268. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

268. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
14. október 2020, kl. 15:15.

Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundurinn sátu í Aratungu Helgi Kjartansson, oddviti, og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tillögu um að auglýsa lóð til úthlutunar og kjör fulltrúa í nefnd fyrir Þ-lista. Var það samþykkt samhljóða og verður mál nr. 30 og 31 á fundinum.
Gunnar Gunnarsson kom inn á fundinn í upphafi fundar og kynnti stöðu verkefna vegna heilsueflandi samfélags og áætlun fyrir næsta ár. Talsvert af verkefnum sem til stóð að vinna á þessu ári hafa frestast vegna Covid-19. Hann vék af fundi kl. 15:40.

1. Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2004029
7. fundur framkvæmda- og veitunefndar, haldinn 08.10.20
Fundargerðin var staðfest.

2. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 2001045
128. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 7. október 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, að undanskildum lið nr. 30, sem verður liður nr. 32 á þessum fundi.

3. Fundargerð oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu – 2001012
6. fundur oddvitanefndar uppsveita haldinn 23.09.20
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4. Fundargerð oddvitanefndar UTU – 2001011
Fundargerð oddvitanefndar UTU haldinn 06.10.20
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5. Fundargerðir NOS – 2001010
Fundur nefndar oddvita sveitarfélaga haldinn 7. október 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6. Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga – 2001018
197. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, haldinn 06.10.20
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2001015
17. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 05.10.20
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8. Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna – 2001021
Fundur framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu, haldinn 28.09.20
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9. Fund lögreglustjóra með sveitarstjórum vegna Covid-19 – 2005027
Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum, haldinn 06.10.20
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10. Fundargerð stjórnar SASS – 2001007
562. fundur stjórnar SASS, haldinn 2. október 2020
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

11. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022
888. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 29.09.20
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

12. Samgöngur og vegir í Bláskógabyggð – 2001054
Ályktun til Vegagerðarinnar um að ráðist verði í undirbúningsaðgerðir til að bæta ástand Kjalvegar, þ. á m. gerð umhverfismats.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur miklar áhyggjur af ástandi Kjalvegar en ástand vegarins var mjög slæmt í sumar og fram á haust. Vegurinn er á stórum köflum niðurgrafinn sem gerir það að verkum að vatn situr og rennur eftir veginum sem hefur haft þær afleiðingar að allt efni er farið úr honum. Fyrir nokkrum árum var vegurinn byggður upp frá Hvítá að Árbúðum, sú framkvæmd tókst vel og er til mikils sóma. Kjalveg þarf allan að byggja upp með þeim hætti. Sveitarstjórn telur að ef Kjalvegur er byggður upp komi það í veg fyrir utanvegsakstur og hættu á mengurnarslysum. Sveitarstjórn leggur áherslu á að Kjalvegur verði settur framar í samgönguáætlun. Sveitarstjórn hvetur Vegagerðina og samgöngunefnd Alþingis til að hefja undirbúningsvinnu við endurbætur á Kjalvegi sem ma. felst í mati á umhverfisáhrifum sbr. niðurstöðu Skipulagsstofnunar frá 19. des. 2019.

13. Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (VR) – 2009022
Styrkumsókn VR, dags. 2, september 2020, vegna veghalds í Miðhúsaskógi. Sótt er um styrk vegna 4.585.877 kr. kostnaðar.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

14. Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Helludalur) – 2010012
Styrkumsókn Helludalsfélagsins, dags. 14.09.20, vegna veghalds. Sótt er um styrk vegna 860.000 kr. kostnaðar (áætlað).
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

15. Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Veiðilundur) – 2010010
Styrkumsókn Veiðilundar, félags sumarbústaðaeigenda, dags. 17.08.20 vegna veghalds. Sótt er um styrk vegna 3.018.891 kr. kostnaðar.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

16. Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Stekkjalundur) – 2010011
Styrkumsókn Félags sumarbústaðaeigenda Stekkjarlundi, dags. 11.08.20. Sótt er um styrk vegna 489.800 kr. kostnaðar.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 244.900 með vísan til b. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

17. Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Miðdalur) – 2010009
Styrkumsókn Miðdalsfélagsins, dags. 14.09.20, vegna veghalds í Miðdal. Sótt eru um styrk vegna 3.582.705 kr. kostnaðar.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

18. Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Suðurbraut, Þingvallasveit) – 2010008
Styrkumsókn Félags sumarhúsaeigenda við Suðurbraut, Þingvallasveit, dags. 23.09.20. Sótt er um styrk vegna 827.100 kr kostnaðar.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

19. Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Efstadal 2) – 2010007
Styrkumsókn Efstadalsfélagsins, dags. 24.09.20, vegna veghalds í frístundabyggð í Efstadal 2. Sótt er um styrk vegna 581.064 kr kostnaðar.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 290.532 með vísan til b. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar

20. Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Brekka) – 2010013
Umsókn Félags sumarhúsaeigenda í landi Brekku, dags. 9. október 2020, um styrk vegna veghalds. Sótt er um styrk vegna 1.101.430 kr kostnaðar.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

21. Styrkumsókn félags eldri borgara í Biskupstungum 2020 – 2010014
Umsókn Félags eldri borgara í Biskupstungum, dags. 8. október 2020, um styrk vegna íþróttaæfinga veturinn 2019-2020.
Sveitarstjórn samþykkir að veita félaginu 60.000 kr styrk í samræmi við umsóknina. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

22. Hjólhýsasvæðið á Laugarvatni – 2004032
Erindi Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, dags. 10. október 2020, tilboð til sveitarfélagsins um fjármögnun framkvæmda, gegn því að gerður verði samningur um svæðið til lengri tíma.
Erindi Samhjóls var lagt fram. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn bendir á að ákvörðun um lokun svæðisins var tekin vegna ábendinga lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra um að öryggismálum væri verulaga ábótavant, auk þess sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun benti á að ekki væri lagagrundvöllur fyrir fyrirkomulagi eins og því sem hefur komist á á hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir að láta taka saman minnisblað um hvaða heimildir séu skv. skipulagslögum og lögum og reglum sem varða brunavarnir, öryggismál og hollustuhætti til að hafa hjólhýsasvæði með einhverju formi. Þegar minnisblaðið liggi fyrir verði erindið tekið til afgreiðslu.

23. Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs – 2003015
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir fyrstu 9 mánuði ársins.
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög frá Jöfnunarsjóði fyrir fyrstu 9 mánuði ársins.

24. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 – 2005047
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020
Lagður var fram viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun.
Rekstrarniðurstaða A-hluta var skv. upphaflegri áætlun kr. 79.452.000, en varð neikvæð um 135.145.000 mkr með viðauka 1, en verður neikvæð um 53.495.000 með viðauka 2. Rekstrarniðurstaða A-hluta batnar því um 81.650.000 kr. með viðauka 2. Rekstrarafgangur samstæðu var kr. 93.597.000 skv upphaflegri áætlun en varð neikvæður sem nam 41.548.000 með viðauka 1, en verður jákvæður um 43.102.000 kr. með viðauka 2. Alls lækkun á fjárfestingu A og B-hluti: 4.100.000 kr. Viðauki 1 og 2 lækka handbært fé um 76.395.000 kr. Handbært fé samstæðu verður 31.660.000.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2020.

25. Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 – 2009031
Forsendur fjárhagsáætlunar, ákvörðun forsendna. Minnisblað sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.10.20, lagt fram, ásamt minnisblaði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Umræða varð um fjárhagsáætlun og forsendur hennar.
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarsprósenta verði 14,52% fyrir árið 2021.

26. Uppbygging hjúkrunarheimilis – 2010006
Bréf vinnuhóps Hrunamannahrepps um könnun á uppbyggingu hjúkrunarheimilis, dags. 30. sepember 2020.
Sveitarstjórn tekur undir að full þörf er á því að vinna áfram að uppbyggingu hjúkrunarrýma í Árnessýslu og ljóst að þörf er á því að hafa slíkt úrræði í uppsveitum Árnessýslu. Mikilvægt er að samstaða sé meðal allra sveitarfélaga í baráttu fyrir fjölgun rýma og hvetur sveitarstjórn sveitarfélögin í Árnessýslu til að sameinast um að berjast fyrir því að hjúkrunarrýmum fjölgi. Sveitarstjórn er reiðubúin að koma að vinnuhópi um slíkt.

27. Styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs v Covid-19 – 2010003
Reglur um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki til barna af tekjulágum heimilum.
Sveitarstjórn samþykkir reglur Bláskógabyggðar um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki til barna af tekjulágum heimilum. Styrkfjárhæð verði 45.000 kr á barn. Umsóknarferli verði þannig að foreldri eða forsjármaður skrái sig inn á Ísland.is þar sem það fær upplýsingar um hvort það uppfylli skilyrði styrkveitingar og leiti síðan til Bláskógabyggðar varðandi greiðslu. Verkefnið er fjármagnað með framlagi frá félagsmálaráðuneytinu.

28. Stytting vinnutíma – 2008114
Stytting vinnuvikunnar skv. kjarasamningum. Skipan vinnutímanefndar.
Sveitarstjórn samþykkir að stytting vinnutíma hjá stofnunum sveitarfélagsins geti numið 13 mínútum á dag, í samræmi við kjarasamninga. Sveitarstjórn skipar sveitarstjóra og launafulltrúa til setu í vinnutímanefnd.

29. Tungubakkar, deiliskipulag – 2010015
Fyrirspurn Ögmundar Gíslasonar um deiliskipulag Tungubakka L216003, áður á 264. fundi sveitarstjórnar, sbr. 8. lið 199. fundar skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fellst ekki á breytta landnotkun lóðarinnar, enda er hún innan þess svæðis sem kemur til álita sem vegstæði (leið A) fyrir færslu Biskupstungnabrautar suður fyrir Geysissvæðið, skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins.

30. Auglýsing um úthlutun lóðar, Skólatún 9 – 2010016
Tillaga um að lóðin Skólatún 9, Laugarvatni, verði auglýst til úthlurunar.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa lóðina Skólatún 9 á Laugarvatni lausa til úthlutunar.

31. Kjör fulltrúa í nefndir 2020 – 2002006
Tillaga um að Áslaug Alda Þórarinsdóttir verði fulltrúi í umhverfisnefnd f.h. Þ-lista, í stað Ragnhildar Sævarsdóttur.
Sveitarstjórn samþykkir að Áslaug Alda Þórarinsdóttir verði fulltrúi í umhverfisnefnd f.h. Þ-lista, í stað Ragnhildar Sævarsdóttur.

32. Rekstrarleyfisumsókn, Háholt 11 (231 8871) – 2010004
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 17. september 2020, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna sölu gistingar í frístundahúsi, Háholt 11, fnr. 231 8871. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis vegna frístundahússins Háholts 11, á þeim grundvelli að leyfisvetiing samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.

33. Aðalfundur skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings – 2001008
Boð á aðalfund Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs, sem haldinn verður 22. október 2020, í fjarfundi.
Fundarboðið var lagt fram.

34. Íslensku menntaverðlaunin 2020 – 2003017
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. október 2020 um tilnefningu til íslensku menntaverðlaunanna.
Lagt fram til kynningar.

35. Kolefnisspor Suðurlands, áhersluverkefni sóknaráætlunar – 2010005
Skýrsla um kolefnisspor Suðurlands, unnin af Umhverfisráðgjöf Íslands, fyrir SASS, og er verkefnið eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.

36. Ársskýrsla og ársreikningur bjsv. Biskupstungna 2019 – 2009039
Ársskýrsla 2019 og ársreikningur bjsv. Biskupstungna
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 17:10. Fundargerð var send fundarmönnum í tölvupósti og staðfestu þeir hana með þeim hætti.