281. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

281. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
6. maí 2021, kl. 15:15.

Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Geirdal, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá erindi Íþróttadeildar Ungmennafélags Biskupstungna og Íþróttafélags Uppsveita, dags. 6. maí 2021. Var það samþykkt og verður mál nr. 32 á fundinum.

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
216. fundur skipulagsnefndar haldinn 28. apríl 2021. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 4 til 14.
-liður 4, Borgarhólsstekkur 8 og 20 og Borgarhóll, Stekkjarlundur; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2102032
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar að Stekkjarlundi eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst sameining Borgarhólsstekkjar 8 og 20. Athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn telur ástæðu til að bregðast við athugasemdum er varða vegtengingu að lóðinni í takt við athugasemd nágranna. Aðkoma að lóðinni verði skilgreind frá Borgarhólsstekk en ekki um sameiginlegan botnlanga lóða nr. 17, 18 og 19. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins þar til lagfærð gögn með breyttri aðkomu verði lögð fram.

-liður 5, Apavatn 2 L167621; Aphóll; 15 lóðir; Frístundabyggð F19; Deiliskipulag – 2001050
Lögð er fram tillaga deiliskipulags frístundasvæðis við Aphól í landi Apavatns 2 L167621 eftir auglýsingu. Deiliskipulagstillagan nær yfir 27,25 ha lands norðan við og samsíða Apá í Bláskógabyggð. Athugasemd barst við gildistöku skipulagsins af hálfu Skipulagsstofnunar. Lagfæringar hafa verið gerðar á gögnum málsins í takt við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins á fullnægjandi hátt. Sveitarstjórn samþykkir að að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 6, Tjörn land L210675 (Hryggholt); Lögbýli; Deiliskipulag – 2104034
Lögð er fram umsókn frá Magnúsi Magnússyni og Lilju Jósepsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til landskikans Tjörn land L210675. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda og notkunar innan landsins. Gert verði ráð fyrir að á svæðinu verði byggð upp bæjartorfa með minniháttar búrekstri s.s. hrossarækt og ylrækt. Auk þess verði gert ráð fyrir ferðaþjónustu og skógrækt. Samhliða er óskað eftir því að landeignin fái staðfangið Hryggholt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027.

-liður 7, Apavatn 2 lóð (L167665); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2104032
Fyrir liggur umsókn Róberts Arnar Jónssonar, móttekin 09.04.2021, um byggingarleyfi til að byggja við 83,3 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Apavatn 2 lóð L167665 í Bláskógabyggð. Heildarstærð sumarbústaðar eftir stækkun verður 128,7 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 8, Skálabrekka L170163; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2006052
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Skálabrekku L170163 eftir kynningu. Í breytingunni felst að landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar breytist í frístundasvæði. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Skálabrekku L170163 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 9, Skálabrekka-Eystri L224848; breytt lega frístundasvæðis ; Aðalskipulagsbreyting – 2003004
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna breyttrar legu frístundasvæðis að Skálabrekku-Eystri L224848 eftir kynningu. Í breytingunni felst að skilgreindir flákar frístundasvæðis innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri L224848 eru sameinaðir í eitt samfellt svæði. Stærð svæðisins helst óbreytt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna Skálabrekku-Eystri L224848 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 10, Skálabrekka-Eystri L224848; Frístundasvæði F10; Deiliskipulag – 2003005
Lögð er fram deiliskipulagstillaga vegna Skálabrekku-Eystri L224848 eftir kynningu. Svæðið sem um ræðir er tæplega 25 ha að stærð. Reiknað er með að frístundalóðir verði á milli 0,5 til 1,0 ha að stærð. Umrætt svæði er á hverfisverndarsvæði HV1 og er einnig sérstök vatnsvernd á svæðinu (lög nr. 85/2005). Hluti svæðisins er nú þegar í gildandi aðalskipulagi Bláskógabyggðar skilgreindur sem frístundabyggð (F10). Aðkoma að svæðinu er um Þingvallaveg og aðkomuveg í gegnum land Skálabrekku. Samhliða er unnið að tillögu aðalskipulagsbreytingar fyrir svæðið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi.

-liður 11, Drumboddsstaðir lóð 16 L167241; Fjórir bústaðir; Fyrirspurn – 2104070
Lögð er fram fyrirspurn frá Ásu Lind Pálsdóttur er varðar uppbyggingu innan lóðar 16 í landi Drumboddsstaða. Reist hafa verið 4 viðverurými á lóðinni til sumarafnota og hvert þeirra tæplega 14 fm. Að auki er fyrir á lóðinni 25 fm sumarhús.
Sveitarstjórn mælist til þess að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið í heild sinni sem skilgreinir byggingarheimildir innan þess. Sveitarstjórn bendir þó á að á grundvelli framlagðra gagna er núverandi notkun svæðisins með 5 íveruhúsum á einni lóð ekki í samræmi við aðalskipulag Bláskógabyggðar. Innan frístundalóða er gert ráð fyrir að heimilt sé að byggja eitt sumarhús, eitt aukahús/gestahús allt að 40 fm og eina kalda geymslu allt að 15 fm innan nýtingarhlutfalls 0,03 að hámarki. Nánari skilgreining og takmarkir á stærðum bygginga skulu tiltekin í deiliskipulag en þó aldrei umfram áður nefndar heimildir aðalskipulags.

-liður 12, Drumboddsstaðir land (L175133); umsókn um byggingarleyfi; opnir útibúningsklefar og heitar laugar – 2104048
Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Arctic Rafting ehf., móttekin 14.04.2021, um byggingarleyfi til að byggja opna búningsklefa og gera heitar laugar á lóðinni Drumboddsstaðir land L175133 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Svetiarstjórn samþykkir að frekari uppbygging innan svæðisins verði háð gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

-liður 13, Skálholt L167166; Úr landbúnaðarsvæði í skógræktarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2104083
Lögð er fram umsókn frá Skálholtsstað er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í umsókninni felst breytt landnotkun á landbúnaðarlandi í skógrækt innan Skálholtsjarðarinnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að unnin verði skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins í takt við framlagða umsókn. Skipulagslýsing verði send til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en tillaga breytingarinnar verður lögð fram til samþykktar í skipulagsnefnd og sveitarstjórn.

-liður 14, Skálholt L167166; Skógrækt 3,9 ha; Framkvæmdaleyfi – 2103001
Lögð er fram umsókn frá Kolviði er varðar skógrækt á 3,9 ha lands í landi Skálholts. Svæðið sem um ræðir er að mestu skilgreint sem skógræktarsvæði innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Samhliða umsókn um framkvæmdaleyfi er unnið að breytingu á aðalskipulagi sem tekur til stækkunar á skógræktarsvæði jarðarinnar í heild sinni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli núverandi heimilda aðalskipulags og vinnu sem er hafin við stækkun skógræktarsvæðis innan jarðarinnar. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2. Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2101004
16. fundur haldinn 30. apríl 2021
-liður 7, 2009012, endurbætur á Dalbraut 12, húsnæði UTU, er sérstakur liður nr. 20 á dagskrá fundarins.
Fundargerðin var staðfest.

3. Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals – 2101027
Fundur fjallskilanefnda Grímsnes- og Grafningshrepps og Laugardals, haldinn 22. mars 2020.
-liður 1, breytt fyrirkomulag á fjallferðum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu nefndarinnar um leitarfyrirkomulag í sameiginlegum leitum og að unnið verði að breytingum á fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu austan vatna nr. 711/2012 hjá Héraðsnefnd Árnesinga á þeim grunni.
-liður 2, vegakerfið inn á afrétt milli fjalla, áskorun til sveitastjórnar um að láta laga veginn til að auðvelda aðgengi. Sveitarstjórn óskar eftir kostnaðarmati við verkefnið.
-liður 3, Ingólfshólf í Þingvallasveit, beiðni um að Bláskógabyggð taki þátt í kostnaði við að laga aðkomu við hólfið og girðingar og hlið. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.
-liður 4 og 5, girðing meðfram Laugarvatnsvegi og Lyngdalsheiði, tillaga um að sveitarstjórn ítreki mikilvægi girðinga við Vegagerðina. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið. Þegar hefur verið fundað sérstaklega með fulltrúum Vegagerðarinnar og sauðfjárbænda um nauðsyn lagfæringar.

4. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 2101008
141. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 21. apríl 2021. Liður 35 er til afgreiðslu undir 39. máli á dagskrá þessa fundar.
Fundagerðin var lögð fram til kynningar.

5. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2101020
301. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 13. apríl 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2101019
211. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 25. apríl 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7. Fundargerð NOS (nefndar oddvita sveitarfélaga) – 2101010
Fundur NOS haldinn 14. apríl 2021.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2102041
46. fundur haldinn 16. apríl 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9. Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga – 2101014
Fundur stjórnar haldinn 14.04.2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10. Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2101006
85. fundur haldinn 28. apríl 2021, ásamt samþykkt fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Kynning á breytingum á samþykktum er fyrirhuguð á næsta fundi sveitarstjórnar.

11. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2101025
897. fundur haldinn 30. apríl 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

12. Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054
Fundur starfshóps sveitarfélaganna um gerð svæðisskipulags fyrir Suðurland, haldinn 30. apríl 2021. Starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis til staðfestingar.
Starfsreglurnar voru lagðar fram. Sveitarstjórn staðfestir reglurnar fyrir sitt leyti.

13. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2101013
20. fundur haldinn 3. maí 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

14. Umsókn um leiguíbúð fyrir eldri borgara – 2104052
Umsókn um leiguíbúð á Laugarvatni fyrir eldri borgara
Lögð var fram umsókn um íbúð fyrir eldri borgara. Engar íbúðir eru lausar sem stendur, en nöfn umsækjenda verða skráð á biðlista.

15. Styrkbeiðni Fræðslu og forvarna vegna verkefnisins Bara gras – 2104058
Styrkbeiðni, dags. 27. apríl 2021 fyrir forvarnarverkefnið „“Bara gras?““.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

16. Átaksverkefni um sumarstörf námsmanna 2021 v COVID-19 – 2104061
Tilkynning Vinnumálastofnunar, dags. 23. apríl 2021, um átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Úthlutun til Bláskógabyggðar nemur 5 störfum, sem styrkt eru af VMST.
Sumarstörf námsmanna á grundvelli átaksverkefni Vinnumálastofnunar hafa verið auglýst laus til umsóknar.

17. Ársreikningur Bláskógaljóss 2020 – 2104039
Ársreikningur Bláskógaljóss, síðari umræða
Ársreikningur Bláskógaljóss var lagður fram til síðari umræðu. Umræða varð um ársreikninginn. Var hann borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

18. Ársreikningur Bláskógaveitu 2020 – 2104040
Ársreikningur Bláskógaveitu, síðari umræða
Ársreikningur Bláskógaveitu var lagður fram til síðari umræðu. Umræða varð um ársreikninginn. Var hann borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

19. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2020 – 2011023
Ársreikningur Bláskógabyggðar, síðari umræða
Ársreikningur Bláskógabyggðar var lagður fram til síðari umræðu, ásamt greinargerð sveitarstjóra: Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2020 er lagður fram til síðari umræðu í sveitarstjórn fimmtudaginn 6. maí 2021. Fjalla skal um ársreikning á tveimur fundum í sveitarstjórn og fór fyrri umræða fram 20. apríl s.l.

Helstu niðurstöður: Samstæða sveitarfélagsins (A- og B-hluti) skilar afgangi frá rekstri upp á 61,1 millj. króna samanborið við 48,7 millj. kr. afgang árið 2019. Aðalsjóður er nú rekinn með 32,4 millj. kr. afgangi. A-hluti skilar nú 26,6 millj.kr. rekstrarafgangi, samanborið við 36,6 millj.kr. afgang árið 2019.

Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir nam 210,2 millj. kr. Fjármagnsgjöld nema 66 millj. kr. nettó. Afskriftir nema 73,2 millj. kr. og er afgangur fyrir skatta 136,9 millj.kr. Tekjuskattur nemur 9,8 millj. kr.

Útsvarstekjur lækkuðu um 9,4 millj.kr. á milli ára. Útsvar og fasteignaskattar nema 988,5 millj.kr., framlög Jöfnunarsjóðs 237 millj.kr. og aðrar tekjur 442,4 millj.kr. Að teknu tilliti til millifærslna nema heildartekjur 1.680 millj.kr.

Fræðslu- og uppeldismál er umfangsmesti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 731,7 millj.kr. Bláskógabyggð greiðir alls 741,5 millj.kr. í laun og launatengd gjöld. Fjöldi starfsmanna í árslok var 113 í 73 stöðugildum.

Skuldahlutfall samstæðunnar hækkar úr 78% árið 2019 í 82,2% og skýrist það af lántökum vegna fjárfestingar. Skuldaviðmið sveitarfélagsins, eins og það er reiknað skv. reglugerð þar um, hækkar úr 51,4% 2019 í 54,9% árið 2020.

Fjárfestingar námu 279,8 millj.kr., sem er lægra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Fjárfest var í fasteignum innan A-hluta fyrir 58,3 millj.kr. og í gatnakerfi o.fl. fyrir 52,6 millj. kr. nettó. Stærstu einstöku fjárfestingarnar voru í skólahúsum á Laugarvatni og í Reykholti, þar sem fjárfest var fyrir 34,6 millj.kr. Innan B-hluta var fjárfest fyrir 148,6 millj.kr., að stærstum hluta í ljósleiðara og í fráveitu.

Ný lán voru tekin á árinu fyrir 320 millj.kr. Afborganir langtímalána námu 100,4 millj.kr. Veltufé frá rekstri nam 173,9 millj.kr. og var um 28 millj.kr. yfir áætlun. handbært fé frá rekstri nam 100,6 millj.kr.

Heildarniðurstaða ársreiknings fyrir árið 2020 er að öllu leyti jákvæð. Afgangur er af rekstri aðalsjóðs, A-hluta og samstæðu, heildartekjur aukast á milli ára þó útsvarstekjur hafi dregist saman, og sjóðstreymi er gott. Eftir sem áður er mikilvægt að gæta aðhalds í rekstri og forgangsraða fjárfestingum. Efnahagsleg áhrif af Covid-19 faraldrinum á árinu 2020 urðu minni en óttast var og hafa þar stuðningsaðgerðir ríkisstjórnarinnar við sveitarfélög skipt talsverðu máli.

Rekstur ársins 2020:
Samstæðureikningur samanstendur af A- og B-hluta. Í A-hluta eru aðalsjóður, eignasjóður og þjónustustöð. Um er að ræða rekstrareiningar sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum.

Í B-hluta eru vatnsveita, Bláskógaveita, leiguíbúðir, félagslegar íbúðir, fráveita og Bláskógaljós. Um er að ræða rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki, sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld.

Helstu niðurstöður rekstrar eru (í þús.kr):
Rekstrartekjur: 1.680.955
Rekstrargjöld: -1.470.685
Afskriftir -73.289
Fjármagnsgjöld: -66.028
Tekjuskattur: -9.840
Rekstrarniðurstaða: 61.111

Efnahagsreikningur:
Eignir:
Fastafjármunir: 2.393.975
Veltufjármunir: 346.336
Eignir samtals: 2.740.311

Skuldir og eigið fé:
Eigið fé: 1.359.198
Langtímaskuldir: 1.072.119
Skammtímaskuldir: 308.994
Skuldir alls: 1.381.113
Eigið fé og skuldir samtals: 2.740.311

Nettó fjárfestingar ársins: 271.890

Handbært fé um áramót: 80.911

Veltufjárhlutfall samstæðu: 1,12
Eiginfjárhlutfall samstæðu: 49,6%
Skuldahlutfall: 82,2%
Skuldaviðmið skv. reglugerð 54,9%
Jafnvægisregla – rekstrarjöfnuður 220.435

Umræður urðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

20. Endurbætur á Dalbraut 12 húsnæði UTU – 2009012
Húsnæðismál UTU á Laugarvatni. Minnisblað um mat á valkostum framtíðarhúsnæðis, dags. 17. mars 2021, og minnisblað, dags. 27. apríl 2021.
Farið var yfir framlögð gögn. Sveitarstjórn samþykkir að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.

21. Uppsögn á starfi sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs – 2105001
Tilkynning Bjarna D. Daníelssonar um að hann segi upp starfi sínu sem sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs.
Tilkynning Bjarna var lögð fram. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ganga frá tímasetningu starfsloka og auglýsa starf sviðsstjóra laust til umsóknar.
Sveitarstjórn þakkar Bjarna fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

22. Persónuverndaryfirlýsing Bláskógabyggðar – 2104019
Persónuverndaryfirlýsing og innri persónuverndarstefna
Sveitarstjórn samþykkir persónuverndaryfirlýsingu og innri persónuverndarstefnu fyrir Bláskógabyggð.

23. Vilyrði fyrir lóðunum Ferjuvegi 3 og 5 – 2105002
Umsókn um vilyrði fyrir lóðunum Ferjuvegi 3 og 5 í Laugarási.
Sveitarstjórn samþykkir umsókn Arite Fricke og Hafsteins Helgasonar um vilyrði fyrir lóðunum til eins árs. Vilyrði er veitt skv. 9. gr. reglna um úthlutun lóða í Bláskógabyggð.

24. Lóðarumsókn Hverabraut 5, Laugarvatni – 2104041
Umsókn Sólstaða ehf um lóðina Hverabraut 5. Áður á dagskrá á 280. fundi.
Á næstu vikum verður unnið að rannsóknum vegna öflunar á heitu vatni á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir að fresta úthlutun á lóðinni þar til niðurstöður liggja fyrir um mögulega staðsetningu borholu og dæluhúss.

25. Lóðarumsókn Hverabraut 5, Laugarvatni – 2104013
Umsókn Gufu ehf um lóðina Hverabraut 5. Áður á dagskrá á 280. fundi.
Á næstu vikum verður unnið að rannsóknum vegna öflunar á heitu vatni á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir að fresta úthlutun á lóðinni þar til niðurstöður liggja fyrir um mögulega staðsetningu borholu og dæluhúss.

26. Skil lóðar – Brekkuholt 11 – 2009005
Tilkynning, dags. 3. maí 2021, um að lóðinni Brekkuholti 11, sem úthlutað var 2. september 2020, sé skilað inn til sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna uppgjör vegna gatnagerðargjalda og auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju.

27. Hjólastígur milli Reykholts og Flúða – 2105003
Erindi verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags, dags. 4. maí 2021 um hjólastíg á milli Reykholts og Flúða.
Umræða varð um málið. Áður en afstaða verður tekin til þess þarf að skoða það m.a. útfrá skipulagsmálum og fjármögnun.

28. Hjólhýsasvæðis Laugarvatni – 2004032
Tölvupóstur formanns Samhjóls, dags. 30. apríl 2021, með yfirliti dags. 29. apríl 2021 og áskorun um að sveitarstjórn endurskoði ákvörðun sína um að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni.
Áskorun formanns Samhjóls er lögð fram. Eins og rakið var í fundargerð 280. fundar hefur ítrekað verið fjallað um málið og beiðnir Samhjóls um endurskoðun ákvörðunarinnar áður verið hafnað og er sú afstaða nú ítrekuð. Stjórn Samhjóls ásamt rekstraraðila svæðisins kom til fundar við sveitarstjórn og sveitarstjóra 29. apríl s.l. og áður hafa oddviti og sveitarstjóri ítrekað fundað með formanni og fulltrúum stjórnarinnar, þar sem sjónarmiðum Samhjóls hefur verið komið á framfæri og farið yfir stöðu málsins, m.a. útfrá minnisblaði Lögmanna Suðurlandi frá 16. nóvember 2020. Í minnisblaðinu kemur fram að það fyrirkomulag sem er á hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni sé ekki í samræmi við lög og vísað til ábyrgðar sveitarfélagsins hvað varðar hættu af dvöl á svæðinu. Öllum lóðarhöfum hefur verið send tilkynning þar sem vakin hefur verið athygli á hættunni. Í minnisblaðinu var jafnframt farið yfir hvort og með hvaða hætti sé heimilt að halda áfram rekstri svæðisins með breyttu sniði. Þar kemur fram að lagaheimild sé fyrir hjólhýsasvæðum sem skammtímastæðum, þar sem hjólhýsi standa innan við fjóra mánuði á ári, t.d. yfir sumartímann, og að slíkt myndi samræmast aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Eins og bent er á í minnisblaðinu er ólíklegt að það svari kostnaði fyrir sveitarfélagið að ráðast í svo umfangsmiklar breytingar á svæðinu og óljóst um áhuga núverandi leigutaka á slíku svæði, enda um eðlisbreytingu á byggðinni að ræða.
Á fundum oddvita og sveitarstjóra með fulltrúum Samhjóls hefur verið vakin athygli á þessu og á fundi sem stjórn Samhjóls og rekstraraðili svæðisins áttu með sveitarstjórn og sveitarstjóra fyrir viku síðan var þeirri spurningu varpað fram af hálfu sveitarfélagsins hvort slík útfærsla hjólhýsasvæðisins myndi hugnast Samhjóli, þ.e. þar sem hjólhýsi gætu staðið í allt að fjóra mánuði yfir sumartímann, en væru fjarlægð af svæðinu að þeim tíma loknum. Stjórn Samhjóls hafnaði þeirri útfærslu.

29. Tjaldsvæði Laugarvatni, samningur – 1904013
Beiðni Fagra Fróns ehf, dags. 4. maí 2021, um að greiddur verði út hluti inneignar félagsins vegna rekstrar tjaldsvæðis á Laugarvatni. Samningur um rekstur tjaldsvæðis og uppgjör ársins 2020 lagt fram.
Sveitarstjórn hafnar erindinu. Lögð er áhersla á að fyrir hvert rekstrarár liggi fyrir áætlun um verkefni sem umsjónaraðili vinnur upp í leigu ársins, sem samþykkt er af sveitarfélaginu.

30. Sameiginleg vatnsveita sveitarfélaga – 1909062
Minnisblað Verkís, dags. 28. apríl 2021, um sameiginlega vatnsveitu uppsveita og skiptingu kostnaðar.
Afgreiðslu málsins er frestað þar til samstarfshópur sveitarfélaganna hefur farið yfir tillöguna.

31. Brekkuholt 2. áfangi verðkönnun – 2104011
Tilboð í verkið Brekkuholt, seinni áfangi. Fundargerð frá opnun tilboða hinn 5. maí 2021. Tvö tilboð bárust.
Lögð var fram fundargerð. Tilboð hafa verið yfirfarin. Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

32. Beiðni um úrbætur á íþróttavelli Reykholti – 2005044
Beiðni Íþróttadeildar Ungmennafélags Biskupstungna og Íþróttafélags Uppsveita, dags. 6. maí 2021, um að fjárfest verði í búnaði til að nota í keppnisleikjum.
Sveitarstjórn samþykkir að fest verði kaup á þeim búnaði sem þörf er á til að gera völlinn hæfan til notkunar, þar á meðal hornfánum, dómarabúnaði og málningu til að afmarka völlinn. Jafnframt verði hugað betur að umhirðu vallarins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

33. Frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál. – 2104053
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 27. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.

Umsagnarfrestur er til 11. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

34. Frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál. – 2104054
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 27. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.

Umsagnarfrestur er til 5. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

35. Þingsályktunartillaga um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál. – 2104055
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 21.04.2021, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.

Umsagnarfrestur er til 5. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

36. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162 2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál – 2104056
Beiðni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 21. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál

Umsagnarfrestur er til 12. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

37. Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál – 2104057
Beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. apríl 2021, um umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál

Umsagnarfrestur er til 4. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

38. Hótel og smáhýsi Brúarhvammur – 1906014
Beiðni Skipulagsstofnunar, dags. 26. apríl 2021, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum uppbygging hótels og gistihýsa í Brúarhvammi, Bláskógabyggð skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tillit til 2. viðauka laga nr. 106/2000.
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að vinna umsögn í samráði við skipulagsfulltrúa.

39. Rekstrarleyfisumsókn Drumboddsstaðir L175133 – 2104062
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 15. febrúar 2021, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Arctic Rafting ehf vegna Drumboddsstaða, sala veitinga í flokki II, veitingastofa og greiðasala.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um rekstrarleyfisumsóknina, sem tekur til sölu veitinga í flokki II.

40. Orka og matvælaframleiðsla, fundur – 2104063
Boð á orkufund Samtaka orkusveitarfélaga, Orka og matvælaframleiðsla sem haldinn verður 28. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 18:15.

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson   Agnes Geirdal
Guðrún S. Magnúsdóttir   Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland   Ásta Stefánsdóttir