28. fundur

28. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar
Miðvikudagur 23. okt. 2013
Laugarvatn

Grunnskóli (16:00 – 17:00)

Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Aðalheiður
Helgadóttir (AH) fulltrúi kennara, Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltrúi Grímsnes- og
Grafningshrepps.
Forfölluð: Elísabet Dröfn Erlingsdóttir fulltrúi foreldra (EDE).

1.  Starfsáætlun lögð fram. Fræðslunefnd gerði nokkrar athugasemdir við
starfsáætlunina. Til að mynda leggur fræðslunefnd áherslu á að foreldrafélag og
skólaráð verði virkt innan skólans. Kafli um námsmat þarf að koma inn. Í
kaflanum um sérfræðiaðstoð þarf að koma fram hvað er framundan þar sem
miklar breytingar eru í farvatninu. Áætlað er að taka starfsáætlun aftur fyrir á
næsta fundi.
2.  Almennur hluti af skólanámskrá lagður fram til staðfestingar. Ekki náðist að taka
hana fyrir og bíður þvi næsta fundar.
3.  Önnur mál
a)  Starfshlutfall Margrétar Larsen hefur verið breytt þar sem hún fer úr 50%
deildarstjórastöðu i 80% og sér alfarið um sérkennslusvið.
b)  Verið er að vinna í því að finna einhvern til að sjá um félagsmál nemenda.

Leikskóli (17:00 – 18:00)

Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH),  Júlíana
Tyrfingsdóttir leikskólastjóri Álfaborg (JT), Þuríður Ágústa Sigurðardóttir fulltrúi
starfsmanna (ÞÁS), Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólahluta
Bláskógaskóla (SBA), Áshildur Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra í Álfaborg (ÁS)

1.  Nýr fulltrúi starfsmanna í Álfaborg, Þuríður Ágústa Sigurðardóttir boðin
velkomin og Agnesi Magnúsdóttur þakkað fyrir sitt framlag í fræðslunefnd.

2.  Samskipti skóla og trúfélaga. Júlíana var með kynningu á því hvaða viðmið
hópurinn sem skipaður var af mennta- og menningarmálamálaráðuneytinu setti
fram. Fræðslunefnd samþykkir að stuðst verði við þau viðmið. Hrund leggur
áherslu á að foreldrar fái ávallt að vita ef eitthvað trúartengt starf er á döfinni s.s.
helgileikur í aðdraganda jóla. Ef foreldrar hafa eitthvað út á það að setja þá verði
brugðist við því og önnur verkefni fundin fyrir það barn. Meðfylgjandi er skjal
sem sýnir þessi viðmið.

3.  Önnur mál
a)  Júlíana og Hrund leggja fram bréf þar sem farið er fram á að
leikskólarnir fái að loka milli jóla og nýárs. Bréfið var tekið fyrir og
samþykkt að senda bréfið áfram til sveitarstjórnar.