266. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 17. september 2020 , kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Sigrujón Pétur Guðmundsson, varamaður í stað Óttars Braga Þráinssonar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
201. fundur skipulagsnefndar haldinn 9. september 2020, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 7.
-liður 1, Kolgrafarhóll; Apavatn 2; 5 lóðir; Deiliskipulag – 2001057
Lagt er fram deiliskipulag fyrir 5 lóðir innan frístundabyggðar að Kolgrafarhól, Apavatni 2, til afgreiðslu eftir auglýsingu. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma og eru þær jarnframt lagðar fram til afgreiðslu.
Athugasemdir bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsins. Samantekt og viðbrögð skipulagnefndar eru lögð fram í fylgiskjali. Skipulagsfulltrúa falið að svara þeim sem athugasemdir gerðu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillöguna og að hún taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda með fyrirvara um uppfærslu á gögnum í takt við samantekt í fylgiskjali og athugasemdir sem bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

-liður 2, Heiði lóð 13 L167324; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2008062
Lögð er fram umsókn frá Hrafni Heiðdal Úlfssyni vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Heiði lóð 13, L167324. Í breytingunni felst stækkun lóðar til samræmis við skráða stærð lóðarinnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málinu verði frestað. Skipulagsfulltrúa er falið að skoða baksögu lóðarinnar m.t.t. stærðar hennar og fara fram á undirritað samþykki landeigenda upprunalands fyrir deiliskipulagsbreytingu.

-liður 3, Dalsholt L209270; Viðbygging; Aukið byggingarmagn innan byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2008083
Lögð er fram umsókn frá Kjarnveig ehf. um breytingu á deiliskipulagi að Kjarnholtum. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni innan byggingarreits B2 þar sem gert er ráð fyrir allt að 500 fm byggingarmagni. Með breytingu verði heimild fyrir 600 fm innan byggingarreits.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

-liður 4, Kjarnholt II lóð L190309 og Kjarnholt 2 land 2 L205287; Kjarnholt 6; Sameining og breytt heiti lóðar – 2008072
Lögð er fram umsókn Jóns Inga Gíslasonar, dags. 1. september 2020, um sameiningu landeigna. Óskað er eftir að Kjarnholt 2 lóð L190309 sameinist við Kjarnholt 2 land 2 L205287 (31,6 ha) sem fái heitið Kjarnholt 6. L190309 er skráð 15.000 fm í fasteignaskrá en skv. hnitsettu lóðablaði frá nóvember 2005, sem fylgdi þinglýstu stofnskjali árið 2006, er hún um 1,9 ha. L205287 yrði því um 33,5 ha eftir sameiningu sem fyrirhugað er að verði lögbýli. Fyrir liggur samþykki sveitarstjórnar þ. 27. febrúar 2020 fyrir sitt leyti að lögbýli verði stofnað á L205287 og verði skráð Kjarnholt 6.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir erindið.

-liður 5, V-Gata 36 (L170755); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2009007
Fyrir liggur umsókn Ívars Haukssonar fyrir hönd Gunnarsfell ehf., móttekin 01.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 39,9 m2 á sumarbústaðalandinu V-Gata 36 (L170755) í Bláskógabyggð.
Seitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 6, Kjarnholt 2 L205291; Sameining lóða; Deiliskipulag – 2008099
Lögð er fram umsókn frá Axel Davíðssyni vegna deiliskipulags að Kjarnholtum 2. Deiliskipulagið tekur til tveggja lóða L192978 og L205291. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir íbúðarhúsi, bílskúr, gróðurhúsi og hesthúsi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur varðandi heimildir á landbúnaðarlandi liggja fyrir í aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.

-liður 7, Hlauptunga; Vegstæði og bílaplan; Framkvæmdaleyfi – 2005053
Lögð er fram til kynningar afgreiðsla Skipulagsstofnunar vegna umsóknar um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir vegsvæði og bílaplan í landi Hlauptungu.
Lagt fram til kynningar.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði hennar varðar.

2. Verkfundargerðir vegna lagningar ljósleiðara – 2001032
14. fundur vegna lagningar ljósleiðara haldinn 13. ágúst 2020
15. verkfundur vegna lagningar ljósleiðara haldinn 26. ágúst 2020
16. fundur vegna lagningar ljósleiðara haldinn 9. september 2020
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
3. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir – 2001045
126. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 2. september 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2001025
295. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 3. september 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022
886. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 28. ágúst 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2001015
16. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 9. september 2020 og 8. fundur byggingarnefndar haldinn sama dag.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
7. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2009011
42. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga haldinn 4. september 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
8. Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054
1. fundur starfshóps um svæðisskipulag Suðurhálendis haldinn 30. júní 2020
2. fundur starfshóps um svæðisskipulag Suðurhálendis haldinn 1. september 2020
-liður 2, í fundargerð 1. fundar starfshópsins, afmörkun skipulagssvæðis, sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að miðað verði við þjóðlendulínu.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar að öðru leyti.
9. Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU – 2001005
80. fundur stjórnar UTU haldinn 9. september 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Umræðu um 1.lið fundargerðarinnar, húsnæðismál UTU, er vísað til 11. liðar á dagskrá fundarins.
10. Stafrænt ráð sveitarfélaga – 2009006
Beiðni SASS, dags. 11. september 2020, um tilnefningu fulltrúa Bláskógabyggðar í stafrænt ráð sveitarfélaga á Suðurlandi.
Bláskógabyggð tilnefnir Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, til setu í ráðinu.
11. Endurbætur á Dalbraut 12 húsnæði UTU, sbr., 1. lið í fundargerð 80. fundar stjórnar byggðasamlagst UTU – 2009012
Áætlun framkvæmda- og veitusviðs um kostnað við breytingar á innra skipulagi Dalbrautar 12, auk endurnýjunar á hitakerfi og gólfefnum.
Lögð var fram kostnaðaráætlun framkvæmda- og veitusviðs, auk kynningarefnis vegna tillagna að breytingu húsnæðisins.
Í 1. lið fundargerðar stjórnar byggðasamlags UTU, frá 9. september s.l. er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til þess hvort farið verði í breytingar í samræmi við þá tillögu sem starfsmenn voru sammála um að myndi henta vel, auk upplýsinga um tímaramma framkvæmda og hver leiga til embættisins verði í framhaldinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að ráðast í endurskipulagningu og breytingar á húsnæðinu. Sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs er falið að vinna að áfangaskiptingu framkvæmdanna. Sveitarstjóra er falið að taka saman upplýsingar um leiguverð.
12. Styrkbeiðni fyrir umferðarfræðslu – 2009007
Styrkbeiðni Íþróttasambands lögreglumanna, dags. 9. september 2020, vegna umferðarfræðslu fyrir skólabörn.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að styrkja verkefnið um 10.000 kr. Kostnaður rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.
13. Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði – 2003015
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs fyrir janúar til ágúst 2020, ásamt yfirliti yfir útsvarstekjur pr. mánuð á árunum 2016-2020.
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur 2020 og útsvarstekjur fyrri ára, brotið niður á mánuði. Útsvarstekjur það sem af er ári eru um 10 mkr. lægri en á sama tíma í fyrra og um 20 mkr. lægri en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun ársins 2020 fyrir fyrstu 8 mánuði ársins.
14. Krambúðin, Laugarvatni, ályktun – 2009018
Ályktun vegna Krambúðarinnar á Laugarvatni
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar beinir því til Samkaupa, sem reka verslun á Laugarvatni, að vinda ofan af þeim breytingum sem gerðar voru á vöruvali og verðlagningu í versluninni fyrr á þessu ári. Mikilvægt er að íbúar hafi aðgang að verslun þar sem vöruverði er stillt í hóf og vöruúrval henti bæði íbúum og ferðamönnum.
15. Endurskoðun fyrirkomulags hjólhýsasvæðis Laugarvatni – 2004032
Framtíðarskipan mála vegna hjólhýsasvæðis á Laugarvatni. Lagt fram tölvuskeyti rekstraraðila frá 13. september 2020 og bréf Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda, ódags., ásamt tölvuskeyti slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu frá 9. september s.l. og tölvuskeyti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá 16. september 2020. Áður tekið fyrir á 259., 262. og 265. fundi.
Lagt var fram tölvuskeyti rekstraraðila og bréf Samhjóls, þar sem lagst er gegn því að svæðinu verði lokað, auk tölvuskeytis slökkviliðsstjóra þar sem farið er yfir reglur um fjarlægðir á milli hjólhýsa o.fl. og tölvuskeyti framkvæmdastjóra eldvarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áður hafa verið lögð fram bréf slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og lögreglustjórans á Suðurlandi, bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, minnisblað skipulagsráðgjafa, samningur við rekstraraðila og form að samningum við leigutaka. Sveitarstjórn hefur farið í vettvangsferð á hjólhýsasvæðið og fundað með rekstraraðila, fulltrúa Samhjóls, skipulags- og byggingarfulltrúa, lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra. Þá hafa oddviti og varaoddviti fundað með rekstraraðila.

Umræða varð um málið.

Fram hefur komið í ábendingum opinberra eftirlitsaðila, svo sem Brunavarna Árnessýslu, Lögreglustjórans á Suðurlandi og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, að ástandið á svæðinu sé með öllu óviðunandi með tilliti til brunavarna og öryggis fólks og að það sé á ábyrgð eiganda eða rekstraraðila að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða. Fyrir liggur að ráðast þyrfti í miklar framkvæmdir til að koma öryggismálum á svæðinu í viðunandi horf, svo sem með öflugri vatnslögn inn á svæðið fyrir slökkvivatn og uppsetningu brunahana og gerð flóttaleiða. Þá eru aðrir kostnaðarsamir þættir sem þyrfti að sinna, svo sem gerð deiliskipulags, uppbygging hreinlætisaðstöðu og úrbætur í fráveitumálum. Ef til endurskipulags svæðisins kæmi þyrfti að gera hluta leigutaka að víkja af svæðinu, til að unnt verði að viðhafa hæfilega fjarlægð á milli reita, eða stækka svæðið til að koma öllum fyrir, með tilheyrandi kostnaði við vegagerð og lagnir. Breytt skipulag innan svæðisins myndi einnig hafa í för með sér kostnað við breytingar á vegum og lögnum. Ljóst er að lagfæringar á svæðinu myndu hafa umtalsverðan kostnað í för með sér, sem sveitarfélagið sér sér hvorki fært, né réttlætanlegt, að leggja út í. Regluverk hvað varðar skipulag svæða af þessu tagi og brunavarnir hefur breyst á þeim tíma sem liðinn er frá því að uppbygging hófst á svæðinu og eru nú gerðar meiri kröfur til slíkra þátta. Sveitarfélagið ber ábyrgð á því að tryggja viðunandi brunavarnir og öryggi fólks á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir í ljósi þeirra staðreynda sem að framan greinir að rekstri hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni verði hætt. Gildandi samningar við leigutaka verði ekki endurnýjaðir þegar þeir renna út á næstu tveimur árum. Oddvita og sveitarstjóra er falið að ræða við rekstraraðila svæðisins og formann Samhjóls um þessa stöðu mála.

16. Samþykkt um gatnagerðargjöld 2020 – 2008121
Samþykkt um gatnagerðargjald, síðari umræða.
Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn atkvæði RAP og VS. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samþykktinni til birtingar.
17. Lausaganga búfjár – 2009019
Áskorun Ásgeirs Maack, dags. 14. september 2020, um að lagt verði bann við lausagöngu búfjár í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn þakkar erindið.
18. Aðalskipulag Borgarbyggðar – 2009015
Erindi sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Borgarfjarðar, dags. 8. september 2020, beiðni um umsögn vegna endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við erindið.
19. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga – 2009014
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. september 2020, um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2020
Lagt fram til kynningar, fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður stafræn þetta árið.
20. Áskorun Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa – 2009008
Erindi Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, dags. 8. september 2020, þar sem skorað er á sveitarfélögin o.fl., að standa með íslenskum handverksbrugghúsum og standa þannig vörð um störf um allt land.
Lagt fram til kynningar.
21. Sinfóníuhljómsveit Suðurlands – 2009009
Erindi Margrétar Blöndal, verkefnastjóra, dags. 8. september 2020, þar sem kynnt er stofnun Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands.
Lögð var fram tilkynning um stofnun Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. Sveitarstjórn fagnar framtakinu.
22. Bæklingur IOGT um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – 2009020
Erindi IOGT frá 10. september 2020, áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Lagt fram til kynningar.