277. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 4. mars 2021 , kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skólanefndar – 2101002 | |
16. fundur haldinn 16.02.2021 | ||
Fundargerðin var staðfest. | ||
2. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007 | |
212. fundur skipulagsnefndar haldinn 24. febrúar 2021. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 10. | ||
-liður 2, Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045 Lagt er fram deiliskipulag frá Kvótasölunni ehf. er varðar nýtt deiliskipulag á landinu Brúarhvammur L167071 eftir auglýsingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreita og skipulagsskilmála fyrir hótel og gistihús. Samkvæmt deiliskipulagi verður heimilt að byggja allt að 100 herbergja hótel ásamt veitingastað. Hótelið yrði á 2 hæðum og allt að 3.000 fm að stærð. Einnig verði heimilt að byggja allt að 10 gistihús, hvert gistihús verður allt að 45 fm að stærð. Málið var í kynningu frá 28. okt. – 18. nóv. 2020. Athugasemdir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Brugðist hefur verið við athugasemdum að hluta innan greinargerðar af skipulagshönnuði. Tilkynningarskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum hefur verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í takt við umsögn UST. Sveitarstjórn samþykkir að afgreiðslu skipulagsins eftir auglýsingu verði frestað þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar er varðar mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Sveitarstjórn mælist til þess að samhliða verði leitað samráðs við Vegagerðina vegna athugasemda þeirra við málið. -liður 3, Eyvindartunga; Langahlíð E19; Stækkun námusvæðis og efnisnámi; Fyrirspurn – 2102029 -liður 4, Brú L167070, Brúarmelur; Stofnun lóðar – 1912014 -liður 5, Laugagerði L193102; Verslun og þjónusta; Fyrirspurn – 2102035 -liður 6, Skálabrekkugata 18 L197194; Þakhalli; Skilmálar; Deiliskipulagsbreyting – 2102054 -liður 7, V-Gata 30 (L170752); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2102026 -liður 8, Geldingafell; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903014 -liður 9, Árbúðir; Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903012 -liður 10, Kolgrafarhóll 11 L167664 og 13 L167665 (Apavatn 2 lóð); Breyting á afmörkun lóða – 2010061 |
||
3. | Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2102041 | |
44. fundur haldinn 29. janúar 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 2101008 | |
137. fundur haldinn 17. febrúar 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Forkaupsréttur að hlutum í Límtré-Vírnet – 2102046 | |
Tilkynning til hluthafa í Límtré-Vírnet ehf, dags. 17. febrúar 2021, um eigendaskipti að hlutum. Taka þarf afstöðu til forkaupsréttar. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnar forkaupsrétti að hlutum sem jafngilda 0,66% af heildarhlutafé, skv. erindi stjórnar. | ||
6. | Afnot af landi til endurheimtar votlendis – 2102048 | |
Beiðni umhverfisnefndar Menntaskólans á Laugarvatni, dags. 16. febrúar 2021, um afnot af landi til endurheimtar votlendis. | ||
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um legu landsins og framræsingu þess. | ||
7. | Umsókn um styrk með niðurfellingu fasteignaskatts 2021. Áður á dagskrá 276. fundar. – 2101031 | |
Bréf Golfklúbbsins Dalbúa, dags. 23. febrúar 2021, um styrkbeiðni vegna fasteignagjalda. | ||
Á síðasta fundi óskað sveitarstjórn eftir að lagðar yrðu fram upplýsingar um þá starfsemi sem fer fram í húsinu og eftir atvikum þær tekjur sem eigandi hefur af henni. Lagt var fram bréf golfklúbbsins, dags. 23. febrúar s.l. ásamt ársreikningi. Sveitarstjóra er falið að afgreiða umsóknina í samræmi við reglur um lækkun, niðurfelllingu eða styrki vegna fasteignaskatts. | ||
8. | Styrkbeiðni Kristniboðssambandsins 2021 – 2103003 | |
Beiðni Krstniboðssambandsins, dags. 1. mars 2021, um styrk. | ||
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. | ||
9. | Rekstrarstyrkur Kvennaathvarfs 2021, umsókn – 2102030 | |
Beiðni Samtaka um kvennaathvarf, dags. 10. febrúar 2021, um rekstrarstyrk fyrir árið 2021. | ||
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. | ||
10. | Styrkbeiðni Fjölskylduhjálpar Íslands 2021 – 2102043 | |
Beiðni Fjölskylduhjálpar Íslands, dags. 18. febrúar 2022, um styrk til starfseminnar (aðstoð til skjólstæðinga). | ||
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. | ||
11. | Styrkbeiðni nemenda Garðyrkjuskólans 2021 – 2103004 | |
Beiðni nemenda Garðyrkjuskólans, dags. 27. febrúar 2021, um styrk vegna útgáfu blaðsins Vorboðans. | ||
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. | ||
12. | Styrkbeiðni HSÍ, auglýsingar – 2012022 | |
Beiðni HSÍ, dags. 1. mars 2021, um styrk vegna leiks Íslands og Ísraels. | ||
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. | ||
13. | Ársuppgjör Laugaráshéraðs 2021 – 2103005 | |
Uppgjör Laugaráslæknishéraðs fyrir árið 2020 | ||
Uppgjörið var lagt fram til kynningar. | ||
14. | Málefni hjólhýsasvæðis á Laugarvatni – 2004032 | |
Erindi lögmanns Samhjóls, dags. 25. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir fresti til að koma að greinargerð f.h. Samhjóls. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að veita tveggja vikna frest í samræmi við erindið. | ||
15. | Námsvist utan lögheimilissveitarfélags – 2102019 | |
Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags, áður tekið fyrir á 276. fundi. | ||
Sveitarstjórn samþykkir umsókn um námsvist í Sveitarfélaginu Árborg út yfirstandandi skólaár. Um greiðslur fari skv. viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga. | ||
16. | Skólastjórabústaður Reykholt 2, húsnæðismál Bláskógsaskóla, Reykholti – 2102016 | |
Heimsókn sveitarstjórnar í Bláskógaskóla, Reykholti. | ||
Sveitarstjórn fór í vettvangsferð um húsnæði Bláskógaskóla, Reykholti. | ||
17. | Leigusamningur fjallaskála framlenging (Árbúðir, Gíslaskáli) – 2103009 | |
Beiðni Gljásteins ehf um framlengingu á leigusamningi um fjallaskála til tveggja ára frá 31. desember 2021. | ||
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að samningi um framlengingu og leggja fyrir sveitarstjórn. | ||
18. | Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál. – 2102035 | |
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 24. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.
Umsagnarfrestur er til 10. mars nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
19. | Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál. – 2102036 | |
Beiðni Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 23. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál.
Umsagnarfrestur er til 9. mars nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
20. | Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál. – 2102037 | |
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.
Umsagnarfrestur er til 9. mars nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
21. | Frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál. – 2102038 | |
Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 22. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.
Umsagnarfrestur er til 15. mars nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
22. | Frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál. – 2102039 | |
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 22. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.
Umsagnarfrestur er til 4. mars 2021 nk. |
||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur jákvætt að smáframleiðendum verði veitt heimild til beinnar sölu frá brugghúsum. Sveitarstjórn leggur áherslu á að breytingarnar muni ekki leiða til þess að kaupendur undir lögaldri fái aukið aðgengi að áfengi enda yrði það einungis selt á stöðum þar sem sem fólk á löglegum áfengiskaupaaldri má koma saman. | ||
23. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91 2008 (kristinfræðikennsla)141. mál. – 2102042 | |
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 23. febrúar 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla)141. mál.
Umsagnarfrestur er til 9. mars nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
24. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5 1998 (kosningaaldur), 272. mál. – 2103006 | |
Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 2. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
Umsagnarfrestur er til 23. mars nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
25. | Stofnun lögbýlis á Fellsenda landi, beiðni um umsögn – 1806006 | |
Beiðni atvinnuvegaráðuneytisins um umsögn um stofnun lögbýlis í landi Fellsenda, dags. 18. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir upplýsingum til viðbótar við það sem tilgreint var í erindi ráðuneytisins frá 9. febrúar sl., sem var á dagskrá á 276. fundi. | ||
Eftirtalin gögn voru lögð fram á síðasta fundi, auk erindis ráðuneytisins frá 9. febrúar: Álit Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 10025/2019, umsögn sveitarstjórnar frá 8. nóvember 2018, umsögn Búnaðarsambands Suðurlands frá 31. júlí 2018, álit LEX lögmannsstofu frá 14. júní 2018, bréf Land lögmanna frá 11. október 2018, beiðni um umsögn um stofnun lögbýlis frá 4. maí 2018. Lagt er fram bréf atvinnuvegaráðuneytisins frá 18. febrúar 2021, ásamt gögnum sem lögð voru fram á fyrri stigum málsins, þ.e. tölvupóstur Gunnars Marons Þórissonar, dags. 16. október 2014, ásamt fylgiskjali, bréf ábúenda á Heiðarbæ I og II, Stíflisdal, Hraðastöðum og Hrísbrú, dags. 11. nóvember 2014, bréf skipulagsfulltrúa, dags. 11. nóvember 2014 og tölvupóstur Dogsledding Iceland, dags. 11. nóvember 2014. Á 218. fundi sveitarstjórnar hinn 8. nóvember 2018 hafnaði sveitarstjórn Bláskógabyggðar því með fjórum atkvæðum af sjö að veita jákvæða umsögn um umsókn um stofnun lögbýlis í landi Fellsenda (222604). Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ítrekar fyrri afgreiðslu sína. Vegna beiðni atvinnuvegaráðuneytisins, dags. 18. febrúar 2021, um upplýsingar um hvort starfsemin sé til þess fallin að raska búrekstrarstöðu (1. tl.) er vísað til bréfs ábúenda á Heiðarbæ I og II og Stíflisdal í Þingvallasveit, Hraðastöðum og Hrísbrú í Mosfellsbæ, dags. 11. nóvember 2014. Hvað varðar upplýsingar skv. 2. tl. um aðstæður á nálægum jörðum og hvernig fyrirhuguð starfsemi samræmist þeim aðstæðum er vísað til sama bréfs, þar sem þess er getið að sauðfjárrækt sé undirstöðuatvinnugrein í Þingvallasveit og einnig mikilvæg búgrein í nágrannasveitum er reka fé upp á Mosfellsheiði. Sauðfjárrækt er nánar tiltekið stunduð á nokkrum jörðum í Þingvallasveit, Bláskógabyggð, þ.e. á Heiðarbæ I og II, í Stíflisdal og á Brúsastöðum. |
||
26. | Breytingar á reglugerð nr. 125 2015 um reikningsskil sveitarfélaga – 2102040 | |
Kynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á breytingum á reglugerð nr. 1212/2015 um reikningsskil sveitarfélaga. Breytingarnar taka meðal annars til reikningshalds og ársreikningagerðar. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
27. | Vefurinn Fjölmenning í Árborg – 2102044 | |
Kynning Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 18. febrúar 2021, á nýjum vef um fjölmenningu. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
28. | Umferðarþing 2021 – 2102047 | |
Tilkynning Samgöngustofu, dags. 17. febrúar 2021, um umferðarþing sem haldið verður 19. nóvember 2021. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 18:00.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Róbert Aron Pálmason | |
Axel Sæland | Ásta Stefánsdóttir | |