269. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 5. nóvember 2020 , kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundinn sátu í Aratungu Helgi Kjartansson, oddviti, og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. Aðrir sóttu fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Oddvita leitaði afbirgða til að taka á dagskrá bókun vegna þjóðgarðs á miðhálendinu, var það samþykkt samhljóða og verður liður nr. 27 á fundinum.
1. | Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2004029 | |
8. fundur framkvæmda- og veitunefndar, haldinn 22.10.20 | ||
-liður 3, 2010022 sundlaug, Laugarvatni, viðhald, tillaga um að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna viðhalds á sundlauginni á Laugarvatni (skipt um dúk á hliðum). Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins, kostnaði, kr. 2.500.000, verði mætt með lækkun á handbæru fé. Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti. |
||
2. | Fundargerðir skipulagsnefndar – 2001006 | |
203. fundur skipulagsnefndar, haldinn 14.10.20. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 8. 204. fundur skipulagsnefndar, haldinn 14.10.20. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 8 til 16. |
||
203. fundur:
-liður 3, Skógarás 19 L207145; Breytt hámarksstærð aukahúsa; Deiliskipulagsbreyting – 2010006 -liður 4, Tunguholt 3 Holtahverfi; Stækkun geymslu; Fyrirspurn – 2009088 -liður 5, Stekkur 1 L168122, 3 L221596 og 5; Niðurfelling, sameining og breytt stærð lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2009069 -liður 6, Efri-Reykir 167080; Hótelbygging og baðlón; Deiliskipulag – 1610007 -liður 7, Kjarnholt 2 land 6 (L205291); umsókn um byggingarleyfi; hesthús – 2009077 -liður 8, Ketilvellir lóð (L167815); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2009086 Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti. 204. fundur: -liður 9, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Búðarstígur; Norður- og suðurhluti; Framkvæmdaleyfi – 2010066 -liður 10, Kolgrafarhóll 11 L167664 og 13 L167665 (Apavatn 2 lóð); Breyting á afmörkun lóða – 2010061 -liður 11, Brúarhvammur lóð 1 L167225; Brúarhvammur lóð 2 L174434; Útfelling byggingarheimildar; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2007044 -liður 12, Miðdalur L167644; Aukin byggingarheimild; Hjólhýsasvæði fellt út; Deiliskipulagsbreyting – 2010059 -liður 13, Efra-Apavatn 1A L226187, Efra-Apavatn 1 lóð L167651 og L167652; Baldurshagi, Hlíð, Vigdísarlundur; Veglagning; Framkvæmdaleyfi – 2010065 -liður 14, Efra-Apavatn 1A L226187, Efra-Apavatn 1 lóð L167652 og L167651; Skipting landsvæðis; Deiliskipulag – 2003002 -liður 15, Skálabrekka L170163; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2006052 -liður 16, Lindargata 7 (L186575); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – stækkun (sólskáli) – 1805031 Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti. |
||
3. | Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2001019 | |
Fundargerðir stjórnarfunda Brunavarna Árnessýslu: 10. fundur haldinn 25.09.20 11. fundur haldinn 29.09.20 12. fundur haldinn 08.10.20 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022 | |
889. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 16.10.20 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022 | |
890. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 30.10.20. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur – 2001045 | |
129. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 21. október 2020. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerð stjórnar Bergrisans – 2002030 | |
21. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 12.10.20 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
8. | Fundargerð NOS, aðalfundur skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings – 2001010 | |
Fundargerð aðalfundar NOS, haldinn 22.10.20, ásamt ársskýrslu og fjárhagsáætlun | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
9. | Fyrirspurn um afdrif úrgangs – 2010044 | |
Fyrirspurn Íslenska gámafélagsins, dags. 23.10.20, varðandi afdrif úrgangs. | ||
Lagt var fram erindi forstjóra Íslenska gámafélagsins þar sem hann óskar eftir upplýsingum um afdrif úrgangs frá Bláskógabyggð. Sveitarstjóra er falið að svara erindinu. | ||
10. | Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 – 2009031 | |
Fjárhagsáætlun 2021, gjaldskrár. Stjórnendur leik- og grunnskóla koma inn á fundinn. |
||
Elfa Birkisdóttir kom inn á fundinn kl. 15:20 og fór yfir áætlun fyrir Bláskógaskóla, Laugarvatni, leik- og grunnskóla og svaraði fyrirspurnum. Elfa vék af fundi kl. Lára B. Jónsdóttir kom inn á fundinn og fór yfir áætlun fyrir Bláskógaskóla, Reykholti, og svaraði fyrirspurnum. Erla Jóhannesdóttir kom inn á fundinn og fór yfir áætlun fyrir leikskólann Álfaborg, Reykholti, og svaraði fyrirspurnum. Rætt var um breytingar á gjaldskrám fyrir næsta ár. Stefnt er að því að fyrri umræða um fjárhagsáætlun fari fram eftir tvær viku. |
||
11. | Umsókn um lóðina Brekkuholt 4, Reykholti – 2010046 | |
Umsókn um lóðina Brekkuholt 4, Reykholti. Umsækjandi: Geysir ehf. |
||
Lögð var fram umsókn um lóðina Brekkuholt 4, Reykholti. Lóðin hefur verið auglýst til úthlutunar. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda, með fyrirvara um hvenær lóðin verður byggingarhæf. | ||
12. | Umsókn um lóðina Brekkuholt 8, Reykholti – 2010047 | |
Umsókn um lóðina Brekkuholt 8, Reykholti. Umsækjandi: Geysir ehf. |
||
Lögð var fram umsókn um lóðina Brekkuholt 8, Reykholti. Lóðin hefur verið auglýst til úthlutunar. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda, með fyrirvara um hvenær lóðin verður byggingarhæf. | ||
13. | Umsókn um lóðina Brekkuholt 10, Reykholti – 2010048 | |
Umókn um lóðina Brekkuholt 10, Reykholti. Umsækjandi Geysir ehf |
||
Lögð var fram umsókn um lóðina Brekkuholt 10, Reykholti. Lóðin hefur verið auglýst til úthlutunar. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda, með fyrirvara um hvenær lóðin verður byggingarhæf. | ||
14. | Atvinnuleysi og skert starfshlutfall upplýsingar frá Vinnumálastofnun v/ COVID-19 – 2004002 | |
Gögn frá Vinnumálastofnun um þróun og spá atvinnuleysis eftir sveitarfélögum og eftir atvinnugreinum, dags. 16.10.20. | ||
Lagðar voru fram upplýsingar um atvinnuleysi. | ||
15. | Verksamningur gatnagerð Brekkuholt – 2006022 | |
Verksamningur um verkið Brekkuholt, gatnagerð, dags. 28.10.20. | ||
Lagður var fram verksamningur um gatnagerð í Brekkuholti, Reykholti, sveitarstjórn staðfestir samninginn. Samningurinn er við BD Vélar, en aðrir sem vinna að verkinu eru Ketilbjörn, JH Vélar og Gullverk. | ||
16. | Framkvæmdir við gamla kirkjugarðinn í Skálholti – 2010017 | |
Umsókn Skálholtssóknar, dags. 6. október 2020, um styrk vegna framkvæmda við gamla kirkjugarðinn í Skálholti. | ||
Lögð var fram styrkbeiðni vegna framkvæmda við gamla kirkjugarðinn í Skálholti. Með vísan til laga um kirkjugarða samþykkir sveitarstjórn að veita styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 250.000. Kostnaður rúmst innan fjárhagsáætlunar ársins. | ||
17. | Styrkbeiðni Reiðhallarinnar á Flúðum – 2010040 | |
Styrkbeiðni Reiðhallarinnar á Flúðum ehf, dags. 16.10.20, beiðni um samstarfssamning um árlegan styrk til rekstrar. | ||
Sveitarstjórn sér sér því miður ekki fært að verða við erindinu. | ||
18. | Styrkbeiðni Körfuknattleikssambands Íslands – 2010039 | |
Styrkbeiðni KKÍ, dags. 21.10.20. | ||
Lögð var fram styrkbeiðni KKÍ. Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. | ||
19. | Styrkbeiðni Soroptimistaklúbbs Suðurlands vegna Sigurhæða, þjónustu við þolendur odbeldis – 2010041 | |
Beiðni Soroptimistaklúbbs Suðurlands um styrk vegna Sigurhæða, úrræðis fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi. Óskað er eftir stofnstyrk og árlegu rekstrarframlagi. Áður á dagskrá 45. fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings, frestað á 267. fundi sveitarstjórnar. | ||
Lögð var fram styrkbeiðni Soroptimistaklúbbs Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir stofnstyrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 50.000. Afgreiðslu erindis um rekstrarstyrk er frestað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar. | ||
20. | Styrkbeiðni Mímis, nemendafélags ML – 2011006 | |
Styrkbeiðni Mímis, nemendafélags ML, dags. 27.10.20, vegna söngkeppni nemendafélagsins. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja keppnina um 30.000 kr. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins. | ||
21. | Styrkbeiðni ABC barnahjálpar – 2011010 | |
Styrkbeiðni ABC barnahjálpar, dags. 03.11.20 vegna heimilis samtakanna í Bangladesh. | ||
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. | ||
22. | Beiðni um samning um viðhald ljósa á Hvítárbrú við Iðu – 1911040 | |
Beiðni Jakobs Narfa Hjaltasonar, dags. 02.11.20, um styrk vegna lýsingar Iðubrúar, óskað er eftir samningi til nokkurra ára. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að gera samning um viðhald brúarljósa til þriggja ára. Samningsfjárhæð verði kr. 150.000 á ári. Kostnaður vegna þessa árs rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
23. | Samræmd móttaka flóttafólks – 2011007 | |
Erindi félagsmálaráðuneytisins, dags. 26.10.20, þar sem leitað er eftir áhuga sveitarfélaga á að taka þátt í verkefni varðandi móttöku flóttafólks. | ||
Erinið var lagt fram til kynningar. | ||
24. | Varnarlínur vegna búfjársjúkdóma – 2011001 | |
Bókun um mikilvægi þess að huga að varnarlínum | ||
Bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um að fjármagn verði tryggt í varnarlínur.
Í ljósi þess að riðuveiki í sauðfé hefur nýlega verið staðfest á fjórum búum í Skagafirði vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar ítreka mikilvægi varna gegn útbreiðslu búfjársjúkdóma. |
||
25. | Lántaka Brunavarna Árnessýslu – 2011005 | |
Lánötkur Brunavarna Árnessýslu 2020, vegna kaupa á stigabíl, staðfesting sveitarstjórnar. | ||
Bókun vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Bláskógabyggð samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr., í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Lánið er tekið í tvennu lagi, 30 millj.kr. á árinu 2020 og 70 millj.kr. á árinu 2021. Bláskógabyggð veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýjum stigabíl til slökkvistarfa sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Bláskógabyggð skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Bláskógabyggð selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Bláskógabyggð sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur kt. 251070-3189 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Bláskógabyggðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. |
||
26. | Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – 1812008 | |
Áskorun Mountaineers of Iceland, dags. 28.10.20, vegna þjóðgarðs á miðhálendinu. | ||
Áskorun Mountaineers of Iceland var lögð fram. Sveitarstjórn þakkar erindið, málið hefur verið á borði sveitarstjórnar frá því að fyrstu hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu litu dagsins ljós og hefur sveitarstjórn tekið allar tillögur þverpólitísku nefndarinnar, sem skipuð var til að vinna að verkefninu, til meðferðar og ályktað um þær og gert tillögur að breytingum. Þá hefur af hálfu sveitarfélgsins verið fundað með umvherfisráðherra, forsætisráðherra og þingmönnum vegna málsins og sjónarmiðum sveitarstjórnar verið fylgt eftir í fjölmiðlum og víðar. Verði frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu lagt fram mun sveitarstjórn gefa um það umsögn. | ||
27. | Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – 1812008 | |
Bókun sveitarstjórnar vegna áforma um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur á fyrri stigum lýst andstöðu sinn við fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð. Sveitarstjórn fellst ekki á það að 64,5% af því landsvæði sem fellur innan sveitarfélagamarka Bláskógabyggðar verði gert að þjóðgarði. Skipulag og stjórnsýsla svæðisins mun færast frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum sveitafélagsins, til fulltrúa annarra sveitarfélaga, félagasamtaka og embættismanna. Umsjón, rekstur og ákvörðunartaka er varða eignir sveitarfélagsins á hálendinu mun færast úr höndum sveitarstjórnar og íbúa sveitarfélagsins til fulltrúa annarra sveitarfélaga, félagasamtaka og embættismanna. Sveitarstjórn hefur ítrekað bent á að ekki liggur fyrir greining og samanburður á rekstri þjóðgarða annars vegar og þjóðlendna hinsvegar. Aldrei í ferlinu hefur af hálfu umhverfisráðherra verið bent á vankanta núverandi kerfis þjóðlendulaganna hvort sem litið er til þjóðhagslegrar hagkvæmni eða náttúruverndar. Því má leiða líkur að því að raunverulegur tilgangur með stofnun hálendisþjóðgarðs og Þjóðgarðastofnunar sé að færa völd yfir stórum hluta landsins á fáar hendur, ráðherra og embættismanna. Sveitarstjórn telur það ekki góða þróun að sífellt fleiri ákvarðanir er varða hagsmuni og samfélagsgerð sveitarfélaga séu háðar samþykki embættismanna og starfsmanna ríkisstofnana. Þá telur sveitarstjórn að það sé langt frá því að vera skynsamlegt að stofnaðar verði nýjar ríkisstofnanir af þessari stærðargráðu á þeim tímum sem við nú lifum. Ætla má að stofnun þjóðarðs á hálendinu og ný ríkisstofnun, Þjóðgarðastofnun, útheimti gríðarlega fjármuni ef vel á að vera og það verður að teljast gagnrýnivert að ekki liggi fyrir ítarleg fjármálaáætlun er varðar málefnið. Í skýrslu þverpólitísku nefndarinnar kom fram að ítarleg fjármögnunaráætlun sem taki til uppbyggar og reksturs innviða þyrfti að fylgja frumvarpi um þjóðgarðinn, sveitarstjórn hefur ekki séð slíka áætlun. Þá verður það að teljast umhugsunarvert að á sama tíma og mikill rekstrarvandi blasir við núverandi þjóðgörðum telji ráðuneytið sem fer með málaflokkinn það skynsamlegt setja tæp 40% af Íslandi undir slíkt rekstrarform. Þá bendir sveitarstjórn á að fjölmörg ný svæði hafa verið friðlýst á sl árum sem kalla á mikið fjármagn. Mikilvægt er að þeim friðlýsingum fylgi nægt fjármagn ef friðlýsingin á að þjóna tilgangi sínum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvikar hvergi frá fyrri bókunum sínum og leggst alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Sveitarstjórn skorar á önnur sveitarfélög í landinu að gera slíkt hið sama og sýna þannig samstöðu í að standa vörð um sveitarstjórnastigið og lýðræðislegan rétt íbúa til að hafa áhrif á og koma að ákvörðunum er varða sitt nærumhverfi. |
||
28. | Verðkönnun vegna útboðs á sorphirðu – 2010045 | |
Tilboð í ráðgjöf vegna undirbúnings að útboði á sorphirðu og framkæmd útboðs, fundargerð opnunarfundar, dags. 30.10.20 | ||
Lögð var fram fundargerð vegna opnunar tilboða sem bárust vegna verðkönnunar í verk sem varðar ráðgjöf og framkvæmd útboði á sorphirðu í fjórum sveitarfélögum, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Lægsta tilboð, kr. 3.003.900 var frá Berki Brynjarssyni. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda. | ||
29. | Útsvarstekjur 2020 – 2003015 | |
Yfirlit yfir útsvarstekjur janúar til október 2020. | ||
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekju sveitarfélagsins vegna fyrstu 10 mánuða ársins. | ||
30. | Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkurborgar 2020 – 2006024 | |
Erindi deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 15.10.20, tilkynning um að kynningarferli á drögum að umfangsmiklum breytingum á aðalskipulagi sé hafið. Umsagnarfrestur er til 20. nóvember 2020. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við drögin. | ||
31. | Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál. – 2010036 | |
Erindi Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15.10.20, frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 29. október n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
32. | Frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál. – 2010043 | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 23.10.2020, frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál, sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 13. nóvember n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
33. | Frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál. – 2010030 | |
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 22.10.20, frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál, sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
34. | Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76 2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál. – 2010037 | |
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál, sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 27. október n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
35. | Frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál. – 2010032 | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 21.10.20, frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál, sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 10. nóvember nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
36. | Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál. – 2010035 | |
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15.10.20, frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál, sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 29. október n.k |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
37. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál. – 2010038 | |
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15.10.20, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál, sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 29. október nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
38. | Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál. – 2010033 | |
Erindni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 20.10.20, tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál, send til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 3. nóvember n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
39. | Frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál. – 2010031 | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 22.10.20, frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál, semt til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 11. nóvember nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
40. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24 2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál. – 2010034 | |
Erindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 20.10.20, frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 3. nóvember n.k |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
41. | Starfsleyfisskilyrði Reykjagarður hf Einholti – 2010042 | |
Tilkynning Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 09.10.20 um að starfsleyfisskilyrði séu til kynningar til 9. nóvember 2020. | ||
Tilkynning Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um starfsleyfisskilyrði fyrir Reykjagarð hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík vegna alifuglabús í Einholti, Bláskógabyggð, 806 Selfoss, var lögð fram. | ||
42. | Fundarboð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2009011 | |
Aðalfundarboð Samtaka orkusveitarfélaga, 5. nóvember. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
43. | Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020 – 2001050 | |
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17.10.20, um landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið verður 18.12.20 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
44. | Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 – 2009031 | |
Tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 15.10.20, um fresti til að leggja fram og afgreiða fjárhagsáætlun. | ||
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja um frest til að leggja fjárhagsáætlun fram til fyrri umræðu. Miðað er við að fyrri umræða um fjárhagsáætlun fari fram 19. nóvember nk. og að síðari umræða fari fram 10. desember. | ||
45. | Virkjun vindorku, leiðbeiningar – 2010024 | |
Erindi Landverndar, dags. 12. október 2020, stefnumótun og leiðbeiningar vegna virkjunar vindorku. Slóð: https://landvernd.is/virkjun-vindorku-leidbeiningar/ | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
46. | Ársreikningur Hestamannafélagsins Trausta – 2010029 | |
Ársreikningur og skýrsla stjórnar Hestamannafélagsins Trausta 2019. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
47. | Dagur íslenskrar tungu – 2011002 | |
Erindi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 28.10.20, varðandi Dag íslenskrar tungu, sem haldinn er hátíðlegur 16. nóvember n.k. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
48. | Niðurfelling Geysisvegar af vegaskrá – 2011004 | |
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 29.10.20, um niðurfellingu Geysisvegar af vegaskrá. | ||
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri hefur óskað eftir að Vegagerðin endurskoði áform sín um að fella Geysisveg af vegaskrá. | ||
49. | Ytra mat á leikskólum 2021 – 2011003 | |
Erindi Menntamálastofnunar, dags. 30.10.20, varðandi ytra mat á leikskólum. | ||
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra er falið að ræða við stjórnendur um erindið. | ||
50. | Stytting vinnutíma – 2008114 | |
Erindi BHM, dags. 02.11.20, vegna styttingar vinnutíma hjá dagvinnufólki. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
51. | Áhrif og aðgerðir vegna Covid-19 á ferðaþjónustu – 2011008 | |
Erindi Markaðsstofu Suðurlands, dags. 02.11.20, niðurstöður könnunar meðal ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi, áhrif Covid-19 faraldursins og aðgerðir þeirra. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
52. | Yfirlýsing aðila í ferðaþjónustu vegna Covid-19 – 2011009 | |
Yfirlýsing 211 aðila í ferðaþjónustu (smærri fyrirtæki, einyrkjar og sjálfstætt starfandi), dags. 03.11.20, ásamt kröfum og tillögum um aðgerðir stjórnvalda. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundarmenn staðfestu fundargerðina með tölvupósti.
Fundi slitið kl. 18:30.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Róbert Aron Pálmason | |
Axel Sæland | Ásta Stefánsdóttir | |