28. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar. haldinn 20. janúar 2004 kl. 13:30.

 

Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson auk Ragnars S. Ragnarssonar sem ritaði fundargerð.

 

  1. Landskiptagjörð fyrir jarðirnar Úthlíð I og Úthlíð II Biskupstungum.  Byggðaráð leggur til að landskiptagjörðin verð staðfest af sveitarstjórn.
  2. Bréf frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands dags. 29. desember 2003 þar sem fram koma upplýsingar um framlög sveitarfélaga á Suðurlandi til Atvinnuþróunarsjóðsins á árinu 2004, en samkvæmt því er hlutur Bláskógabyggðar kr. 1.638.982-.
  3. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 9. janúar 2004 þar sem fram kemur að Bláskógabyggð er veittur frestur til 27. janúar 2004 til að skila fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.
  4. Bréf frá Lánasjóði Sveitarfélaga dags. 7. janúar 2004 þar sem fjallað er um lánsumsóknir 2004, en umsóknafrestur er til 31. janúar 2004.  Sveitarstjóra er falið að sækja um lán að upphæð kr. 25.000.000- vegna skuldbreytinga þ.e. að breyta skammtímaláni í langtímalán hjá sveitarsjóði.  Einnig samþykkt ábyrgð vegna skuldbreytinga hjá Hitaveitu Laugarvatns að fjárhæð kr. 18.000.000.-
  5. Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2004.  Vinnu lokið fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun sem verður eftir viku 27. janúar 2004.
  6. Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram til staðfestingar:
  1. Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 5. jan. 2004.
  2. Fundargerð 17. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar sem haldinn var 8. jan. 2004.

 

 

Fundi slitið kl. 15:30.