27. fundur framkvæmda og veitunefndar

 

  1.  fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn í Aratungu, Reykholti,

þriðjudaginn 26. apríl 2022, kl. 17:00.

 

 

Fundinn sátu:

Valgerður Sævarsdóttir, Helgi Kjartansson, Axel Sæland, Ásta Stefánsdóttir, Benedikt Skúlason og Kristófer Arnfjörð Tómasson.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Tungurimi Borgarrimi fráveita og gatnagerð – 2106013
Tilboð í gatnagerð, Tungurimi og Borgarrimi
Lögð var fram fundargerð frá opnun tilboða í gatnagerð Tungurima og Borgarrima. Lægsta tilboð var frá Fögrusteinum kr. 86.092.900, kostnaðaráætlun nam kr. 96.756.385. Tilboðið hefur verið yfirfarið og uppfyllir verktaki hæfniskröfur. Lagt er til við sveitarstjórn að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
 
2.   Íþróttahúsið á Laugarvatni, gólf – 2110018
Niðurstaða útboðs vegna endurnýjunar á íþróttagólfi í íþróttahúsinu á Laugarvatni
Tilboð hafa verið yfirfarin og var samþykkt að taka tilboði Sport-Tækja ehf, kr. 43.118.549.
 
3.   Verðkönnun vegna hönnunar sameiginlegrar vatnsveitu – 2204020
Verðkönnunargögn vegna vatnsveitu, til kynningar.
Gögn um verðkönnun vegna hönnunar vatnsveitu voru lögð fram til kynningar. Tilboð verða opnuð 29. apríl.
 
4.   Þjónustusamningur um rekstur ljósleiðarakerfis – 2204021
Samningur við Snerru ehf um rekstur ljósleiðarakerfis, ásamt fylgiskjölum.
Samningsdrög voru lögð fram. Lagt er til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
 

 

 

Fundi slitið kl. 17:15.

 

 

Valgerður Sævarsdóttir Helgi Kjartansson
Axel Sæland Ásta Stefánsdóttir
Benedikt Skúlason Kristófer Arnfjörð Tómasson