272. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 10. desember 2020, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson , Valgerður Sævarsdóttir , Óttar Bragi Þráinsson , Kolbeinn Sveinbjörnsson , Guðrún S. Magnúsdóttir , Róbert Aron Pálmason , Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

Fundinn sátu í Aratungu Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, og Helgi Kjartansson, oddviti. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá tillögu að afsláttum lóðagjalda, ársskýrslu Loga og fundargerð 82. fundar stjórnar byggðasamlags UTU. Var það samþykkt samhljóða.

 

1. Fundargerðir skipulagsnefndar – 2001006
206. fundur skipulagsnefndar haldinn 25. nóvember 2020. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 5.
207. fundur skipulagsnefndar haldinn 9. desember 2020. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 12.
Fundargerð 206. fundar:
-liður 3, Efsti-Dalur 3 L199008; Efsti-Dalur 2C; Ný lóð; Vélaskemma; Deiliskipulagsbreyting – 2011049
Lögð er fram umsókn frá Efstadalskoti ehf. er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi í Efsta-Dal. Í breytingunni felst að skilgreind er lóð umhverfis vélaskemmu innan deiliskipulagsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
-liður 4, Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045
Lögð er fram umsókn frá Kvótasölunni ehf. er varðar nýtt deiliskipulag á landinu Brúarhvammur L167071. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreita og skipulagsskilmála fyrir hótel og gistihús. Samkvæmt deiliskipulagi verður heimilt að byggja allt að 100 herbergja hótel ásamt veitingastað. Hótelið yrði á 2 hæðum og allt að 3.000 fm að stærð. Einnig verði heimilt að byggja allt að 10 gistihús, hvert gistihús verður allt að 45 fm að stærð. Málið var í kynningu frá 28. okt – 18. nóv. 2020. Athugasemdir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Með afgreiðslu sveitarstjórnar er ekki tekin afstaða til eignaréttarlegs ágreinings um afmörkun landamerkja á svæðinu. Mælst er til þess að skilgreining á stærð svæðisins sem fram kemur innan greinargerðar skipulagsins verði felld út til að bregðast við framlögðum athugasemdum sem komu fram við kynningu auk þess sem aðgengi landeiganda Brúar að Tungufljóti verði skilgreint.-liður 5, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Deiliskipulag – 2011067
Oddviti sagði frá kynningu Ómars Ívarssonar fh. Landslags um deiliskipulag í vinnslu að Þingvöllum.Fundargerð 207. fundar:
-liður 2, Sólbraut 7 L188593; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2012002
Lögð er fram umsókn frá Heiðu Pálrúnu Leifsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi að Sólbraut 7, Reykholti. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit um 3 metra til norðausturs. Byggingarreitur verður eftir breytingu 7 metra frá lóðarmörkum í stað 10 metra. Lóðin er innan íbúðarbyggðar ÍB3 samkvæmt aðalskipulagi Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Axel Sæland vék af fundi við afgreiðslu málsins.-liður 3, Suðurhlið Langjökuls; Íshellar; Aðalskipulagsbreyting – 2004046
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna íshellis í suðurhlið Langjökuls. Lýsing verkefnisins var kynnt frá 10.06.2020 til 01.07.2020. Umfang skipulagsbreytingar hefur minnkað frá því að lýsing verkefnisins var kynnt. Samkvæmt lýsingu var gert ráð fyrir breytingu á aðalskipulagi og tveimur deiliskipulögum. Innan tillögu aðalskipulagsbreytingar er gert ráð fyrir skilgreiningu staks afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli. Innan svæðisins er gert ráð fyrir möguleika á að gera manngerðan íshelli sem viðkomustað fyrir ferðamenn. Íshellirinn geti verið allt að 800 m3 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir varanlegum mannvirkjum innan svæðisins. Lagðar eru fram umsagnir sem bárust vegna lýsingar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 4, Kolgrafarhóll; Apavatn 2; 5 lóðir; Deiliskipulag – 2001057
Lögð er fram deiliskipulagstillaga fyrir 5 lóðir innan frístundabyggðar að Kolgrafarhól, Apavatni 2, til afgreiðslu eftir yfirferð Skipulagsstofnunar. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun sem brugðist hefur verið við innan tillögu deiliskipulagsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunnar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 5, Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Úr frístundalóðum í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 2009065
Lögð er fram tillaga aðalskipulasbreytingar vegna Stekkatúns 1 og 5. Skipulagslýsing var í kynningu frá 28. október til 18. nóvember 2020. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma lýsingar. Í tillögunni felst að hluta frístundasvæði F73 er breytt í landbúnaðarland.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 6, Snorrastaðir lóð (L168091); umsókn um byggingarleyfi; skjólveggur – 2011075
Fyrir liggur umsókn Páls V. Bjarnasonar fyrir hönd Rthor ehf., móttekin 23.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja skjólvegg meðfram lóðarmörkum á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir lóð (L168091) í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa

-liður 7, Sóltún (L212116); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús, viðbygging – bílskúr – 2011081
Fyrir liggur umsókn Birkis K. Péturssonar fyrir hönd Sigurþórs Jóhannessonar, móttekin 26.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja bílskúr við íbúðarhús 61,7 m2 á íbúðarhúsalóðinni Sóltún (L212116) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á íbúðarhúsi með bílskúr verður 198,1 m2
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 8, Reiðleið með Skeiða- og Hrunamannavegi; Aðalskipulagsbreyting – 2012004
Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að sett verður inn reiðleið meðfram hluta Skeiða- og Hrunamannavegar og reiðleið sem er fyrir í aðalskipulagi færist vestur fyrir veg.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 9, Skálpanesvegur; Tvær námur; Aðalskipulagsbreyting – 2012005
Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að skilgreind eru tvö nú efnistökusvæði við Skálpanesveg.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 10, Heiði lóð 13 L167324; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2008062
Lögð er fram umsókn frá Hrafni Heiðdal Úlfssyni vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Heiði lóð 13, L167324. Í breytingunni felst stækkun lóðar til samræmis við skráða stærð lóðarinnar. Málinu var frestað á 201. fundi skipulagsnefndar þar sem farið var fram á undirritað samþykki landeiganda upprunalands fyrir deiliskipulagsbreytingu. Staðfesting þess efnis hefur borist embættinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

-liður 11, Miðdalur L167644; Aukin byggingarheimild; Hjólhýsasvæði fellt út; Deiliskipulagsbreyting – 2010059
Lögð var fram umsókn frá Grafía dags. 14. október 2020, vegna breytinga á deiliskipulagi orlofs- og frístundabyggðar í landi Miðdals í Laugardal, á 204. fundi skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins og fól skipulagsfulltrúa að annast hugsanlega lausn málsins gagnvart umsækjanda og skipulagshönnuði. Skipulagsfulltrúi kynnti fyrir nefndinni hugsanlegar tillögur að lausnum vegna málsins. Lagt fram til kynningar.

-liður 12, Berghof 3 L218587; Bergsstaðir L189405; Stækkun lóðar – 2012012
Lögð er fram umsókn Péturs H. Halldórssonar, dags. 13. nóvember 2020, f.h. Sporðdrekans ehf, er varðar stækkun lóðarinnar Berghof 3 L218587. Lóðin er í dag skráð 19.287 fm en eftir stækkun verður hún um 4,5 ha skv. lóðablaði. Stækkunin kemur úr Bergstöðum L189405. Lóðin er innan gildandi skipulags samþykkt þ. 4. desember 2007 en þar er gert ráð fyrir að hún sé um 2 ha.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun landeignarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um að samhliða verði deiliskipulag svæðisins uppfært til samræmis. Sveitarstjórn mælist til þess að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins og að hún fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðrir liðir fundargerðarinnar voru lagði fram til kynningar.

2. Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2004029
10. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn 26.11.20
Fundargerðin var staðfest.
3. Fundargerð skólanefndar – 2001003
14. fundur haldinn 17. nóvember 2020
Fundargerðin var staðfest.
4. Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054
4. fundur starfshóps um svæðisskipulag Suðurhálendis, haldinn 18.11.20, ásamt minnisblaði með tillögum um fjármögnun og skiptingu kostnaðar og tillögu að starfsreglum (til afgreiðslu).
Minnisblað dags. 19. nóvember 2020 var lagt fram, ásamt fundargerð 4. fundar og drögum að starfsreglum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að áfram verði unnið að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að kostnaðarskipting verði eins og greinir í minnisblaðinu, þar sem hlutur Bláskógabyggðar verði 11,6%. Starfsreglur þær sem fylgdu fundargerð verði lagðar til grundvallar vinnunni. Starfshópinn munu skipa fyrir hönd Bláskógabyggðar þau Guðrún S. Magnúsdóttir og Óttar Bragi Þráinsson, til vara Valgerður Sævarsdóttir og Axel Sæland. Sveitarstjórn samþykkir að ráðgjafar frá Eflu leiði vinnu við gerð svæðisskipulagsins.
5. Fundargerð skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings – 2001008
Fundur Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings haldinn 03.12.20
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga – 2001023
Fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga, haldinn 12. nóvember 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7. Fundargerð aðalfundar Bergrisans – 2002030
Aðalfundur Bergrisans bs haldinn 25.11.20
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
8. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2001025
297. fundur haldinn 30.10.20
298. fundur haldinn 24.11.20
Aðalfundur haldinn 30.10.20
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
9. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2001019
13. stjórn haldinn 26.11.20
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
10. Fundargerð oddvitanefndar UTU – 2001011
Fundur oddvitanefndar UTU, haldinn 27.11.20, ásamt fjárhagsáætlun, gjaldskrá, eignaskiptayfirlýsingu og lóðablaði.
Fundargerðin var lögð fram ásamt fylgigögnum. Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 vegna rekstrar seyrustaða og seyrubíls, auk þjónustufulltrúa. Fjárfestingu verði frestað, líkt og stjórn lagði til. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá vegna móttöku og hreinsunar á seyru fyrir árið 2021, sem nú verði gefin út af Hrunamannahreppi. Sveitarstjórn samþykkir einnig skiptayfirlýsingu, lóðarleigusamning og lóðablað vegna Flatholts 2, Flúðum, fastanr. 228734.
11. Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2001005
81. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 26.11.20, ásamt fjárhagsáætlun, sbr. 4. lið fundargerðar. Afgreiða þarf fjárhagsáætlunina sérstaklega.
Fundargerðin var lögð fram ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina.
12. Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU – 2001005
82. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 26.11.20.
Fundargerðin var lögð fram ásamt fylgigögnum.
13. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2001022
890. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 20.11.20.
Fundargerðin var lögð fram.
14. Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga – 2009011
Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 5. nóvember 2020
Fundargerðin var lögð fram.
15. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir 2020 – 2001045
131. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 18. nóvember 2020
132. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 2. desember 2020
Fundargerðirnar voru lagðar fram. Mál nr. 18 í fundargerð 132. fundar er tekið fyrir sérstaklega sem mál nr. 58 á fundinum.
16. Hugmynd um að sótt verði um styrk til að gera gestastofu á Laugarvatni – 2009035
Minnisblað sveitarstjóra vegna athugunar á möguleika á að sækja um styrk vegna gestastofu á Laugarvatn, sbr. hugmynd Jóns Snæbjörnssonar frá 267. fundi
Minnisblaðið var lagt fram. Sveitarstjórn telur ekki forsendur til að vinna frekar að verkefninu.
17. Húsnæðisáætlun – 2012011
Tilboð í gerð húsnæðisáætlunar fyrir Bláskógabyggð
Lagt var fram tilboð VSÓ ráðgjafar í gerð húsnæðisáætlunar fyrir Bláskógabyggð. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu. Gert verður ráð fyrir kostnaði við verkið í fjárhagsáætlun næsta árs.
18. Brú lóð 167223 afmörkun og staðsetning lóðar, endurupptaka – 2012008
Beiðni Margeirs Ingólfssonar, dags. 17.11.20, um endurupptöku máls varðandi Brú lóð 167223 afmörkun og staðsetningu lóðar.
Lagt er fram erindi Margeirs Ingólfssonar, dags. 17. nóvember 2020, þar sem þess er farið á leit að sveitarstjórn dragi til baka afgreiðslu máls nr. 1509089 sem fjallað var um á 180. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 12. janúar 2016, sbr. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, mál nr. 3. Bókun sveitarstjórnar var á þá leið að sveitarstjórn taldi sig ekki geta úrskurðað um nákvæma staðsetningu lóðarinnar, byggt á fyrirliggjandi gögnum og jafnframt að sveitarstjórn teldi að ekki væri hægt að stofna nýjar lóðir á umræddu svæði, byggt á gildandi deiliskipulagi, fyrr en niðurstaða um eignarhald liggi fyrir.
Fylgigögn máls nr. 1509089 eru einnig lögð fram, þ.e. erindi Guðrúnar Hjálmarsdóttur, dags. 12.09.15, bréf Hlöðvers Kjartanssonar hrl., dags. 11.12.15, ásamt fylgiskjölum og bréf Margeirs Ingólfssonar og Sigríðar J. Guðmundsdóttur, dags. 01.11.15.
Umræða varð um málið. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að falla frá þeirri ákvörðun sinni að ekki verði stofnaðar lóðir á umræddu svæði á grundvelli gildandi deiliskipulags. Með afgreiðslu sveitarstjórnar er ekki tekin afstaða til einkaréttarlegs ágreinings um afmörkun lóða á svæðinu.
19. Krafa Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga – 2011050
Áskorun byggðaráðs Skagafjarðar frá 24. nóvember 2020, varðandi kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þar sem skorað er á borgina að draga til baka kröfu sína.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir áskorun byggðaráðs Skagafjarðar.
20. Stafrænt ráð sveitarfélaga – 2009006
Þátttaka í sameiginlegu verkefni sveitarfélaga vegna stafræns ráðs. Kostnaðaráætlun og kynningarefni
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu, sem felst í stofnun miðlægs tækniteymis Sambands íslenskra sveitarfélaga sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins. Gert verður ráð fyrir kostnaðarhlutdeild Bláskógabyggðar í fjárhagsáætlun næsta árs.
21. Endurskoðun fyrirkomulags deiliskipulag hjólhýsasvæðis Laugarvatni – 2004032
Minnisblað Lögmanna Suðurlandi, dags. 16.11.20, varðandi hvaða heimildir séu skv. lögum til þess að halda rekstri hjólhýsasvæðis við Laugarvatn áfram í breyttu eða óbreyttu formi.
Lagt var farm minnisblað Lögmanna Suðurlandi um það hvaða heimildir séu skv. lögum til að halda rekstri hjólhýsasvæðis við Laugarvatn áfram í breyttu eða óbreyttu formi. Minnisblaðið var unnið í framhaldi af erindi Samhjóls varðandi möguleika á að halda áfram starfsemi hjólhýsasvæðis á Laugarvatni í einhverri mynd. Niðurstaða minnisblaðsins er í stuttu máli sú að ekki virðist vera heimildir í lögum til að halda úti hjólhýsasvæði með þeim hætti sem verið hefur á Laugarvatni. Þvert á móti virðist það ganga gegn gildandi laga- og reglugerðarákvæðum um efnið. Að virtum þeim atriðum sem rakin eru í minnisblaðinu verði ekki talið að forsendur séu til að breyta ákvörðun sveitarstjórnar, en í ljósi mikillar hættu á svæðinu vegna ófullnægjandi brunavarna er bent á að sveitarstjórn geti tekið ákvörðun um að segja upp þeim leigusamningum sem eru í gildi á svæðinu, sbr. uppsagnarákvæði í leigusamningum, til þess að rekstrartími svæðisins verði styttri. Þá er sveitarstjórn bent á að verði það niðurstaða sveitarstjórnar að halda rekstri svæðisins áfram í styttri eða lengri tíma sé mælt með að senda hverjum og einum leigutaka áminningu um hættuna, enda sé sveitarfélagið upplýst um að svæðið sé ekki öruggt eins og það er útbúið í dag. Vanræksla á því geti leitt til þess að sveitarfélagið kunni að verða skaðabótaskylt ef alvarlegt slys verður af völdum bruna.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir, með vísan til framangreinds, að ákvörðun sveitarstjórnar frá 17. september 2020 um að gildandi leigusamningar verði ekki endurnýjaðir skuli standa óbreytt. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda hverjum og einum leigutaka bréf þar sem þeir verði upplýstir með sannanlegum hætti um hættuna sem er samfara dvöl á svæðinu á meðan brunavarnir eru ófullnægjandi.
22. Trúnaðarmál – 2012021
Trúnaðarmál
Afgreiðsla er færð í trúnaðarbók.
23. Afnot byggingarreits við Svartárbotna – 2011049
Beiðni Umhverfisstofnunar, dags. 25.11.20, um viðræður um afnot af byggingarreit við Svartárbotna fyrir híbýli landvarða.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur oddvita, sveitarstjóra og Guðrúnu S. Magnúsdóttur að ræða við fulltrúa Umhverfisstofnunar.
24. Útsvarstekjur 2020 – 2003015
Yfirlit yfir útsvarstekjur janúar til nóvember 2020
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur fyrir janúar til nóvember 2021.
25. Aðgerðaráætlun Suðurlands vegna úrgangsmála – 2011046
Aðgerðaráætlun vegna úrgangsmála á Suðurlandi
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlögð drög að aðgerðaráætlun fyrir Suðurland vegna sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Vesturlandi, Suðvesturlandi og Suðurlandi.
26. Framkvæmdaleyfisumsókn Skeiða- og Hrunamannavegur – 1910034
Erindi Vegagerðarinnar, dags. 25.11.20, þar sem óskað er eftir framlengingu á gildistíma framkvæmdaleyfis vegna efnistöku úr námu vegna framkvæmda við Skeiða- og Hrunamannaveg.
Sveitarstjórn samþykkir framlengingu framkvæmdaleyfisins og felur skipulagsfulltrúa að gefa út nýtt framkvæmdaleyfi.
27. Mat á umhverfisáhrifum fyrir Eyjarland, fiskeldi. – 2001056
Erindi Veiðifélags Eystri-Rangár, dags. 03.12.20, vegna útgáfu starfsleyfis (beiðni um að fallið verði frá kröfu um mat á umhverfisáhrifum). Einnig lögð fram eftirlitsskýrsla.
Málið var áður til meðferðar á 252. fundi, þar sem veitt var jákvæð umsögn um útgáfu starfsleyfis vegna 19,9 tonna fiskeldis í seiðaeldisstöðinni að Eyjarlandi. Sveitarstjórn samþykkir að falla frá kröfu um mat á umhverfisáhrifum.
28. Styrkbeiðni HSÍ, auglýsingar – 2012022
Styrkbeiðni HSÍ, dags. 03.12.20 vegna undankeppni EM 2021.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.
29. Stytting vinnutíma – 2008114
Stytting vinnutíma (nýr vinnutími) hjá stofnunum Bláskógabyggðar. Samningar til staðfestingar og tillaga um að oddvita og sveitarstjóra verði falið að staðfesta þá samninga sem ekki liggja fyrir.
Kynntir voru samningar sem gerðir hafa verið á einstaka vinnustöðum um styttingu vinnutíma. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að staðfesta samninga um styttingu vinnutíma á vinnustöðum sveitarfélagsins.
30. Námsvist utan lögheimilissveitarfélags vegna ABA – 2012012
Beiðni Sveitarfélagsins Árborgar um að samþykkt verði að nemandi með lögheimili í Árborg, fái að stunda nám við Bláskógaskóla Laugarvatni, út skólaárið 2020-2021.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina skólaárið 2020-2021. Greiðsla fyrir námsvist fari eftir viðmiðunargjaldi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
31. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 – 2005047
Viðauki nr 3 við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar
Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðauka við fjárhagsáætlun 2020. Sveitarstjórn samþykkir viðaukann, sem felur í sér aukningu á fjárfestingu sem nemur 3,5 millj.kr. og aukningu á rekstrarkostnaði Bláskógaveitu sem nemur 2,8 millj. kr. Þá er gert ráð fyrir lántöku á árinu 2020 að fjárhæð kr. 80 millj.kr. og gerð grein fyrir uppgreiðslu skammtímaláns, sem var fyrir hendi í upphafi ársins. Handbært fé í árslok verður 45,1 millj.kr, en var 31,6 millj.kr. skv. viðauka 2. Sveitarstjóra er falið að annast skil á viðaukanum til viðkomandi aðila.
32. Lántökur 2020 – 1912014
Tillaga um lántöku að fjárhæð kr. 80 milljónir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000 kr. til þrettán ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda hjá sveitarfélaginu, m.a. gatnagerðar og lagningar ljósleiðara, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Bláskógabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
33. Bein útsending eða upptökur af fundum – 2012004
Ósk Jóns Snæbjörnssonar og Þóru Þallar Meldal, dags. 30.11.20 um að tekið verði til umræðu á sveitarstjórnarfundi að fundir sveitarstjórnar verði í beinni útsendingu, eða í það minnsta upptökur verði aðgengilegar á vef Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Fundir sveitarstjórnar eru haldnir fyrir opnum dyrum, en sveitarstjórn samþykkir að hefja birtingu fylgigagna sveitarstjórnarfunda á vefnum. Sveitarstjóra er falið að undirbúa það.
34. Gjaldskrá vatnsveitu 2021 – 2011020
Gjaldskrá vatnsveitu síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá vatnsveitu fyrir árið 2021.
35. Gjaldskrá mötuneytis 2021 – 2011017
Gjaldskrá mötuneytis síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá mötuneytis fyrir árið 2021.
36. Gjaldskrá Bláskógaveitu 2021 – 2010002
Gjaldskrá Bláskógaveitu síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá Bláskógaveitu fyrir árið 2021.
37. Gjaldskrá Aratungu og Bergholts 2021 – 2011015
Gjaldskrá Aratungiu og Bergholts síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá Aratungu og Bergholts fyrir árið 2021.
38. Gjaldskrá sorphirðu 2021 – 2011016
Gjaldskrá sorphirðu og gámasvæðis, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá sorphirðu og gámasvæðis fyrir árið 2021.
39. Gjaldskrá fráveitu 2021 – 2011021
Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa fyrir árið 2021.
40. Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2021 – 2011018
Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2021
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2021.
41. Gjaldskrá leikskóla 2021 – 2011019
Gjaldskrá leikskóla, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2021.
42. Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 – 2009031
Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024
Fjárhagsáætlun 2021-2024 fyrir Bláskógabyggð var lögð fram til lokaumræðu og afgreiðslu. Sveitarstjóri gerði grein fyrir forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 og fór yfir ýmsa liði hennar. Helstu forsendur eru eftirfarandi:
1. Útsvar:
Útsvar fyrir árið 2020 verði 14,52%.
2. Verðlag:
Gert er ráð fyrir 2,8% verðbólgu skv. þjóðhagsspá frá því í október.3. Aðrar forsendur:
Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi haldist óbreyttur.4. Fasteignagjöld:
i) Fasteignaskattur:
A-liður Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og það er skilgreint í a-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 verður 0,5% af heildarfasteignamati.
B-liður Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 verður 1,42% af heildarfasteignamati.
C-liður Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og annarra eigna eins og þær eru skilgreindar í c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 verður 1,50% af heildarfasteignamati.
Afsláttur sem er veittur tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmið sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.ii) Vatnsgjald:
Vatnsgjald verður 0,3% af heildarfasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitu sveitarfélagsins. Hámarksálagning verður 57.373 á sumarhús og íbúðarhús. Lágmarksálagning verður 17.211

iii) Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð, nr. 1314/2019:

Fráveitugjald verði 0,25% af heildarfasteignamati eigna sem tengjast fráveitukerfum sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við tæmingu rotþróa, skv. 18. gr. samþykktar um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð.
Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár skal vera eftirfarandi:
Rotþró 0 ?6000 lítra kr. 10.927.
Rotþró 6001 lítra og stærri kr. 2.429 pr./m3
Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað annað hvert ár skal vera eftirfarandi:
Rotþró 0 ?6000 lítra kr. 16.386
Rotþró 6001 lítra og stærri kr. 3.644 pr./m3
Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað á hverju ári skal vera eftirfarandi:
Rotþró 0 ?6000 lítra kr. 32.782
Rotþró 6001 lítra og stærri kr. 7.290 pr./m3
Fyrir aukahreinsun, að beiðni eiganda, greiðist eftirfarandi:
Aukahreinsun á rotþró í tengslum við aðra hreinsun kr. 45.000.-
Aukahreinsun á rotþró sem sérferð kr. 110.000.-
Afsláttur sem er veittur tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmið sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.

iv) Lóðarleiga:
Lóðarleiga verði 1% af fasteignamati lóða.

v) Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2020:

Sorphirðugjald:
Ílátastærð
240 l ílát 42.105
360 l ílát 54.157
240 lítra ílát, stækkun 1 45.928 (brún, blá, græn)
240 lítra ílát, stækkun 2 62.589 (grá)
240 lítra ílát, stækkun 3 45.928 (2 brún, blá/græn)

Grátunna: söfnun á 21 dags fresti.
Brúntunna: söfnun á 21 dags fresti
Blátunna: söfnun á 42 daga fresti.
Græntunna: söfnun á 42 daga fresti.

Sorpeyðingargjald vegna heimilisúrgangs:
Íbúðarhúsnæði 25.357 kr.
Frístundahúsnæði 21.387 kr.
Lögbýli 14.280 kr.
Fyrirtæki 52.843 kr.
Móttökugjald á einn m3: 5.800 kr.

Gjalddagar fasteignagjalda verði 6 talsins, innheimt mánaðarlega frá 1. febrúar 2021. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.

5. Gjaldskrár aðrar:
a) Gjaldskrá leikskóla Bláskógabyggðar hækki um 2,8% frá og með janúar 2021.
b) Gjaldskrá mötuneytisins í Aratungu, 2021 hækki um 2,8% á mat til starfsmanna, eldri borgara og kostgangara.

Lögð var fram eftirfarandi greinargerð með fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024:
Greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024
Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2020 er lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn fimmtudaginn 10. desember 2020.
Grunnur fjárhagsáætlunar 2021-2024 byggir á áætlun 2020 með viðaukum.
Almenna reglan er að tölulegur hluti fjárhagsáætlunar ræður ef misræmi kann að vera á milli texta í greinargerð og tölulega hlutans.
I Fjárhagsáætlun 2021
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, eins og hún er lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn, er áætlað að rekstrarafgangur verði 3,3 millj.kr. eftir fjármagnsgjöld, afskriftir og skatta.
Óvissa er um þróun útsvarstekna vegna samdráttar af völdum Covid-19. Útsvarstekjur vegna ársins 2020 verða lægri en gert var ráð fyrir í upphaflegri fjárhagsáætlun og getur sá munur numið allt að 10% frá því sem áætlað var. Áætlanir sem gerðar voru í maí s.l. og byggðu á gögnum um atvinnuleysi og spá Byggðastofnunar um tekjuþróun gerði þó ráð fyrir enn meiri tekjusamdrætti en nú er útlit fyrir að verði raunin. Horft er til þess við mat á tekjum næsta árs.
Í fjárhagsáætluninni er fylgt áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um þróun greiðslna úr Jöfnunarsjóði og horft til áætlunar Sambands íslenskra sveitarfélaga um þróun útsvarstekna, en að teknu tilliti til útsvarstekna síðustu mánuði og þess að horfur kunna að vera betri en áætlað var fyrr á árinu. Hvað útsvarið varðar er gert ráð fyrir að það verði 3,6% hærra 2021 en núgildandi áætlun fyrir 2020, með viðaukum, gerir ráð fyrir vegna ársins 2020, en 2,8% lægra en það var árið 2019.
Rekstrarútgjöld hækka milli ára vegna áhrifa af kjarasamningsbundnum launahækkunum og vegna hækkana á ýmsum liðum sem snúa að vöru- og þjónustukaupum. Umtalsverðar hækkanir urðu á launaliðum á árinu 2020 vegna kjarasamninga, en flestir samningar starfsmanna sveitarfélagsins voru lausir í upphafi árs. Einnig var samið um breytingar á vinnutíma, svo sem lengingu orlofs fyrir alla í 30 daga, fjölgun undirbúningstíma á leikskólum og styttingu vinnutíma sem nemur 13 mínútum á dag. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsgjöld og skatta er áætlaður 67,6 millj.kr. og veltufé verði 123 millj.kr. eða 7,2% af heildartekjum.
Óverulegar breytingar eru á rekstri einstaka eininga og stofnana, útgjöld aukast þó, m.a. vegna kjarasamningshækkana og verðlagshækkana. Áætlað er að útgjöld til fræðsumála, sem eru sá málaflokkur sveitarfélagsins sem tekur til sín mest fjármagn hækki um 5,4%. Útgjöld aukast talsvert við nokkur af samstarfsverkefnum sveitarfélaganna, á það m.a. við um velferðarþjónustu, þar sem framlög hækka um rúm 50%, en stöðugildum var fjölgað á seinni hluta þessa árs, m.a. vegna aukins álags í barnavernd, Brunavarnir Árnessýslu, þar sem kostnaðarhlutdeild Bláskógabyggðar hækkar um 14,9% á milli ára og áætlað er að kostnaðarhlutdeild Bláskógabyggðar í skipulags- og byggingarfulltrúaembættinu hækki um 4,5%, en endanlegt uppgjör ræðst m.a. af fjölda byggingar- og skipulagsmála í sveitarfélaginu.
Ljóst er að kostnaður vegna sorpeyðingar mun hækka á næsta ári, umfram verðlagshækkanir, stafar það af því að horfur eru á að leita verði annarra leiða til afsetningar úrgangs en nýttar hafa verið til þessa, m.a. með útflutningi almenns úrgangs til brennslu til orkuöflunar. Sorphirða verður boðin út að nýju í upphafi næsta árs. Gjaldskrá sorphirðugjalda hækkar um 2,8%, í samræmi við áætlaða þróun verðlags, en gjald fyrir sorpeyðingu hækkar um 5%. Sorphirðugjöldum og gjöldum skv. gjaldskrá fyrir gámasvæði er ætlað að standa undir kostnaði við sorphirðu og rekstur gámasvæðis og sorpeyðingargjöldum er ætlað að standa undir kostnaði við sorpeyðingu. Þrátt fyrir hækkanir á gjaldskrá er áætlað að greiða þurfi um 33 millj.kr. með málaflokknum á næsta ári. Klippikort verða áfram til reiðu fyrir greiðendur sorpeyðingargjalda. Íbúar eru hvattir til að minnka sorpmagn sem kostur er, og flokka úrgang eins og sorphirðukerfi sveitarfélagsins gerir ráð fyrir. Nokkuð hefur borið á því að ekki er gengið rétt frá lífrænum úrgangi og hefur það leitt til þess að ekki er unnt að nýta hann til moltugerðar heldur hefur þurft að meðhöndla hann með almennum úrgangi, sem er mun kostnaðarsamara. Íbúar eru því hvattir til að nota poka úr niðurbrjótanlegum efnum fyrir þann úrgang, en ekki venjulega plastpoka eða burðarpoka sem verslanir bjóða, en þeir brotna ekki niður við moltugerð.
Fjárfestingar eru áætlaðar fyrir um 223 millj.kr. á næsta ári. Endurnýjun gatna og göngustíga verður framhaldið og byggt á forgangsröðun sem ákveðin var í sveitarstjórn 2019. Haldið verður áfram endurbótum á Hverabraut 6-8, sem sveitarfélagið leigir UMFÍ, og ráðist í endurbætur á Dalbraut 12, þar sem skipulags- og byggingarfulltrúaembættið er til húsa. Unnið verður að viðhaldi grunnskóla og íþróttamannvirkja og lokið endurnýjun grunnskólalóða og leikvallar í Laugarási, auk endurbóta á lóð leikskólans á Laugarvatni.
Deiliskipulag þéttbýlisins á Laugarvatni er í lokavinnslu og áætlað að það geti tekið gildi á fyrsta fjórðungi næsta árs. Verður þá unnt að bæta úr skorti á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði á Laugarvatni, og er gert ráð fyrir fjármagni til gatnagerðar. Fyrsta áfanga gatnagerðar í Brekkuholti í Reykholti er að ljúka og hefur flestum lóðum við þá götu verið úthlutað. Lagnavinna og yfirborðsfrágangur götu og gangstéttar verður boðinn út í upphafi nýs árs. Áætlað er að hefjast handa við endurnýjun fráveitu á Laugarvatni, en undirbúningur og hönnun hefur staðið yfir. Verkinu verður skipt í áfanga og vatnsveita og götur endurnýjaðar samhliða, eftir þörfum, auk þess sem ljósleiðari verður lagður. Framkvæmdir við fráveitu í Reykholti eru einnig á dagskrá, m.a. í þeim tilgangi að tengja fyrirhugaða hótelbyggingu við fráveitukerfi.
Lagningu ljósleiðara í dreifbýli í Bláskógabyggð er um það bil að ljúka. Framkvæmdir hófust í nóvember 2019. Áætlað var að þeim myndi ljúka í lok október s.l., tafir hafa orðið á verkinu en nú hyllir undir verklok. Áætlað er að hefja vinnu við lagningu ljósleiðara í Reykholti og Laugarási á vormánuðum og er hönnunarvinna langt komin.
Sem fyrr er áhersla er á uppbyggingu grunninnviða og áætlað að verja talsverðu fjármagni til hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu. Stefnt er að því að ljúka uppsetningu fjarálestrarmæla hjá Bláskógaveitu, en gera varð hlé á því verkefni vegna Covid-19. Þá verður áfram unnið að innmælingu lagna. Hjá Bláskógaveitu eru áætlaðar fjárfestingar fyrir 29 millj.kr. Vatnsveita Bláskógabyggðar er með áætlaða fjárfestingu fyrir 28 millj.kr. Tengigjöld veitna á móti framkvæmdakostnaði eru áætluð um 10 millj.kr. Könnun á möguleikum þess að ráðast í sameiginlega vatnsveitu nokkurra sveitarfélaga er hafin og verður þeirri vinnu framhaldið á næsta ári. Hjá fráveitu eru áætlaðar fjárfestingar fyrir 34 millj.kr.
Bláskógabyggð hefur ráðist í miklar fjárfestingar á síðustu árum, m.a. byggingu leikskóla, lagningu ljósleiðara og umfangsmkilar endurbætur húsnæðis, auk gatnaframkvæmda og göngustígagerðar, svo dæmi séu nefnd. Skuldir sveitarfélagsins hafa því vaxið og er gert er ráð fyrir lántökum á árinu 2021. Gert er ráð fyrir að greidd verði niður lán að fjárhæð 91 millj.kr. en tekin ný lán að fjárhæð 220 millj.kr. Áætlað er að skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum verði áfram langt undir lögboðnu hámarki, sem er 150%, en skv. áætluninni mun það vera um 65,9% í lok ársins 2021.
Gjaldskrár vegna þjónustugjalda hækka almennt um 2,8%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði er óbreytt á milli ára, 0,5%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts atvinnuhúsnæðis er óbreytt á milli ára, 1,50%. Álagningarhlutfall fráveitugjalds er óbreytt, 0,25% og vatnsgjalds 0,3%, en hámarksgjald vatnsgjalds verður 57.373 á sumarhús og íbúðarhús og lágmarksgjald verður 17.211. Gjald fyrir hreinsun rotþróa hækkar um 2,8%.
Brýnt er að sýna stöðugt aðhald í rekstri til að kostnaður við rekstur málaflokka sé í sem bestu samræmi við þær tekjur sem sveitarfélagið hefur.

 

II Nokkrar lykiltölur
Rekstur :
Fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir til fyrri umræðu gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar án afskrifta og fjármagnsliða sé jákvæð um 152,8 millj.kr. Afskriftir eru áætlaðar 85 millj.kr., fjármagnskostnaður nettó er áætlaður 62,4 millj.kr. Tekjuskattur vegna Bláskógaveitu reiknast 1,8 millj.kr. Heildarniðurstaða samstæðunnar er því jákvæð um 3,6 millj.kr.
Áætlunin gerir ráð fyrir að samanlagðar tekjur A og B hluta verði 1.714,5 millj.kr. á árinu 2021. Hlutur skatttekna (útsvar, fasteignagjöld og Jöfnunarsjóður) í samanlögðum tekjum í A hluta er 1.277 millj.kr. eða 84,6%.
Samkvæmt áætluninni þá verða skatttekjur (útsvar, Jöfnunarsjóður og fasteignaskattur) á íbúa 1.028 þús.kr. og heildareignir á íbúa verða 2.306 þús.kr.
Heildarlaunakostnaður er áætlaður 731 millj.kr. sem er 42,7% af heildartekjum og 57,2% af skatttekjum. Annar rekstrarkostnaður er áætlaður um 830 millj.kr.


Fjárfestingar :
Nettófjárfestingar ársins eru áætlaðar 223 millj.kr. Afborganir lána eru áætlaðar 91 millj.kr. og nýjar lántökur eru áætlaðar 220 millj.kr. Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu helstu framkvæmda (nettó) á málaflokka:

 

Eignasjóður 127 millj.kr.
Fráveita 34 millj.kr.
Bláskógaveita 29 millj.kr.
Vatnsveita 28 millj.kr.
Fjarskiptafélag (ljósleiðari) 5 millj.kr.
Samtals fjárfesting nettó 223 millj.kr.

 

Á móti framkvæmdum í umferðar- og samgöngumálum koma gatnagerðargjöld og tengigjöld veitna sem dragast frá í fjárfestingaráætlun.

III 3ja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2022 – 2024

Þriggja ára áætlun er ekki staðfest fjárhagsáætlun fyrir árin 2022-2024 heldur yfirlit yfir það sem er á dagskrá þessi ár. Við fjárhagsáætlanagerð hvers árs fer fram nánari útfærsla á þriggja ára áætlun miðað við þær forsendur sem þá liggja fyrir og því geta fjárhæðir og framkvæmdahraði vegna einstakra verkefna breyst frá því sem fram kemur í þriggja ára áætlun hverju sinni.
Almenna reglan er að tölulegur hluti fjárhagsáætlunar ræður ef misræmi kann að vera á milli texta í greinargerð og tölulega hlutans.

Stefnumörkun
Til grundvallar þeirri þriggja ára áætlun sem hér er lögð fram liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 en jafnframt er byggt á þriggja ára áætlun 2021-2023. Ekki er gert ráð fyrir breytingum í rekstri málaflokka.

Fjárfestingar eru áætlaðar fyrir rúman milljarð samtals á tímabilinu 2022-2024 og eru fjölbreytt verkefni sem falla þar undir. Áhersla er áfram lögð á að byggja upp innviði samfélagsins og að grunnkerfi þau sem sveitarfélagið rekur, s.s. gatnakerfi og veitur geti annað því álagi sem á þeim er.

Helstu forsendur áætlunar 2022 til 2024
Til að unnt sé að setja fram áætlunina hafa ákveðnar forsendur verið lagðar til grundvallar. Þriggja ára áætlun er byggð á áætlun ársins 2021 og er gerð á föstu verðlagi.
Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri allra málaflokka næstu 3 árin.

Skatttekjur
Áætlun á skatttekjum er byggð á áætlun ársins 2021.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Áætlun á framlögum Jöfnunarsjóðs er byggð á áætlun ársins 2021.

Fasteignaskattur
Gert er ráð fyrir óbreyttum tekjum af fasteignaskatti frá árinu 2021 árin 2022 til 2024.

Þjónustutekjur
Ekki er gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám vegna þjónustu sveitarfélagsins í áætluninni.

Laun
Áætlun launa og launatengdra gjalda er byggð á launaáætlun árisins 2021.

Rekstrarkostnaður
Áætlun rekstrarkostnaðar er byggð á áætlun ársins 2021.


Helstu niðurstöður áætlunar 2021 – 2024

Helstu kennitölur áætlunarinnar fyrir samstæðureikning (í þús. króna):

Samstæða (A- og B-hluti) 2021 2022 2023 2024
Rekstrarreikningur
Tekjur 1.714.585 1.793.794 1.875.570 1.937.585
Gjöld 1.561.784 1.793.794 1.875.570 1.937.585
Niðurstaða án fjármagnsliða 67.630 84.235 101.683 95.859
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (62.460) (68.527) (80.546) (90.639)
Rekstrarniðurstaða 3.369 13.908 19.337 3.420
Efnahagsreikningur 2021 2022 2023 2024
Eignir
Fastafjármunir 2.342.737 2.591.783 2.878.579 3.051.029
Veltufjármunir 311.525 340.971 337.293 343.075
Eignir samtals 2.866.975 3.140.535 3.419.017 3.592.613
31. desember 2021 2022 2023 2024
Eigið fé og skuldir
Eigið fé 1.309.301 1.323.208 1.342.546 1.345.965
Langtímaskuldir 1.222.787 1.454.887 1.699.100 1.845.010
Skammtímaskuldir 334.888 362.439 377.371 401.637
Skuldir og skuldbindingar samtals 1.557.675 1.817.326 2.076.471 2.246.647
Eigið fé og skuldir samtals 2.866.975 3.140.535 3.419.017 3.592.613
Gert er ráð fyrir nettó fjárfestingu í þúsundum króna, sem hér segir:

                                                                              2021                   2022                   2023                   2024

Eignasjóður                                                          127.000              217.000              287.000                15.000

Fráveita                                                                   34.000                55.000                15.000                40.000

Bláskógaveita                                                        29.000                10.000                30.000                20.000

Vatnsveita                                                              28.000                60.000                60.000             220.000

Bláskógaljós                                                             5.000                  3.000                  3.000                          0

Samtals fjárfesting nettó                                      223.000             345.000             395.000           295.000

Fjármagnsliðir
Fjármagnsliðir eru reiknaðir miðað við þau vaxtakjör sem sveitarfélagið býr við.

Fjárfestingar
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir 345 millj.kr. árið 2022, 395 millj.kr. árið 2023 og 295 millj.kr. árið 2024.

Lántökur
Ný langtímalán á árunum 2022-2024 eru áætluð 950 millj.kr. og niðurgreiðslur eldri lána eru áætlaðar á sama tímabili 394 millj.kr.

IV Lokaorð

Í fjárfestingarhluta þriggja ára ætlunar er leitast við að forgangsraða verkefnum og dreifa þeim með það að markmiði að halda skuldsetningu sveitarfélagsins sem minnstri og þar með að lágmarka fjármagnskostnað. Sá hluti áætlunarinnar sem snýr að rekstri byggir á því að ekki verði miklar breytingar á rekstri málaflokka milli ára. Nánari útfærsla áætlunar fyrir hvert ár fyrir sig er unnin í fjárhagsáætlun hverju sinni. Forsendur á borð við verðlagsþróun, íbúafjölgun, þróun tekna og útgjalda geta því haft áhrif á áætlun hvers árs fyrir sig.
Tekjur sveitarfélagsins hafa vaxið heldur síðustu ár. Íbúum í Bláskógabyggð hefur fjölgað jafnt og þétt og fasteignum fjölgað. Sveitarfélagið hefur staðið í miklum fjárfestingum og því hafa fylgt lántökur. Óvissutímar eru nú uppi vegna áhrifa af Covid-19. Mikil uppbygging hefur verið í ferðaþjónustu innan Bláskógabyggðar síðustu ár og mjög margir sem hafa unnið við þá atvinnugrein. Árið 2020 hefur sú atvinnugrein átt í miklum erfiðleikum þar sem komur erlendra ferðamanna til landsins hafa að mestu legið niðri síðan í febrúar. Atvinnuleysi hefur því mælst mikið í sveitarfélaginu síðustu mánuði. Aukinnar bjartsýni gætir nú þar sem útlit er fyrir að bólusetning vegna kórónuveiru hefjist upp úr áramótum. Þá hefur átt sér stað mikil uppbygging gróðurhúsa í Reykholti síðustu mánuði og vegur fjölgun starfa þar eitthvað upp á móti töpuðum störfum í ferðaþjónustu.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 hefur verið unnin í góðri samvinnu sveitarstjórnarfulltrúa og stjórnenda. Ber að þakka það óeigingjarna starf sem hér hefur verið unnið.

Umræða varð um tillögu að fjárhagsáætlun. Oddviti bar fyrirliggjandi tilllögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2021-2024 upp til samþykktar. Tillagan var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að annast skil á áætluninni til viðkomandi aðila.

43. Afsláttur af lóðagjöldum – 1905016
Tillaga um áframhaldandi afslátt af gatnagerðargjöldum af tilteknum lóðum
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja gildistíma afsláttar af lóðum vegna Háholts 4, 6 og 8, Laugarvatni, Vesturbyggðar 7, Laugarási, og Miðholts 7, Bjarkarbrautar 14 og 16, Reykholti, til ársloka 2021.
44. Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál – 2011051
Beiðni Velferðarnefnd Alþingis, dags. 25.111.20 um umsögn um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.

Umsagnarfrestur er til 6. desember nk.

Lagt fram til kynningar.
45. Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál. – 2011048
Erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 27.11.20, til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.

Umsagnarfrestur er til 11. desember nk.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að tryggja þurfi betur að landsbyggðin beri ekki skarðan hlut frá borði hvað varðar stuðning við nýsköpun og að útfæra þurfi með hvaða hætti ná skuli því markmiði að efla á landsbyggðinni nýsköpun með sveigjanlegu stuðningskerfi, sterkum tengslum við háskólasamfélag, atvinnulíf og hagaðila.
46. Frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál. – 2011052
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 25.11.20, um umsögn um frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál.

Umsagnarfrestur er til 9. desember nk.

Lagt fram til kynningar.
47. Þingsályktunartillaga um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál. – 2011053
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25.11.20, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.

Umsagnarfrestur er til 9. desember nk.

Lagt fram til kynningar.
48. Þingsályktunartillaga um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál. – 2011054
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.11.20, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.

Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.

Lagt fram til kynningar.
49. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60 2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál – 2011058
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 17.11.20 um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál.
Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.
Lagt fram til kynningar.
50. Frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál. – 2011055
Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 18.11.20, um umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.

Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.

Lagt fram til kynningar.
51. Þingsályktunartillaga um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál. – 2012001
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 01.12.20, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál.

Umsagnarfrestur er til 15. desember nk.

Lagt fram til kynningar.
52. Þingsályktunartillaga um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál. – 2011059
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 17.11.20 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.

Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.

Lagt fram til kynningar.
53. Þingsályktunartillaga um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál. – 2011056
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.11.20, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.

Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.

Lagt fram til kynningar.
54. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123 2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál. – 2011057
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 18.11.20, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.
Umsagnarfrestur er til 2. desember
Lagt fram til kynningar.
55. Þingsályktunartillaga um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál. – 2012002
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 30.11.20 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.

Umsagnarfrestur er til 11. desember nk.

Lagt fram til kynningar.
56. Frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál. – 2012009
Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 27.11.20, sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.

Umsagnarfrestur er til 11. desember nk.

Lagt fram til kynningar.
57. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – 1812008
Frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð.
Umræða varð um frumvarpið, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Sveitarstjórn mun veita umsögn um frumvarpið þegar það að fer í umsagnarferli.
58. Rekstrarleyfisumsókn Hótel Skálholt ehf – 2012023
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 22. október 2020, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, Hótel Skálholt ehf, 220-5108, flokkur IV, stærra gistiheimili. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um útgáfu rekstraleyfis fyrir Hótel Skálholt, stærra gistiheimili í flokki IV.
59. Ársskýrsla Loga 2019 – 2012017
Ársskýrsla og ársreikningur hestamannafélagsins Loga 2019
Lagt fram til kynningar.
60. Áskorun varðandi aðstöðumál í frjálsíþróttum – 2012003
Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands, dags. 01.12.20, varðandi nýframkvæmdir og viðhald eldri mannvirkja.
Lagt fram til kynningar.
61. Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga – 2012007
Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019
Lagt fram til kynningar.
62. Árssskýrsla Persónuverndar 2019 – 2012006
Ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2019
Lagt fram til kynningar.
63. Jafnlaunavottun – 1908039
Skýrsla útektar BSI vegna jafnlaunavottunar í Bláskógabyggð.
Lagt fram til kynningar, ásamt útgefnu skírteini um jafnlaunavottun Bláskógabyggðar.
64. Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa – 2011040
Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 01.12.20, þakkir vegna þátttöku í minningardegi umferðarslysa.
Lagt fram til kynningar.
65. Ársskýrsla Ungmennafélags Biskupstungna 2019 – 2012024
Ársskýrsla Ungmennafélags Biskupstungna vegna ársins 2019
Lagt fram til kynningar.

 

 

Fundarmenn staðfestu fundargerð í tölvupósti.

Fundi slitið kl. 18:20.

 

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson   Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir   Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland   Ásta Stefánsdóttir