279. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,29. mars 2021 , kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Fundinn sat í Aratungu Helgi Kjartansson, oddviti, aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
1. | Fundargerð skólanefndar – 2101002 | |
17. fundur haldinn 16. mars 2021 | ||
Fundargerðin var staðfest. | ||
2. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007 | |
214. fundur haldinn 24. mars 2021, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2-9. | ||
-liður 2, Lækjarhvammur L167917; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2103047 Lögð er fram umsókn frá Kolbrúnu Ívarsdóttur og Maríu Antonsdóttur er varðar deiliskipulagsbreytingu á lóðum Lækjarhvamms L167917 og L216467. Í breytingunni felst stækkun lóða til norðurs fjær Grafará, breyting á aðkomu að lóðunum og breytingu á skilmálum er varðar byggingarheimildir innan lóða. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. -liður 3, Efsti-Dalur 2 L167631; Ný lóð undir vélaskemmu skráða á Efsta-Dal 3 L199008; Deiliskipulagsbreyting; Stjórnsýslukæra til ÚUA – 2103036 -liður 4, Suðurhlið Langjökuls; Íshellir; Fyrirhuguð framkvæmd og skilmálar; Deiliskipulag – 2004047 -liður 5, Heiðarbær lóð L170185; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóðar – 2103057 -liður 6, Helgastaðir 1 L167105; Íbúðarhús, vélageymsla og hesthús; Fyrirspurn – 2103058 -liður 7, Heiðarbær lóð (L170252); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2103051 -liður 8, Hrosshagi 4 (L228432); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2103054 -liður 9, Eyvindartunga L167632; Stækkun Lönguhlíðarnámu E19; Aðalskippulagsbreyting – 2103067 Fundargerðin var lögð fram til kynningar, hvað aðra liði varðar. |
||
3. | Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2101020 | |
300. fundur haldinn 22. febrúar 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð stjórnar Bergrisans – 2101021 | |
28. fundur haldinn 19. mars 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2102041 | |
45. fundur haldinn 12. mars 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2101008 | |
139. fundur haldinn 17. mars 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings – 2101009 | |
47. fundur haldinn 10. mars 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
8. | Samþykkt um stöðuleyfi – 2103037 | |
Reglur um stöðuleyfi, áður til afgreiðslu á 278. fundi. | ||
Lögð var fram samþykkt um stöðuleyfi, sem stjórn byggðasamlags UTU vísaði til sveitarfélaganna til staðfestingar. Sveitarstjórn samþykkir framlagða samþykkt um stöðuleyfi. | ||
9. | Reglur um lækkun niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts – 2103048 | |
Reglur um afslátt, lækkun eða styrki vegna fasteignaskatts. | ||
Lagðar voru fram reglur Bláskógabyggðar um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts. Reglurnar byggja á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 1160/2005. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar og falla þá úr gildi reglur um sama efni frá 14. mars 2006. | ||
10. | Launrétt 1, lóðarafmörkun – 2103040 | |
Fyrirspurn Bjargar Árnadóttur, dags. 18. mars 2021, um afmörkun lóðar Launréttar 1. | ||
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að ræða við umsækjanda. | ||
11. | Leyfi fyrir matsöluvagn – 2103050 | |
Umsókn Sólstaða ehf, dags. 18. mars 2021, um leyfi til að staðsetja matsöluvagn á landi sveitarfélagsins neðan við gróðurhúsið á Laugarvatni. | ||
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að gera drög að samningi við umsækjanda. Athygli er vakin á því að sækja þarf um stöðuleyfi til UTU. | ||
12. | Þríþrautarkeppni að Laugarvatni 2021 – 2103036 | |
Erindi Ægis3 – Þríþrautarfélags Reykjavíkur, dags. 24. mars 2021, þar sem óskað er eftir leyfi sveitarstjórnar til að halda þríþrautarkeppni að Laugarvatni 13. júní 2021, og jafnframt óskað eftir styrk sem nemur kostnaði við öryggisgæslu. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að veita leyfi fyrir þríþrautarkeppni á Laugarvatni 13. júní 2021 en hafnar styrkbeiðni. | ||
13. | Kynningarrit um atvinnuhætti og menningu – 2103039 | |
Erindi Ísólfs Gylfa Pálmasonar, dags. 21. mars 2021, f.h. Íslands atvinnuhættir og menning, boð um að kynna starfsemi sveitarfélagsins í ritinu. | ||
Sveitarstjórn hafnar erindinu. | ||
14. | Styrkbeiðni Einstakra barna 2021 – 2103043 | |
Styrkbeiðni Einstakra barna, stuðningsfélags barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma, dags. 17. mars 2021. | ||
Sveitarstjórn hafnar erindinu. | ||
15. | Styrkbeiðni Dýraverndunarfélagsins Villikatta 2021 – 2103044 | |
Beiðni Villikatta, dags. 16. mars 2021, um styrk vegna umönnunar 15 villikatta úr Bláskógabyggð. Einnig beiðni um gerð samnings við sveitarfélagið. | ||
Sveitarstjórn hafnar erindinu. | ||
16. | Styrkbeiðni Körfuknattleikssambands Íslands 2021 – 2103038 | |
Styrkbeiðni Körfuknattleikssambands Íslands, dags. 23. mars 2021. | ||
Sveitarstjórn hafnar erindinu. | ||
17. | Brúarhvammur lóð 1 og 2 167 225 og 174 434 – 2103047 | |
Stefna Kvótasölunnar á hendur Bláskógabyggð, dags. 12. mars 2021, vegna deiliskipulags fyrir Brúarhvamm lóð nr. 1 og lóð nr. 2. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
18. | Atvinnuleysi og skert starfshlutfall upplýsingar frá Vinnumálastofnun COVID-19 – 2004002 | |
Yfirlit yfir hlutfall og fjölda atvinnulausra janúar 2020 til febrúar 2021 | ||
Yfirlitið var lagt fram til kynningar. | ||
19. | Atvinnuátaksverkefni Hefjum störf – 2103049 | |
Kynning Sambands íslenskra sveitarfélaga á atvinnuátaksverkefninu Hefjum störf, sjá https://www.samband.is/frettir/hefjum-storf/
Lagt fram til kynningar. |
||
20. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál – 2103041 | |
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 18. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál
Umsagnarfrestur er til 7. apríl nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
21. | Reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns – 2103046 | |
Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 25. mars 2021, þar sem vakin er athygli á því að drög að breytingu á reglugerðinni um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns eru í kynningu í samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til 13. apríl. |
||
Sveitarstjórn vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar. | ||
22. | Frumvarp til laga um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni. Mál nr. 538. – 2103051 | |
Frumvarp til laga um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni. https://www.althingi.is/altext/151/s/0900.html https://www.althingi.is/altext/erindi/151/151-2036.pdf |
||
Lagt var fram frumvarp til laga um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni, mál nr. 538. Sveitarstjórn gerir athugasemd við það að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki sent frumvarpið til umsagnar til þeirra sveitarfélaga sem hafa þjóðlendur innan sinna marka. Sveitarstjórn er það ljóst að öllum er heimilt að gera athugasemdir við frumvörp, óháð því hvort óskað hafi verið sérstaklega eftir því, en bendir á að málefnið er þannig vaxið að það á erindi beint við þau sveitarfélög sem hafa þjóðlendur innan sinna marka. Fjárlaganefnd hefur valið að senda frumvarpið til umsagnar til landshlutasamtaka sveitarfélaga en það kemur ekki í stað samráðs við sveitarfélögin í landinu og minnt er á að þau eru annað stjórnsýslustigið. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur óásættanlegt að ekki skuli gætt að því að hafa samráð við þau sveitarfélög sem málið varðar. Athugasemdafrestur sem Alþingi gaf þeim aðilum sem fengu umsagnarbeiðni er runninn út. Engu að síður felur sveitarstjórn sveitarstjóra að koma á framfæri athugasemdum við efni frumvarpsins og þann skort á samráði sem að framan greinir. Sveitarstjórn tekur undir athugasemd þjóðgarðsins á Þingvöllum þar sem bent er á að verði frumvarpið að lögum muni það geta haft veruleg áhrif á tekjuöflun þjóðgarðsins. Sveitarstjórn telur það fyrirkomulag sem boðað er í frumvarpinu um tekjur þjóðgarða ekki vera fallið til þess að auka tiltrú á því að fyrirhugaður Hálendisþjóðgarður hafi það tekjuflæði sem boðað hefur verið, svo sem í gegnum sérleyfis- og rekstrarsamninga. Sveitarstjórn tekur einnig undir athugasemdir Húnavatnshrepps í heild sinni og áréttar sérstaklega það sem þar kemur fram að ekki sé unnt að fallast á frumvarpið í núverandi mynd og að nauðsynlegt sé að það verði unnið í samráði við sveitarfélög þar sem þjóðlendur liggja, eða að þjóðlendur verði beinlínis felldar undan gildissviði frumvarpsins. |
||
23. | Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál. – 2103052 | |
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 27. mars 2021, um umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.
Umsagnarfrestur er til 9. apríl nk. |
||
Lagt fram til kynningar. | ||
24. | Áskorun um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir – 2103045 | |
Áskorun Bændasamtaka Íslands til sveitarfélaga, dags. 16. mars 2021, um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundarmenn staðfestu fundargerð með tölvupósti til fundarritara.
Fundi slitið kl. 17:55.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Róbert Aron Pálmason | |
Axel Sæland | Ásta Stefánsdóttir | |