280. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

 

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 20 apríl 2021 , kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð umhverfisnefndar – 2101003
31. fundur umhverfisnefndar, haldinn 9. apríl 2021
-liður 1, umsögn um reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns, vísað til umfjöllunar um 30. mál á dagskrá.
-liður 2, aðstaða til að tæma þurrsalerni, sveitarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs að koma með tillögu að útfærslu.
Fundargerðin staðfest.
2. Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2101004
14. fundur haldinn 30.03.21
15. fundur haldinn 15.04.21
-liður 4 í 15. fundargerð, mál nr. 2103034, tilboð í hreinistöð fráveitu, sveitarstjórn samþykkir tilboðið. Það rúmast innan fjárhagsáætlunar, en nauðsynlegt kann að verða að endurskoða áætlunina vegna annarra framkvæmda.
Fundargerðirnar voru staðfestar.
3. Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
215. fundur haldinn 15.04.21, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 8.
-liður 1, Snorrastaðir Skógarbrekka L211880; Breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2102008
Lögð er fram umsókn frá Örk fasteignum ehf. vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi á lóð Skógarbrekku 1 L211880 að Snorrastöðum. Í breytingunni felst aukin byggingarheimild fyrir sumarhús sem nemur 30 fm. Málinu var frestað á 211. fundi skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Breytingin rúmast innan núverandi heimilda aðalskipulags Bláskógabyggðar er varðar nýtingarhlutfall frístundalóða. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
-liður 2, Efsti-Dalur 2 L167631; Hverfisvernd; Náma E42; Aðalskipulagsbreyting – 2103100
Lögð er fram umsókn frá Efstadalskoti ehf. er varðar beiðni um óverulega breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst að skilgreiningu hverfisverndarsvæðis er breytt auk tilfærslu á námu, skilgreind E42, innan jarðar Efsta-Dals 2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir umsótta breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi með fyrirvara um umsögn Skógræktarinnar er varðar skilgreiningu hverfisverndarsvæðis. Málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar eftir að umsögn liggur fyrir. Niðurstaða sveitarstjórnar verði kynnt eftir að samþykkt Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

-liður 3, Seljaland 16 L167953; Ósk um undanþágu; Fyrirspurn – 2103076
Lögð er fram fyrirspurn frá Valgerði Unu Sigurvinsdóttir er varðar undanþágu vegna byggingatakmarkana frá vötnum, ám eða sjó. Lögð er fram greinargerð með málinu unnin af Ingiþór Björnssyni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar synjar umsókn um undanþágu vegna fjarlægðar frá Grafará.

-liður 4, Lækjarhvammur 11 L167928; Viðbygging; Fyrirspurn – 2103105
Lögð er fram fyrirspurn frá Sigurði Sverri Gunnarssyni og Sigríði Gísladóttir er varðar viðbyggingu við sumarhús á lóð Lækjarhvamms 11. Um er að ræða viðbyggingu í norður um 15 fm og í suður um 18 fm. Húsið er byggt 1985. Fjarlægð að lóðarmörkum í vestur er 13 metrar. Fjarlægð frá Grafará er um 28 metrar í takt við mælingu af loftmynd.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar synjar umsókn um undanþágu vegna fjarlægðar frá Grafará. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að sótt verði um framkvæmdir innan lóðarinnar sem fara fjær Grafará miðað við núverandi staðsetningu húss.

-liður 5, Skálpanesvegur; Tvær námur; Aðalskipulagsbreyting – 2012005
Lögð er fram skipulagstillaga vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að skilgreind eru tvö efnistökusvæði við Skálpanesveg. Tillaga skipulagsbreytingar var í kynningu frá 3. til 24. mars 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna tveggja efnistökusvæða við Skálpanesveg í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 6, Reiðleið með Skeiða- og Hrunamannavegi; Aðalskipulagsbreyting – 2012004
Lögð er fram skipulagstillaga vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst að sett verður inn reiðleið meðfram hluta Skeiða- og Hrunamannavegar og reiðleið sem fyrir er í aðalskipulagi færist vestur fyrir veg. Tillaga skipulagsbreytingar var í kynningu frá 3. til 24. mars 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna reiðleiða í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 7, Fellsendi (L170155 ); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla mhl 10 – breyting á notkun í íbúðarhús og viðbygging – 2103112
Fyrir liggur umsókn Kristjáns G. Leifssonar fyrir hönd Borgþórs Þorgeirssonar og Berglindar Júlíusdóttur, móttekin 29.03.2021, um byggingarleyfi til að breyta notkun á véla- og verkfærageymslu mhl 10 í gestahús með svefnlofti ásamt að byggja við það 57,9 m2 á jörðinni Fellsendi (L170155) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 162,9 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 8, Einiholt 1 (L167081); umsókn um byggingarleyfi; hesthús og niðurfelling á mhl 12-19-27 – 2103121
Fyrir liggur umsókn Valdimars Grímssonar, móttekin 30.03.2021, um byggingarleyfi til að byggja hesthús á jörðinni Einiholt 1 L167081 í Bláskógabyggð og afskrá véla/verkfærageymslu mhl 12, stærð 34,6 m2, byggingarár 1969, hesthús mhl 19, stærð 36 m2, byggingarár 1969, hlaða mhl 9, stærð 162 m2, byggingarár 1938 og hesthús mhl 27, stærð 71,2 m2, byggingarár 1960.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.

4. Fundargerð oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu – 2101011
7. fundur haldinn 29. mars 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2101008
140. fundur haldinn 7. apríl 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Umsögn byggingarfulltrúa í 36. lið fundargerðarinnar verður tekin fyrir undir 39. máli á dagskrá þessa fundar.
6. Fundargerð stjórnar SASS – 2101022
568. fundur stjórnar SASS, haldinn 24. mars 2021.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2101025
896. fundur haldinn 26. mars 2021.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
8. Ársreikningur (endurskoðun) 2020 – 2011023
Ársreikningur Bláskógabyggðar 2020
Auðunn Guðjónsson, endurskoðandi hjá KPMG, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og sat hann einnig fundinn undir 9. og 10. dagskrárlið. Auðunn kynnti fyrirliggjandi ársreikning Bláskógabyggðar 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu 2020. Umræða varð um niðurstöðu rekstrar Bláskógabyggðar á síðast liðnu ári og svöruðu Auðunn og sveitarstjóri framkomnum spurningum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi til síðari umræðu í sveitarstjórn á næsta fundi sveitarstjórnar.
9. Ársreikningur Bláskógaveitu 2020 – 2104040
Ársreikningur Bláskógaveitu 2020
Lagður var fram ársreikningur Bláskógaveitu fyrir árið 2020. Auðunn Guðjónsson, endurskoðandi, kynnti helstu niðurstöður og svaraði fyrirspurnum. Samþykkt var að vísa ársreikningnum til framkvæmda- og veitunefndar fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.
10. Ársreikningur Bláskógaljóss 2020 – 2104039
Ársreikningur Bláskógaljóss 2020
Auðunn Guðjónsson, endurskoðandi, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Bláskógaljóss fyrir árið 2020, sem lagður var fram. Sveitarstjórn vísar ársreikningnum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
11. Styrkur vegna áskorana í félagsþjónustu og barnavernd vegna COVID-19 – 2104001
Samningur við Byggðastofnun, dags. 6. apríl 2021, um styrk vegna áskorana sem fylgja COVID-19 í félagsþjónustu og barnavernd.
Lagður var fram samningur við Byggðastofnun vegna styrks til að mæta kostnaði í félagsþjónustu og barnavernd vegna aukins álags af völdum Covid-19. Sveitarstjórn staðfestir samninginn.
12. Forkaupsréttur að hlutabréfum í Vottunarstofunni Túni ehf – 2104014
Tilkynning framkvæmdastjóra Vottunarstofunnar Túns ehf, dags. 7. apríl 2021, um hlutafjáraukningu og sölu félagsins á eigin hlut. Taka þarf afstöðu til forkaupsréttar eigi síðar en 22. apríl n.k.
Erindi um hlutafjáraukningu og forkaupsrétt í Vottunarstofunni Túni ehf var lagt fram. Sveitarstjórn hafnar forkaupsrétti að þeim hlutum sem boðnir eru til sölu.
13. Lóðarumsókn Hverabraut 5, Laugarvatni – 2104013
Umsókn Gufu ehf, dags. 8. apríl 2021, um lóðina Hverabraut 5, Laugarvatni
Sveitarstjórn samþykkir að fresta úthlutun lóðarinnar til næsta fundar.
14. Lóðarumsókn Hverabraut 5, Laugarvatni – 2104041
Umsókn Sólstaða ehf, dags. 16. apríl 2021, um lóðina Hverabraut 5, Laugarvatni.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta úthlutun lóðarinnar til næsta fundar.
15. Persónuverndaryfirlýsing Bláskógabyggðar uppfærð 2021 – 2104019
Persónuverndaryfirlýsing Bláskógabyggðar, uppfærsla vegna breytinga á persónuverndarfulltrúa.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera samning við Héraðsskjalasafn Árnesinga um að sinna hlutverki persónuverndarfulltrúa fyrir Bláskógabyggð. Jafnframt að gera viðeigandi breytingar á persónuverndaryfirlýsingu sveitarfélagsins í samræmi við það.
16. Styrkbeiðni HSÍ, auglýsingar – 2012022
Styrkbeiðni HSÍ, dags. 7. apríl 2021.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
17. Heiðursáskrift af Skógræktarritinu 2021 – 2104024
Beiðni Skógræktarfélags Íslands, dags. 15. apríl 2021, um að Bláskógabyggð verði heiðursáskrifandi að Skógræktarritinu 2021.
Sveitarstjórn samþykkir heiðursáskrift að Skógræktarritinu árið 2021. Kostnaður rúmast innan fjárhagasáætlunar.
18. Styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs v Covid-19 – 2010003
Erindi verkefnastjóra félagsmálaráðuneytisins, dags. 14. apríl 2021, um útvíkkun reglna um styrk til barna á efnaminni heimilum í skipulögðu tómstundastarfi. Breyting á reglum Bláskógabyggðar til samræmis við breytingarnar.
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á reglum til samræmis við ákvörðun félagsmálaráðuneytisins um útvíkkun verkefnisins.
19. Fjármál vegna COVID-19 – 2003015
Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna mats á stöðu sveitarfélaga vegna Covid-19.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að veita umbeðnar upplýsingar.
20. Eftirlitsmyndavélar í almannarými og til númeralesturs, tillaga lögreglu – 2104026
Minnisblað lögreglustjóra, dags. 9. apríl 2021, um mögulega tilhögun á uppsetningu myndavéla í almannarými og véla sem eru búnar til númeralesturs í sveitarfélögum innan umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur oddvita og sveitarstjóra að gera tillögu að forgangsröðun og kostnaðaráætlun.
21. Brekkuholt 2. áfangi verðkönnun – 2104011
Opnun tilboða í verkið „Brekkuholt, síðari áfangi“.
Óskað var eftir tilboðum í verkið Brekkuholt, síðari áfangi, með skilafresti til kl. 11 þann 16. apríl s.l. Engin tilboð bárust fyrir tilskilinn tíma. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs að gera tillögu um mögulegar leiðir til að halda verkinu áfram.
22. Kaldavatnsveita í Vörðuhlíð – 1909034
Opnun tilboða í verkið „Vatnsveita Vörðuhlíð“
Lögð var fram fundargerð opnunarfundar tilboða í verkið „Vatnsveita Vörðuhlíð“. Eitt tilboð barst.
23. Lagning ljósleiðara í þéttbýli í Bláskógabyggð – 2009002
Erindi Mílu hf, dags. 26. mars og 16. apríl 2021, vegna lagningar ljósleiðara í þéttbýli.
Lagt var fram erindi Mílu hf vegna lagningar ljósleiðara í þéttbýli í Bláskógabyggð, þar sem farið er yfir áform félagsins og kallað eftir upplýsingum um mögulega aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ræða útfærslu á mögulegri aðkomu sveitarfélagsins við Mílu hf.
24. Húsnæðisáætlun – 2012011
Húsnæðisáætlun Bláskógabyggðar
Lögð var fram húsnæðisáætlun sem unnin hefur verið fyrir Bláskógabyggð skv. lögum um húsnæðismál nr. 44/1998. Sveitarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina.
25. Taka jarðvegssýna við Sandvatn vegna rannsókna – 2104037
Beiðni Michael T. Thorpe, rannsakanda við Jacobs og NASA Johnson Space Center, um leyfi fyrir að taka jarðvegssýni við Sandvatn.
Lögð var fram umsókn Michaels T. Thorpe um heimild til að taka jarðvegssýni við Sandvatn og flytja þau með sér úr landi. Sveitarstjórn heimilar Micahel T. Thorpe að taka jarðvegssýni við Sandvatn, allt að 20 kg skv. beiðni, og að flytja þau úr landi.
26. Uppsetning listaverks á Kili – 2104043
Beiðni Önnu Rúnar Tryggvadóttur, dags. 16. apríl 2021, um leyfi til að setja upp listaverk á Kili í þrjár vikur í sumar.
Lögð var fram beiðni Önnu Rúnar Tryggvadóttur um heimild til að setja upp listaverk á Kili, sem myndi standa þar í þrjár vikur. Sveitarstjórn veitir umbeðið leyfi. Verkið verði unnið í samráði við sveitarstjórnarfulltrúana Guðrúnu S. Magnúsdóttur og Óttar Braga Þráinsson.
27. Hjólhýsasvæði, Laugarvatni – 2004032
Áskorun Samhjóls, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, dags. 27. janúar 2021, um að allir leigutakar hafi sama uppsagnarfrest. Áður á dagskrá 275. fundar.
Áskorun formanns Samhjóls, dags. 2. apríl 2021, til sveitarstjórnar um að taka ákvörðun um erindi félagsins þess efnis að allir notendur hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni hafi sama lokafrest til að yfirgefa svæðið, auk þess sem skorað er á sveitarstjórn að vinna að lausnum til að halda svæðinu opnu til frambúðar.
Álitsgerð Jóhannesar A. Kristbjörnssonar, héraðsdómslögmanns, lögmanns Samhjóls, dags. 6. apríl 2021, um lagagrundvöll hjólhýsabyggðarinnar.
Afgreiðslu áskorunar Samhjóls var frestað á 275. fundi sveitarstjórnar hinn 4. febúar 2021 og sveitarstjóra falið að skoða stöðu sveitarfélagsins hvað varðar erindi Samhjóls í samráði við lögmenn. Hinn 25. febrúar barst beiðni lögmanns Samhjóls, Jóhannesar A. Kristbjörnssonar, um 2ja vikna frest til að skila greinargerð vegna málsins. Á 277. fundi sveitarstjórnar hinn 4. mars 2021 var umbeðinn frestur veittur. Greinargerð lögmanns Samhjóls sem barst hinn 6. apríl 2021 er lögð fram. Einnig er lögð fram áskorun Samhjóls frá 2. apríl.
Sveitarstjóri fór yfir sjónarmið varðandi þá beiðni Samhjóls að lengja gildistíma samninga sem renna út á árinu 2021. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ekkert koma fram í greinargerð lögmanns Samhjóls sem breyti grundvelli þeirrar ákvörðunar sveitarstjórnar að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni þegar núgildandi leigusamningar hafa runnið sitt skeið, en sú ákvörðun var tekin á 266. fundi hinn 17. september 2020, og ítrekuð á 272. fundi hinn 10. desember 2020. Meirihluti samninga um afnot af hjólhýsasvæðinu hefur gildistíma út árið 2021. Einungis samningar við aðila sem komu nýir inn á svæðið á árinu 2020 hafa lengri gildistíma, eða út árið 2022. Sveitarstjórn telur ekki forsendur fyrir því að lengja gildistíma þeirra samninga sem gilda út árið 2021 og hafnar því beiðni Samhjóls um lengingu á gildistíma samninga sem renna út í lok ársins 2021.
Eins og fram kemur í bókun sveitarstjórnar frá 272. fundi þá byggði ákvörðun um lokun á því að ekki væru heimildir í lögum fyrir því að halda úti hjólhýsasvæði með þeim hætti sem verið hefur á Laugarvatni, þvert á móti gangi það gegn gildandi laga- og reglugerðarákvæðum um efnið. Leigutökum hefur verið sent bréf þess efnis að samningar verði ekki endurnýjaðir og fundað hefur verið með stjórn Samhjóls þar sem farið hefur verið yfir þessa niðurstöðu, sem jafnframt felur í sér að ekki séu forsendur fyrir því að ganga að tilboði Samhjóls um fjárframlag til að bæta brunavarnir á svæðinu, enda myndi slíkt ekki breyta því sem að framan segir um að fullnægjandi lagastoð finnist ekki fyrir því að halda úti hjólhýsasvæði með þeim hætti sem verið hefur á Laugarvatni.
28. Grenndargámasvæði í Bláskógabyggð – 2104042
Grenndargámasvæði í Bláskógabyggð, umræða.
Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri, kom inn á fundinn og kynnti mögulegt fyrirkomulag grenndargámasvæðis og kostnað af slíkum rekstri. Daða Friðrikssyni og Páli Ólafssyni, fulltrúum sumarhúsafélaga í Úthlíð og Reykjaskógi var boðið að kynna sjónarmið þeirra vegna málsins í gegnum fjarfundabúnað. Sveitarstjórn samþykkir að áfram verði unnið að málinu.
29. Leigusamningur fjallaskála framlenging (Árbúðir, Gíslaskáli) – 2103009
Leigusamningur vegna Árbúða og Gíslaskála
Lagður var fram leigusamningur vegna Árbúða og Gíslaskála með gildistíma út árið 2023. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
30. Fjölgun stöðugilda kennara – 2104044
Beiðni skólastjóra Bláskógaskóla, Reykholti, um fjölgun stöðugilda kennara. Áætlaður kostnaður á árinu 2021 um 7 mkr með launatengdum gjöldum.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið varðandi fjölgun stöðugilda frá og með næsta hausti. Gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins.

31. Reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns – 2103046
Drög að reglugerð um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns, til umsagnar. Áður á 279. fundi. Umsögn umhverfisnefndar liggur fyrir, sjá fundargerð 31. fundar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur ákvæði reglugerðarinnar til bóta.
32. Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál. – 2104025
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál.

Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk.

Lagt fram til kynningar.
33. Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, 712. mál – 2104028
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, 712. mál

Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra er falið að skila inn umsögn.
34. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál – 2104030
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál

Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra er falið að skila inn umsögn.
35. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál. – 2104031
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.

Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk.

Lagt fram til kynningar.
36. Frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál. – 2104032
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.

Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk.

Lagt fram til kynningar.
37. Þingsályktunartillaga um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál. – 2104036
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 7. apríl 2021, um umsögn um þingsályktunartillögu um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.

Umsagnarfrestur er til 21. apríl nk.

Lagt fram til kynningar.
38. Þingsályktunartillaga um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál. – 2104034
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2021, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.

Umsagnarfrestur er til 29. apríl nk.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra er falið að senda inn umsögn sveitarfélagsins sem skilað var á fyrri stigum.
39. Hlauptunga, vegstæði og bílaplan – 2006035
Beiðni Skipulagsstofnunar, dags. 9. apríl 2021, um umsögn um veglagningu í landi Hlauptungu, með vísan til 6. gr. laga nr. 106/2002 um mat á umhverfisáhrifum. Óskað er eftir að Bláskógabyggð gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við skipulagsfulltrúa.
40. Rekstrarleyfisumsókn Dalbraut 10 220 6328 – 2104035
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 23. mars 2021, um umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Laugarvatn Gisting ehf til sölu gistingar í flokki IV gistiskáli að Dalbraut 10, Laugarvatni. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir, sjá 140. fund.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um umsókn um rekstrarleyfi vegna Dalbrautar 10, Laugarvatni.
41. Aðalskipulag Akrahrepps – 2104038
Beiðni, dags. 3. apríl 2021, um umsögn um tillögu að aðalskipulagi Akrahrepps.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi Akrahrepps.
42. Vöktun Þingvallavatns – 2001034
Skýrsla Náttúrufræðistofnunar Kópavogs, mars 2021, um vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns.
Skýrslan var lögð fram til kynningar.
43. Hjólað í vinnuna 2021 – 2104029
Kynning Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 15. apríl 2021, á vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn hvetur til þátttöku í verkefninu.
44. Breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög – 2012032
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 31. mars 2021 þar sem vakin er athygli á breytingum á ýmsum lögum vegna málefna sveitarfélaga og Covid-19 faraldursins
Lagt fram til kynningar.
45. Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu vegna COVID-19 – 2004017
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2021, varðandi aðgerðaráætlun sveitarfélaga vegna Covid-19 og uppfærða stöðu í aðgerðarpakka.
Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 19:00.

 

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson   Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir   Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland   Ásta Stefánsdóttir