270. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 12. nóvember 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ragnhildur Sævarsdóttir og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Fundinn sátu í Aratungu Helgi Kjartansson, oddviti, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, og Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri, sem kom inn á fundinn undir lið 3, ásamt Birni Einarssyni, starfsmanni áhaldahúss. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006
-liður 14 í 204. fundargerð skipulagsnefndar frá 14.10.2020, Efra-Apavatn 1A L226187, Efra-Apavatn 1 lóð L167652 og L167651; Skipting landsvæðis; Deiliskipulag 2003002.
Tekinn var fyrir liður 14, í fundargerð 204. fundar skipulagsnefndar: Efra-Apavatn 1A L226187, Efra-Apavatn 1 lóð L167652 og L167651; Skipting landsvæðis; Deiliskipulag – 2003002
Lögð er fram tillaga deiliskipulags að Efra-Apavatni eftir auglýsingu. Athugasemdir og ábendingar bárust á auglýsingatíma og eru þær lagðar fram til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillöguna eftir auglýsingu og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Aðrir liðir voru afgreiddir á 269. fundi.
2. Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2004029
9. fundur framkvæmda- og veitunefndar, haldinn 09.11.2020
-liður 5, kaup á körfubíl, mál nr. 2011014, sveitarstjórn samþykkir kaup á körfubíl, kostnaði ársins, kr. 1.000.000, verði mætt með viðauka við fjárhagsáætlun.
-liður 6, samningur um kaup Bláskógaljóss á ljósleiðaralögnum á Bergstöðum, mál nr. 2011025, sveitarstjórn samþykkir samninginn. Kostnaður rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.
3. Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 – 2009031
Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024.
Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri, kemur inn á fundinn og kynnir áætlun fyrir viðhalds- og rekstrarverkefni og fjárfestingaáætlun, auk þess sem rætt var um gjaldskrár fyrir árið 2021.

 

 

Fundarmenn staðfestu fundargerð með tölvupósti.

Fundi slitið kl. 18:00.

 

 

 

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson   Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir   Róbert Aron Pálmason
Ragnhildur Sævarsdóttir   Ásta Stefánsdóttir