28. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þriðjudaginn 6. apríl 2004, kl. 13:30 í Fjallasal, Aratungu.

 

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýsdóttir, Gunnar Þórisson, Snæbjörn Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Kjartan Lárusson auk Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra sem ritaði fundargerð.

 

Arinbjörn  Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi sat sveitarstjórnarfundinn að 6. tölulið.

 1. Aðalskipulag Þingvallasveitar. Skipulagsfulltrúar verkefnisins “ Á milli fjalls og fjöru “ Haraldur Sigurðsson, Pétur H. Jónsson og Oddur Hermannsson kynntu helstu hugmyndir að stefnumörkun fyrir Þingvallasveit.  Skipulagsfulltrúum falið að koma með ítarlegri hugmyndir að frístundabyggð og hverfisvernd.   Að öðru leiti samþykkt fyrstu drög að aðalskipulagi fyrir Þingvallasveit.
 2. Skipun vinnuhóps vegna byggingarframkvæmda við skóla Bláskógabyggðar. Samþykkt að vinnuhópinn skipi: Sveinn A. Sæland formaður,  Tómas Tryggvason og Kjartan Lárusson.  Til vara Drífa Kristjánsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson, Sigurlaug Angantýsdóttir.
 3. Frumvarp til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Þann 23. janúar s.l. kynnti umhverfisráðherra sveitarstjórn Bláskógabyggðar tillögu til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.

Á þeim fundi kom fram gagnrýni sveitarstjórnar vegna tillögunnar og bent á að   ekki væri nauðsyn á umræddum lögum enda tæki aðalskipulag Þingvallasveitar og Laugardals á vatnsvernd fyrir Þingvallavatn og vatnasvið þess.  Einnig gerði sveitarstjórn ýmsar athugasemdir við tillöguna.  Bent var á að vatnsverndarsvæðið í lagafrumvarpinu væri víðfeðmara en það er landfræðilega og voru gerðar lagfæringar á því samkvæmt tillögu sem sveitarstjórn fékk í hendur 5. apríl 2004.

 

Sveitarstjórn mótmælir því harðlega að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum sé ekki hluti af vatnasvæðinu í vatnsverndarfrumvarpinu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar áréttar skoðun sína, sem fram kom á fundi með   Umhverfisráðherra, að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp til laga um vatnsvernd fyrir Ísland í heild, en láti það vera að leggja fram sérstakt frumvarp til laga um vatnsvernd Þingvallavatns.  Almenn lög um vatnsvernd á Íslandi hljóta að vera fullnægjandi til að vernda Þingvallavatn.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar minnir á að samkvæmt lögum um sveitarfélög og stjórn þeirra þá er Þingvallavatn, vatnasvið þess og verndun, á ábyrgð sveitarfélagsins.  Verið er að vinna aðalskipulag fyrir Þingvallasveit og mun því ljúka á þessu ári.  Í aðalskipuvinnunni eru fram komnar metnaðarfullar tillögur sem ná yfir vatnsverndarsvæði frumvarpsins.   Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir því að valdsvið hennar sé skert, með lögum um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.

 

 

 

 

 1. Stjórnarfrumvarp um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Nýtt frumvarp sem forsætisráðherra kynnti á Alþingi, 5. apríl.

 

Eftirfarandi bókun sveitarstjórnar var samþykkt samhljóða.

Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Ekkert samráð hefur verið haft við sveitarstjórn Bláskógabyggðar og hún hvorki fengið frumvarpið til umfjöllunar né umsagnar.

 

Sveitarstjórn átelur þessi vinnubrögð stjórnvalda harðlega og krefst þess að frumvarpið verði þegar stöðvað í Alþingi þannig að það geti fengið eðlilega umfjöllun sveitarstjórnar.

 

Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum bera sveitarstjórnir ábyrgð á gerð aðalskipulags, þar með verndun vatna og vatnasviðs þeirra.  Því er óeðlilegt og andstætt skipulagslögum að Þingvallanefnd fái forræði yfir þeim hluta Þingvallavatns og vatnasvið þess sem liggur innan þjóðgarðsins.

 

Sveitarstjórn telur eðlilegt að hugað sé að stækkun hins friðhelga lands og tryggja þar með enn frekar varðveislu menningarminja og náttúru sem vart á sinn líka í heiminum.

Um þessar mundir er unnið að aðalskipulagi Þingvallasveitar sem verður fyrsta aðalskipulag þessa mikilvæga svæðis. Í þeirri vinnu hefur verið horft til landslagsheilda fremur en eignamarka þegar verndargildi er metið. Því er sveitarstjórn þeirrar skoðunar að að eðlilegt sé að ný þjóðgarðsmörk séu dregin í anda þeirrar hugmyndafræði.

 

Í bréfi sem sveitarstjórn afhenti Þingvallanefnd á fundi þann 29. janúar kemur m.a. fram eftirfarandi:

sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna til þess að taka höndum saman við Þingvallanefnd um stækkun þjóðgarðsmarka í anda þeirrar stefnumótunar sem gerð var á vegum Þingvallanefndar árið 1988. Þá horfum við ekki síst til svæða austan og norðan núverandi þjóðgarðsmarka sem eru án vafa hluti af þeirri ásýnd sem lög og fyrirhugaðar lagasetningar hafa að meginmarkmiði að vernda. þjóðgarður sem hefur innan sinna marka einstakar jarðmyndanir eins og Hrafnabjörg, Tindaskaga og jafnvel Skjaldbreiði hljóta að vera umsókn um upptöku í heimsminjaskrá UNESCO til framdráttar.”

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur eðlilegt að í nýju lagafrumvarpi verði ákveðið að sveitarstjórn eigi einn fulltrúa af þremur í Þingvallanefnd til að forða frekari árekstrum í framtíðinni.

 

 1. Skipulagsmál.
 2. a)    Skálabrekka.

Lögð fram deiliskipulagstillaga frístundabyggðar í landi Skálabrekku í Þingvallasveit. Höfundur er Pétur H. Jónsson arkitekt.

Gert er ráð fyrir 8 nýjum lóðum fyrir frístundahús að stærðinni 7.600 til 8.700 m². Lóðirnar eru allar innan þess svæðis sem skilgreint er sem sumarbústaðasvæði í svæðisskipulagi fyrir Þingvalla-,Grímsnes-, og Grafningshreppa,  sem taka skal mið af í fyrirvara hreppsnefndar Þingvallahrepps við niðurfellingartillögu svæðisskipulagsins  þar til að aðalskipulag yrði staðfest.

Sveitarstjórn samþykkir auglýsingu deiliskipulagsins.  Sveitarstjórn leggur áherslu á að við framkvæmdir á svæðinu verði tekið fullt tillit til umhverfisins og verði í anda svæðisskipulagsins. Skipulagsfulltrúa falið að afla meðmæla Skipulagsstofnunar til auglýsingar skv.3.tl. viðauka við skipulags-og byggingarlög nr.73/1997. Byggingarleyfi sem byggingarnefnd hefur veitt á viðkomandi deiliskipulagssvæði á fundi sínum þann 30.mars staðfestist ekki  fyrr en að loknu deiliskipulagsferli.

 

 1. b)     Úthlíð, Kóngsvegur 10, 12, 14, 16, 18, 20 og 22. Einnig Birkistígur 1 og 2. Breyting á staðfestu deiliskipulagi Úthlíðar. Tillagan var í kynningu frá 13.febrúar til 12.mars. Athugasemdafrestur var til 26.mars. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna.
 2. c)     Bergsstaðir. Tillaga að deiliskipulagi lögbýlisins Skógarbergs. Gert er ráð fyrir 3,3 ha byggingarreit og innan hans er gert ráð fyrir íbúðarhúsi og tveimur útihúsum. Byggingarreitur er inni á landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi. Sveitarstjórn samþykkir auglýsingu deiliskipulagstillögunnar skv. 25.gr. skipulags-og byggingarlaga.
 3. d)     Háholt, Laugarvatni. Óveruleg deiliskipulagsbreyting lóðar númer 7. Einbýlishúsalóð verður parhúsalóð. Skipulagsfulltrúa falið að standa fyrir grenndarkynningu.
 4. e)     Brekka, deiliskipulag tveggja íbúðarhúsalóða auk hesthúss á jörðinni Brekku. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv.25.gr. skipulags-og byggingalaga.
 5. f)       Efsti-Dalur I. Lóðablöð 4 frístundalóða undir áður gerða bústaði. Lóðirnar eru allar á landi sem er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Stærð þeirra er 5.140 m2, 5.124 m2, 4.644 m2 og 1.560 m2. Sveitarstjórn samþykkir lóðaskiptingu og afsalar sér forkaupsrétti.
 6. g)     Efri-Reykir Lóð undir áður gert íbúðarhús. Stærð lóðar 6.065 m2. Sveitarstjórn samþykkir lóðarskiptingu og afsalar sér forkaupsrétti.
 7. h)     Deiliskipulag Kjóastöðum II. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa 1. áfanga deiliskipulagsins skv. 25 gr. skipulags- og byggingalaga enda er það í samræmi við staðfest aðalskipulag.
 8. i)        Reiðvegur í Laugarási. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi varðandi reiðveg vestan byggðar í Laugarási.
 9. Fundargerð byggðaráðs frá 30. mars 2004. Kynnt og samþykkt.

 

 

 

Fundi slitið kl. 19:10.