278. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

278. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
18. mars 2021, kl. 15:15.

Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Kolbeinn Sveinbjörnsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1. Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2101004
13. fundur haldinn 11. mars 2021
Fundargerðin var staðfest.

2. Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
213. fundur skipulagsnefndar haldinn 10. mars 2021. Afgreiða þarf sérstaklega 4-14. lið.
-liður 4, Kjóastaðir L200837; Vegsvæði; Stofnun lóðar – 2102059
Lögð er fram umsókn frá Direktu lögfræðiþjónustu er varðar stofnun 6.500 fm vegsvæðis úr landi landi Kjóastaða 3 L200837 í Bláskógabyggð vegna endurbyggingar Skeiða- og Hrunamannavegar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæðisins skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir því erindið.

-liður 5, Tungubotnar L212210; Vegsvæði; Stofnun lóðar – 2102058
Lögð er fram umsókn frá Direktu lögfræðiþjónustu er varðar stofnun 9.327 fm vegsvæðis úr landi landi Tungubotna L212210 í Bláskógabyggð vegna endurbyggingar Skeiða- og Hrunamannavegar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggaðr gerir ekki athugasemd við stofnun vegsvæðisins skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir því erindið.

-liður 6, Skálholt L167166; Skógrækt 120 ha.; Framkvæmdaleyfi – 2103001
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Kolvið vegna ræktunar loftslagsskóga á 120,7 ha. landi innan jarðar Skálholts L167166. Lagðir eru fram samningar á milli Kolviðs og landeigenda er varðar umsótta notkun landsins.
Gert er ráð fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði á að allt að 38,16 ha. á umræddu svæði innan aðalskipulags Bláskógabyggðar merkt SL12, svæðið er að öðru leyti skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Innan deiliskipulags er jafnframt gert ráð fyrir því að svæðið utan núverandi skógræktar sé flokkað sem landbúnaðarland. Sveitarstjórn leggst ekki gegn skógrækt á svæðinu en samþykkir ekki framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt utan núverandi heimilda aðal- og deiliskipulags. Mælst er til þess að unnar verði viðeigandi skipulagsbreytingar áður en heimild verður veitt fyrir svo umfangsmikilli skógrækt. Sveitarstjórn bendir jafnframt á að skógrækt að 200 ha. er tilkynningarskyld til sveitarstjórnar sbr. lið 1.07 laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og 14. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 660/2015.

-liður 7, Snorrastaðir II; Stóruskógar; Deiliskipulagsbreyting – 2006007
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting fyrir Snorrastaði II, Stóruskóga, eftir auglýsingu. Athugasemdir og umsagnir bárust vegna málsins á auglýsingatíma og eru þær lagðar fram til afgreiðslu ásamt uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu vegna málsins verður tilkynnt um niðurstöðu sveitarstjórnar.

-liður 8, Vílsenslundur L189550; Aukið byggingarmagn; Aukahús; Deiliskipulagsbreyting – 2103014
Lögð er fram umsókn frá Lenu Huldu Nilsen er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Vílsenslundar. Í breytingunni felst aukning á byggingarheimildum fyrir auka hús á lóð úr 30 fm í 40 fm. Samhliða er óskað eftir heimild fyrir breyttu heiti lóðar í Vílsensdal.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Sveitarstjórn fellst ekki á staðfangabreytingu lóðarinnar þar sem að hún samræmist illa reglugerð um skráningu staðfanga.

-liður 9, Lækjarhvammur (L167924); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2102073
Fyrir liggur umsókn Þorkels Magnússonar fyrir hönd Karenar Lindu K. Eiríksdóttur, móttekin 24.02.2021 um byggingarleyfi fyrir 44 m2 viðbyggingu. Heildarstærð sumarbústaðs verður 88,8 m2 á sumarbústaðalandinu Lækjarhvammur L167924 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn fellst ekki á útgáfu byggingarleyfis fyrir viðbyggingu vegna nálægðar við veg og læk. Samkvæmt skipulagsreglugerð er ekki heimilt að byggja frístundahús nærri stofn- og tengivegum en 100 metra og ekki nær ám og vötnum en 50 metra. Þótt svo að húsið sé á staðnum nú þegar er gert ráð fyrir því að viðbygging verði byggð enn nær læknum en núverandi hús er. Sveitarstjórn telur forsendu þess að heimild verði veitt fyrir viðbyggingu sé að framkvæmdin fari ekki nær á eða vegi en núverandi hús. Umsækjandi getur óskað eftir undanþágu frá reglum þessum til ráðherra sbr. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga.

Kolbeinn Sveinbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu á 10., 11. og 12. lið.
-liður 10, Skálabrekka-Eystri L224848; breytt lega frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2003004
Lögð er fram tillaga til aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar legu frístundasvæðis að Skálabrekkur-Eystri L224848 ásamt umsögnum sem bárust vegna lýsingar. Í breytingunni felst að skilgreindir frístundasvæðis flákar innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri L224848 eru sameinaðir í eitt samfellt svæði. Stærð svæðisins helst óbreytt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 11, Skálabrekka-Eystri L224848; Frístundasvæði F10; Deiliskipulag – 2003005
Vilborg Halldórsdóttir f.h. eigenda Skálabrekku-Eystri L224848 leggur fram umsókn er varðar deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skálabrekku-Eystri L224848, Bláskógabyggð. Svæðið sem um ræðir er tæplega 25 ha að stærð. Reiknað er með að frístundalóðir verði á milli 0,5 til 1,0 ha að stærð. Umrætt svæði er á hverfisverndarsvæði HV1 og er einnig sérstök vatnsvernd á svæðinu (lög nr. 85/2005). Hluti svæðisins er nú þegar í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar skilgreindur sem frístundabyggð F(10). Aðkoma að svæðinu er um Þingvallaveg og aðkomuveg í gegnum land Skálabrekku. Samhliða er unnið að tillögu til aðalskipulagsbreytingar fyrir svæðið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 12, Skálabrekka L170163; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2006052
Lögð er fram tillaga til aðalskipulagsbreytingar vegna Skálabrekku L170163. Lýsing tillögunnar var kynnt frá 9-30. september 2020. Umsagnir bárust við lýsingu og eru þær lagðar fram við agreiðslu málsins. Í breytingunni felst að landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar breytist í frístundasvæði. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 19.11.2020 þar sem skipulagsfulltrúa var falið að taka saman upplýsingar um hvernig tillagan samræmist hverfisvernd svæðisins, lögum um vatnasvið Þingvallavatns og hvort að reglum aðalskipulags er varðar uppbyggingu á 2/3 hluta frístundalóða innan jarðar, áður en ráðist sé í frekari stækkun, sé uppfyllt. Lagt er fram minniblað skipulagsfulltrúa vegna málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

-liður 13, Úthlíð 2 L167181; Úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2103021
Lögð er fram umsókn ásamt skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði í stað frístundasvæðis á afmörkuðu svæði innan Úthlíðar 2 L167181.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn leggur áherslu á að forsenda breytinga sé ný aðkoma að viðkomandi svæði.

-lilður 14, Ketilvellir lóð (L167815); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2009086
Útgáfa byggingarleyfis fyrir viðbyggingu á Ketilvöllum lóð L167815 var samþykkt til grenndarkynningar á grundvelli 44. gr. skipulagslaga á 203. fundi skipulagsnefndar þann 14. október 2020. Málið var grenndarkynnt og athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á 209. fundi nefndarinnar vegna athugasemda sem snéru að afmörkun lóðar. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum innan framlagðra gagna. Athugasemdir nágranna er varðar skerðingu á útsýni lagðar fram til afgreiðslu skipulagsnefndar. Lagt er fram minnisblað byggingarfulltrúa vegna málsins ásamt ljósmyndum af svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemdir nágranna er varðar nálægð við lóðamörk eða hugsanlega skerðingu á útsýni vegna umsóttrar viðbyggingar. Af hæðarmælingu á staðnum, ljósmyndum og framlögðum teikningum af viðbyggingu telur nefndin óverulegar líkur á því að útsýni frá nágrannalóð muni skerðast vegna framkvæmdarinnar. Hæðarmunur á milli húsa er um 3 metrar og er mesta mænihæð viðbyggingar 3,58 m. Stendur því mænir viðbyggingarinnar um 58 cm ofar en gólf aðliggjandi sumarhúss. Meirihluti viðbyggingarinnar er lægri eða 3.03 m.
Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið skipulagsnefndar og samþykkir að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Þeim sem athugasemdir gerðu verði kynnt niðurstaða sveitarstjórnar.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.

3. Fundargerð stjórnar Bergrisans – 2101021
27. fundur haldinn 3. mars 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4. Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2101008
138. fundur haldinn 3. mars 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2101019
210. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 12. mars 2021
Fundargerðin var lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2101025
895. fundur haldinn 26. febrúar 2021
Fundargerðin var lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga og fundargerð byggingarnefndar – 2101013
19. fundur stjórnar haldinn 15. mars 2021
11. fundur byggingarnefndar haldinn 15. mars 2021
Fundargerðirnar voru lagðar fram.

8. Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU 2021 – 2101006
83. fundur stjórnar UTU haldinn 24. febrúar 2021
84. fundur stjórnar UTU haldinn 10. mars 2021, afgreiða þarf sérstaklega lið 5 og 6.
-liður 5, samþykktir UTU vegna stöðuleyfa. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á samþykktum UTU vegna stöðuleyfa.
-liður 6, gjaldskrá byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar að öðru leyti.

9. Fundargerðir oddvitanefndar UTU 2021 (rekstur seyrumála) – 2101012
Fundur oddvitanefndar UTU haldinn 10. mars 2021. Afgreiða þarf sérstaklega lið 2.
-liður 2, önnur mál, beiðni um að samþykkt verði sem fjárfesting á árinu 2021 verkefni sem varðar tengingu botnplötu við hreinsimannvirkja við innkeyrsludyr Seyrustaða á Flúðum. Fjárfestingarkostnaður áætlaður alls 3.000.000 kr sem skiptist á milli sveitarfélaganna í hlutföllum sem tilgreind eru í samningi aðila. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti fjárfestinguna og viðauka við fjárhagsáætlun sem nemur kr. 1.000.000. Kostnaði er mætt með lækkun á handbæru fé.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar að öðru leyti. Drög að samstarfssamningi og skiptayfirlýsing eru til afgreiðslu undir 10. og 11. lið á þessum fundi.

10. Samstarfssamningur um seyruverkefni – 2103017
Samstarfssamningur um sameiginlegan seyrurekstur, til staðfestingar.
Lagður var fram samningur sveitarfélaganna sex sem standa að sameiginlega seyruverkefninu. Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

11. Skiptayfirlýsing og lóðarleigusamningur vegna Flatholts 2 – 2103018
Lóðarleigusamningur og skiptayfirlýsing vegna Flatholts 2
Lagður var fram lóðarleigusamningur vegna Flatholts 2 og skiptayfirlýsing vegna fasteignarinnar. Sveitarstjórn samþykkir lóðarleigusamninginn og skiptayfirlýsinguna og felur Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, kt. 251070-3189, að undirrita gögnin.

12. Grundun húsa við Háholt – 2006009
Minnisblað um grundun húsa við Háholt
Róbert Aron Pálmason vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lagt var fram minnisblað Eflu verkfræðistofu um grundun húsa við Háholt. Sveitarstjórn vísar minnisblaðinu til byggingarfulltrúa.

13. Gatnahönnun og útboð – Brekkuholt – 1909011
Síðari áfangi Brekkuholts, veitulagnir og yfirborðsfrágangur, undirbúningur verðkönnunar
Lögð var fram kostnaðaráætlun vegna lagningar veitulagna, yfirborðsfrágangs og uppsetningar ljósastaura, annars vegar miðað við að klæða götuna og hins vegar miðað við að malbika. Sveitarstjórn samþykkir að lagt verði malbik á götuna og að hitaspírall verði lagður í gangstétt.

14. Hönnun nýrrar götu í Reykholti Tungurimi Borgarrimi – 2101059
Tilboð í hönnun Tungurima og Borgarrima
Tvö tilboð hafa borist í hönnun gatnanna Tungurima og Borgarrima, sbr. verðkönnun framkvæmda- og veitusviðs. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði Eflu, verkfræðistofu.

15. Hönnun nýrrar götu á Laugarvatni – 2101060
Tillaga um gatnagerð í framhaldi af staðfestingu deiliskipulags á Laugarvatni
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja undirbúningsvinnu að hönnun að gatnagerð sem myndi ná yfir götuna Traustatún frá Laugarbraut og að Traustatúni 9 og götuna Kotstún.

16. Deiliskipulag Laugaráss, starfshópur – 2103027
Tillaga um skipan starfshóps vegna endurskoðunar deiliskipulags Laugaráss
Sveitarstjórn skipar eftirtalda aðila til setu í starfshóp vegna endurskoðunar deiliskipulags Laugaráss:
Helga Kjartansson, Óttar Braga Þráinsson og Benedikt Skúlason. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, og Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi, starfi með hópnum. Sveitarstjóra er falið að gera verðkönnun vegna vinnu ráðgjafa.

17. Aðalskipulag breyting á skilmálum frístundabyggða – 2102045
Breyting á skilmálum aðalskipulags um byggingarmagn á frístundalóðum. Áður á dagskrá á 276. fundi.
Breyting á skilmálum fyrir frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2102013
Lögð er fram tillaga að breyttum skilmálum aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Tilgangur breytinganna er endurbót á reglum er varðar hámarks byggingarmagn innan frístundalóða sem falla utan þess að vera á bilinu 5-10.000 fm. að stærð. Í tillögunni felst að breyting er gerð á lið 2.3.2 frístundabyggð innan aðalskipulags þar sem segir m.a.:
Á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu 0.5 – 1 ha og nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03. Í ákveðnum tilfellum geta frístundalóðir þó verið minni og nýtingarhlutfall allt að 0,05.

Tillaga að breytingu:
Á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu 5.000-10.000 fm. Innan lóða sem eru á bilinu 3.330-13.330 fm að stærð skal heildar nýtingarhlutfall ekki fara umfram 0,03.
Innan lóða sem stofnaðar hafa verið fyrir gildistöku aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027 og eru minni en 3.330 fm eða stærri en 13.330 fm skal miða við fast byggingamagn. Allt að 100 fm innan lóða sem eru minni en 3.330 fm og allt að 400 fm innan lóða sem eru stærri en 13.330 fm.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir gerð skipulagslýsingar vegna breytingarinnar og að hún verði kynnt og send til umsagnar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn mælist þó til þess að ekki verði sett þak á byggingarmagn á stærri lóðir, heldur gildi nýtingarhlutfall aðalskipulags. Hámarksbyggingarmagn á minni lóðum verði 100 fermetrar.

18. Staða garðyrkjunáms – 2103014
Ályktun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna stöðu garðyrkjunáms
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skorar á stjórnvöld að tryggja framtíð starfsmenntanáms garðyrkjunnar á Íslandi. Á tímum þar sem áhersla er lögð á að hefja iðn- og starfsmenntanám til vegs og virðingar, áhersla lögð á fæðuöryggi þjóðarinnar, aðgerðir í loftslagsmálum og byggðaþróun verður ekki við það unað að staða starfsmenntanáms garðyrkjunnar sé í þeirri óvissu stöðu sem nú er raunin.
Sveitarstjórn telur rétt að aðskilja námið frá Landbúnaðarháskóla Íslands og tryggja framtíð þess á öðrum forsendum, svo sem með tengslum við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Mikilvægt er að starfsmenntanáminu sé tryggð örugg aðstaða í húseignum á Reykjum, enda verður ekki hægt að kenna garðyrkju nema hafa húsakost og svæði til ræktunar. Jafnframt þarf að tryggja að námið verði áfram aðgengilegt fyrir nemendur á ólíkum aldri, en algengt hefur verið að fólk sé komið af hefðbundnum framhaldsskólaaldri þegar það sækir sér menntun á þessu sviði.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur jákvætt að jafnframt verði lögð stund á nýsköpun og rannsóknir í garðyrkju á Reykjum, eftir því sem húsrúm og aðstaða leyfir. Það, sem slíkt nýsköpunarstarf leiðir fram, þarf þó á því að halda að fólk með menntun og þekkingu á sviði garðyrkju verði til staðar til að vinna með niðurstöður. Grundvallaratriði er að kippa ekki fótunum undan starfsmenntanáminu og þarf það að hafa tryggan forgang að því húsnæði sem nauðsynlegt er skv. þarfagreiningu, en aðra hluta húsnæðisins væri hægt að nýta fyrir aðstöðu til rannsókna á Reykjum.
Um er að ræða menntun sex atvinnugreina sem allar eru mikilvægar. Í Bláskógabyggð hefur átt sér stað mikil uppbygging á sviði garðyrkju, m.a. 9.000 fermetrar gróðurhúsa reistir á síðasta ári. Þá eru margar eldri garðyrkjustöðvar að ganga í gegnum endurnýjun og unnið er að ýmiskonar nýsköpun. Rímar þetta vel við stefnu stjórnvalda um að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% árið 2023 til að auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu. Öll þessi starfsemi þarf á að halda starfsfólki sem kann til verka og er nauðsynlegt að viðhalda fagmennsku í þessum greinum. Því er brýnt að tryggja það að áfram verði boðið upp á metnaðarfullt garðyrkjunám, jafnframt því sem unnið er að nýsköpun í greininni.

19. Stuðningur til að auka virkni, vellíðan og félagsfærni barna á tímum COVID-19 – 2005039
Tilkynning félagsmálaráðuneytisins, dags. 12. mars 2021, um stuðning við frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna Covid-19
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags að sækja um styrk í samræmi við erindið.

20. Aukið félagsstarf fullorðinna vegna COVID-19 – 2005038
Tilkynning félagsmálaráðuneytisins, dags. 11. mars 2021, um styrki til að auka félagsstarf fullorðinna vegna Covid-19.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags að sækja um styrk í samræmi við erindið.

21. Styrkbeiðni Hjálparstarfs kirkjunnar 2021 – 2103022
Beiðni Hjálparstarfs kirkjunnar, dags. 9. mars 2021, um styrk vegna útgáfu páskablaðs.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

22. Framtíðarhúsnæði UTU, Laugarvatni – 2009012
Kynning Eflu, verkfræðistofu, á kostnaðaráætlunum vegna breytinga á húsnæði UTU á Laugarvatni
Anne B. Hansen og Guðmundur Hjaltason komu inn á fundinn og kynntu drög að minnisblaði. Umræða varð um málið.

23. Úthlutun lóða á Laugarvatni – 2103032
Tillaga um að auglýsa lausar til umsóknar lóðir á Laugarvatni
Sveitarstjórn samþykkir að eftirfarandi lóðir verði auglýstar lausar til úthlutunar með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags á Laugarvatni sem nú er í staðfestingarferli.

Skólatún
8-10 Parhúsalóð
12, 14 og 16, Raðhúsalóð
18-20 Parhúsalóð

Herutún
2 einbýli
6 einbýli
7-9 parhús
11-13 parhús
15-17 parhús

Traustatún
11 einbýli
13 einbýli

Verslunar- og þjónustulóðir
A gata
1, 2, 4
Hverabraut 5 og 7
Verslunar- og þjónustulóðir eru auglýstar með fyrirvara um hönnun og gatnagerð.

24. Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74 1997 (beiting nauðungar), 563. mál. – 2103020
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 15. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál.

Umsagnafrestur er til 29. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

25. Frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35 1970, með síðari breytingum., 470. mál. – 2103021
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 9. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum., 470. mál.

Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

26. Frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál. – 2103023
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 8. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

Umsagnarfrestur er til 22. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

27. Frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál. – 2103024
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

Umsagnarfrestur er til 19. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

28. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7 1998 (menntun og eftirlit), 562. mál. – 2103025
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 4. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.

Umsagnarfrestur et til 16. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24 2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál. – 2103028
Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 16. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.

Umsagnarfrestur er til 6. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

30. Frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál. – 2102039
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 16. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframaleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. mál

Umsagnarfrestur er til 30. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

31. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90 2018, 585. mál – 2103029
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 16. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál

Umsagnarfrestur er til 30. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

32. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál. – 2103030
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 16. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.

Umsagnarfrestur er til 30. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

33. Viðauki við landsskipulagsstefnu 2015-2026 – 2011033
Tilkynning Skipulagsstofnunar, dags. 9. mars 2021, um að tekin hafi verið saman umsögn vegna athugasemda við tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Lagt fram til kynningar.

34. Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög – 2103026
Erindi Jafnréttisstofu, dags. 15. mars 2021, um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélögin
Lagt fram til kynningar.

35. Stöðvun óleyfisframkvæmdar, Efsti-Dalur – 2103031
Tilkynning skipulagsfulltrúa, dags. 12. mars 2021, um stöðvun óleyfisframkvæmdar vegna námu sem ekki hefur verið sótt um framkvæmdarleyfi fyrir.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 18:00.