284. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

284. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

föstudaginn 18. júní 2021, kl. 11:00.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Ráðning sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs – 2105025
Tillaga um ráðningu sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs
Sveitarstjórn fór yfir þær sjö umsóknir sem bárust og öll gögn í ráðningarferlinu. Ásta Stefánsdóttur, sveitarstjóri, og Helga Kjartansson, oddviti, stýrðu ráðningarferlinu. Þeir þrír umsækjendur sem best þóttu standast hæfnikröfur sem settar voru fram í auglýsingu voru teknir í viðtal. Ásta Stefánsdóttir fór yfir ráðningarferlið og lagði fram greinargerð og mat á þessum þremur umsækjendum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur í ljósi þeirra umsókna, gagna og greinargerðar sem lögð hafa verið fyrir sveitarstjórn að Kristófer Arnfjörð Tómasson sé hæfastur af umsækjendum og samþykkir að honum verði boðið starf sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs. Sveitarstjórn vill þakka öllum umsækjendum fyrir góðar umsóknir og áhuga á að gegna þessu starfi.
 
2.   Viðhaldsframkvæmdir við íþróttahúsið á Laugarvatni – 2105006
Tillaga um viðhald íþróttahúss á Laugarvatni (ytra byrði)
Sveitarstjórn samþykkir að ráðist verði í að mála íþróttahúsið á Laugarvatni að utan og felur oddvita og sveitarstjóra að vinna málið áfram.
 
3.   Viðhald grunnskóla 2021 – 2106015
Viðhald húsnæðis grunnskóla á Laugarvatni og í Reykholti (ytra byrði)
Farið var yfir viðhaldsþörf skólahúsanna, einkum hvað varðar málningu utanhúss. Sveitarstjórn samþykkir að sumarið 2021 verði grunnskólinn í Reykholti málaður að utan og Öspin á Laugarvatni og að sumarið 2022 verði grunnskólinn á Laugarvatni málaður. Oddvita og sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.
 

 

 

Fundi slitið kl. 11:35.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland Ásta Stefánsdóttir