271. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,19. nóvember 2020, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Fundinn sátu í Aratungu Helgi Kjartansson, oddviti, og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. Aðrir fundarmenn tóku þátt með fjarfundabúnaði.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2001006 | |
205. fundur skipulagsnefndar haldinn 11. nóvember 2020. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 7. | ||
-liður 2, Efsti-Dalur 2 L167631; Flatir; Stofnun lóðar – 2011006 Lögð er fram umsókn Bjargar Ingvarsdóttur og Snæbjörns Sigurðssonar, mótt. 23. október 2020, er varðar stofnun lóðar úr landi Efsta-Dals 2 L167631. Um er að ræða 2.202 fm lóð utan um fjárhús byggt 1958, F2274314 mhl 01, sem fengi staðfangið Flatir. Fyrirhuguð notkun hússins er geymsla/aðstöðuhús. Nafnið Flatir kemur úr kennileitum á svæðinu þar sem þetta svæði er kallað því nafni. Aðkoman að lóðinni er um vegslóða frá Laugarvatnsvegi (37). Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir erindið með fyrirvara um uppfærð gögn. Sveitarstjórn samþykkir að lóðin fái staðfang sem vísar til upprunajarðar og taki forskeytið Efsti-Dalur 2 Flatir. -liður 3, Tunguholt 3; Fell L177478; Holtahverfi í land Fells; Mænishæð; Fyrirspurn – 2011005 -liður 4, Skálholt L167166; Stígagerð; Þorláksleið; Framkvæmdaleyfi – 2011009 -liður 5, Skálabrekka L170163; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2006052 -liður 6, Skálabrekka L170163; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2006053 -liður 7, Stekkur 1 L168122, 3 L221596 og 5; Niðurfelling, sameining og breytt stærð lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2009069 Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti. |
||
2. | Fundargerð aðalfundar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings – 2001008 | |
Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs haldinn 22. október 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
3. | Fundargerð almannavarnanefndar – 2001020 | |
6. fundur Almannavarnanefndar Árnessýslu haldinn 6. nóvember 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
4. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir – 2001045 | |
130. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 4. nóvember 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar SASS – 2001007 | |
564. fundur haldinn 6. nóvember 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2001024 | |
208. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 13. nóvember 2020 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Styrkbeiðni knattspyrnudeildar Íþróttafélags Uppsveita – 2011037 | |
Beiðni knattspyrnudeildar Íþróttafélags Uppsveita, dags. 10. nóvember 2020, um styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna ársins 2021. | ||
Sveitarstjórn samþykkir 200.000 kr. styrk til félagsins og að félagið geti nýtt íþróttavelli sveitarfélagsins á Laugarvatni og í Reykholti til æfinga og keppni án endurgjalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
8. | Endurnýjun samnings við Markaðsstofu Suðurlands – 2011038 | |
Erindi Markaðsstofu Suðurlands, dags. 6. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi. | ||
Lagt var fram erindi Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir að samstarfssamningur Bláskógabyggðar við Markaðsstofuna verði framlengdur til 3ja ára. Gjald Bláskógabyggðar verði kr. 430 á íbúa. Sveitarstjórn samþykkir samninginn með 6 atkvæðum gegn einu atkvæði (ÓBÞ). Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn. Sveitarstjórn óskar eftir að fá kynningu frá Markaðsstofunni á starfsemi hennar. Einnig var lagður fram ársreikningur Markaðsstofu Suðurlands 2019 ásamt minnisblaði um fyrirkomulag áfangastaðastofu á Suðurlandi. |
||
9. | Stekkjalundur, undanþága vegna fjarlægðar frá vegi – 2011032 | |
Beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá vegi, Stekkjarlundur. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mælir með því að veitt verði undanþága frá ákvæði d-liðar í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 vegna fjarlægðar bygginga frá stofn- og tengivegum vegna byggingar frístundahúsa á lóðum í landi Miðfells þ.e. 6 lóðum við Asparstekk, 3 lóðum við Birkistekk, 5 lóðum við Arnarstekk og 5 lóðum við Lóustekk, þar sem byggingarreitir fyrir frístundahús verði í minna en 100 metra fjarlægð frá þjóðvegi (Þingvallavegi). Sumarhúsasvæðið í landi Miðfells er eitt fyrsta stóra svæðið sem skipt var í sumarhúsalóðir á Íslandi. Búið var að stofna lóðirnar á grundvelli eldri skipulagslaga áður en gildandi reglugerðarákvæði um fjarlægð frá vegi tók gildi, og er það tilviljun ein að ekki hafði verið byggt á lóðunum áður en ákvæðið tók gildi. Lóðirnar hafa gengið kaupum og sölum og lóðarhafar umræddra lóða haft réttmætar ástæður til að vænta þess að þeir hefðu sömu heimildir til að byggja á lóðunum og lóðarhafar þeirra lóða sem þegar hefur verið byggt á innan umræddra fjarlægðartakmarkana. Heimild ráðuneytisins skv. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er einungis háð því að sérstaklega standi á og lögskýringargögn gefa ekki leiðbeiningu um það í hvaða tilvikum skuli litið svo á að sérstaklega standi á. Í því tilviki sem hér um ræðir stendur sérstaklega á, landinu er skipt upp, lóðir stofnaðar og seldar og byggt á hluta þeirra, áður en reglugerðarákvæði um fjarlægðartakmarkanir frá vegi tók gildi. Eðlilegt er að eigendur lóðanna séu jafnsettir hvað byggingarheimildir varðar. Reglan um takmarkanir við að byggja nálægt vegum er m.a. sett til þess að draga úr ónæði fyrir þá sem í viðkomandi byggingum dvelja. Í því tilviki sem hér um ræðir sækjast lóðarhafar eftir því að undanþágan verði veitt. | ||
10. | Umsókn um lóðina Vegholt 4, Reykholti – 2011031 | |
Umsókn Gullverks ehf um lóðina Vegholt 4, Reykholti | ||
Helgi Kjartansson vék af fundi undir þessum lið. Valgerður Sævarsdóttir, varaoddviti, tók við stjórn fundarins. Ein umsókn hefur borist um lóðina Vegholt 4, Reykholti, sem auglýst hefur verið laus til umsóknar. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda, Gullverks ehf. Um úthlutunina gilda reglur um úthlutun lóða í Bláskógabyggð og samþykkt um gatnagerðargjöld. Að afgreiðslu lokinni kom Helgi Kjartansson inn á fundinn að nýju og tók við stjórn fundarins. | ||
11. | Gjaldskrá sorphirðu 2021 – 2011016 | |
Gjaldskrá sorphirðu, fyrri umræða Gjaldskrá gámasvæðis, fyrri umræða |
||
Sveitarstjóri fór yfir gjaldskrárnar og var samþykkt að vísa þeim til síðari umræðu. | ||
12. | Gjaldskrá fráveitu 2021 – 2011021 | |
Gjaldskrá fráveitu, fyrri umræða | ||
Sveitarstjóri fór yfir gjaldskrána og var samþykkt að vísa henni til síðari umræðu. | ||
13. | Gjaldskrá vatnsveitu 2021 – 2011020 | |
Gjaldskrá vatnsveitu, fyrri umræða | ||
Sveitarstjóri fór yfir gjaldskrána og var samþykkt að vísa henni til síðari umræðu. | ||
14. | Gjaldskrá Bláskógaveitu 2021 – 2010002 | |
Gjaldskrá Bláskógaveitu fyrri umræða | ||
Sveitarstjóri fór yfir gjaldskrána og var samþykkt að vísa henni til síðari umræðu. | ||
15. | Gjaldskrá leikskóla 2021 – 2011019 | |
Gjaldskrá leikskóla, fyrri umræða | ||
Sveitarstjóri fór yfir gjaldskrána og var samþykkt að vísa henni til síðari umræðu. | ||
16. | Gjaldskrá mötuneytis 2021 – 2011017 | |
Gjaldskrá mötuneytis fyrri umræða | ||
Sveitarstjóri fór yfir gjaldskrána og var samþykkt að vísa henni til síðari umræðu. | ||
17. | Gjaldskrá Aratungu og Bergholts 2021 – 2011015 | |
Gjaldskrá Aratungu og Bergholts, fyrri umræða | ||
Sveitarstjóri fór yfir gjaldskrána og var samþykkt að vísa henni til síðari umræðu. | ||
18. | Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 – 2009031 | |
Fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2021-2024, til fyrri umræðu. | ||
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu liðum fjárhagsáætlunar. Samþykkt var að vísa áætluninni til síðari umræðu. | ||
19. | Lántökur 2020 – 1912014 | |
Tillaga um að veitt verði heimild til skammtímafjármögnunar með allt að 100 mkr yfirdráttarheimild hjá Landsbanka Íslands | ||
Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að sækja um skammtímafjármögnun á formi yfirdráttarheimildar hjá Landsbanka Íslands að fjárhæð allt að 100.000.000 kr. Jafnframt heimilar sveitarstjórn að Bláskógaveita láni aðalsjóði af handbæru fé sínu, þar til yfirdráttarheimild hefur fengist, reynist þörf á því. | ||
20. | Viðauki við landsskipulagsstefnu 2015-2026 – 2011033 | |
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 13. nóvember 2020, óskað er eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati. Umsagnarfrestur er til 8. janúar 2021. | ||
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir að taka málið aftur á dagskrá áður en umsagnarfrestur rennur út. | ||
21. | Þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál. – 2011035 | |
Beiðni Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.
Umsagnarfrestur er til 25. nóvember nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
22. | Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál. – 2011041 | |
Beiðni Umverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.
Umsagnarfrestur er til 19. nóvember nk. |
||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur mikilvægt að flugvöllurinn sé þannig staðsettur að hann geti gegnt lykilhlutverki í samgöngum landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar, en telur jafnframt að brýnt sé að standa vörð um rétt Reykjavíkurborgar, sem og annarra sveitarfélaga, til sjálfsákvörðunar í skipulagsmálum innan marka sveitarfélagsins. | ||
23. | Drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna – 2011042 | |
Erindi Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 3. nóvember 2020, til umsagnar drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna afhendingarskyldra aðila send til umsagnar. Umsagnarfestur er til 4. desember 2020. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
24. | Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa – 2011040 | |
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 5. nóvember 2020, vegna minningardags um fórnarlömb umferðarslysa. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundarmenn staðfestu fundargerðina með tölvupósti.
Fundi slitið kl. 17:05.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Róbert Aron Pálmason | |
Axel Sæland | Ásta Stefánsdóttir | |