226638 inn í upprunalandið. Á lóðinni er skráð skemma. Í greinagerð deiliskipulagsins fyrir svæðið kemur fram í gr. 4.1 að afmarkaðar eru lóðir á framkvæmdartíma og að framkvæmdartíma loknum verði vinnubúðir fjarlægðar og gengið verði frá lóðunum.
Landeigandi hefur hug á að hún standi þar áfram og þá skráð á jörðina eftir niðurfellingu lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við að lóðin verði sameinuð við upprunalandið og að skemman fái að standa áfram á jörðinni en telur að forsenda þess sé að gerð verði breyting á deiliskipulaginu þar sem lóðin verður felld úr skipulaginu og ákvæðið um iðnarlóðir verði breytt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi og að hún fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna þar sem ekki er um að ræða neina aðra hagsmunaaðila en umsækjanda.

-liður 8. Tungubakkar L216003; Umsögn; Áætluð skipti á landnotkunarflokki; Deiliskipulag; Fyrirspurn – 2007035
Lögð er fram fyrispurn frá Ögmundi Gíslasyni er varðar breytta landnotkun á lóð Tungubakka, L216003. Í breytingunni felst að skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði innan lóðarinnar. Hugmyndir umsækjanda snúa að því að reisa 75 fm tjöld auk útisvæðis til útleigu til ferðamanna.
Sveitarsjórn frestar afgreiðslu málsins og felur oddvita og sveitarstjóra að funda með umsækjenda til að fara nánar yfir breytinguna.

-liður 9. Brúarhvammur lóð 1 L167225; Brúarhvammur lóð 2 L174434; Útfelling byggingarheimildar; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2007044
Lögð er fram umsókn Kristjáns Björgvins Bragasonar er varðar breytingu á deiliskipulagi að Brúarhvammi lóð 1 og 2. Í breytingunni felst að felld er út byggingarheimild fyrir 30 fm geymsluskúr innan byggingarreits í samræmi við úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 112/2019 auk þess sem gert er ráð fyrir breyttri skiptingu lóða innbyrðis auk þess sem byggingarheimimild er skilgreind á nýjan hátt án þess að heildar fm fjöldi sé aukinn. Samkvæmt núverandi skipulagi er gert ráð fyrir 500 fm gistiheimili á lóð 2. Með breyttu skipulagi verður heimild fyrir 10 smáhýsum allt að 50 fm að stærð innan lóðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 eftir að uppfærð gögn berast. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.

-liður 10. Laugarvatn – þéttbýli L224243; Deiliskipulag; Heildar endurskoðun – 2008002
Lögð er fram umsókn er varðar heildar endurskoðun á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið á Laugarvatni. Deiliskipulagið tekur til þéttbýlisins í heild ef frá eru talin tjaldsvæði, hjólhýsasvæði og svæði merkt ÍB19 á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags. Frá gildistöku núgildandi deiliskipulags hafa verið gerið 12 breytingar og eru þær teknar inn í heildar endurskoðun skipulagsins. Helstu breytingar á útmörkum reita og innan einstakra reita eru eftirfarandi:
– Reitur 1 fær breytta lögun og nær nú einnig til verslunarsvæðis í Krikanum.
– Reitur 2 minnkar til muna og breytist jafnframt. Íbúðarlóðum þar fækkar umtalsvert eftir
að jarðvegsaðstæður hafa verið kannaðar ítarlega á svæðinu. Traustatún breytist, verður
innanbæjargata og tengist nú Laugabraut í stað þess að tengjast Laugarvatnsvegi.
– Reitur 3 er óbreyttur að lögun en þar bætast við lóðir fyrir íbúðarhús og tengingar inn á
Dalbraut breytast.
– Reitur 4 er óbreyttur í lögun en lögð til mun meiri þétting innan hans. Verslunarlóðum er
breytt í margar smærri og skilmálar breytast.
– Reitur 5 er óbreyttur að lögun en lögð er til færsla á Dalbraut á þeim kafla sem er á milli
gönguþverana við Bjarnalund og Dalbraut 14.
– Reitur 6, 7, 8 og 9 eru óbreyttir að lögun breytingar varða einungis götur og stíga.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

-liður 11. Kjaransstaðir 2 L200839; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2008022
Lagt er fram nýtt deiliskipulagi fyrir Kjaranstaða II. Umsækjandi er Landhönnun slf.fh. landeigenda. Gert er ráð fyrir því að með samþykkt skipulagsins muni eldar skipulag falla úr gildi. Í nýju deiliskipulagi felst m.a. að notkun lóða breytist úr frístundalóðum í landbúnaðarlóðir, lóðum fækkar úr 7 í 6 og skilgreindir eru nýir byggingarskilmálar .
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir og að það verði auglýst á grundvelli 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Kolbeinn Sveinbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu 1. og 4. liðar.
Sveitarstjórn staðfestir liði 1 til 9 og nr. 11. Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði hennar varðar.

3. Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna – 2008096
Fundargerð fjallskilanefndar frá 19. ágúst 2020
Lögð var fram fundargerð fjallskilanefndar ásamt fjallskilaseðli og bókun fjallskilanefndar vegna áhrifa COVID-19 á göngur og réttir, sem vísað er til umræðu undir 11. dagskrárlið. Fundargerðin var staðfest.
4. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 2001045
125. fundur haldinn 13. ágúst 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Lóðin Skálholtsvegur 16, Laugarási – 2008016
Lóðin Skálholtsvegur 16, áður á dagskrá á 264. fundi
Minnisblað sveitarstjóra var lagt fram. Umræður urðu um málið. Sveitarstjórn fellst ekki á að breyta landnotkun skv. gildandi deiliskipulagi lóðarinnar, en bendir umsækjanda á að garðyrkjulóðir eru lausar til úthlutunar í Laugarási.
6. Umsókn um lóðina Brekkuholt 3 – 2008094
Umsókn Brynjólfs Sigurðssonar um lóðina Brekkuholt 3, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst með fyrirvara um framkvæmdatíma gatnagerðar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Brynjólfi Sigurðssyni lóðinni Brekkuholti 3, Reykholti.
7. Umsókn um lóðina Brekkuholt 5 – 2008089
Umsókn Selásbygginga ehf um lóðina Brekkuholt 5, Reykholti
Umsókn Sliviu Popescu um lóðina Brekkuholt 5, Reykholti. Umsóknin er gerð til vara, ef umsókn umsækjanda um lóðina Brekkuholt 7, verði ekki samþykkt.
Lóðin hefur verið auglýst með fyrirvara um framkvæmdatíma gatnagerðar og tvær umsóknir hafa borist, annar umsækjandinn sækir um lóðina til vara. Sveitarstjórn samþykkir að fresta úthlutun og felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við umsækjendur.
8. Umsókn um lóðina Brekkuholt 6 – 2008090
Umsókn Selásbygginga ehf um lóðina Brekkuholt 6, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst með fyrirvara um framkvæmdatíma gatnagerðar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Selásbyggingum lóðinni Brekkuholti 6, Reykholti.
9. Umsókn um lóðina Brekkuholt 7 – 2008093
Umsókn Silviu Popescu um lóðina Brekkuholt 7, Reykholti
Lóðin hefur ekki verið auglýst til úthlutunar. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa til úthlutunar lóðir nr. 7, 8, 9, 10, 11 og 12 við Brekkuholt. Afgreiðslu umsóknarinnar er frestað þar til lóðirnar hafa verið auglýstar.
10. Atvinnuleysi og skert starfshlutfall upplýsingar frá Vinnumálastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga – 2004002
Tölur um atvinnuleysi í júlí, áætlun fyrir ágúst.
Lagðar voru fram tölur um atvinnuleysi, þar sem fram kemur að hlutfall þeirra sem eru atvinnulausir eða á hlutabótum hefur lækkað lítið eitt og mældist 10% í júlí, en er áætlað 9,7% í ágúst.
11. Viðbragðsáætlanir, leiðbeiningar og tilmæli vegna COVID-19 – 2002012
Leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19
Lagðar voru fram leiðbeiningar almannavarnadeildar og sóttvarnalæknis vegna gangna og rétta. Einnig var lögð fram bókun fjallskilanefndar Biskupstungna frá 19. ágúst 2020, þar sem er að finna nánari útfærslur og fyrirmæli til fjallmanna og þeirra sem heimilt verður að ganga til réttarstarfa. Leiðbeiningar almannavarnadeildar og sóttvarnalæknis gilda um göngur og réttir í Bláskógabyggð, auk þess sem sveitarstjórn samþykkir að bókun fjallskilanefndar Biskupstungna gildi um fjallferð á Biskupstungnaafrétt og réttarstörf vegna Tungnarétta.
12. Framlög til sex sveitarfélaga vegna Covid-19 – 2003015
Tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 18. ágúst 2020, um framlög til sex sveitarfélga vegna Covid-19
Lögð var fram tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um úthlutun fjármagns á grundvelli samþykktar Alþingis um framlag til aðgerða í sex sveitarfélögum til að styðja við atvinnulíf og samfélag vegna áhrifa COVID-19 á atvinnulíf í sveitarfélögunum. Bláskógabyggð er eitt þessara sveitarsfélaga og fær úthlutað 18 m.kr. Þær aðgerðir sem farið verður í skulu hafa að markmiði að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og styrkja stoðir og stuðla að nýsköpun. Samráðsteymi munu vinna með sveitarfélaginu áfram, fylgja eftir aðgerðum, skoða ýmsar ábendingar sem fram komu á fundum í sumar og til að styrkja tengsl og bæta upplýsingagjöf.
Sveitarstjórn þakkar fyrir framlagið sem mun nýtast til góðra verka í samræmi við framangreind markmið.
13. Deiliskipulag fyrir fjallaskála – 1902048
Beiðni Skipulagsstofnunar, dags. 25. júní 2020, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum deiliskipulag Árbúða og Geldingafells skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Svar sveitarstjóra lagt fram.
Lagt var fram svar sveitarstjóra, dags. 3. júlí s.l., við erindi Skipulagsstofnunar, þar sem fram kom að Bláskógabyggð teldi að nægilega sé gerð grein fyrir mögulegum framkvæmdum, umhverfi þeirra og mótvægisaðgerðum í fyrirliggjandi gögnum.
14. Göngum í skólann 2020 – 2008092
Verkefnið „Göngum í skólann 2020“, erindi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 10. ágúst 2020.
Lagt fram til kynningar.
15. Sunnlenskir samráðsfundir vegna COVID-19 – 2005031
Minnispunktar frá samráðsfundi sunnlenskra sveitarfélaga 26. júní 2020
Lagt fram til kynningar.
16. Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns 2020 – 2008088
Boð, dags. 11. ágúst 2020, á aðalfund Vottunarstofunnar Túns ehf, sem haldinn verður 26. ágúst 2020.
Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 11:50.