274. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,21. janúar 2021, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007 | |
209. fundur skipulagsnefndar haldinn 13. janúar 2021. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 7. | ||
-liður 1, Hrísbraut 2 L218845; Skipting lóðar og skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2101010 Lögð er fram umsókn frá Ragnheiði Sveinsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi að Hrísbraut 2. Fyrirspurn vegna sama máls var vísað til heildar endurskoðunar deiliskipulags á svæðinu á fundi skipulagsnefndar 29. apríl 2020. Umsækjandi óskar eftir því að framlögð deiliskipulagsbreyting vegna Hrísbrautar 2 verði samþykkt með sambærilegum hætti og gert var fyrir lóð 4 með það að markmiði að gæta samræmis við deiliskipulagsskilmála svæðisins. Haft hefur verið samráð við aðliggjandi lóðir vegna heildar endurskoðunar deiliskipulags og hafa aðrir lóðarhafar ekki áhuga á að vinna viðlíka breytingar á sínum lóðum. Umsækjandi telur að samþykkt á uppskiptingu lóðar Hrísbrautar 2 hafi ekki fordæmisgefandi áhrif þar sem sveitarfélagið hafi áður ekki lagst gegn uppskiptingu lóða í kringum fleiri en eina fasteign eða byggingarrétt sbr. gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir byggingarreitum fyrir 3 hús innan lóðar. Í breytingunni felst því uppskipting lóðar Hrísbrautar 2 og skilgreining byggingarheimilda fyrir svæðið í heild sinni. Gert verði ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóða verði 0,03 og heimild verði fyrir einu 40 fm auka húsi á lóð í takt við heimildir aðalskipulags. Byggingarreitir annarra lóða haldast óbreyttir en byggingarheimildir eru auknar á svæðinu í heild. Umsækjandi telur að komið sé á móts við fyrri bókun skipulagsnefndar með þessum hætti. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um lagfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa. Skýra skal betur skilmála er varðar auka hús á lóð gagnvart lóðum innan svæðisins sem taka ekki breytingum. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt öðrum lóðarhöfum innan frístundasvæðisins. -liður 2, Ketilvellir lóð (L167815); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2009086 -liður 3, Drumboddsstaðir lóð 10 (L167235); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2101007 -liður 4, Miðdalur L167644; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2012037 Bætt er við töflu:
-liður 6,Brattholt lóð (Gullfosskaffi) 193452; Spennistöðvarlóð, byggingarreitir fyrir skolphreinsistöð og sorpgáma, stækkun núverandi byggingarreits og sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1708076 -liður 7, Eyjarland L167649; Landbúnaðarland í iðnaðarlóð; Aðalskipulagsbreyting – 2101017
|
||
2. | Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2101004 | |
11. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn 18. janúar 2021 | ||
-liður 2, uppgjör hitaveitu vegna mælaskipta (2101061). Fyrsti álestur nýrra fjarálestrarmæla sem settir voru upp árið 2019 fór fram í lok ársins 2020. Við uppgjör komu í ljós tilvik þar sem ekki hafði farið fram uppgjör vegna næstu mælaskipta þar á undan. Um mistök var að ræða og lagði framkvæmda- og veitunefnd til að kröfur vegna uppgjörs á þeim eldri mælum sem um ræðir verði felldar niður. Sveitarstjórn samþykkir að umræddar kröfur verði felldar niður. -liður 4, sameiginleg vatnsveita sveitarfélaga (1909062). Sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að oddviti, sveitarstjóri, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs og veitustjóri vinni áfram að málinu. -liður 8, hönnun nýrrar götu á Laugarvatni (2101060). Ávörðun um hönnun nýrrar götu bíður staðfestingar nýs deiliskipulags Laugarvatns. -liður 9, hönnun nýrrar götu í Reykholti (2101059). Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja undirbúningsvinnu að hönnun að gatnagerð sem myndi ná til lóðanna við Skólaveg 6, 8 og 10, Tungurima (2, 4, 6) 8 og 10 og Borgarrima 2, 4, 6 , 8, 10, 1, 3, 5, 7 og 9. Fundargerðin staðfest. |
||
3. | Fundargerð skólanefndar – 2101002 | |
15. fundur skólanefndar haldinn 19. janúar 2021 | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
4. | Fundargerð NOS – 2101010 | |
Fundur NOS (stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings) haldinn 5. janúar 2021. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2101008 | |
134. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 6. janúar 2021. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerðir stjórnar Bergrisans – 2101021 | |
24. fundur stjórnar Bergrisans haldinn 9. desember 2020 25. fundur stjórnar Bergrisans haldinn 14. desember 2020 Beiðni um aukna fjárheimild til aðildarsveitarfélaga Bergrisans bs, dags. 6. janúar 2021, sbr. 1. tl. 25. fundar, ásamt viðaukasamningi við Sólheima og kostnaðaráætlun. |
||
Fundargerðir 24. og 25. fundar stjórnar voru lagðar fram ásamt fylgigögnum. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti viðaukasamning Bergrisans við Sólheima, sbr. 1. tl. 25. fundar, eins og nánar er gerð grein fyrir í erindi verkefnastjóra f.h. stjórnar Bergrisans bs. |
||
7. | Útboð á sorphirðu – 2008049 | |
Minnisblað vegna útboðs á sorphirðu, dags. 20. desember 2020, vinnuskjal. | ||
Farið var yfir stöðu mála vegna útboðs á sorphirðu. Sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs er falið að vinna áfram að málinu. | ||
8. | Tilnefning fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Geysi – 2101068 | |
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 8. janúar 2021, varðandi tilnefningu 1-2ja fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Geysi. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að Helgi Kjartansson, odddviti, Agnes Geirdal, formaður umhverfisnefndar, taki sæti í samstarfshópnum. | ||
9. | Umsókn um lóðina Skólatún 9, Laugarvatni – 2101069 | |
Umsókn Gríms Kristinssonar um lóðina Skólatún 9, Laugarvatni. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og samþykkir sveitarstjórn að úthluta henni til Gríms Kristinssonar. | ||
10. | Stefna um meðhöndlun úrgangs – 2101066 | |
Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 12. janúar 2021, varðandi stefnu um meðhöndlun úrgangs sem birt hefur verið í samráðsgátt. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
11. | Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu – 1812008 | |
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11. desember 2020, um umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál. Umsagnarfrestur er til 1. febrúar 2021 nk. Áður tekið fyrir á 273. fundi. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir eftirfarandi umsögn vegna frumvarps til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál:
8. gr. Stjórn Hálendisþjóðgarðs og 11. gr. Rekstrarsvæði Hálendisþjóðgarðs.
14. gr. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir álit hinnar þverpólitísku nefndar að þarna inn í vanti að gera ráð fyrir að um nýtingaráætlun sé að ræða. Vernd og nýting er mjög samofin og afar slæmt að nýting skuli ekki svo mikið sem ávörpuð í þessum kafla frumvarpsins. Það er í raun sett í vald ráðherra að setja nánari ákvæði um efni stjórnunar- og verndaráætlunar.
Fjármál. Að lokum: |
||
12. | Ráðningarmál, staða kennara á Laugarvatni – 1809055 | |
Erindi Sigríðar Jónsdóttur, dags. 13. janúar 2021. | ||
Bréf Sigríðar Jónsdóttur var lagt fram til kynningar. | ||
13. | Friðlýsing svæðis í verndaráætlun. Háhitasvæði Geysis. – 2003013 | |
Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 14. janúar 2021, um friðlýsingu háhitasvæðis Geysis: 78 Geysir. | ||
Erindið var lagt fram til kynningar. | ||
14. | Kynning á Orkídeu samstarfsverkefni – 2101067 | |
Erindi framkvæmdastjóra Orkídeu, dags. 12. janúar 2021, þar sem kynnt er vinna við stefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Orkídeu. | ||
Erindi framkvæmdastjóra Orkídeu var lagt fram. | ||
Fundi slitið kl. 17:14.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Róbert Aron Pálmason | |
Axel Sæland | Ásta Stefánsdóttir | |