267. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 1 október 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Geirdal, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
202. fundur skipulagsnefndar, haldinn 16. september 2020. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 7.
-liður 2, Neðra-Holt L223498; Byggingareitir fyrir íbúðarhús og útihús; Deiliskipulag – 2009025
Lögð er fram umsókn frá Grétari H. Þórissyni er varðar nýtt deiliskipulag á landi Neðra-Holts L223498. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining fjögurra byggingarreita fyrir íbúðarhús, gestahús, hesthús og vélageymslu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2022.

-liður 3, Borgarhólsstekkur 8 og 20 og Borgarhóll, Stekkjarlundur; Sameining lóða; Fyrirspurn – 2009018
Lögð er fram fyrirspurn frá Degi Egonssyni og Guðbjörgu Erlingsdóttir er varðar sameiningu lóða við Borgarhólsstekk 8,20 og Borgarhól. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir því að heimild verði veitt fyrir því að unnin verði skipulagsbreyting sem geri ráð fyrir sameiningu viðkomandi lóða. Umsækjandi telur að við sameiningu lóða rúmist byggingarheimildir svæðisins betur við skilmála aðalskipulags er varðar nýtingarhlutfall þar sem allar lóðirnar eru undir 2000 fm. Um leið væri staðsetning húss á svæðinu betri m.t.t. aðliggjandi lóða og legu húss innan landslags lóðanna.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkt að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem gert verður ráð fyrir því að Borgarhólsstekkur 8 og 20 verði sameinaður í eina lóð. Sveitarstjórn mælist til þess að lóðin Borgarhóll verði áfram sér lóð. Málið verði kynnt sérstaklega fyrir sumarhúsafélagi svæðisins sem og eigendum aðliggjandi lóða þegar uppfærð gögn hafa borist.

-liður 4, Snorrastaðir II; Stóruskógar; Deiliskipulagsbreyting – 2006007
Lögð er fram umsókn frá Jóni Péturssyni og Benedikt Jónssyni um breytingu á deiliskipulagi Snorrastaða II. Í deiliskipulagsbreytingu felst breyting á legu og stærð lóða við Lækjarbraut og Stóruskógarbraut. Málið var tekið fyrir á 198. fundi nefndarinnar þar sem málinu var frestað og óskað eftir ítarlegri gögnum. Lagður er fram uppfærður uppdráttur.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.

-liður 5, Miðhús Kvisti L167413; Watthaimiðhúsa; Breytt heiti lóðar – 2009061
Lögð fram umsókn Phramaha Prasit Boonkam, dags. 6. september 2020, um breytingu á heiti (staðfangi) lóðarinnar Miðhús Kvisti L167413. Óskað er eftir að lóðin fá heitið Whatthaimiðhúsa skv. meðfylgjandi rökstuðningi fyrir heitinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnar beiðni um breytt staðfang lóðar Miðhús Kvisti. Nefndin telur heitið ekki vera í takt við önnur staðföng innan svæðisins, samræmast málvenju eða vísa í örnefni innan svæðisins.

-liður 6, Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045
Lögð er fram umsókn frá Kvótasölunni ehf. er varðar nýtt deiliskipulag á landinu Brúarhvammur L167071. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreita og skipulagsskilmála fyrir hótel og gistihús. Samkvæmt deiliskipulagi verður heimilt að byggja allt að 100 herbergja hótel ásamt veitingastað. Hótelið yrði á 2 hæðum og allt að 3000 fm að stærð. Einnig verði heimilt að byggja allt að 10 gistihús, hvert gistihús verður allt að 45 fm að stærð.
Samkvæmt aðalskipulagi Bláskógabyggðar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði á reitnum það sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á þjónustu fyrir íbúa og ferðamenn. Þar sem í framlögðu deiliskipulagi felst nokkuð umfangsmikil uppbygging innan svæðisins telur sveitarstjórn ástæðu til að málið verði kynnt áður en það verður samþykkt til auglýsingar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að deiliskipulagið fari til kynningar á grundvelli 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 7, Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Úr frístundalóðum í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 2009065
Lögð er fram lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna Stekkatúns 1 og 5. Í breytingunni felst að frístundasvæði er breytt í landbúnaðarland að hluta. Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 16.4.2020 að unnin yrði breyting á gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 í takt við framlagða lýsingu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að skipulagslýsing fari til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2. Fundargerð NOS (Nefndar oddvita sveitarfélaga) – 2001010
Fundur haldinn 23.09.20
Fundargerðin staðfest.
3. Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings – 2001008
44. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnerndar Árnesþings, haldinn 31.08.20
45. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnerndar Árnesþings, haldinn 16.09.20
Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 og 5 a) í 45. fundargerð.
-liður 2, erindi Soroptimistaklúbbs Suðurlands, vegna úrræðis fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
-liður 5a, upphæðir greiðslna og gjalda fyrir árið 2021, sveitarstjórn samþykkir tillögurnar.
Fundargerðirnar lagðar fram að öðru leyti.
4. Fundargerðir skólanefndar 2020 – 2001003
13. fundur haldinn 22.09.20
Fundargerðin staðfest.
5. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022
887. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 25.09.20
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga – 2001018
192. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga haldinn 18.09.20
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2001025
296. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 22. september 2020, ásamt drögum að aðgerðaráætlun Sorpstöðvar Suðurlands vegna endurskoðunar á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Suðvesturhornið 2021-2032.
Fundargerðin lögð fram til kynningar, ásamt aðgerðaráætlun.
8. Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga – 2001017
Fundur stjórnar Listasafns Árnesinga haldinn 24.04.20.
Fundur stjórnar Listasafns Árnesinga haldinn 24.09.20
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2001024
207. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 25.09.20, ásamt skýrslu um hreinsun á lóðum og lendum og viðbragðsáætlun vegna loftgæða.
Fundargerðin lögð fram til kynningar, ásamt skýrslu um hreinsun á lóðum og viðbragðsáætlun vegna loftgæða.
10. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 2001045
127. fundur haldinn 16.09.20
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11. Fundargerð stjórnar Bergrisans – 2002030
20. fundur stjórnar Bergrisans, haldinn 14. september 2020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2001019
8. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu haldinn 5. júní 2020
9. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu haldinn 18. september 2020
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
13. Hugmynd um að sótt verði um styrk til að gera gestastofu á Laugarvatni – 2009035
Erindi Jóns Snæbjörnssonar, dags. 22. september 2020, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn ræði hugmynd um að gera gestastofu á Laugarvatni.
Fyrri umleitan varðandi erindið var vísað til deiliskipulagsvinnu, sem nú er á lokametrunum og eru svæði innan deiliskipulagsins á Laugarvatni sem myndu henta fyrir starfsemi af þessu tagi. Oddviti bauð Jóni Snæbjörnssyni að taka til máls á fundinum. Gerði hann grein fyrir hugmynd sinni, sem m.a. byggir á gestastofu á Snæfellsnesi. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og ferðamálafulltrúa að kanna möguleika á styrkjum til verkefnis af þessu tagi og kanna fyrirkomulag rekstrar á sambærilegum verkefnum, t.d. á Snæfellsnesi.
14. Fasteignagjöld, innheimta og greiðslufrestir – 2003015
Beiðni Þuríðar Steinþórsdóttur, dags. 18. september 2020, um niðurfellingu eða frestun á greiðslu fasteignagjalda.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum hinn 27. mars s.l. að fresta eindögum fasteignagjalda hjá rekstraraðilum sem verða fyrir tekjutapi vegna áhrifa Covid-19 vegna fasteigna sem skattlagðar eru í c-flokki. Eindagar fasteignagjalda í mars, apríl, maí og júní, vegna eigna sem bera fasteignaskatt í c-flokki voru færðir aftur hjá þeim rekstraraðilum sem urðu fyrir tekjutapi vegna áhrifa af Covid-19 og sóttu um frestun á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is og gerðu stuttlega grein fyrir samdrætti í rekstri og tekjutapi vegna faraldursins. Sveitarstjórn samþykkir að veita frekari fresti á sömu forsendum og áður, þannig að heimilt verður að greiða ógreidd fasteignagjöld vegna ársins 2020 fram til 31. janúar 2021, án vaxta. Sveitarstjórn veitir innheimtufulltrúa, í samráði við sveitarstjóra, heimild til að afgreiða umsóknir um frestun eindaga i samræmi við samþykkt þessa.
15. Atvinnuleysi og skert starfshlutfall, yfirlit – 2004002
Yfirlit frá Vinnumálastofnun um hlutfall atvinnulausra og einstaklinga í skertu starfshlutfalli, ágúst 2020, auk yfirlits frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Yfirlitin voru lögð fram. Áæltað er að atvinnnuleysi og hlutfall þeirra sem eru í skertu starfshlutfalli verði 10,2% í september, en var 9,3% í ágúst.
16. Bjarkarbraut 14 og 16, skil á lóðum – 2002008
Tilkynning Sigurðar Jenssonar, dags. 16. september 2020, um skil á lóðum nr. 14 og 16 við Bjarkarbraut.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa lóðirnar lausar til úthlutunar að nýju.
17. Deiliskipulagsbreyting Ártunga 2 og 4 – 2009033
Erindi Eiríks Guðlaugssonar, lögmanns, dags. 18. september 2020, þar sem óskað er eftir að tekin verði ný ákvörðun í máli sem varðar deiliskipulagsbreytingu á Ártungu 2 og 4.
Í erindi lögmannsins kemur fram að umbjóðandi hans krefjist þess að erindi hans um deiiskipulag á svæðinu verði afgreitt á nýjan leik og fellt út það skilyrði að hann afli samþykkis allra sumarhúsaeigenda á frístundasvæði F73 enda sé það skilyrði ólögmætt. Til vara að það verði endurskoðað á þá leið að það verði einungis látið ná til nánustu nágranna umbjóðandans.
Með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 44/2020, dags. 30. september 2020, hafnar sveitarstjórn því að taka nýja ákvörðun í málinu, hvað varðar samþykki allra sumarhúsaeigenda, enda á fyrri ákvörðun sér stoð í gildandi aðalskipulagi, sem sveitarstjórn er bundin af við gerð deiliskipulags skv. ákvæðum 7. gr., 12. gr., og 3. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið er þó frá því skilyrði að aflað verði samþykkis eiganda upprunalands.
18. Fundir ungmennaráðs með sveitarstjórn – 2002005
Fundur sveitarstjórnar með ungmennaráði
Oddviti bauð ungmennaráð velkomið til fundarins. Af hálfu ungmennaráðs mættu Sólmundur Sigurðsson, formaður, Kjartan Helgason, Henný Lind Brynjarsdóttir, Sara Rósíta Guðmundsdóttir, og Ragnar Dagur Hjaltasons, auk Ragnheiðar Hilmarsdóttur, sem heldur utan um starf ungmennaráðs.
Formaður gerði grein fyrir þeim málum sem brenna á ungmennaráði. Ungmennaráð óskar eftir að fá fleiri mál til umsagnar frá sveitarstjórn.
Ungmennaráð hefur sótt málþing af hálfu sveitarfélagsins, en óskar eftir að fá fleiri og stærri mál til umfjöllunar. Formaður spurði um hver beri ábyrgð á sparkvöllum sveitarfélagsins og var farið yfir það að sveitarfélagið bæri ábyrgð á þeim og vísa mætti erindum varðandi sparkvelli til þess. Einnig nefndi hann umferðaröryggismál við skóla og íþróttahús á Laugarvatni, og gönguleiðina þar á milli, svo og þörf fyrir hraðahindrun við Laugarbraut.
Sara nefndi möguleikann á að nemendur í 8. til 10. bekk fái afslátt í líkamsrækt sveitarfélagsins á Laugarvatni og í Reykholti.
Ragnheiður kom inn á hugmyndir um málþing sem ungmennaráð á Suðurlandi ætluðu að halda saman, en fallið hefur verið frá þeirri hugmynd að svo stöddu. Rætt var hvort unnt væri að halda málþing fyrir ungmenni í Bláskógabyggð.
Rætt var um erindi frá Umboðsmanni barna varðandi skipan ungmennaráða og vísar sveitarstjórn erindinu til ungmennaráðs.
Rætt var um nýstofnaða heimavist við FSu á Selfossi.
Formaður gerði grein fyrir umræðum af málþingi á vegum UMFÍ í Hörpu um breytingar á námskrá grunnskóla og möguleika ungmenna til að taka þátt í umræðu um samfélagsleg málefni.
Rætt var um skólalóðir á Laugarvatni og í Reykholti, en endurnýjun þeirra stendur fyrir dyrum, í haust og á næsta ári. Kjartan nefndi m.a. þörfina á að setja hærra grindverk við fótboltavöllinn í Reykholti, þannig að boltar hafni ekki inni á leikskólalóð, með tilheyrandi hættu fyrir leikskólabörn. Endurnýja þyrfti körfuboltavöllinn, eins og á Laugarvatni, því að hann sé sprunginn og hætta á að misstíga sig, auk þess nefndi Hjalti að setja keðjur í körfur í stað banda.
Umræða varð um hvort félagsmiðstöð ætti að vera opin einu sinni í viku eða tvisvar, en í fyrra kom erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi um að auka opnunartíma, en ungmenni í Bláskógabyggð töldu nóg að vera einu sinni í viku. Fram kom í umræðum að mögulega væru forsendur breyttar þar sem ekki væri lengur samkennsla á milli skólanna á Laugarvatni og í Reykholti.
Rætt var um þörf fyrir stað þar sem ungmenni sem eiga heima í dreifbýli gætu haldið til þegar þau eru að bíða á milli skóla og æfinga o.þ.h.
19. Hjólhýsasvæði Laugarvatni, ósk um að yfirtaka – 2009037
Erindi Jóhannesar Helga Bachmann, dags. 18. september 2020, ósk um að yfirtaka hjólhýsasvæðið á Laugarvatni.
Lagt var fram tölvuskeyti Jóhannesar Helga, þar sem hann óskar eftir að yfirtaka hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. Sveitarstjórn hafnar erindinu.
20. Starfshópur, girðingarmál, umbætur og hagræðing – 2009038
Erindi Vegagerðarinnar, dags. 28. september 2020, varðandi úrbætur í girðingamálum
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs að taka saman umbeðnar upplýsingar.
21. Samningur um aðgerðir til stuðnings við atvinnulíf og samfélag Covid-19 – 2009034
Samningur Byggðastofnunar og Bláskógabyggðar um aðgerðir til stuðnings við atvinnulíf og samfélag vegna hruns í ferðaþjónustu.
Lagður var fram samningur milli Byggðastofnunar og Bláskógabyggðar um framlag ríkisins til stuðnings atvinnulífs og samfélags vegna hruns í ferðaþjónustu. Samningurinn felur í sér 18 mkr. framlag ríkisins til Bláskógabyggðar til fjögurra skilgreindra verkefna sem varða þjónustu við eldri borgara, leikskólabörn og erlenda ríkisborgara, auk umhverfismála. Sveitarstjórn þakkar framlagið og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn. Sveitarstjórn samþykkir að vísa verkefnum varðandi erlenda ríkisborgara og umhverfismál til ungmennaráðs og óskar eftir hugmyndum þeirra vegna verkefnanna. Oddvita og sveitarstjóra er falið að vinna að framgangi verkefnanna.
22. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 – 2005047
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun
Frestað til næsta fundar.
23. Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 – 2009031
Forsendur fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar vegna ársins 2021, tímaplan fjárhagsáætlunar. Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 3. júlí 2020 um forsendur fjárhagsáætlana.
Umræða varð um forsendur fjárhagsáætlunar og hvernig vinnu við fjárhagsáætlunargerð verði hagað.
24. Samþykkt um gatnagerðargjöld 2020 – 2008121
Gjaldskrá gatnagerðargjalda
Samþykkt um gatnagerðargjöld var tekin til þriðju umræðu. Lögð var til breyting á álagningarhlutfalli hvað varðar einbýlishús, sem verði 5,5%, par-, rað- og tvíbýlishús sem verði 4,5%, og húsnæði fyrri verslun, skrifstofu og þjónustu, sem verði 4%. Álagningarhlutföll miðað við fermetraverð vísitöluhúsi fjölbýlis eins og það er reiknað af Hagstofu Íslands hverju sinni skv. lögum nr. 42/1987.
Sveitarstjórn samþykkir samþykkt um gatnagerðargjöld í Bláskógabyggð og felur sveitarstjóra að ganga frá henni til birtingar.
25. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 – 2009036
Erindi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 18. september 2020, beiðni um umsögn um aðalskipulagslýsingu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við aðalskipulagslýsinguna.
26. Aðalskipulagsbreyting Reykjavíkurborgar – 2006024
Erindi deildarstjóra aðalskipulags, dags. 16. september 2020, beiðni um umsögn um tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna stefnu fyrir íbúðarbyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.

 

 

 

Fundi slitið kl. 18:05.

 

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson   Kolbeinn Sveinbjörnsson
Agnes Geirdal   Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland   Ásta Stefánsdóttir