265. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 2. september 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ragnhildur Sævarsdóttir og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð oddvitanefndar UTU (verður 6. liður á dagskrá fundarins( umsóknir um lóðir við Brekkuholt 9 og 11 (verður 14. og 15. liður), umsókn um námsvist utan lögheimilis (verður 18. liður), tillögu að deiliskipulagi Laugarvatns (verður 19. liður) og minnisblað vegna ljóðsleiðaralagningar í þéttbýli (verður 20. liður). Var það samþykkt samhljóða.

 

1. Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2004029
6. fundur haldinn 27. ágúst 2020.
Fundargerðin staðfest.
2. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
200. fundur haldinn 26. ágúst 2020, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 8.
-liður 3, Austurey 2 L167624; Vegtenging; Frístundabyggð; Krossholtsmýri; Framkvæmdaleyfi – 2008045
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu á grundvelli deiliskipulags fyrir Austurey 2. Í framkvæmdinni felst vegtenging frístundabyggðar Krossamýri við Krossholtsveg í landi Austureyjar 2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.

-liður 4, Efra-Apavatn 1A L226187, Efra-Apavatn 1 lóð L167652 og L167651; Skipting landsvæðis; Deiliskipulag – 2003002
Lögð er fram tillaga deiliskipulags að Efra-Apavatni, Rollutangi. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining lóða og byggingarheimilda innan svæðisins. Lýsing deiliskipulags var kynnt frá 10. júní – 1. júlí 2020.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið með fyrirvara um uppfærð gögn. Það fái málsmeðferð á grundvelli 41. gr. skipulagslaga er varðar auglýsingu og samþykkt deiliskipulags.

-liður 5, Skálabrekkugata 1 L203318; Mænishæð; Byggingarmagn; Gröftur; Deiliskipulagsbreyting – 2008050
Lögð er fram umsókn hönnuðar fh. lóðarhafa Skálabrekkugötu 1 er varðar breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að skilgreindir eru breyttir byggingarskilmálar innan lóðarinnar vegna mikils landhalla innan byggingarreits. Í breytingunni felst að mænis- og vegghæð miðist við hæsta punkt lóðar. Leyfilegt verði að byggja kjallara undir húsið allt að 200 fm. Leyfilegt verði að grafa frá húsinu til að skapa aðkomu fyrir bæði sumarhús og kjallara. Gert er ráð fyrir að umsótt breyting nái eingöngu til lóðar Skálabrekkugötu 1 vegna sérstakra aðstæðna innan hennar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með fyrirvara um uppfærð gögn. Sveitarstjórn leggur áherslu á að nýtingarhlutfall innan lóðar verður áfram 0,03. Heimilað verði að byggja kjallara undir húsið en hámarks byggingarmagn á lóð verði áfram 200 fm. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að viðkomandi breytingar verð sérstaklega kynntar næstu nágrönnum og sumarhúsafélagi svæðisins sé það til staðar.

-liður 6, Holtslóð L225385; Neðri-Dalur; Eyrar; Hverfa, Ferjuholt og Lautir; Deiliskipulagsbreyting – 2005063
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi fyrir Holtslóð L225385 eftir uppfærslu á gögnum. Í breytingunni felst breyting á byggingarreitum á lóðum við Hverfu 3, 5, 7 og 9 vegna friðhelgra svæða fornminja á Konungsvegi og Holtshús. Byggingarreitur á lóð við Hverfu 7 er færður til norðurs út fyrir verndasvæði Holtshúss. Við það breytast stærðir og lögun á öllum lóðum við Hverfu, Ferjuholt 2 og Eyrum 4 og 6.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytinguna. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulegar breytingar á deiliskipulagi.

-liður 7, Þingvellir L170169; Spennistöð Rarik; Stofnun lóðar – 2008041
Lögð er fram umsókn frá Ríkiseignum, dags. 15. ágúst 2020, um stofnun landeignar úr ríkisjörðinni Þingvellir L170169. Um er að ræða 56 fm lóð fyrir spennistöð í dreifikerfi RARIK.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga.

-liður 8, Laugarás L167381; Lauftún garðyrkjustöð; Breytt skipulag lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2005020
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi lóðar Laugarás L167381. Í breytingunni felst að skipulagi lóðar er breytt þar sem komið er fyrir þremur gróðurhúsum, pökkunaraðstöðu, véla- og áhaldageymslu/bílskúr og tveimur starfsmannahúsum. Fyrir á lóðinni eru tvö íbúðarhús. Skilmálar deiliskipulags svæðisins frá 29. des. 2011 halda sér óbreyttir að öðru leiti. Málið var tekið fyrir á 195.fundi skipulagsnefndar þar sem það var samþykkt til kynningar. Skipulagið var kynnt frá 8.júlí til 29.júli. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað varðar aðra liði en þá sem að framan greinir.

3. Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals – 2008122
3. fundur haldinn 24. ágúst 2020, ásamt fjallskilaseðli og bókun fjallskilanefndar.
Lögð var fram fundargerð fjallskilanefndar ásamt fjallskilaseðli og bókun fjallskilanefndar vegna áhrifa COVID-19 á göngur og réttir. Fundargerðin var staðfest. Í bókun fjallskilanefndar Laugardals er að finna fyrirmæli til fjallmanna og þeirra sem heimilt verður að ganga til réttarstarfa og nánari útfærslur á leiðbeiningum almannavarnadeildar og sóttvarnalæknis.
Leiðbeiningar almannavarnadeildar og sóttvarnalæknis gilda um göngur og réttir í Bláskógabyggð, auk þess sem sveitarstjórn samþykkir að bókun fjallskilanefndar Laugardals gildi um fjallferð og réttarstörf á vegum nefndarinnar.
4. Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU – 2001005
78. fundur haldinn 12. ágúst 2020
79. fundur haldinn 26. ágúst 2020, ásamt tillögum að breytingu á vinnuaðstöðu að Dalbraut 12
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2001024
206. fundur haldinn 18. ágúst 2020, ásamt skýrslum um opinbert eftirlit vegna hollustuhátta og mengunarvarna á vegum heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga, MAST og UST.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð oddvitanefndar UTU – 2001011
Fundur oddvitanefndar UTU haldinn 26. ágúst 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7. Brunavarnir á hjólhýsasvæðum – 2008100
Erindi Húnsæðis- og mannvirkjastofnunar (ódags) varðandi brunavarnir á hjólhýsasvæðum
Lagt var fram bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar sem sveitarfélagið er hvatt til að huga að brunavörnum á hjólhýsasvæðum. Erindinu er vísað til umræðu undir 8. dagskrárlið þessa fundar.
8. Endurskoðun fyrirkomulags deiliskipulag hjólhýsasvæðis Laugarvatni – 2004032
Málefni hjólhýsasvæðis á Laugarvatni, á fundinn komu umsjónarmenn svæðisins, Gísli Valdimarsson og Kristín Ástþórsdóttir, fulltrúi Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda, Hrafnhildur Bjarnadóttir, auk þeirra Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri, Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna, Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri, Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri, Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi og Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi.
Helgi Kjartansson, oddviti fylgdi málinu úr hlaði, gerði hann m.a. grein fyrir þeim alvarlegu ábendingum sem hafa borist frá lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra og bréfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sjá 7. lið á dagskrá fundarins. Þá gerði hann grein fyrir þeim samningum sem eru í gildi á svæðinu. Kjartan Þorkelsson, lögreglustóri, og Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri, ræddu um þá þætti sem snúa að almannaöryggi og brunavörnum. Gísli Valdimarsson og Kristín Ástþórsdóttir, umsjónarmenn hjólhýsasvæðisins, og Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda, lýstu afstöðu sinni til öryggismála á svæðinu. Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi, og Vigfús Þór Hróbjartsson, ræddu um skipulagsmál og skilgreiningar á fasteignum og hlutum sem eru háðir stöðuleyfum.
Umræður urðu um stöðu mála og svöruðu gestir fundarins fyrirspurnum.
Sveitarstjórn samþykkir að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi. Gestir yfirgáfu fundinn að umræðum loknum.
9. Rjúpnabraut 9, Úthlíð, krafa um að hús verði fjarlægt – 2008116
Krafa JSG lögmanna frá 24. ágúst 2020, um að Bláskógabyggð komi því til leiðar að sumarhús á Rjúpnabraut 9 verði fjarlægt, eða lækkað.
Lagt fram til kynningar, erindinu hefur verið vísað til byggingarfulltrúa.
10. Ungmennaráð sveitarfélaga – 2008119
Erindi Umboðsmanns barna, dags. 26. ágúst 2020, varðandi Ungmennaráð sveitarfélaga, hvatt er til þess að ungmennaráð séu einungis skipuð ungmennum undir 18 ára aldri.
Lagt fram til kynningar.
11. Samstarfssamningar sveitarfélaga, athugun – 2008117
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 24. ágúst 2020, varðandi athugun á samstarfssamningum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
12. Samþykkt um gatnagerðargjöld 2020 – 2008121
Samþykkt um gatnagerðargjald, fyrri umræða
Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögu að breytingum á samþykkt um gatnagerðargjald. Sveitarstjórn vísar tillögunni til síðari umræðu.
13. Umsókn um lóðina Brekkuholt 5 – 2008089
Umsókn Selásbygginga ehf um lóðina Brekkuholt 5, Reykholti, áður frestað á 264. fundi.
Umsókn Bryndísar Bjarnadóttur um lóðina Brekkuholt 5, eða aðra lóð með oddatölunúmer
Samþykkt er að úthluta lóðinni til Selásbygginga ehf, á grundvelli 7. tl. reglna um úthlutun lóða í Bláskógabyggð.
Samþykkt um gatnagerðargjald er til endurskoðunar og verður afgreidd á næsta fundi, um gatnagerðargjald fer skv. endurskoðaðri gjaldskrá.
14. Umsókn um lóðina Brekkuholt 7 – 2008093
Umsókn Silviu Popescu um lóðina Brekkuholt 7, Reykholti
Samþykkt er að úthluta lóðinni til Silviu Popescu.
Samþykkt um gatnagerðargjald er til endurskoðunar og verður afgreidd á næsta fundi, um gatnagerðargjald fer skv. endurskoðaðri gjaldskrá.
15. Umsókn um lóðina Brekkuholt 9 – 2009004
Umsókn Bryndísar Malmo Bjarnadóttur um lóðina Brekkuholt 9
Samþykkt er að úthluta lóðinni til Bryndísar Malmo Bjarnadóttur.
Samþykkt um gatnagerðargjald er til endurskoðunar og verður afgreidd á næsta fundi, um gatnagerðargjald fer skv. endurskoðaðri gjaldskrá.
16. Umsókn um lóðina Brekkuholt 11 – 2009005
Umsókn Ómars Kristjánssonar um lóðina Brekkuholt 11
Umsókn Þrastar smiðs ehf um lóðina Brekkuholt 11
Samþykkt er að úthluta lóðinni til Þrastar smiðs ehf, á grundvelli 7. tl. reglna um úthlutun lóða í Bláskógabyggð.
Samþykkt um gatnagerðargjald er til endurskoðunar og verður afgreidd á næsta fundi, um gatnagerðargjald fer skv. endurskoðaðri gjaldskrá.
17. Kjör fulltrúa í nefndir 2020 – 2002006
Kjör fulltrúa Þ-lista í skólanefnd, atvinnumálanefnd og menningarnefnd.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar á fulltrúum Þ-lista í nefndum:

Atvinnu og ferðamálanefnd:
Aðalmaður: Sigurlaug Angantýsdóttir í stað Eyrúnar M. Stefánsdóttur.

Varamaður: Sölvi Arnarsson í stað Sigurlaugar Angantýsdóttur.

Menningarmálanefnd:
Aðalmaður: Smári Stefánsson í stað Gunnars Arnar Þórðarsonar.

Varamaður: Guðrún Karitas Snæbjörnsdóttir í stað Freyju Rósar Haraldsdóttur.

Skólanefnd:
Aðalmaður: Áslaug Alda Þórarinsdóttir í stað Axels Sæland.

Varamaður: Axel Sæland í stað Önnu Grétu Ólafsdóttur.

18. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags – 2009001
Umsókn Elínar Sigríðar Kristjánsdóttur um að Bláskógabyggð samþykki námsvist utan lögheimilissveitarfélags nemanda.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
19. Deiliskipulag fyrir Laugarvatn – 1809017
Tillaga að deiliskipulagi fyrir þéttbýlið á Laugarvatni, áður á dagskrá á 264. fundi.
Laugarvatn – þéttbýli L224243; Deiliskipulag; Heildar endurskoðun – 2008002
Lögð er fram umsókn er varðar heildar endurskoðun á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið á Laugarvatni. Deiliskipulagið tekur til þéttbýlisins í heild ef frá eru talin tjaldsvæði, hjólhýsasvæði og svæði merkt ÍB19 á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags. Frá gildistöku núgildandi deiliskipulags hafa verið gerið 12 breytingar og eru þær teknar inn í heildar endurskoðun skipulagsins. Helstu breytingar á útmörkum reita og innan einstakra reita eru eftirfarandi:
– Reitur 1 fær breytta lögun og nær nú einnig til verslunarsvæðis í Krikanum.
– Reitur 2 minnkar til muna og breytist jafnframt. Íbúðarlóðum þar fækkar umtalsvert eftir
að jarðvegsaðstæður hafa verið kannaðar ítarlega á svæðinu. Traustatún breytist, verður
innanbæjargata og tengist nú Laugabraut í stað þess að tengjast Laugarvatnsvegi.
– Reitur 3 er óbreyttur að lögun en þar bætast við lóðir fyrir íbúðarhús og tengingar inn á
Dalbraut breytast.
– Reitur 4 er óbreyttur í lögun en lögð til mun meiri þétting innan hans. Verslunarlóðum er breytt í margar smærri og skilmálar breytast.
– Reitur 5 er óbreyttur að lögun en lögð er til færsla á Dalbraut á þeim kafla sem er á milli gönguþverana við Bjarnalund og Dalbraut 14.
– Reitur 6, 7, 8 og 9 eru óbreyttir að lögun breytingar varða einungis götur og stíga.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á deiliskipulagstillögunni frá 264. fundi, en þær felast m.a. í fjölgun lóða, færslu leiksvæðis og breytingu á vistgötum. Skilmálar um samgöngur verði unnir nánar áður en tillagan verði auglýst.
20. Lagning ljósleiðara í þéttbýli í Bláskógabyggð – 2009002
Minnisblað verkefnastjóra vegna lagningar ljósleiðara í Reykholt og Laugarás, ásamt yfirlitsmyndum.
Niðurstaða skoðana- og áhugakönnunar á þátttöku íbúa við lagningu á ljósleiðara í Reykholti og Laugarási gefur til kynna að núverandi ástand innviða fjarskipta á svæðinu sé ekki ásættanleg. Lagning á ljósleiðara innan svæðisins myndi vera viðbragð við þeirri stöðu og tryggja að íbúar á svæðinu hafi aðgang að tryggum og áreiðanlegum innviðum fjarskipta næstu áratugi til jafns við aðra íbúa sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram undirbúningi að lagningu ljósleiðara í Reykholt og Laugarás með eftirfarandi hætti:
1. Kanna á markvissan hátt hug eigenda húsa á svæðinu varðandi þátttöku í verkefninu.
2. Ljúka hönnun á kerfinu, þar með talið lagnaleiðavali og hugsanlegri samlegð með öðrum lögnum.
3. Undirbúa verklýsingu sem grundvöll að verðkönnun/útboði.
Guðmundi Daníelssyni, verkefnastjóra, er falið að vinna að þessum þáttum.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að hönnun ljósleiðara í þéttbýlið á Laugarvatni verði unnin samhliða hönnun nýrrar fráveitu.
21. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 – 2008120
Erindi skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 18. ágúst 2020, varðandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við erindið.
22. Greining á atvinnulífi á Suðurlandi – 2008118
Greining SASS á atvinnulífi á Suðurlandi,
Greining sem unnin var á vegum SASS um atvinnulíf á Suðurlandi með sérstaka áherslu á ferðaþjónustuna var lögð fram.
Bláskógabyggð þakkar fyrir greininguna.

 

 

 

Fundi slitið kl. 18:00.

 

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson   Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir   Róbert Aron Pálmason
Ragnhildur Sævarsdóttir   Ásta Stefánsdóttir