27. fundur

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps  um skipulagsmál.

FUNDARGERÐ

27.FUNDUR

fimmtudaginn 29. júní 2006, kl. 9.00

haldinn á  Laugarvatni

Nefndarmenn:

Margeir Ingólfsson                                                         Bláskógabyggð

Ingvar Ingvarsson                                                            Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannesson                                              Hrunamannahreppur

Gunnar  Örn Marteinsson                                               Skeiða-og Gnúpverjahr.

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

FUNDARGERÐ

 

Sameiginleg mál

 

 1. Kosning formanns og varaformanns

Formaður skipulagsnefndar: Sigurður Ingi Jóhannesson

Varaformaður skipulagsnefndar: Margeir Ingólfsson

 

 1. Skipulagsnefndarfundir

Pétur Ingi Haraldsson og Sigurður Ingi Jóhannsson greindu stuttlega frá starfi skipulagsnefndar síðasta kjörtímabil.

Undanfarin tvö ár hafa fundir skipulagsnefndar að jafnaði verið haldnir þriðja fimmtudag í mánuði. Ákveðið að breyta fundartíma þannig að þeir verði að jafnaði haldnir miðvikudag í þriðju viku.

 

 1. Fyrirkomulag auglýsinga, gjaldtaka o.fl.

Skipulagsfulltrúi greindi í stuttu máli frá fyrirkomulagi og samþykktum um auglýsingar skipulagstillagna, gjaldtöku, o.fl. Skipulagsfulltrúi mun fara nánar yfir hvort þörf er á að endurskoða fyrri samþykktir og mun síðan kynna nýjar tillögur á fundi skipulagsnefndar síðar í sumar eða haust.

 

 1. Heimild skipulagsfulltrúa til að undirrita skipulagsuppdrætti

Á 5. fundi skipulagsnefndar 29. júní 2004 var samþykkt að veita skipulagsfulltrúa heimild til að stimpla og undirrita deiliskipulagsuppdrætti og breytingar á þeim til staðfestingar á ákvörðunum sveitarstjórnar um afgreiðslu enda hafi viðkomandi mál hlotið lögformlegt skipulagsferli.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita skipulagsfulltrúa jafnframt heimild til að stimpla og undirrita breytingar á aðalskipulagi hlutaðeigandi sveitarfélaga til staðfestingar á ákvörðunum sveitarstjórnar.

Samþykkt

 

 

Bláskógabyggð

 

 1. Litla-Fljót Biskupstungum, tvær íbúðarhúsalóðir, deiliskipulag.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi tveggja íbúðarhúsalóða í landi Litla-Fljóts.

Beiðandi er Einar Þ. Einarsson, Litla Fljóti.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir tveimur 3.780 m² íbúðarhúsalóðum rétt norð-austan við núverandi íbúðarhús á Bæjartorfu Litla-Fljóts og er aðkoma að svæðinu þar í gegn. Heimilt verður að reisa allt að 280 m² íbúðarhús og er gert ráð fyrir að frárennsli tengist inná sameiginlega rotþró á svæðinu.

Tillagan var í kynningu frá 15. maí til 15. júní 2006 með athugsemdafrest til 26. júní. Engar athugasemdir bárust.  Borist hefur umsögn frá Fornleifavernd ríkisins dags. 8. júní 2006 þar sem ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagið.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Spóastaðir í Biskupstungum, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sumarhúsabyggðar á Spóastöðum.

Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda.

Í tillögunni felst að nyrst á deiliskipulagssvæðinu, á um 15 ha svæði sem nær upp að Klukknagili, er gert ráð fyrir 17 frístundahúsalóðum á bilinu 5.150 – 7.800 m² þar sem heimilt verður að reisa allt að 200 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir „orlofsbúðum“ eða orlofshúsabyggð, þ.e. 17 húsum á tveimur lóðum.  

Skipulagsnefnd bendir á að skv. gr.4.15.2  skipulagsreglugerð skal ekki byggja nær vötnum, ám eða sjó en 50 m og þess vegna virðist sem byggingarreitir á lóðum 33, 38 og 40 séu of nálægt Klukknagili. Einnig er hluti lóða innan svæðis á Náttúruminjaskrá og þarf því að leita umsagnar Umhverfisstofnunar um tillöguna.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir. Skipulagsfulltrúi mun leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

 

 1. Lækjarhvammur í Laugardal, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Lækjarhvamms. Beiðandi: Hermann Ólafsson, Landhönnun slf, f.h. landeiganda.

Tillagan var áður lögð fram á 23. fundi skipulagsnefndar 30. mars 2006 en þá var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi samþykkt sveitarstjórnar um að heimila auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið. Sú samþykkt liggur fyrir auk þess sem Skipulagsstofnun hefur heimilað auglýsingu tillögunnar.

Skipulagssvæðið er um 52 ha að stærð og afmarkast af Grafará í norðri, af vegi og eldri frístundalóðum í austri, af vegi og eldri frístundalóðum meðfram Urriðalæk í suðri og af skurðum í vestri. Gert er ráð fyrir 60 frístundalóðum 4.800 m²-11.200 m² að stærð og er heimilt að reisa allt að 120 m² frístundahús og allt að 30 m² aukahús. Aðkoma að svæðinu er frá Laugarvatnsvegi (nr. 37) í gegnum heimreið að bænum Lækjarhvammi.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Fornleifaverndar ríkisins og Umhverfisstofnunar liggja fyrir. Ef umsagnir eru þess eðlis að þær geti haft verulegar breytingar á skipulaginu í för með sér að mati skipulagsfulltrúa að þá þarf að leggja tillöguna fyrir skipulagsnefnd að nýju.

 1. Snorrastaðir í Laugardal, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar, Skógarbrekka.

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi í landi Snorrastaða II, svæði sem kallast Skógarbrekka.  Beiðandi er Jóhannes Davíðsson.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að lóðin Skógarbrekka sem er um 1,6 ha að stærð skiptist í fjórar minni lóðir á bilinu 3.760 – 4.560 m². Gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 100 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús.

Í samþykkt skipulagsnefndar frá 18. maí 2006, staðfest í sveitarstjórn 23. maí, er samþykkt að heimila auglýsingu tillögunnar þegar komið hefur verið til móts við þá athugasemd um að lóðir verði þrjár í stað fjögurra, eða um 0,5 ha að jafnaði sbr. ákvæði Aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012.

Með erindi beiðanda fylgdi bréf með frekari rökstuðningi fyrir því að heimila fjórar lóðir innan svæðisins, m.a. að fordæmi eru fyrir sambærilegum lóðum innan Snorrastaða. Einnig hafa tvö hús þegar verið reist á nyrðri helmingi lóðarinnar og með sambærilegum þéttleika mætti reisa tvö hús á syðri hluta lóðarinnar.

Skipulagsnefnd telur að lóðirnar séu of litlar og samþykkir ekki að auglýsa tillöguna með fjórum lóðum. Skipulagsnefndsamþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með þeim fyrirvara að lóðirnar verði eingöngu 3, sbr. bókun nefndarinnar dags. 18. maí 2006.

 

 1. Heiðarbær í Þingvallasveit, frístundahús skv. 3. tl.

Lögð fram tillaga að staðsetningu frístundahúss í landi Heiðarbæjar við Þingvallavatn.

Beiðandi er Pálmi Guðmundsson arkitekt f.h. lóðarhafa.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að byggt verði allt að 160 m² frístundahús á 2, 1 ha lóð. Lóðin er í dag skráð um 2,1 ha en gert er ráð fyrir að henni verði skipt og verður húsið staðsett á nyrðri hlutanum sem verður um 0,8 ha. Á lóðinni er um 40 m² gamalt frístundahús sem verður rifið þegar nýtt hús hefur verið tekið í notkun.

Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdina skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997 m.s.br. með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar og heimild Skipulagsstofnunar.

 

 

 

Grímsnes- og Grafningshreppur

 1. Bjarnastaðir í Grímsnesi, breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístunabyggðarinnar Tjarnholtsmýri í landi Bjarnastaða 1. Beiðandi er Svanfríður Sigurþórsdóttir.

Í tillögunni felst að lóðum 13 (10,1 ha)  og 15 (9,5 ha), er báðum skipt í tvær lóðir, langsum. Lóð 13 skiptist í 13 og 13a og verður hvor lóð um 5 ha, og lóð 15 skiptist í 15 og 15a og verður hvor lóð um 4,8 ha.

Á fundi skipulagsnefndar þann 18. maí sl. var lögð fram tillaga um að skipta ofangreindum lóðum í tvennt en þá var gert ráð fyrir að lóðirnar yrðu um 2,5 ha og 7,5 ha. Þá var erindinu hafnað með þeim rökum að tillagan félli ekki að forsendum gildandi  skipulags um að á svæðinu væri gert ráð fyrir stórum lóðum fyrir hestabúskap og eitt sumarhús. Ný tillaga er lögð fram með þeim rökstuðningi að lóðum er skipt á sambærilegan hátt og gert var með deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð 3 sem var samþykkt af sveitarstjórn 7. júlí 2004.

Skipulagsnefnd telur að ofangreind breyting sé ekki æskileg þar sem hún samræmis ekki upphaflegum forsendum skipulagsins og mælir því ekki með því  að hún verði samþykkt.

 1. Borg í Grímsnesi, endurskoðun á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun á deiliskipulagi Borgar í Grímsnesi.

Deiliskipulagið var samþykkt í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þann 19. apríl 2006 og var síðar sent Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 3. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 15. júní kemur fram að gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins  í B-deild Stjórnartíðinda þar sem staðsetning fyrirhugaðrar hreinsistöðvar er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Tillagan er nú lögð fram að nýju með þeirri breytingu að hreinsistöðin er tekin út af deiliskipulaginu.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 m.s.br. Gert er ráð fyrir að auglýst verði breyting á deiliskipulaginu samhliða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem gerð er grein fyrir hreinsistöðinni.

 1. Búrfell I í Grímsnesi, endurskoðun deiliskipulags.

12.Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Búrfells I.

Tillagan er sett fram sem endurskoðun á gildandi deiliskipulagi innan svæðisins og er gert ráð fyrir að deiliskipulag í landi Búrfells I, svæði 1 samþykkt ? og svæði 2 samþykkt ?, falli úr gildi við gildistöku á nýju skipulagi.

Gert er ráð fyrir 47 frístundahúsalóðum frá 5.100 – 13.100 m² að stærð þar sem heimilt verður að reisa allt að 100 m² frístundahús og allt að 15 m² aukahús. Ekki er um fjölgun lóða að ræða heldur fellst endurskoðunin í að afmörkun og lega lóða og vega breytist. Samráð hefur verið haft við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands varðandi afmörkun vatnsverndarsvæðis utan um vatnsból sem liggur austan við efra svæðið og fengist hefur samþykki Vegagerðarinnar fyrir vegtengingum.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til ný endurbætt gögn hafa borist ásamt samþykkt núverandi lóðarhafa á svæðinu.

 

 1. Hallkellshólar

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Skógarholts í landi Hallkelshóla í Grímsnesi. Beiðandi: Gísli á Hallkelshólum.

Í tillögunni er gert ráð fyrir 96 frístundalóðum á um 108 ha svæði rétt norð-austan við bæinn Hallkelshólar. Lóðirnar eru á bilinu 5.042 – 9.933 m² að stærð þar sem heimilt verður að reisa 50 – 200 m² frístundahús auk allt að 25 m² aukahús. Fengist hefur leyfi frá Vegagerðinni fyrir nýrri vegtengingu við Biskupstungnabraut.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins liggja fyrir.

 1. Hæðarendi í Grímsnesi, lóðablað.

14.Lagt fram landsspildublað unnið af Magnúsi Ólasyni byggingarfræðingi af ?um 52 ha spildu úr landi Hæðarenda, landnúmer 168254. Beiðandi er Sigurður Karl Jónsson, Hæðarenda.

14.Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem svo virðist sem ósamræmi sé á milli lóðablaða úr landi Hæðarenda og Miðengis auk ósamræmis varðandi stærðir lands á lóðablaðinu.

 

 1. Hæðarendi í Grímsnesi, Lyngholt, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Lyngholts í landi Hæðarenda. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeiganda.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 18 frístundahúsalóðum á bilinu 0,5 – 0,88 ha að stærð á um 10,5 ha landsspildu sunnan Búrfellsvegar þar sem Búrfellslína 1 og 2 fara yfir veginn. Fram kemur að deiliskipulag Lyngholts samþykkt 31. júlí 1997 falli úr gildi við gildistöku skipulagsins. Tillagan er ekki í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins en tillaga að breytingu fylgir með erindinu.

Skipulagsnefnd telur að áður en hún geti afgreitt til auglýsingar þurfi að koma til móts við eftirfarandi atriði:

 • Skv. gr. 4.16.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 að þá skal ekki byggja nær stofn- og tengivegum en 100 m sem felur í sér að ekki er hægt að byggja frístundahús á lóðum 1 og 2 auk þess sem minnka þarf byggingarreiti á lóðum 3, 4 og 6.
 • Í aðalskipulaginu kemur fram að helgunarsvæði 220 kV háspennulína sé 25 m. Ef miðað er við syðsta hluta Búrfellslínu að þá felur þetta í sér að ekki er hægt að byggja á lóð nr. 5 auk þess sem minnka verður byggingarreit á lóð nr. 3 og 7.
 • Ekki verður ekki séð hvernig tillagan samræmis ákvæðum aðalskipulagsins um að ¼ svæðis innan frístundabyggðar skuli vera opið svæði til almennrar útivistar.
 • Leita þarf leyfis Vegagerðarinnar vegna tengingar við Búrfellsveg.

Skipulagsnefnd mun taka tillöguna fyrir að nýju þegar komið hefur verið til móts við ofangreind atriði og þegar sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2016.

 

 1. Kiðjaberg í Grímsnesi, Meistarafélag húsasmiða, breyting á skilmálum deiliskipulags.

Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Kiðjabergs, orlofs- og sumarhúsasvæðis Meistarafélags húsasmiða. Í tillögunni felst að gerð er breyting á skilmálum er varða stærð og útlit húsa, m.a. að stærð frístundahúsa verði allt að 250 m² og að byggja megi allt að 25 m² geymsluhús/gestahús auk annarra minniháttar breytinga

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. 

 

 1. Klausturhólar í Grímsnesi, Kerhraun – svæði C, breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi frísundabyggðar í Kerhrauni í landi Klausturhóla, svæði C.

Í tillögunni felast breytingar á afmörkum og stærð lóða nr. 103, 104 og 105. Tillagan var auglýst frá 16. júlí til 13. ágúst 2004 með athugasemdafrest til 27. ágúst 2004. Engar athugasemdir bárust og var tillagan samþykkt í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps 13. október 2004. Í auglýstri tillögu var gert ráð fyrir að lóð nr. 103 myndi skiptast á milli lóða nr. 102 og 104 og var sú tillaga síðar send Skipulagsstofnun með ósk um yfirferð skv. 3. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Tillagan hefur ekki hlotið endanlega gildistöku og er hér lögð fram að nýju með þeirri breytingu að í stað þess að lóð skiptist á milli lóða 102 og 104 er gert ráð fyrir að lóðir 103 og 104 sameinist en lóð 102 haldist eins og hún er. Einnig er gert ráð fyrir að göngustígur verði færður og verði á milli lóða nr. 104 og 105.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið að nýju skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1977 m.s.br. en felur skipulagsfulltrúa í samvinnu við beiðenda að grenndarkynna þá breytingu sem orðið hefur á tillögunni frá því hún var auglýst.

 

 1. Miðengi í Grímsnesi, íbúðarhúsalóðir, deiliskipulag.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi tveggja íbúðarhúsalóða í tengslum við starfsemi í Miðengi. Beiðandi er Sverrir Sigurjónsson.

Tillagan felur í sér að gert er ráð fyrir tveimur 1.024 m² íbúðarhúsalóðum þar sem heimilt verður að byggja allt að 280 m² einnar hæðar íbúðarhús. Aðkoma að svæðinu er frá Miðengisvegi og Bústjórabraut.

Tillagan var í kynningu frá 15. maí til 15. júní 2006 með athugsemdafrest til 26. júní. Engar athugasemdir bárust.  Borist hefur umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 5. maí 2006 þar sem ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagið en bent á að æskilegt er að fyrirkomulag fráveitu og staðsetning sitursvæðis verði í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Við staðsetningu og fyrirkomulag fráveitu þarf að vera í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

 

 1. Norðurkot í Grímsnesi, breyting á skilmálum frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sumarhúsabyggðar í landi Norðurkots. Um er að ræða breytingar á skilmálum og er gert ráð fyrir að hámarksstærð sumarhúsa verði 200 m² í stað 120 m² auk þess sem heimilt verður að reisa allt að 25 m² aukahús.

Tillagan var í kynningu frá 15. maí til 15. júní 2006 með athugsemdafrest til 26. júní. Engar athugasemdir bárust. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með þeirri breytingu frá auglýstri tillögu að fallið er frá ákvæði skilmála um að frístundahúsin skuli smíðuð úr timbri.

 

 1. Þórisstaðir í Grímsnesi, lóðablað.

Lagt fram landsspildublað unnið af VEX ehf. Verkfræðistofu sem sýnir skiptingu á 63 ha spildu með landnúmer 206256 úr landi Þórisstaða í tvær jafnstórar spildur. Í gögnum sem fylgdu með erindinu kemur fram að sótt hefur verið um lögbýli á báðum spildunum þar sem ráðgert er að reisa íbúðarhús og hesthús.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga. Bent er á að ef fyrirhugað er að reisa íbúðarhús og útihús á lóðunum þarf að leggja inn deiliskipulags til skipulagsnefndar.

 

 1. Vaðnes í Grímsnesi, tvær frístundahúsalóðir, deiliskipulag.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir tvær frístundahúsalóðir, Hvítárbraut 53 og 53 a,  í landi Vaðness. Beiðandi er Sólsteinar, Thor Barddal.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir tveimur 6.950 m²  frístundalóðum, Hvítárbraut 53 og 53a og er önnur lóðin þegar byggð. Heimilt verður að reisa allt að 250 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. 

Tillagan var í kynningu frá 15. maí til 15. júní 2006 með athugsemdafrest til 26. júní. Engar athugasemdir bárust.  Borist hefur umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 5. maí 2006 þar sem ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagið en bent á að æskilegt er að fyrirkomulag fráveitu og staðsetning sitursvæðis verði í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Við staðsetningu rotþróar og sitursvæðis skal hafa samráð við Heilbrigðiseftirlitið.

 

 1. Nesjar í Grafningi, bátaskýli, byggingarleyfisumsókn.

Lagðar fram að nýju teikningar af bátaskýli við vatnsbakka Þingvallavatns fram undan íbúðarhúsi að Nesjum. Beiðandi er Örn Jónasson ábúandi á Nesjum.

Þar sem umsóknin kom frá ábúanda Nesja samþykkti skipulagsnefnd byggingarleyfi fyrir bátaskýlið skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. með fyrirvara um umsögn Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. Umsögn Umhverfisstofnunar hefur nú borist og kemur eftirfarandi fram:

„Umhverfisstofnun telur að þar til úttekt á viðkvæmum búsvæðum hefur farið fram og fyrir liggur heildarstefnumörkun um uppbyggingu við Þingvallavatn vegna útivistar og umferð vélknúinna farartækja á vatninu sé ekki rétt að veita leyfi til byggingar nýrra bátaskýla við vatnið“

Skipulagsnefnd telur að ekki sé forsvaranlegt að bíða með að veita ábúanda leyfi fyrir ofangreindri framkvæmd á þeim forsendum sem Umhverfisstofnun nefnir. Ekki liggur fyrir að fara eigi í úttekt á viðkvæmum búsvæðum né að fara eigi í vinnu við að marka heildarstefnu um uppbyggingu við Þingvallavatn vegna útivistar og umferð vélknúinna farartækja. Bent er á að fyrir liggur staðfest aðalskipulag fyrir allt svæði umhverfis Þingvallavatn.

Þar sem umsóknin kemur frá ábúanda samþykkir skipulagsnefnd því bátaskýlið að nýju skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um heimild Skipulagsstofnunar. Gera þarf lagfæringar á gögnum í samræmi við leiðbeiningablað 1sem gefið er út af Skipulagsstofnun og að því loknu mun skipulagsfulltrúi sjá um að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar fyrir framkvæmdunum.

 

 

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

 1. Votamýri á Skeiðum, deiliskipulag (breyting) frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Votumýrar á Skeiðum. Beiðendur eru Tryggvi Eiríksson og Guðni Eiríksson.

Svæðið sem er um 2,5 ha að stærð og afmarkast af landamerkjum Votumýrar og Hlemmiskeiðs til norðurs, aðkomuvegi að Votumýri til suð-vesturs og þegar byggðri lóð til norð-vesturs. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir tveimur frístundahúsalóðum sem báðar eru 12.600 m² að stærð þar sem heimilt er að byggja frístundahús og aukahús. Breytingin sem nú er lögð fram felur í sér að byggingarreitir stækka og að heimilt verði að reisa 50 m² gestahús í stað 10 m².

Tillaga að deiliskipulagi þessa svæðis var samþykkt í sveitarstjórn 5. október 2004 og þann 9. ágúst 2005 var samþykkt óveruleg breyting á deiliskipulaginu og fór grenndarkynning fram. Deiliskipulagið hefur þó aldrei tekið formlega gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda og hefur ekki verið  sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Vegna þessa telur skipulagsnefnd að fara ætti með ofangreinda breytingu sem nýtt deiliskipulag og auglýsa sem slíkt.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með þeim fyrirvara að stærð gestahúss verði ekki stærra en 30 m² í samræmi við önnur sambærileg svæði.

 

 1. Hamarsheiði I í Gnúpverjahreppi, lóðablað.

Lagt fram landsspildublað/lóðablað unnið af Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur og Hauki Björnssyni af 1,4 ha landsspildu úr lögbýlinu Hamarsheiði I, landnúmer 166558, undir íbúðarhús Hamarsheiðar I.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga

 

 1. Hamarsheiði II í Gnúpverjahreppi, lóðablað.

Lagt fram landsspildublað/lóðablað unnið af Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur og Hauki Björnssyni af 14,6 ha landsspildu úr lögbýlinu Hamarsheiði II, landnúmer 166559. Meðfylgjandi er landamerkjalýsing milli landa lögbýlanna Hamarsheiðar II, Ása og Stóru Mástungu. Mörk milli lögbýlanna eru ekki hnitsett.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um undirskrift landeigenda í St. Mástungu og Ásum.

 

 1. Hamarsheiði II í Gnúpverjahreppi, lóðablað.

Lagt fram landsspildublað/lóðablað unnið af Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur og Hauki Björnssyni af 1,5 ha landsspildu úr lögbýlinu Hamarsheiði II, landnúmer 166559 merkt lóð TW á uppdrætti.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Hamarsheiði II í Gnúpverjahreppi, lóðablað.

Lagt fram landsspildublað/lóðablað unnið af Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur og Hauki Björnssyni af 5,9 ha landsspildu úr lögbýlinu Hamarsheiði II, landnúmer 166559 merkt lóð MÖ á uppdrætti.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Stóra Hof í Gnúpverjahreppi, lóðablað.

Lagt fram landsspildublað/lóðablað Unnið af Böðvari Guðmundssyni af 2,14 ha spildu úr Stóra Hofi, fastanúmer 203207.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið klukkan 12:07

 

 

Laugarvatni  29. júní  2006

 

Margeir Ingólfsson (8721)

 

 

Ingvar (8719)

 

 

 

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

 

 

 

 

Gunnar(8720)

 

 

 

Pétur Ingi Haraldsson