27. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar. haldinn 6. janúar 2004, kl. 13:30.

  

Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sigurlaug Angantýsdóttir,   Kjartan Lárusson auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð.

 

 

 1. Bréf frá Barnavernd Reykjavíkur dags. 8. des. 2003 þar sem óskað er eftir námsvist fyrir barn í Grunnskóla Bláskógabyggðar, Reykholti.  Þar sem tryggt er að Reykjarvíkurborg greiðir með barninu þá leggur byggðaráð til að barninu verði veitt námsvist, en vill þó gera þann fyrirvara að ef í ljós kemur að veita þurfi barninu viðbótarþjónustu þá verði hún einnig greidd.
 2. Erindi frá Brunamálastofnun dags. 8. des. 2003 varðandi úttekt á slökkviliði Bláskógabyggðar.  Lagt fram til kynningar og vísað til Brunavarna Árnessýslu.
 3. Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni dags. 5. des. 2003,  þar sem óskað er eftir fjárstyrk. Byggðaráð leggur ekki til að Héraðssambandið Skarphéðinn verði styrkt umfram það sem Bláskógabyggð gerir í gegn um Héraðsnefnd Árnesinga.  Frekari umræðu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Héraðsnefndar Árnesinga.
 4. Bréf frá Golfklúbbi Dalbúa dags. 11. des. 2003,  þar sem óskað er eftir samstarfi við Bláskógabyggð. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri fundi með fulltrúum þeirra og fari yfir málið.
 5. Bréf frá Eiríki Jónssyni formanni fjallskilanefndar Biskupstungna dags. 8 des. 2003 þar sem fram koma athugasemdir við drög að erindisbréfi fjallskilanefndar Biskupstungna.  Byggðaráð leggur til að bréfinu verði vísað til nefndar sem sér um samþykktir Bláskógabyggðar.
 6. Bréf frá Óbyggðanefnd dags. 1. des. 2003,  þar sem tilkynnt er um meðferð hennar á landi í Bláskógabyggð.  Byggðaráð vill benda á samþykkt aðalfundar SASS frá 14. og 15. nóv. 2003 þar sem ríkisvaldið er hvatt til að stöðva málarekstur fyrir Óbyggðanefnd þar til endanlegur úrskurður dómstóla liggur fyrir í Biskupstungum.
 7. Bréf frá Guðmundi Sæmundssyni formanni fræðslunefndar dags. 7. des. 2003,  vegna erindis sem fræðslunefnd vísaði til byggðaráðs.  Bókað í trúnaðarmálabók.
 8. Niðurfelling skulda.  Byggðaráð leggur til að afskrifaðar verði útistandandi skuldir við sveitarsjóð Bláskógabyggðar að upphæð kr. 84.558-.  Einungis er um að ræða þjónustugjöld sem ranglega voru skráð sem útstandandi skuldir.
 9.  Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 3. des. 2003 þar sem fram kemur að endurgreiðsla ríkisins til sveitarfélaga vegna refa- og minkaveiða skerðist úr 50% í 30% á árinu 2003.  Byggðaráð mótmælir harðlega þessari skerðingu á framlagi ríkisins og bendir á að nær hefði veri að ríkið hefði aukið sinn hlut þar sem umhverfisráðherra hefur m.a. boðað herferð gegn minknum þar sem reyna á að útrýma honum.  Byggðaráð hvetur umhverfisráðherra til að auka fjármagn til þessa málaflokks þannig að hægt verði a.m.k. að standa við gefin fyrirheit um 50% endurgreiðslu. Auk þess vill byggðaráð benda á að þetta er einungis einn af fjölmörgum málaflokkum þar sem ríkisvaldið ætlast til aukinnar þátttöku sveitarfélaga án þess að tekjur komi á móti.  Að lokum skorar byggðaráð á Samband íslenskra sveitarfélaga að það beiti sér fyrir því að sveitarfélög hætti þátttöku í þessum málaflokki þar til ríkisvaldið hafi staðfest að það greiði a.m.k. sín 50%, en eðlilegast væri að þessi málaflokkur væri alfarið á hendi ríkisins.
 10. Bréf frá Landmælingum Íslands dags. 28. nóv. 2003,  þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins við endurmælingu á grunnstöðvarnetinu 2004.  Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að kynna sér málið.
 11. Gatnagerðargjaldskrá vegna Háholts, Laugarvatni.  Í ljósi þess að húsbyggendur við Háholt hafa orðið fyrir töluverðum ófyrirséðum kostnaði vegna þess hversu blautt byggingarlandið er þá leggur byggðaráð til að gefin verði 15% afsláttur af gatnagerðargjaldskrá Bláskógabyggðar af lóðum við Háholt.
 12. Sveitarstjóri hefur náð samningum um tryggingar fyrir sveitarfélagið við VÍS, Vátryggingarfélag Íslands um 20% lækkun á vátryggingum sveitarfélagsins.  Byggðaráð leggur til að samningurinn verði staðfestur.
 13. Byggðaráð leggur til að mótuð verði sameiginleg vímuvarnaráætlun fyrir uppsveitir Árnessýslu og verði félagsmálanefnd falið að vinna að þessu máli og koma með tillögur um framkvæmd og umfang áætlunarinnar.  Lagt er til að oddviti taki málið upp í oddvitanefnd uppsveitanna.
 14. Byggðaráð felur formanni byggðaráðs að kanna hvort rétt sé að fullorðnir einstaklingar geti ekki fengið kennslu við Tónlistarskóla Árnesinga í þeim tilfellum þar sem sveitarfélög niðurgreiða ekki þeirra kostnað.
 15. Eftirfarandi erindi eru lögð fram til kynningar:
  1. Bréf frá Þjóðskrá dags 27. nóv. 2003 þar sem fram kemur m.a. að lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.
  2. Bréf frá Vegagerðinni dags. 8.des. 2003 varðandi vegtengingar.  Rétt er að vekja athygli á að skv. 30 gr. vegalaga nr. 45/1994 er óheimilt að tengja vegi og götur þjóðvegum nema í samræmi við skipulag og að fenginni heimild Vegagerðarinnar.
  3. Fundargerð 31. fundar framkvæmdaráðs Almannavarnarnefndar Árborgar og nágrennis sem haldinn var 9. des. 2003.
  4. Fundargerð 60. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 10. des. 2003.
  5. Fundargerð 109. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 11. des. 2003.
  6. Fundargerð 372. fundar stjórnar SASS sem haldinn var 3. des. 2003.
  7. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 15. des. 2003 varðandi húsaleigubætur.
  8. Fundargerð 234. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 12. des. 2003.
  9. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 15. des. 2003 varðandi aðlögunaráætlun fyrir urðunarstaði.
  10. Fundargerð 708. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 16. nóv. 2003.
  11. Fundargerð 709. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 12. des. 2003.
  12. Fundargerð 124. fundar stjórnar Tónlistaskóla Árnesinga sem haldinn var 1. des. 2003.

 

 

Fundi slitið kl. 15:00.