285. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- 285. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
fimmtudaginn 24. júní 2021, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigurjón Pétur Guðmundsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007 | |
219. fundur haldinn 09.06.2021. Afgreiða þarf sérstaklega 2. til 7. lið. | ||
-liður 2, Hlauptunga; Vegstæði og bílaplan; Framkvæmdaleyfi – 2005053 Lögð er fram að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegstæðis í landi Hlauptungu. Í umsókninni felst að óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar og gerð bílaplans. Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar vegna matsskyldu framkvæmdanna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 13. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í samræmi við niðurstöðu Skipulagsstofnunar er varðar matsskyldu verkefnisins mælist sveitarstjórn til þess að leitað verði álits Skógræktarinnar á framkvæmdinni. Jafnframt heimilar sveitarstjórn útgáfu framkvæmdaleyfis, sbr. umsókn Rúnars Gunnarssonar frá 21. júní 2021, fyrir efnistöku úr Reykjanámu í landi Efri-Reykja, allt að 6.500 m3 vegna veglagningarinnar. Skipulagsfulltrúa er falin útgáfa framkvæmdaleyfanna. -liður 3, Kolgrafarhóll; Apavatn 2; Deiliskipulag; Kæra til ÚUA – 2105155 -liður 4, Úthlíð; Mosaskyggnir 15-17; Sameining lóða og skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2105012 -liður 5, Hrosshagi 5 L228433; Hrosshagi 5b; Smábýli; Deiliskipulag – 2105097 -liður 6, Litla-Fljót 1 L167148; Minna-Fljót; Stofnun lóðar – 2106008 -liður 7, Gröf lóð (L167802); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2105123 Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar. |
||
2. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007 | |
220. fundur haldinn 23.06.2021. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 15. | ||
-liður 3, Lækjarhvammur; Lóðir 4 og 5; Skipulagsskilmálar; Deiliskipulag – 2106010 Lögð er fram umsókn frá Lindarflötum ehf. er varðar deiliskipulag á lóðum Lækjarhvamms 4 og 5 innan frístundasvæðis F20. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda innan lóðanna þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu sumarhúss, gestahúss að 40 fm og geymslu allt að 20 fm, innan hámarks nýtingarhlutfalls 0,03. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið með fyrirvara um leiðréttingu gagna m.t.t. hámarksstærðar geymslu. Sveitarstjórn mælist til þess að skipulagið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar óskar eftir endurnýjun á umsögn ráðuneytisins frá 2009 er varðar heimildir vegna fjarlægðar frá Grafará. -liður 4, Eyjarland L167649; Landbúnaðarland í iðnaðarlóð; Aðalskipulagsbreyting – 2101017 -liður 5, Stóranefsgata 4 L167678; Breyting á þakhalla; Deiliskipulagsbreyting – 2106023 -liður 6, Neðra-Holt L223498; Stórholt; Breytt heiti lóðar – 2106024 -liður 7, Árbúðir; Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903012 -liður 8, Geldingafell; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903014 -liður 9, Bjarkarbraut 14 L190016 og 16 L190017; Nýtingarhlutfall; Deiliskipulagsbreyting – 2106087 -liður 10, Laugagerði lóð 193102 – Fyrirspurn til skipulagsnefndar – 2106083 -liður 11, Laugagerði lóð 193102 – Umsókn um breytingu á skráningu lóðar – 2106084 -liður 12, Skálabrekka L170163; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2006053. Kolbeinn Sveinbjörnsson vék af fundi við afgeriðslu þessa liðar. -liður 13, Stekkatún 1 L222637 og 5 L224218; Úr frístundalóðum í landbúnaðarland; Aðalskipulagsbreyting – 2009065 -liður 14, Drumboddsstaðir 2 L167078; Drumboddsstaðir lóð 1; Stofnun lóðar – 2106135 -liður 15, Miðbrún 2 L207321, Miðbrún 3 L207322, Mosavegur 10 L167585; Úthlíð 2 L167181; Stækkun lóðar og staðfesting á afmörkun – 2106137 Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar. |
||
3. | Fundargerð umhverfisnefndar – 2101003 | |
32. fundur umhverfisnefndar haldinn 27.05.2021 | ||
Fundargerðin var staðfest. Tillögu nefndarinnar um ráðningu garðyrkjustjóra er vísað til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
4. | Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2101004 | |
19. fundur haldinn 24.06.2021 | ||
Fundargerðin var staðfest. | ||
5. | Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2101008 | |
144. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 02.06.2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 2101008 | |
145. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 16.06. 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2101025 | |
899. fundur haldinn 11.06.2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
8. | Fundargerð stjórnar SASS – 2101022 | |
570. fundur stjórnar SASS, haldinn 04.06.2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
9. | Svæðisskipulag Suðurhálendis – 1909054 | |
9. fundur svæðisskipulagsnefndar haldinn 25.05.2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
10. | Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2101013 | |
12. fundur byggingarnefndar um framkvæmdir við Búðarstíg. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
11. | Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2101019 | |
212. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 07.06.2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
12. | Deiliskipulag Laugaráss, starfshópur – 2103027 | |
1. fundur starfshóps um endurskoðun deiliskipulags Laugaráss haldinn 02.06.2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
13. | Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2101020 | |
302. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem var haldinn þann 18. maí 2021. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
14. | Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 – 2102005 | |
Hvatning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 01.06.2021, til sveitarfélaga til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands til umræðu í sveitarstjórn. Skýrslan var kynnt á XXXVI. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að taka skýrsluna til umræðu á fundi í september. | ||
15. | Þríþrautarkeppni að Laugarvatni 2021 – 2103036 | |
Beiðni Ægis3 um leyfi fyrir þríþrautarkeppni (breytt dagsetning), áður á dagskrá á 279. fundi. | ||
Sveitarstjórn veitir fyrir sitt leyti heimild fyrir þríþrautarkeppni á Laugarvatni hinn 3. júlí n.k. | ||
16. | Aðlögun að loftslagsbreytingum – 2106017 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. júní 2021, vegna aðlögunar sveitarfélaga að loftslagsbreytingum, streymisfundur 23. júní. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
17. | Hillrally á Íslandi 2021 – 2106018 | |
Umsókn keppnisstjórnar Hillrally á Íslandi 2021, dags. 18. júní 2021, um leyfi til að halda keppnina á vegum innan Bláskógabyggðar í ágúst n.k. | ||
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að rallkeppnin fari fram á þeim vegum sem tilgreindir eru innan Bláskógabyggðar í umsókn keppnisstjórnar. Minnt er á að huga þarf vel að merkingum vegna keppninnar og skilja við svæðið í sama ástandi og tekið var við því. Samþykki sveitarstjórnar er veitt með fyrirvara um samþykki annarra hagsmunaaðila. | ||
18. | Húsnæðismál frístundar, Reykholtsskóla – 2102016 | |
Beiðni skólastjóra Reykholtsskóla, dags. 10.06.2021 um að fundin verði lausn á húsnæðismálum frístundar. | ||
Sveitarstjórn felur oddvita, formanni skólanefndar og sveitarstjóra að vinna að málinu með skólastjóra. | ||
19. | Lóðarumsókn Bjarkarbraut 16 Reykholti – 2106023 | |
Umsókn Sveinbjörns Egils Björnssonar, dags. 10.06.2021 um lóðina Bjarkarbraut 16, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bjarkarbraut 16 til Sveinbjörns Egils Björnssonar. | ||
20. | Lagning ljósleiðara í þéttbýli í Bláskógabyggð – 2009002 | |
Staðfesting Mílu hf, dags. 08.06.2021, á áformum um lagningu ljósleiðara í Reykholti og á Laugarvatni. Lagning ljósleiðara í Laugarási. |
||
Í upphafði ársins birti Bláskógabyggð auglýsingu þar sem markaðsaðilum á sviði fjarskipta var gefinn kostur á að upplýsa um áform sín um lagningu ljósleiðara í Reykholti, á Laugarvatni og í Laugarási. Í framhaldinu hefur Míla gert grein fyrir sínum áformum um lagningu ljósleiðara. Lögð var fram staðfesting Mílu, dags. 8. júní 2021, þar sem koma fram áform fyrirtækisins um að leggja ljósleiðara í Reykholti og á Laugarvatni á árinu 2021, um er að ræða 35 staðföng í Reykholti og 58 á Laugarvatni. Lokið verði við lagningu ljósleiðara í Reykholt og Laugarvatn á árunum 2022 og 2023. Innheimt verður 100.000 kr. stofngjald á hvert staðfang hjá húsráðanda. Í erindinu kemur einnig fram ósk um að fá að leggja ljósleiðaralagnir í fráveituskurði á Laugarvatni á jaðarkostnaði. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að semja við Mílu um þennan þátt málsins. Í ljósi þess að Míla hyggst ekki leggja ljósleiðara í Laugarás, og þar sem önnur fjarskiptafyrirtæki svöruðu ekki auglýsingu sveitarstjórnar þar að lútandi, felur sveitarstjórn oddvita og sveitarstjóra að hefja undirbúning lagningar Bláskógaljóss á ljósleiðara í Laugarás. |
||
21. | Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga – 2101024 | |
Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga 2020 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
22. | Aðalfundur Gufu ehf 2021 – 2106025 | |
Boð á aðalfund Gufu ehf sem haldinn verður 24.06.2021 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
23. | Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2021 – 2106026 | |
Boð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands sem haldinn verður 28.06.2021 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
24. | Tilnefning fulltrúa í kirkjubyggingarsjóð Laugarvatnshjóna – 2106027 | |
Erindi Guðmundar Rafnars Valtýssonar, dags. 04.06.2021, þar sem óskað er eftir tilnefningu eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Kirkjubyggingarsjóðs Laugarvatnshjónanna Ingunnar Eyjólfsdóttur og Böðvars Magnússonar. | ||
Sveitarstjórn tilnefnir Valgerði Sævarsdóttur sem aðalmann og Róbert Aron Pálmason sem varamann. | ||
25. | Jafningjafræðsla Suðurlands – 2005035 | |
Erindi Jafningjafræðslu Suðurlands, dags. 02.06.2021, þar sem óskað er eftir samstarfi vegna jafningjafræðslu sumarið 2021. | ||
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að greiða kostnað, kr. 50.000, við heimsókn jafningjafræðslunnar í vinnuskóla Bláskógabyggðar. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
26. | Útsvar og framlög Jöfnunarsjóðs 2021 – 2106030 | |
Yfirlit yfir innheimt útsvar og framlög frá Jöfnunarsjóði janúar til maí 2021 | ||
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins. | ||
27. | Samningur við 60 plús í Laugardal – 2106031 | |
Samstarfssamningur við félagið 60 plús í Laugardal | ||
Lögð voru fram drög að samstarfssamningi Bláskógabyggðar við félagið 60 plús í Laugardal. Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra og oddvita að undirrita hann. | ||
28. | Samningur við Félag eldri borgara í Biskupstungum – 2106032 | |
Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Biskupstungum | ||
Lögð voru fram drög að samstarfssamningi Bláskógabyggðar við Félag eldri borgara í Biskupstungum. Sveitarstjórn staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra og oddvita að undirrita hann. | ||
29. | Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 – 2106029 | |
Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 | ||
Lagður var fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2021. Sveitarstjórn samþykkir viðaukann sem felur í sér aukningu á fjárfestingu sem nemur 107,8 millj.kr., þar af 4,8 millj.kr. í A-hluta. Þá lækkar rekstrarniðurstaða A-hluta um 47,7 millj.kr og verður neikvæð um 48,3 millj.kr. og rekstrarniðurstaða samstæðu verður neikvæð um 48,3 millj.kr., en var áætluð jákvæð um 3,4 millj.kr. Þá er gert ráð fyrir lántöku á árinu til viðbótar áður samþykktri lántöku að fjárhæð 110 millj.kr. Handbært fé lækkar um 49,5 millj.kr. og verður 48,2 millj.kr. Sveitarstjóra er falið að annast skil á viðaukanum til viðkomandi aðila. |
||
30. | Reglur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um félagslegt leiguhúsnæði – 2101009 | |
Tillaga að reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um félagslegt leiguhúsnæði, ásamt greinargerð. Áður frestað á 283. fundi. | ||
Sveitarstjórn samþykkir reglur skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um félagslegt leiguhúsnæði og að þær taki gildi 1. September. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að taka saman lista yfir það húsnæði sem reglurnar taka til. | ||
31. | Úthlutun lóða á Laugarvatni – 2103032 | |
Lóð við Herutún 1, Laugarvatni (skv. nýju skipulagi). Auglýsing. Áður frestað á 283. fundi. | ||
Lagt hefur verið mat á það hvort tímabært sé að auglýsa lóð nr 1 við Herutún (skv. nýju deiliskipulagi) lausa til úthlutunar. Niðurstaða sveitarstjórnar er að auglýsa lóðina ekki til úthlutunar að svo stöddu, þar sem núverandi vegstæði liggur um lóðina og nýta þarf það til framkvæmda við gatnagerð á svæðinu. Nokkrar lóðir við götuna hafa verið auglýstar lausar til úthlutunar. | ||
32. | Deiliskipulag Heiðarbæ 2 Svínanes – 2106034 | |
Erindi Ríkiseigna, dags. 10. júní 2021, þar sem óskað er heimildar sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja hluta af jörðinni Heiðarbæ 2, L 170158. | ||
Sveitarstjórn heimilar gerð deiliskipulags fyrir hluta af jörðinni Heiðarbæ 2 og vísar málinu áfram til skipulagsnefndar. | ||
33. | Beiðni um viðkomustað á jökli og lóð undir aðstöðuhús – 1906022 | |
Erindi Ástvalds Óskarssonar, dags. 15.06.2021, þar sem óskað er eftir viðkomustað á Langjökli við Skálpanes og lóð undir aðstöðuhús við Geldingafell á skálasvæði. | ||
Sveitarstjórn hafnar beiðni um viðkomustað á Langjökli fyrir hús til móttöku ferðamanna og íshelli. Umsækjanda er bent á að lóðir við Geldingafell verða auglýstar til úthlutunar þegar deiliskiplag hefur tekið gildi og gengið hefur verið frá samningum við forsætisráðuneytið um svæði það sem deiliskipulagt hefur verið við Geldingafell. | ||
34. | Hönnun húsnæðis fyrir UTU – 2106036 | |
Tilboð í hönnun húsnæðis fyrir UTU á Laugarvatni | ||
Á 282. fundi sveitarstjórnar var oddvita og sveitarstjóra falið að gera tillögu til sveitarstjórnar um fyrirkomulag á hönnun og byggingu húss fyrir UTU. Lagt er til að ekki verði um alútboð að ræða, heldur verði húsið hannað í samráði við sveitarfélagið og fulltrúa stjórnar UTU og bygging þess boðin út að því loknu. Lagt var fram tilboð Bents Larsen hjá Larsen hönnun og ráðgjöf í hönnun hússins og gerð útboðsgagna. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu, kr. 7.500.000 auk vsk og rúmast sá kostnaður innan fjárhagsáætlunar. | ||
35. | Veitingavagn við tjaldsvæðið Reykholti – 2106038 | |
Umsókn Steinunnar Bjarnadóttur, f.h. Hússins Gistingar ehf, dags. 19.06.2021, um leyfi til að staðsetja veitingavagn á tjaldsvæðinu í Reykholti. | ||
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að veitingavagn verði staðsettur á tjaldsvæðinu í Reykholti. Bent er á að sækja þarf um stöðuleyfi til skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins. | ||
36. | Fundir sveitarstjórnar 2021 – 2101001 | |
Tillaga um að sveitarstjórn taki sumarfrí fram í ágúst. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur verði 5. ágúst, nema þörf verði fyrir aukafund. Sveitarstjóra er veitt umboð til að afgreiða umsagnir um rekstrarleyfi veitinga- og gististaða í sumarleyfi sveitarstjórnar, verði þörf á því. | ||
37. | Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkurborgar 2021 – 2106019 | |
Erindi deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkurborgar, dags. 16.06. 2021, varðandi breytingu á aðalskipulagstillögu. | ||
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við aðalskipulagstillöguna. | ||
38. | Kerfisáætlun Landsnets 2021-2030 – 2106022 | |
Erindi Landsnets hf, dags. 10.06.2021 þar sem kerfisáætlun Landsnets 2021-2030 er send til umsagnar. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
39. | Úrgangsmagn – gögn frá Sorpstöð Suðurlands – 2101020 | |
Erindi Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 07.06.2021, varðandi magntölur úrgangs 2020. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
40. | Áskorun 60 plús á Laugarvatni vegna fegrunar Laugardals – 2106020 | |
Áskorun aðalfundar 60 plús á Laugarvatni frá 08.06.2021 varðandi fegrun Laugardals. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
41. | Ársskýrsla HSU 2020 – 2106024 | |
Ársskýrsla HSU 2020 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
42. | Stafrænt ráð sveitarfélaga – 2009006 | |
Samantekt stafræns ráðs sveitarfélaga, dags. 07.06.2021, um stöðu samvinnu stafrænnar þróunar hjá sveitarfélögunum. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
43. | Ársreikningur 60 plús 2020 – 2106035 | |
Ársreikningur 60 plús í Laugardal 2020 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 17:30.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Sigurjón Pétur Guðmundsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Róbert Aron Pálmason | |
Axel Sæland | Ásta Stefánsdóttir |