276. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,18. febrúar 2021, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Geirdal, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigurjón Pétur Guðmundsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2101004 | |
12. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn 11. febrúar 2021 | ||
-liður 1, hitaveita Reykjavalla. Rætt var um beiðni sumarhúsafélags í landi Reykjavalla um að tengjast Bláskógaveitu, svo og um kynningu eiganda Reykjavalla á hitaveitumálum. Sveitarstjórn telur ekki unnt að taka afstöðu til erindis sumarhúsafélagsins fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir um öflun heits vatns fyrir Bláskógaveitu í Reykholti. Rannsóknarvinna tengd því er þegar hafin. Fundargerðin var staðfest. |
||
2. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007 | |
211. fundur skipulagsnefndar haldinn 10.02.2021, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1-10. | ||
-liður 1, Eyjarland L167649; Landbúnaðarland í iðnaðarlóð; Aðalskipulagsbreyting – 2101017 Lögð er fram skipulagslýsing unnin af EFLU verkfræðistofu vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst að landbúnaðarland á lóð Eyjarlands L167649 er breytt í iðnaðarsvæði til samræmis við núverandi notkun lóðarinnar. Á lóðinni er starfrækt seiðaeldisstöð með framleiðslugetu fyrir um 20 tonn af seiðum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. -liður 2, Bergsstaðir L167201; Vélaskemmur; Deiliskipulag – 2101015 -liður 3, Skálabrekka-Vestri L229116; Deiliskipulagsbreyting; Fyrirspurn – 2101073 -liður 4, Kjaransstaðir 2 L200839; Sameining lóða; Deiliskipulag – 2008022 -liður 5, Snorrastaðir Skógarbrekka L211880; Breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2102008 -liður 6, Seljaland 16 (L167953); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2101047 -liður 7, Breyting á skilmálum fyrir frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2102013 Tillaga að breytingu: Á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu 5.000-10.000 fm. Innan lóða sem eru á bilinu 3.330-13.330 fm að stærð skal heildar nýtingarhlutfall ekki fara umfram 0,03. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar. -liður 8, Syðri-Reykir 2 L167163; Vegsvæði; Stofnun lóðar – 2101061 -liður 9, Gýgjarhóll 1 L167092; Vegsvæði; Stofnun lóðar – 2101058 -liður 10, Laugarvatn – þéttbýli L224243; Deiliskipulag; Heildar endurskoðun – 2008002 Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti. |
||
3. | Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna – 2101026 | |
Fundur haldinn 27.01.2021 | ||
Fundargerðin var staðfest. | ||
4. | Fundargerð stjórnar SASS – 2101022 | |
567. fundur stjórnar SASS haldinn 05.02.2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 2101008 | |
137. fundur haldinn 03.02.2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð NOS (nefndar oddvita sveitarfélaga) – 2101010 | |
Fundur haldinn 04.02.2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerð byggingarnefndar Búðarstígs 22 (Byggðasafn Árnesinga) – 2101013 | |
10. fundur haldinn 09.02.2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
8. | Fundargerð stjórnar Bergrisans – 2101021 | |
26. fundur haldinn 26.01.2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
9. | Námsvist utan lögheimilissveitarfélags – 2102019 | |
Beiðni um að nemandi sem er með lögheimili í Bláskógabyggð stundi nám í grunnskóla í öðru sveitarfélagi. | ||
Sveitarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga. | ||
10. | Stofnun lögbýlis á Fellsenda landi, beiðni um umsögn – 1806006 | |
Erindi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 9. febrúar 2021, um að umsókn um nýtt lögbýli á Fellsenda, 222604, hafi verið tekin til meðferðar að nýju. Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis. | ||
Eftirtalin gögn voru lögð fram auk erindis ráðuneytisins frá 9. febrúar: Álit Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 10025/2019, umsögn sveitarstjórnar frá 8. nóvember 2018, umsögn Búnaðarsambands Suðurlands frá 31. júlí 2018, álit LEX lögmannsstofu frá 14. júní 2018, bréf Land lögmanna frá 11. október 2018, beiðni um umsögn um stofnun lögbýlis frá 4. maí 2018. Á 218. fundi sveitarstjórnar hinn 8. nóvember 2018 hafnaði sveitarstjórn Bláskógabyggðar því með fjórum atkvæðum af sjö að veita jákvæða umsögn um umsókn um stofnun lögbýlis í landi Fellsenda (222604). Umræða varð um málið og samþykkir sveitarstjórn að fresta afgreiðslu málsins. |
||
11. | Umsókn um lóðina Háholt 4, Laugarvatni – 2102028 | |
Umsókn Melavíkur ehf um lóðina Háholt 4, Laugarvatni | ||
Róbert Aron Pálmason vék af fundi. Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og aðrar umsóknir hafa ekki borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Melavíkur ehf. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um grundun húss á lóðinni. | ||
12. | Umsókn um lóðina Háholt 6, Laugarvatni – 2102029 | |
Umsókn Melavíkur ehf um lóðina Háholt 6, Laugarvatni | ||
Róbert Aron Pálmason vék af fundi. Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og aðrar umsóknir hafa ekki borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Melavíkur ehf. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um grundun húss á lóðinni. | ||
13. | Umsókn um styrk með niðurfellingu fasteignaskatts 2021 – 2101031 | |
Erindi Golfklúbbsins Dalbúa, dags. 11.02.2021, þar sem ítrekuð er ósk klúbbsins um styrk frá sveitarfélaginu vegna fasteignagjalda. Áður á dagskrá á 273. fundi. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vísar til samnings aðila þar sem fjallað er um styrkveitingar. Jafnfram er bent á að um styrki til greiðslu fasteignaskatta af húsnæði félaga fer skv. reglum um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Bláskógabyggð frá 14. mars 2006 og er í 2. gr. kveðið á um að forsenda þess að styrkur verði veittur sé sú að starfsemi viðkomandi félags í umræddri fasteign sé ekki rekin í ágóðaskyni. Þau félög sem notið hafa styrkja til greiðslu fasteignaskatts á framangreindum grundvelli hafa ekki tekjur af þeirri starfsemi sem fer fram í viðkomandi fasteignum. Óskar sveitarstjórn Bláskógabyggðar eftir því að forsvarsmenn Golfklúbbsins Dalbúa skili inn til sveitarfélagsins upplýsingum um þá starfsemi sem fram fer í húsnæðinu og eftir atvikum þær tekjur sem eigandi hefur af henni. | ||
14. | Hjólhýsasvæði Laugarvatni – 2004032 | |
Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála vegna beiðni Samhjóls frá 275. fundi sveitarstjórnar | ||
Sveitarstjóri fór yfir málið. Stefnt er að því að tekin verði afstaða til erindis Samhjóls á næsta fundi sveitarstjórnar. | ||
15. | Skólastjórabústaður Reykholt 2 – 2102016 | |
Fyrirhuguðu heimsókn sveitarstjórnar í Bláskógaskóla Reykholti vegna húsnæðismála, tillaga um frestun. | ||
Samþykkt var að fresta heimsókninni til næsta fundar. | ||
16. | Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál. – 2102026 | |
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 04.02.2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.
Umsagnarfrestur er til 18. febrúar nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
17. | Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál. – 2102027 | |
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 04.02.2021, um umsögn um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.
Umsagnarfrestur er til 18. febrúar nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
18. | Aðalfundur Samorku 2021 – 2102024 | |
Boð á aðalfund Samorku 2021, sem haldinn verður 10. mars 2021, ásamt ársreikningi og tillögu að lagabreytingum. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 17:00.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Agnes Geirdal | Róbert Aron Pálmason | |
Sigurjón Pétur Guðmundsson | Ásta Stefánsdóttir | |