28. júní

SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU

Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps  um skipulagsmál.

 

 

 

FUNDARGERÐ

 

 

28.FUNDUR

miðvikudaginn 9. ágúst 2006, kl. 9 haldinn á  Laugarvatni

 

Nefndarmenn:

Margeir Ingólfsson                                                         Bláskógabyggð

Ingvar Ingvarsson                                                            Grímsnes-og Grafningshr.

Sigurður Ingi Jóhannesson                                              Hrunamannahreppur

Gunnar  Örn Marteinsson                                               Skeiða-og Gnúpverjahr.

Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:

Pétur Ingi Haraldsson

 

 


FUNDARGERÐ

 

Sameiginleg mál

 

 1. Frumvarp til skipulagslaga

Farið yfir helstu ákvæði frumvarps til nýrra skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að senda inn athugasemdir í anda umræðna á fundi.

 

 1. Yfirlit yfir stöðu skipulagsmála

 

Fjöldi mála í skipulagsnefnd 2006, 6 fundir (sama málið1-3).

            Sameiginleg mál                                    10         5%

Bláskógabyggð                          76         38%

            Grímsnes- og Grafningshreppur   58         29%

            Hrunamannahreppur                               35         17,5%

            Skeiða- og Gnúpverjahreppur                  21         10,5%

            Samtals                                                200

 

Fjöldi auglýstra tillagna 2006

            Bláskógabyggð                          27         41,5%

            Grímsnes- og Grafningshreppur   23         35,4%

            Hrunamannahreppur                               8          12,3%

            Skeiða- og Gnúpverjahreppur                  7          10,8%

            Samtals                                                65

 

Fjöldi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga sem hafa tekið gildi með auglýsingu í b-deild stjórnartíðinda

            Bláskógabyggð                          43         49,4%

            Grímsnes- og Grafningshreppur   36         41,4%

            Hrunamannahreppur                               5          5,7%

            Skeiða- og Gnúpverjahreppur                  3          3,4%

            Samtals                                                87

 

 1. Sameiginleg fráveita

Lagt fram til kynningar rit Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá júlí 2006 sem kallast: Hreinsivirki fráveitu, þriggja hólfa rotþró og siturbeð – Yfirlit um byggingu fráveitu og hreinsivirki fyrir nokkur íbúðarhús í Ölfusi.

 

 1. Reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns.

Lögð fram til kynningar nýlega samþykkt reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns. Reglugerðin hefur áhrif á deiliskipulag svæða innan Bláskógabyggðar (Þingvallasveit) og Grímsnes- og Grafningshrepps (Grafningur) og þá sérstaklega m.t.t. aukinna krafa til fráveitu en ekki er lengur heimilt að notast við venjulega rotþró heldur skal beita ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa hreinsun.  Öll ný hús verða að uppfylla þessi skilyrði þegar í stað en eldri byggingar og þær sem framkvæmdir eru hafnar við hafa frest til 2011 til að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar.

 

 1. Stefna um aukahús – sameiginleg stefna

Skipulagsfulltrúi kom með tillögu um hvort að ekki væri tilefni til að skipulagsnefnd myndi beita sér fyrir því að mótuð yrði sameiginleg stefna í sveitarfélögunum fjórum varðandi svokölluð aukahús á frístundalóðum. Það verður sífellt algengara að óskað sé eftir stærri aukahúsum (gestahúsum) en þekkst hafa til þessa og að mati skipulagsfulltrúa er þörf á að sveitarfélögin móti sér stefnu um hvernig taka eigi á slíkum málum.

 

 1. Kostnaðaráætlun Loftmynda ehf. í loftmyndir fyrir sveitarfélögin

Lagt fram til kynningar á áætlun Loftmynda ehf. (ekki föst tilboð) við að kaupa aðgang að kortagrunnum þeirra til allrar skipulagsvinnu. Ástæða þess að óskað var eftir verði frá Loftmyndum tengist uppbyggingu mála- og gagnaskrá fyrir embætti skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa.

 

Skipulagsfulltrúi leggur til að kannað sé í hverju sveitarfélagi fyrir sig hvort og þá hvaða landfræðilegu gögn eru til og síðan lagt mat á hvernig standa eigi að framhaldi málsins.

 

 

Bláskógabyggð

 

 1. Austurhlíð í Biskupstungum, deiliskipulag frístundabyggðar,

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Austurhlíðar..

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 4 frístundahúsalóðum sem allar eru rúmleg 0,45 ha  á um 2 ha svæði rétt norðvestan við bæjartorfu Austurhlíðar. Gert er ráð fyrir að á hverri lóð verði heimilt að reisa allt að 150 m² frístundahús og allt að 30 m² aukahús.

Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafrest til 27. júlí. Engar athugasemdir bárust.

Í umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 8. júní er ekki gerð athugasemd við tillöguna. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 11. júlí er ekki gerð athugasemd við tillöguna en bent á að æskilegt væri að fjalla ítarlegar um neysluvatn auk þess sem bent er á möguleika á hagkvæmni sameiginlegrar fráveitu með sameiginlegu hreinsivirki.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og tekur undir ábendingu heilbrigðiseftirlitsins og hvetur lóðarhafa til að koma á sameiginlegri fráveitu í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

 

 1. Austurhlíð III í Biskupstungum, lóðablað.

Lagt fram lóðablað unnið af VGS verkfræðistofu yfir 2.815 m² lóð úr landi Austurhlíðar.Skipulagsnefnd samþykkt á fundi sínum teikningar af húsi sem byggja á á lóðinni í samræmi við 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Samþykkt svk. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Bergsstaðir í Biskupstungum, deiliskipulag frístundahúsalóðar, land Halldórs Jónssonar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundahúsalóðar í landi Bergsstaða, á svæði með landnúmer 167205.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 1,8 ha frístundahúsalóð þar sem heimilt verður að reisa allt að 150 m² frístundahús og allt að 20-25 m² aukahús. Í umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 12. júlí 2006 er ekki gerð athugasemd við tillöguna.

Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafrest til 27. júlí. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Bergsstaðir í Biskupstungum, deiliskipulag frístundahúsalóðar, land Vilmundar Þorsteinssonar.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Bergsstaða, á svæði með landnúmer 189401.

Í  tillögunni sé gert ráð fyrir einni 3 ha lóð með byggingarreit fyrir eitt frístundahús allt að 150 m² og aukahús allt að 20-25 m². Í umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 12. júlí 2006 er ekki gerð athugasemd við tillöguna.

Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafrest til 27. júlí. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og tekur undir ábendingu heilbrigðiseftirlitsins og hvetur lóðarhafa til að koma á sameiginlegri fráveitu

 

 1. Brú í Biskupstungum, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Brúar í Biskupstungum. Í tillögunni felst að á 36,7 ha svæði norðan Biskupstungnabrautar, rétt austan Tungufljóts og vestan bæjartorfu á Brú er gert ráð fyrir 30 frístundahúsalóðum. Lóðirnar eru á bilinu 5.644 – 15.086 m² að stærð og verður heimilt að reisa allt að 150 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Gert er ráð fyrir rotþró á hverri lóð en þær skuli staðsettar þannig að mögulegt verði að tengja þær síðar við sameiginlega rotþró. Gert er ráð fyrir tveimur svæðum fyrir sameiginlega siturlögn. Í umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 15. júní 2006 er ekki gerð athugasemd við tillöguna. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 4. ágúst 2006 er bent á að vegna þéttleika og fjölda lóða  ætti að huga að hagkvæmni þess að koma á sameiginlegri fráveitu og hreinsivirki. Hreinsivirki, sitursvæði og frágangur skal vera í samræmi við reglur Umhverfisstofnunar og skipulag fráveitu og vatnsveitu unnið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafrest til 27. júlí. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Margeir Ingólfsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

 1. Dalsmynni í Biskupstungum, deiliskipulag lögbýlis.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lögbýlis á um 15 ha spildu úr landi Dalsmynnis í Biskupstungum. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum þar sem heimilt verður að reisa allt að 400 m² íbúðarhús, allt að 100 m² bílskúr, allt að 200 m² geymsluhús og allt að 200 m² hesthús. Fyrir liggur samþykkt um stofnun lögbýlis.

Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafrest til 27. júlí. Engar athugasemdir bárust. Haft var samráð við Vegagerðina varðandi tenginu inn á svæðið en formleg umsögn þeirra hefur ekki borist.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar.

 

 1. Efri Reykir í Biskupstungum, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efri Reykja. Í tillögunni er gert ráð fyrir að einni frístundalóð verði bætt við auk þess sem verið er að staðfesta lóðamörk með hnitsetningu sem felur í sér breytta afmörkun lóða. Allar lóðir innan skipulagssvæðisins eru í eigu Efri – Reykja en skipulagið hefur áhrif á tvær aðliggjandi lóðir með þeim hætti að lóðamörk þeirra hafa verið hnitsettar.

Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafrest til 27. júlí. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um samþykki eigenda lóða 1 og 21 þar sem afmörkum lóða þeirra breytist eins og kemur fram í greinargerð.

 

 1. Höfði í Biskupstungum, deiliskipulag lóðar fyrir íbúðarhús

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsalóðar í landi Höfða. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeiganda.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 5 ha lóð rétt suðvestan við bæjartorfu Höfða með aðkomu frá Höfðavegi. Heimilt verður að reisa allt að 500 m² íbúðarhús og allt að 350 m² skemmu innan byggingarreitar. Mænishæð húsa má vera allt að 7 m og þakhalli á bilinu 0-45 gráður. Fram kemur að neysluvatn sé fengið úr vatnsveitu sveitarfélagsins.

 Skipulagsnefnd telur að áður en hún geti afgreitt deiliskipulagið til auglýsingar þurfi umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins að liggja fyrir auk þess sem gera þarf nánari grein fyrir neysluvatnstöku og vatnsveitu og þarf samningur um þá þjónustu að liggja fyrir.

 

 1. Litla-Fljót Biskupstungum, tvær íbúðarhúsalóðir, deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi tveggja íbúðarhúsalóða í landi Litla-Fljóts. Tillagan var samþykkt að loknum kynningartíma á fundi skipulagsnefndar þann 29. júní sl. og var sú samþykkt staðfest í byggðaráði Bláskógabyggðar 25. júli.  Engar athugasemdir bárust. Í tillögunni fólst að gert var ráð fyrir tveimur 3.780 m² íbúðarhúsalóðum rétt norð-austan við núverandi íbúðarhús á Bæjartorfu Litla-Fljóts með aðkoma að svæðinu þar í gegn. Heimilt yrði að reisa allt að 280 m² íbúðarhús og gert ráð fyrir að frárennsli tengist inná sameiginlega rotþró á svæðinu.

Landeigandi hefur nú óskað eftir að lóðirnar tvær verði stækkaðar þannig að þær verði 8.880 m² hvor án þess að breytingar verði á skilmálum skipulagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með ofangreindri breytingu og lítur svo á að þær séu það óverulegar að ekki þurfi að kynna tillöguna að nýju.

 

 1. Miðhús í Biskupstungum, deiliskipulag frístundabyggðar. Þrívörðuás.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 6 frístundalóða í landi Miðhúsa.

Beiðandi: Geirþrúður Sighvatsdóttir.

Gert er ráð fyrir 6 8.000 m² frístundalóðum austan, sunnan og vestan í svokölluðum Þrívörðuás. Aðkoma er frá vegi inn í frístundabyggðina þar innan við.

Tillagan var í kynningu frá 31. mars til 28. apríl 2006 með athugasemdafrest til 12. maí.  Engar athugasemdir bárust. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps fyrir samsvarandi svæði og var hún staðfest af ráðherra 3. júlí 2006.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Minnt er á ákvæði aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012 varðandi hverfisvernd Kóngsvegar.

 

 1. Miðhús í Biskupstungum, deiliskipulag frístundabyggðar. Endurskoðun.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á 14 ha spildu í landi Miðhúsa. Í tillögunni er gert ráð fyrir 4 lóðum, einni 7 ha með tveimur byggingarreitum og þremur 2,3 ha lóðum með einum byggingarreit hver. Heimilt verður að reisa allt að 150 fm frístundahús innan byggingarreitar auk allt að 35 fm gestahús. Með samþykkt deiliskipulagsins fellur úr gildi deiliskipulag fyrir svæðið frá 1998 m.s.br.

Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafrest til 27. júlí. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

 

 1. Reykjavellir í Biskupstungum, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Reykjavalla.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 25 frístundahúsalóðum á 13,3 ha svæði sem afmarkast af girðingu og skurðum við skipulagt íbúðarsvæði Reykholts að norðaustan, landi Goðatúns að suðvestan, áður skipulögðu frístundasvæði að suðvestan og heimalandi Reykjavalla að norðvestan.

Tillagan var í kynningu frá 29. september til 27. október 2004 með athugasemdafrest til 10. nóvember. Engar athugasemdir bárust. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi og var sú breyting staðfest af Umhverfisráðherra 3. júlí 2006.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Syðri-Reykir í Biskupstungum, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar í landi Syðri-Reykja sem kallast Lambhagi. Í tillögunni er gert ráð fyrir 48 frístundahúsalóðum á um 48 ha svæði austan þjóðvegar nr. 55, ofan við frístundahúsahverfi sem kallast Arnarhóll og að ánni Fullsæll. Aðkoma er um núverandi vegi frá þjóðveginum. Lóðirnar eru á bilinu 3.600 – 9.000 m² að stærð og verður heimilt að reisa allt að 200 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús.

Gert er ráð fyrir að deiliskipulag frá 13. september 1994 falli úr gildi við samþykkt þessa skipulags. Helstu breytingar frá gildandi deiliskipulagi eru þær að þrjár lóðir bætast við við Lambhaga (11a, 11b og 24a) auk þess sem nú er gert ráð fyrir 8 frístundahúsalóðum syðst á svæðinu þar sem áður var gert ráð fyrir þéttri orlofshúsabyggð á sameiginlegri lóð.

Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafrest til 27. júlí. Athugasemd barst frá eigendum að lóðum 24, 26 og 28 í Lambhaga þar sem mótmælt er að gert sé ráð fyrir lóð (24a) á svæði sem er leiksvæði í gildandi deiliskipulagi (taka út neðangreint):

 • að gert sé ráð fyrir nýrri lóð (24a) á svæði sem áður var leiksvæði og að nú sé ekki gert ráð fyrir neinu leiksvæði við Lambhaga
 • að á sameiginlegu svæði sem var hluti af lóðakaupum sé gert ráð fyrir nýrri sumarbústaðalóð,
 • að stærð nýrrar lóðar sé í ósamræmi við aðrar lóðir á svæðinu,
 • að breyting hindri aðgang að Fullsæl og minnkar þannig útivistarmöguleika,
 • að við breytingu muni umferð veiðimanna sem hefur verið á sameiginlegum svæðum flytjast yfir á einkasvæðin,
 • að forsenda kaupa á lóð 24 var að hún var hornlóð og mun breyting rýra verðgildi hennar.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með þeirri breytingu að lóð 24a við Lambhaga er felld út til að koma til móts við athugasemd. Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemdum í samræmi við ofangreinda afgreiðslu.

 1. Syðri-Reykir, lóðablað. Eyrar

Lagt fram lóðablað unnið af Verkfræðistofu Suðurlands yfir skiptingu á landsspildu nr. 167457 úr landi Syðri-Reykja í 7 hluta, þar af í fimm 2.888 m² frístundahúsalóðir, eina 2.770 m² sameiginlega frístundahúsalóð og eina 67.112 m² lóð sem er óræktað land/eyri sem flæðir yfir.

Þar sem ósamræmi upp á rúman 1 ha er í uppgefinni stærð lóðarinnar í fasteignamati og mældri stærð á lóðablaði getur Skipulagsnefnd ekki samþykkt landsskiptin nema með samþykki eigenda aðliggjandi landa.

 

 1. Úthlíð í Biskupstungum, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar. Rjúpnabraut 9, 9a og 9b.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Úthlíð, Rjúpnabraut 9, 9a og 9b. Beiðandi er ÓlafurBjörnsson.

Í breytingunni felst að tveimur lóðum er bætt  við ofan við lóð 9 við Rjúpnabraut. Lóðirnar tvær, Rjúpnabraut 9a og 9b, eru báðar 5.000 m² að stærð og er kvöð um aðkomu að þeim um lóð nr. 9. Heimilt verður að reisa allt að 150 m² frístundahús og allt að 20 m² gestahús/geymslu. Mænishæð má vera allt að 6,5 m frá neðsta gólfkóta.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsögn Fornleifaverndar ríkisins liggur fyrir. Að auki þarf að setja tillöguna upp sem breytingu á deiliskipulagi en ekki sem nýtt deiliskipulag þar sem lóðirnar tengjast beint því skipulagi sem fyrir er. Einnig er ekki gert ráð fyrir vatni frá vatnsveitu Bláskógabyggðar.

 

 1. Úthlíð í Biskupstungum, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar. Rjúpnahlíð, golfvöllur og smáhýsi.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Úthlíð. Beiðandi er Ólafur Björnsson.

Gert er ráð fyrir 5 frístundahúsalóðum á bilinu 8.040 m² – 19.476 m² við Djáknahlíð sem liggur upp að landamörkum við Miðhús. Heimilt verður að reisa allt að 100 m² frístundahús og allt að 10 m² aukahús með mænishæð upp á 5,5 m. Þá er gert ráð fyrir 15 allt að 50 m² smáhýsum og 4 allt að 200 m² þjónustuhúsum á tjald- og ferðaþjónustusvæði ofan þjóðvegar. Við austurhluta golfvallar, neðan þjóðvegar,  er gert ráð fyrir 5 allt að 50 m² smáhýsum og vestan við golfvöllinn er gert ráð fyrir allt að 800 m² geymsluhúsnæði.

Gert er ráð fyrir sér rotþró fyrir hvert frístundahús við Djáknahlíð en sameiginleg rotþró og sitursvæði verður fyrir smáhýsi og þjónustuhús og eru þrjú slík svæði sýnd á uppdrætti.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsögn Heilbrigðisnefndar Suðurlands, Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðarinnar (vegna vegar að geymsluhúsnæði) liggur fyrir. Bent er á að æskilegt væri að hámarksstærð frístundahúsa við Djáknahlíð væri meiri og í samræmi við önnur svæði í Úthlíð, sérstaklega m.t.t. stærðar lóðanna. Einnig þyrfti að koma fram á uppdrætti hvers kyns hús gert er ráð fyrir á hverjum byggingarreit, t.d. S (smáhýsi), Þ (þjónustuhús) og G (geymsluhúsnæði).

 

 1. Laugardalshólar í Laugardal, frístundalóð

Lögð fram hnitsett teikning af lóð með landnúmer 167824 í landi Laugardalshóla. Beiðandi er María S. Daníelsdóttir.

Samkvæmt teikningu er lóðin 3512 m² en er skráð 3.300 m² í fasteignamati. Áætlað er að reisa frístundahús á lóðinni en frístundahús hafa risið á öðrum lóðum í nágrenni við hana án þess að fyrir liggi deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingu frístundahús á ofangreindri lóð skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar og að mænishæð verði ekki hærri en 6,5.  Skipulagsfulltrúi mun sjá um að fyrirhugaðar framkvæmdir verði kynntar fyrir eigendum aðliggja lóða í samráði við beiðanda.

Þar sem ósamræmi er á milli teikningar og skráningu lóðar í fasteignamati getur skipulagsnefnd ekki samþykkt afmörkun lóðarinnar nema að eigendur aðliggjandi lóða staðfesti að þeir geri ekki athugasemdir við lóðamörk með undirskrift sinni á teikninguna.

 

 1. Laugavatn í Laugardal, óveruleg breyting á deiliskipulagi við Einbúa.

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Einbúa á Laugarvatni. Beiðandi: Byggingarfélagið Geysir.

Í tillögunni felst að lóðirnar Háholt 3 og 5 eru sameinaðar og í stað tveggja parhúsa er gert ráð fyrir einu raðhúsi með 6 íbúðum. Húsnúmer breytast úr 3 og 5 í 3, 3a, 3b, 5, 5a, 5b. Gert er ráð fyrir samtals 12 bílastæðum á lóðunum en að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.

Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna á fundi sínum þann 18. maí 2006 skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um grenndarkyninngu. Tillagan var send íbúum/lóðarhöfum við Háholt þann 2. júní og þann 15. júní barst athugasemd undirrituð af 10 íbúum við Háholt.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna óbreytta  skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga og jafnframt umsögn um athugasemdirnar.

 

 1. Skálabrekka í Þingvallasveit, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð fram til kynningar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar í Skálabrekku. Tekur umsögnin m.a. mið af nýsamþykktri reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns.

Fram kemur að miðað við þéttleika og fjölda lóða er talið að nauðsyn sé á sameiginlegri fráveitu og hreinsivirki með safntanki eða þriggja þrepa eftirhreinsun, enda sé jarðvegur og landslag hentugt til slíkra framkvæmda. Einnig er bent á að gera þurfi nánar grein fyrir neysluvatnstöku og vatnsveitu ásamt upplýsingum um vatnsmagn, gæði og öryggi neysluvatns.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til landeigendur hafa fundið lausn á skipulagi fráveitu og neysluvatnsmála í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, auk þess sem umsögn Umhverfisstofnunar liggur ekki fyrir að svo stöddu.

 

Grímsnes-og Grafningshreppur

 

 1. Ásgarður í Grímsnesi, breyting á deiliskipulagi Ásborga.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarhúsahverfisins Ásborgir. Beiðandi er Ólafur Laufdal/Pétur H. Jónsson.

Í tillögunni felst annars vegar að lóð nr. 30 stækkar um tæpa 500 m² á kostnað lóðar nr. 32, og hins vegar að byggingarreitir lóða í innri hring stækka auk þess sem bindandi lína við götu fellur niður.

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Bjarnastaðir í Grímsnesi, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Tjarnholtsmýri í landi Bjarnastaða 1. Sama tillaga var lögð fyrir skipulagsnefnd 18. maí sl. en var hafnað og 29. júní var breytt tillaga lögð fyrir skipulagsnefnd sem einnig var hafnað.

Beiðandi: Svanfríður Sigurþórsdóttir.

Í tillögunni felst að lóðum nr. 13 (10,1 ha) og 15 (9,5 ha)  er skipt niður í fjórar lóðir, þ.e. lóð 13 (2,71 ha), 13a (7,39 ha), 15 (2,50 ha) og 15a (7,0 ha).

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Minna Mosfell í Grímsnesi, deiliskipulag frístundabyggðar. Svæði sunnan þjóðvegar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í landi Minna Mosfells, svæði sunnan þjóðvegar. Beiðandi er Ólafur Hjaltested á Bjarnastöðum.

Í tillögunni felst að á 22 ha svæði sunnan Biskupstungnabrautar, á móts við nýlega samþykkt deiliskipulag frístundabyggðar í Undirhlíðum, er gert ráð fyrir 20 frístundahúslóðum á bilinu 5.100 m² 14.000 m² þar sem heimilt verður að reisa allt að 150 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Mænishæð frá jörðu má vera allt að 6 m og þakhalli á bilinu 0-45 gráður. Fram kemur að svæðið tengist kaldavatnsveitu hreppsins og að gert sé ráð fyrir rotþró við hvert hús.

Skipulagsnefnd telur að áður en hún geti afgreitt málið til auglýsingar þurfi að gera nánar grein fyrir neysluvatnstöku fyrir svæðið og þarf samkomulag um þá þjónustu að liggja fyrir. Einnig þarf umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að liggja fyrir áður en tillagan er auglýst og sér skipulagsfulltrúi um að afla hennar þegar upplýsingar um fyrirhugað neysluvatn liggur fyrir. Skipulagsnefnd bendir á að huga þyrfti að hagkvæmni sameiginlegrar fráveitu fyrir svæðið ef jarðvegur og landslag er hentugt til slíkra framkvæmda og einnig þarf að finna nafn á byggðina og gefa lóðunum númer.

 

 1. Minniborg í Grímsnesi, deiliskipulag golfvallar og frístundabyggðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi golfvallar og frístundabyggðar í landi Minniborgar í Grímsnesi. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. Golfborga.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 18 holu golfvelli og æfingasvæði á um 60 ha svæði sem liggur upp að Biskupstungnabraut og Sólheimavegi, á móts við þéttbýlið á Borg. Auk golfvallar er gert ráð fyrir allt að 1000 m² golfskála , 1600 m² æfingaskýli/áhaldahúsi og 18 allt að 200 m² frístundahúsum sem verða staðsett á tveimur svæðum.

Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2012 er lögð fram samhliða þessu deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd telur að áður en hún geti afgreitt málið til auglýsingar þurfi umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að liggja fyrir og þar til sveitarstjórn hefur tekið afstöðu til breytingar á aðalskipulagi fyrir svæðið.

 

 1. Krókur í Grafningi, deiliskipulag frístundabyggðar.

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Króks í Grafningi. Beiðandi er Gísli Gíslason, Landmótun, f.h. landeigenda.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 110 nýjum frístundahúsalóðum á um 120 ha svæði á norðurhluta jarðarinnar, austan núverandi frístundabyggðar austan Ölfusvatnsár. Aðkoma að byggðinni er um Grafningsveg efri, norðan Króksmýrar á mörkum Króks og Ölfusvatns. Í aðalskipulagi er svæðið að þriðjungi skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð. Samhliða deiliskipulaginu er óskað eftir að gerðar verði breytingar á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps.

Skipulagsnefnd telur að áður en hún geti afgreitt til auglýsingar þurfi að koma til móts við eftirfarandi atriði:

 • Endurskoða þarf skipulag frárennslis m.t.t. nýsamþykktrar reglugerðar um framkvæmd verndunar vatnsviðs og lífríkis Þingvallavatns. Hafa þarf samráð við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um þennan þátt skipulagsins.
 • Byggingarmagn á lóðum K.1-K.7 og T.1 – T.15 er of hátt miðað við stærð lóðanna. Ef gera á ráð fyrir byggingu hesthúsa ætti annað hvort að gera ráð fyrir sameiginlegu svæði eða þá að fækka og stækka þær lóðir þar sem hesthús verða leyfð.

o        Stærðir lóða með hesthús (250 + 300=550), nýtingarhlutfall 5,8-10%) – allt of hátt

 • Gera þarf nánari grein fyrir fyrirhuguðu efnismagni í námum sem afmarkaðar eru á uppdrætti.
 • Byggingarreitir nokkurra lóða virðast vera of nálægt háspennulínum.
 • Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins þarf að liggja fyrir.

Skipulagsnefnd mun taka tillöguna fyrir að nýju þegar komið hefur verið til móts við ofangreind atriði og þegar sveitarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tilheyrandi breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

 

 1. Nesjavellir Grafningi, starfsmannahús/Hótel, lóðablað.

Lagt fram lóðablað unnið af Verkfræðistofu Suðurlands yfir 9.350 m² lóð utan um núverandi starfsmannahús. Lóðin er tekin úr landi Nesjavallarvirkjunar með landnúmer 170925.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 

 

 

Hrunamannahreppur

 

 1. Efra-Langholt í Hrunamannahreppi, skipulag 3 frístundahúsalóða.

Lögð fram drög að deiliskipulagi þriggja frístundahúsalóða í landi Efra Langholts. Beiðandi er Ragnar Sölvi Geirsson, Efra-Langholti.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 3 frístundahúsalóðum sem allar eru tæplega 3 ha að stærð á svæði milli þjóðvegar 341 Langholtsvegar og frístundabyggðar sem í aðalskipulagi Hrunamannahrepps er merkt sem F16 Gata.

Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulaginu og skv. ákvæðum í kafla 4.2.1 bls. 33 er heimilt að byggja allt að 3 litla gistiskála eða frístundahús á hverju lögbýli þar sem aðstæður leyfa og í kafla 4.2.2 bls. 36 kemur fram að svæði með þremur frístundahúsum eða færri eru ekki sýnd á aðalskipulagsuppdrætti. Að mati skipulagsnefndar er því ekki þörf á að breyta aðalskipulaginu vegna tillögunnar.

Skipulagsnefnd telur að áður en hún geti afgreitt til auglýsingar þurfi að koma til móts við eftirfarandi atriði:

 • Gera þarf nánar grein fyrir leyfilegu byggingarmagni á hverri lóð.
 • Gera þarf nánar grein fyrir neysluvatnstöku og vatnsveitu auk skipulags fráveitu. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir mun skipulagsfulltrúi leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
 • Leita þarf umsagnar Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðarinnar (vegna tengingar inn á Langholtsveg).

 

 1. Efra-Sel í Hrunamannahreppi, breyting á deiliskipulagi Svanabyggðar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar í landi Efra-Sels.

Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 2.759 m² frístundahúsalóð sem kemur í beinu framhaldi af frístundabyggðinni Svanabyggð og er lagt til að hún fái númerið 22a. Heimilt verður að reisa allt að 90 m² frístundahús með 5 m mænishæð frá jörðu á lóðinni og mun hún tengjast veitukerfum fyrirliggjandi frístundabyggðar.

Tillagan var í kynningu frá 15. júní til 13. júlí 2006 með athugasemdafrest til 27. júlí. Athugasemd barst frá Sigurði B. Oddsyni f.h. stjórnar félags sumarbústaðaeigenda í Svanabyggð með bréfi dags. 25. júlí 2006.   

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með þeirri breytingu að byggingarreitur verður 10 m frá lóðamörkum en ekki 5 m eins og auglýstri tillögu. Einnig er samþykkt tillaga að svörum við athugasemd.

 


Skeiða-og Gnúpverjahreppur

 

 

 1. Langamýri á Skeiðum, lóðablað

Lagt fram lóðablað unnið af Loftmyndum ehf. af 19,7 ha spildu úr landi Löngumýrar, landnúmer 189555. Beiðandi er Kjartan H. Ágústsson.

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um samþykkt aðliggjandi landeigenda.

 

 1. Skeiðháholt á Skeiðum, deiliskipulag 3 frístundalóð.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar landi Skeiðháholts 2 á Skeiðum. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir þremur frístundahúsalóðum í landi Skeiðháholts 2. Svæðið er staðsett neðar vegar, mitt á milli Skeiðháholts og Blesastaða, og er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 200 m² frístundahús, 30 m² aukahús, 40 m² áhaldahús og 30m² gróðurhús.

Skipulagsnefnd samþykkir a deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Stóra-Hof í Gnúpverjahreppi, endurskoðun deiliskipulags frístundabyggðar.

Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðun deiliskipulags frístundabyggðar í landi Trésmíðafélags Reykjavíkur, Stóra-Hofi. Beiðandi er Auður Sveinsdóttir f.h. landeigenda.

Endurskoðunin er m.a. tilkominn vegna áhrifa háspennulínu á áður skipulagðar lóðir og verða breytingarnar að mestu á suður- og austurhluta svæðisins. Lóðum fækkar eitthvað miðað við gildandi skipulag.

Skipulagsnefnd beinir því til beiðanda að kanna möguleika á sameiginlegri fráveitu og þá í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Þar sem svo virðist sem búið sé að mæla og endurteikna þegar byggðar lóðir telur Skipulagsnefnd að auglýsa ætti tillöguna sem nýtt deiliskipulag sem nái yfir allt svæðið og felli þar með eldra skipulag úr gildi.

 • Gera þarf grein fyrir breytingum sem verða frá gildandi deiliskipulagi.
 • Gera þarf grein fyrir stærð frístundahúsa (m², mænishæð, gerð, mænisstefnu o.s.frv.) og hugsanlegra aukahúsa.
 • Gera þarf grein fyrir neysluvatnstöku og vatnsveitu og fyrirkomulagi fráveitu. Skipulagsfulltrúi mun leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þegar
 • Leita þarf umsagnar FRV (merkja inn fornleif)

 

 

Fleira ekki tekið fyrir

Næsti fundur verður haldinn

Fundi slitið klukkan    12:30

 

 

 

 

Laugarvatni  9. ágúst  2006

Margeir Ingólfsson (8721)

Ingvar Ingvarsson (8719)

Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)

Gunnar Örn Marteinsson (8720)

Pétur Ingi Haraldsson