266. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 17. september 2020 , kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Sigrujón Pétur Guðmundsson, varamaður í stað Óttars Braga Þráinssonar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006 | |
201. fundur skipulagsnefndar haldinn 9. september 2020, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 7. | ||
-liður 1, Kolgrafarhóll; Apavatn 2; 5 lóðir; Deiliskipulag – 2001057 Lagt er fram deiliskipulag fyrir 5 lóðir innan frístundabyggðar að Kolgrafarhól, Apavatni 2, til afgreiðslu eftir auglýsingu. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma og eru þær jarnframt lagðar fram til afgreiðslu. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsins. Samantekt og viðbrögð skipulagnefndar eru lögð fram í fylgiskjali. Skipulagsfulltrúa falið að svara þeim sem athugasemdir gerðu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillöguna og að hún taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda með fyrirvara um uppfærslu á gögnum í takt við samantekt í fylgiskjali og athugasemdir sem bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. -liður 2, Heiði lóð 13 L167324; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2008062 -liður 3, Dalsholt L209270; Viðbygging; Aukið byggingarmagn innan byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2008083 -liður 4, Kjarnholt II lóð L190309 og Kjarnholt 2 land 2 L205287; Kjarnholt 6; Sameining og breytt heiti lóðar – 2008072 -liður 5, V-Gata 36 (L170755); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2009007 -liður 6, Kjarnholt 2 L205291; Sameining lóða; Deiliskipulag – 2008099 -liður 7, Hlauptunga; Vegstæði og bílaplan; Framkvæmdaleyfi – 2005053 Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði hennar varðar. |
||
2. | Verkfundargerðir vegna lagningar ljósleiðara – 2001032 | |
14. fundur vegna lagningar ljósleiðara haldinn 13. ágúst 2020 15. verkfundur vegna lagningar ljósleiðara haldinn 26. ágúst 2020 16. fundur vegna lagningar ljósleiðara haldinn 9. september 2020 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
3. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir – 2001045 | |
126. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 2. september 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2001025 | |
295. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 3. september 2020. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022 | |
886. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 28. ágúst 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2001015 | |
16. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 9. september 2020 og 8. fundur byggingarnefndar haldinn sama dag. | ||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2009011 | |
42. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga haldinn 4. september 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
8. | Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054 | |
1. fundur starfshóps um svæðisskipulag Suðurhálendis haldinn 30. júní 2020 2. fundur starfshóps um svæðisskipulag Suðurhálendis haldinn 1. september 2020 |
||
-liður 2, í fundargerð 1. fundar starfshópsins, afmörkun skipulagssvæðis, sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að miðað verði við þjóðlendulínu. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar að öðru leyti. |
||
9. | Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU – 2001005 | |
80. fundur stjórnar UTU haldinn 9. september 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Umræðu um 1.lið fundargerðarinnar, húsnæðismál UTU, er vísað til 11. liðar á dagskrá fundarins. | ||
10. | Stafrænt ráð sveitarfélaga – 2009006 | |
Beiðni SASS, dags. 11. september 2020, um tilnefningu fulltrúa Bláskógabyggðar í stafrænt ráð sveitarfélaga á Suðurlandi. | ||
Bláskógabyggð tilnefnir Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, til setu í ráðinu. | ||
11. | Endurbætur á Dalbraut 12 húsnæði UTU, sbr., 1. lið í fundargerð 80. fundar stjórnar byggðasamlagst UTU – 2009012 | |
Áætlun framkvæmda- og veitusviðs um kostnað við breytingar á innra skipulagi Dalbrautar 12, auk endurnýjunar á hitakerfi og gólfefnum. | ||
Lögð var fram kostnaðaráætlun framkvæmda- og veitusviðs, auk kynningarefnis vegna tillagna að breytingu húsnæðisins. Í 1. lið fundargerðar stjórnar byggðasamlags UTU, frá 9. september s.l. er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til þess hvort farið verði í breytingar í samræmi við þá tillögu sem starfsmenn voru sammála um að myndi henta vel, auk upplýsinga um tímaramma framkvæmda og hver leiga til embættisins verði í framhaldinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að ráðast í endurskipulagningu og breytingar á húsnæðinu. Sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs er falið að vinna að áfangaskiptingu framkvæmdanna. Sveitarstjóra er falið að taka saman upplýsingar um leiguverð. |
||
12. | Styrkbeiðni fyrir umferðarfræðslu – 2009007 | |
Styrkbeiðni Íþróttasambands lögreglumanna, dags. 9. september 2020, vegna umferðarfræðslu fyrir skólabörn. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að styrkja verkefnið um 10.000 kr. Kostnaður rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar. | ||
13. | Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði – 2003015 | |
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs fyrir janúar til ágúst 2020, ásamt yfirliti yfir útsvarstekjur pr. mánuð á árunum 2016-2020. | ||
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur 2020 og útsvarstekjur fyrri ára, brotið niður á mánuði. Útsvarstekjur það sem af er ári eru um 10 mkr. lægri en á sama tíma í fyrra og um 20 mkr. lægri en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun ársins 2020 fyrir fyrstu 8 mánuði ársins. | ||
14. | Krambúðin, Laugarvatni, ályktun – 2009018 | |
Ályktun vegna Krambúðarinnar á Laugarvatni | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar beinir því til Samkaupa, sem reka verslun á Laugarvatni, að vinda ofan af þeim breytingum sem gerðar voru á vöruvali og verðlagningu í versluninni fyrr á þessu ári. Mikilvægt er að íbúar hafi aðgang að verslun þar sem vöruverði er stillt í hóf og vöruúrval henti bæði íbúum og ferðamönnum. | ||
15. | Endurskoðun fyrirkomulags hjólhýsasvæðis Laugarvatni – 2004032 | |
Framtíðarskipan mála vegna hjólhýsasvæðis á Laugarvatni. Lagt fram tölvuskeyti rekstraraðila frá 13. september 2020 og bréf Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda, ódags., ásamt tölvuskeyti slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu frá 9. september s.l. og tölvuskeyti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá 16. september 2020. Áður tekið fyrir á 259., 262. og 265. fundi. | ||
Lagt var fram tölvuskeyti rekstraraðila og bréf Samhjóls, þar sem lagst er gegn því að svæðinu verði lokað, auk tölvuskeytis slökkviliðsstjóra þar sem farið er yfir reglur um fjarlægðir á milli hjólhýsa o.fl. og tölvuskeyti framkvæmdastjóra eldvarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áður hafa verið lögð fram bréf slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og lögreglustjórans á Suðurlandi, bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, minnisblað skipulagsráðgjafa, samningur við rekstraraðila og form að samningum við leigutaka. Sveitarstjórn hefur farið í vettvangsferð á hjólhýsasvæðið og fundað með rekstraraðila, fulltrúa Samhjóls, skipulags- og byggingarfulltrúa, lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra. Þá hafa oddviti og varaoddviti fundað með rekstraraðila.
Umræða varð um málið. Fram hefur komið í ábendingum opinberra eftirlitsaðila, svo sem Brunavarna Árnessýslu, Lögreglustjórans á Suðurlandi og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, að ástandið á svæðinu sé með öllu óviðunandi með tilliti til brunavarna og öryggis fólks og að það sé á ábyrgð eiganda eða rekstraraðila að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða. Fyrir liggur að ráðast þyrfti í miklar framkvæmdir til að koma öryggismálum á svæðinu í viðunandi horf, svo sem með öflugri vatnslögn inn á svæðið fyrir slökkvivatn og uppsetningu brunahana og gerð flóttaleiða. Þá eru aðrir kostnaðarsamir þættir sem þyrfti að sinna, svo sem gerð deiliskipulags, uppbygging hreinlætisaðstöðu og úrbætur í fráveitumálum. Ef til endurskipulags svæðisins kæmi þyrfti að gera hluta leigutaka að víkja af svæðinu, til að unnt verði að viðhafa hæfilega fjarlægð á milli reita, eða stækka svæðið til að koma öllum fyrir, með tilheyrandi kostnaði við vegagerð og lagnir. Breytt skipulag innan svæðisins myndi einnig hafa í för með sér kostnað við breytingar á vegum og lögnum. Ljóst er að lagfæringar á svæðinu myndu hafa umtalsverðan kostnað í för með sér, sem sveitarfélagið sér sér hvorki fært, né réttlætanlegt, að leggja út í. Regluverk hvað varðar skipulag svæða af þessu tagi og brunavarnir hefur breyst á þeim tíma sem liðinn er frá því að uppbygging hófst á svæðinu og eru nú gerðar meiri kröfur til slíkra þátta. Sveitarfélagið ber ábyrgð á því að tryggja viðunandi brunavarnir og öryggi fólks á svæðinu. Sveitarstjórn samþykkir í ljósi þeirra staðreynda sem að framan greinir að rekstri hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni verði hætt. Gildandi samningar við leigutaka verði ekki endurnýjaðir þegar þeir renna út á næstu tveimur árum. Oddvita og sveitarstjóra er falið að ræða við rekstraraðila svæðisins og formann Samhjóls um þessa stöðu mála. |
||
16. | Samþykkt um gatnagerðargjöld 2020 – 2008121 | |
Samþykkt um gatnagerðargjald, síðari umræða. | ||
Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn atkvæði RAP og VS. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samþykktinni til birtingar. | ||
17. | Lausaganga búfjár – 2009019 | |
Áskorun Ásgeirs Maack, dags. 14. september 2020, um að lagt verði bann við lausagöngu búfjár í Bláskógabyggð. | ||
Sveitarstjórn þakkar erindið. | ||
18. | Aðalskipulag Borgarbyggðar – 2009015 | |
Erindi sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Borgarfjarðar, dags. 8. september 2020, beiðni um umsögn vegna endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við erindið. | ||
19. | Fjármálaráðstefna sveitarfélaga – 2009014 | |
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. september 2020, um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2020 | ||
Lagt fram til kynningar, fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður stafræn þetta árið. | ||
20. | Áskorun Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa – 2009008 | |
Erindi Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, dags. 8. september 2020, þar sem skorað er á sveitarfélögin o.fl., að standa með íslenskum handverksbrugghúsum og standa þannig vörð um störf um allt land. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
21. | Sinfóníuhljómsveit Suðurlands – 2009009 | |
Erindi Margrétar Blöndal, verkefnastjóra, dags. 8. september 2020, þar sem kynnt er stofnun Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. | ||
Lögð var fram tilkynning um stofnun Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. Sveitarstjórn fagnar framtakinu. | ||
22. | Bæklingur IOGT um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – 2009020 | |
Erindi IOGT frá 10. september 2020, áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna | ||
Lagt fram til kynningar. | ||