286. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 5. ágúst 2021, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
221. fundur skipulagsnefndar, haldinn 14. júlí 2021. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 10.
-liður 2, Apavatn 2 L167621; Aphóll; 15 lóðir; Frístundabyggð F19; Deiliskipulag – 2001050
Lögð er fram umsókn og tillaga deiliskipulags frístundasvæðis við Aphól í landi Apavatns 2 L167621. Deiliskipulagstillagan nær yfir 27,25 ha lands norðan við og samsíða Apá í Bláskógabyggð. Málið hefur áður hlotið afgreiðslu sveitarfélagsins og verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust við gildistöku skipulagsins af hálfu Skipulagsstofnunar þar sem meira en ár er liðið síðan athugasemdafrestur við tillöguna rann út. Er því tillagan lögð fram að nýju til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggja fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
-liður 3, Breyting á skilmálum fyrir frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2102013
Lögð er fram tillaga að breyttum skilmálum aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Tilgangur breytinganna er endurbót á reglum er varðar hámarksbyggingarmagn innan frístundalóða sem falla utan þess að vera á bilinu 5-10.000 fm. að stærð.
Í tillögunni felst að breyting er gerð á kafla 3.2.3 þar sem fyrir breytingu segir:
Á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu ½ – 1 ha og nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03. Í ákveðnum tilfellum geta frístundalóðir þó verið minni og nýtingarhlutfall allt að 0,05. Þar segir einnig:
Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar.
Eftir breytingu mun ákvæði í kafla 3.2.3, frístundabyggð, sem varðar lóðarstærðir og byggingarmagn vera eftirfarandi:
Lóðarstærðir á frístundahúsasvæðum skulu að jafnaði vera á bilinu ½ – 1 ha (5.000 – 10.000 fm). Í ákveðnum tilfellum, sérstaklega í eldri hverfum sem skipulögð voru fyrir gildistöku núgildandi aðalskipulags, geta frístundalóðir þó verið minni. Nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03 nema á lóðum sem eru minni en 1/3 ha að stærð en þar er leyfilegt byggingarmagn 100 fm.
Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar.
Lýsing breytingar var í kynningu frá 31.3.2021 til 23.4.2021. Umsagnir bárust á kynningartíma lýsingar og eru þær lagaðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 4, Skálpanesvegur; Tvær námur; Aðalskipulagsbreyting – 2012005
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar á námum við Skálpanesveg í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 5, Reiðleið með Skeiða- og Hrunamannavegi; Aðalskipulagsbreyting – 2012004
Lögð er fram skipulagstillaga vegna breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að sett verður inn reiðleið meðfram hluta Skeiða- og Hrunamannavegar og reiðleið sem fyrir er í aðalskipulagi færist vestur fyrir veg. Tillaga skipulagsbreytingar var auglýst frá 19. maí til 2. júní 2021. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

-liður 6, Suðurhlið Langjökuls; Íshellir; Aðalskipulagsbreyting – 2004046
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna íshellis í suðurhlið Langjökuls eftir auglýsingu. Innan tillögu aðalskipulagsbreytingar er gert ráð fyrir skilgreiningu staks afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli. Innan svæðisins er gert ráð fyrir möguleika á að gera manngerðan íshelli sem viðkomustað fyrir ferðamenn. Íshellirinn geti verið allt að 800 m3 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir varanlegum mannvirkjum innan svæðisins. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Umsagnir og athugasemdir bárust vegna málsins. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum innan framlagðar gagna með fullnægjandi hætti. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

-liður 7, Suðurhlið Langjökuls; Íshellir; Fyrirhuguð framkvæmd og skilmálar; Deiliskipulag – 2004047
Lögð er fram deiliskipulagstillaga vegna íshellis í sunnanverðum Langjökli eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst afmörkun lóðar fyrir íshelli auk þess sem gert er grein fyrir heimiluðum framkvæmdum innan svæðisins, aðkomu og viðhaldi hellisins, frágangi svæðisins og umhverfisáhrifum. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem skilgreint er afþreyingar- og ferðamannasvæði á því svæði sem deiliskipulagið tekur til. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykkt Skipulagsstofnunar á breyttu aðalskipulagi á svæðinu.

-liður 8, Lækjarhvammur (L167924); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2102073
Lögð er fram tillaga að viðbyggingu á sumarhúsi á lóð Lækjarhvamms L167924. Málið var áður til afgreiðslu á 213. fundi skipulagsnefndar þar sem nefndin mæltist til þess við sveitarstjórn að málinu væri synjað vegna fjarlægðar frá læknum Djúpin. Umsókn lögð fram að nýju með uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 9, Austurey 1 (L167622) og 3 (L167623); Breytt landnotkun; Breytt vegstæði; Aðalskipulagsbreyting – 2107015
Lögð er fram umsókn frá Lárusi Kjartanssyni er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar að Austurey 1 og Austurey 3. Í breytingunni felst að Eyrargata 9 verði skilgreind sem íbúðarhúsalóð, gert verði ráð fyrir nýju verslunar- og þjónustusvæði, frístundasvæði F38, F39 og F40 verði minnkuð og vegstæði verði fært til.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að unnin verði skipulagslýsing fyrir verkefnið á grundvelli 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Við vinnslu lýsingar skal horfa sérstaklega til umhverfisáhrifa vegna skilgreiningar á verslunar- og þjónustusvæði á svæðinu. Leitað verði umsagna helstu umsagnar- og hagsmunaaðila við lýsinguna m.a. Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Vegagerðarinnar, Fiskistofu, Náttúrufræðistofnunar og annarra sem málið kann að varða.

-liður 10, Heiðarbær (L170232); Umsókn um byggingarleyfi – sumarhús viðbygging – 2107046
Fyrir liggur umsókn frá Þórði Þórðarsyni, móttekin 08.07.2021, um byggingarleyfi til að byggja 60.8 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Heiðarbær L170232. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 159.4 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Fyrir liggur jákvæð umsögn ríkiseigna. Sveitarstjórn samþykkir að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar, hvað aðra liði hennar varðar.

 

2. Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa – 2101008
146. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 7. júlí 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2101013
21. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga haldinn 21. júlí 2021
13. fundur byggingarnefndar vegna Búðarstígs 13 haldinn 21. júlí 2021
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
4. Skil á lóð – Brekkuholt 9 – 2009004
Tilkynning Bryndísar Malmo Bjarnadóttur, dags. 8. júlí 2021, um að lóðinni Brekkuholti 9, Reykholti sé skilað
Lögð var fram yfirlýsing um að lóðinni Brekkuholti 9, sé skilað. Sveitarstjórn samþykkir að taka við lóðinni og að hún verði auglýst að nýju laus til úthlutunar.
5. Skil á lóð – Bjarkarbraut 16 – 2106023
Tilkynning Sveinbjörns Egils Björnssonar, dags. 28. júní 2021, um að lóðinni Bjarkarbraut 16, Reykholti, sé skilað.
Liður 5 var afgreiddur á eftir lið 6 og 7. Lögð var fram yfirlýsing um að lóðinni Bjarkarbraut 16, sé skilað. Sveitarstjórn samþykkir að taka við lóðinni og að hún verði auglýst að nýju laus til úthlutunar.
6. Lóðarumsókn Bjarkarbraut 14 Reykholti – 2107006
Umsókn Sveinbjörns Egils Björnssonar um lóðina Bjarkarbraut 14, Reykholti.
Liðir 6 og 7 á dagskrá fundarins eru afgreiddir í einu lagi þar sem þeir varða báðir umsókn um sömu lóðina. Lóðin Bjarkarbraut 14 hefur verið auglýst laus til úthlutunar og hafa tvær umsóknir borist. Önnur umsóknin er frá Sveinbirni Agli Björnssyni og hin frá Hrólfi Laugdal, sjá mál nr. 2107012, lið 7 á fundinum. Dregið var á milli umsækjenda og kom lóðin í hlut Sveinbjörns Egils Björnssonar.
7. Lóðarumsókn Bjarkarbraut 14, Reykholti – 2107012
Umsókn Hrólfs Laugdal um lóðina Bjarkarbraut 14, Reykholti.
Sjá afgreiðslu á 6. lið.
8. Endurheimt votlendis Austurey – 2107009
Beiðni Kjartans Lárussonar, dags. 20. júlí 2021, um framkvæmdaleyfi til endurheimtar votlendis.
Umsóknin varðar endurheimt votlendis í landi jarðarinnar Austureyjar 1 og 3 á um 25-30 ha svæði í svokölluðum Flóðum, þar sem komið verður fyrir fimm stíflum. Svæðið er nánar afmarkað á korti sem fylgir umsókninni. Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.
9. Forkaupsréttur að hlutum í Límtré-Vírneti – 2102046
Tilkynning Límtrés Vírnets ehf, dags. 1. og 16. júlí 2021, um eigendaskipti að hlutum í Límtré Vírneti og beiðni um að Bláskógabyggð taki afstöðu til forkaupsréttar.
Lagðar voru fram tilkynningar um eigendaskipti að hlutum í Límtré Vírnet ehf. Sveitarstjórn hafnar forkaupsrétti að þeim hlutum sem um ræðir.
10. Beiðni um endurupptöku á ákvörðun um fasteignaskatt – 2107014
Beiðni Brynjars Dagbjartssonar, dags. 13. júlí 2021, um endurupptöku á ákvörðun um fasteignaskatt.
Lögð var fram beiðni Brynjars V. Dagbjartssonar um endurupptöku á ákvörðun um fasteignaskatt af fasteigninni Gunnarsbraut 13, Bláskógabyggð, fastanr. 227 9314. Vísað er til þess að lögheimili hans og eiginkonu hans sé skráð að Gunnarsbraut 13, en þau hafi ekki notið afsláttar af fasteignaskatti við álagningu fasteignagjalda árið 2021. Einnig liggur fyrir fasteignayfirlit.
Reglur frá 14. mars 2006 um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Bláskógabyggð voru í gildi þegar álagning fasteignagjalda fór fram í byrjun árs 2021. Samkvæmt 3. gr. reglnanna er tekjutengdur afsláttur veittur fasteignareigendum sem eru 67 ára og eldri eða 75% öryrkjar eða meira og eiga lögheimili í sveitarfélaginu af þeirri íbúð sem þeir eiga og búa í og ekki er nýtt af öðrum. Í mars 2021 samþykkti sveitarstjórn nýjar reglur um sama efni og er sá hluti sem snýr að íbúðarhúsnæði í eigu tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega efnislega nánast sá sami og í eldri reglum.
Umsækjandi uppfyllir aldursskilyrði reglnanna og er með lögheimili að Gunnarsbraut 13. Við skoðun á því hvort Gunnarsbraut 13 teljist íbúð er horft til skráningar í fasteignaskrá Þjóðskrár. Samkvæmt fasteignayfirliti er fasteignin skráð sem sumarbústaður. Fasteignamat tekur mið af þeirri skráningu. Álagning fasteignagjalda byggir á framangreindri fasteignaskrá skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og eru fasteignaskattur og önnur fasteignagjöld, t.a.m. sorpeyðingargjöld, reiknuð út miðað við þann notkunarflokk sem þar er skráður. Sama gildir um sjálfvirkan útreikning afslátta.
Afsláttur af fasteignaskatti er bundinn við íbúðir skv. 3. gr. reglna Bláskógabyggðar um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts. Fasteignin Gunnarsbraut 13 er skráð sem sumarbústaður og fellst sveitarstjórn því ekki á að afsláttur verði veittur af fasteignaskatti af Gunnarsbraut 13. Þykir því ekki ástæða til að kalla eftir gögnum um tekjur umsækjanda og maka.
Ákvörðun þessi er kæranleg til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og er kærufrestur þrír mánuðir frá því að tilkynnt er um ákvörðun þessa skv. 27. gr laganna.
11. Niðurfelling Heiðarvegs 361-01 af vegaskrá – 2107015
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 8. júlí 2021, um niðurfellingu Heiðarvegs 3619-01 af vegaskrá.
Tilkynning Vegagerðarinnar var lögð fram.
12. Starfshæfi sveitarstjórna – 2108001
Tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 30. júlí 2021, um framlengingu á heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga.
Sveitarstjórn samþykkir að nýta heimild auglýsingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá 27. júlí s.l. hvað varðar notkun fjarfundarbúnaðar vegna Covid-19. Sveitarstjórn heimilar þannig að sveitarstjórn og nefndir sveitarfélagsins noti fjarfundarbúnað á fundum og að engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefnda með fjarfundabúnaði. Jafnframt verði heimilt að staðfesta fundargerðir með tölvupósti þegar um fjarfundi er að ræða. Heimild þessi gildir til 1. október n.k.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera tillögu að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins hvað varðar heimild til að nýta fjarfundarbúnað á grundvelli breytingar á sveitarstjórnarlögum sem samþykkt var hinn 13. júní 2021.
13. Heimild til lækkunar eða niðurfellingar dráttarvaxta – 2003015
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júlí 2021, varðandi heimild til þess að lækka eða fella niður dráttarvexti á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði vegna Covid-19.
Erindið var lagt fram.
14. Útboð á sorphirðu – 2008049
Tilboð í sorphirðu, fundargerð frá opnunarfundi 8. júlí 2021.
Lögð var fram fundargerð frá opnunarfundi tilboða sem haldinn var 8. júlí 2021, ásamt minnisblaði um yfirferð tilboða, kostnaðaráætlun og tilboði Íslenska gámafélagsins, sem var lægstbjóðandi. Fylgigögnum tilboðs hefur verið skilað og þau yfirfarin og uppfyllir bjóðandi þær kröfur sem gerðar voru í útboðsgögnum. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið um sorphirðu á grundvelli útboðsgagna.
15. Hönnun húsnæðis fyrir UTU – 2106036
Skipan fulltrúa í samráðshóp um hönnun húsnæðis fyrir UTU
Sveitarstjórn tilnefnir Helga Kjartansson, oddvita, Kolbein Sveinbjörnsson, sveítarstjórnarfulltrúa, og Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, til setu í samráðshópnum.
16. Aðalskipulagsbreyting Hrunamannahrepps – 2107010
Beiðni skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, dags. 23. júlí 2021, um umsögn um aðalskipulagsbreytingu vegna skilgreiningar á efnistökusvæði í landi Skollagrófar í Hrunamannahreppi. Innan lýsingar er gert ráð fyrir um 2 ha. svæði þar sem áætluð er um 40.000 m3 efnistöku.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að aðalskipulagsbreytingu Hrunamannahrepps.
17. Aðalskipulagsbreyting Grímsnes- og Grafningshrepps – 2108003
Erindi skipulagsfulltrúa, dags. 15. júlí 2021, breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps, til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
18. Aðalskipulagsbreyting Borgarbyggðar – 2009015
Erindi skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar, dags. 2. júlí 2021, varðandi vinnslutillögu fyrir aðalskipulagsbreytingu í Húsafelli í Borgarbyggð, til kynningar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að aðalskipulagsbreytingu.
19. Tækifærisleyfi fyrir útilegu við Faxa 14. til 15. ágúst – 2107011
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 21. júlí 2021, um umsögn um tækifærisleyfi vegna útilegu á tjaldsvæði við Faxa 14. til 15. ágúst 2021.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfi vegna útilegu á tjaldsvæði við Faxa 14. til 15. ágúst n.k.
20. Starfsleyfisskilyrði fyrir jarðvarmavirkjun að Nesjavöllum – 2107013
Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 16. júlí 2021, þar sem starfsleyfisskilyrði vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir jarðvarmavirkjun að Nesjavöllum, Grímsnes- og Grafningshreppi eru kynnt.
Lagt fram til kynningar.
21. Innleiðing Árósasamningsins – 2108002
Tilkynning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 21. júlí 2021, um uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi.

Umsagnarfrestur er til 23. ágúst n.k.

Lagt fram til kynningar.
22. Hótel og smáhýsi Brúarhvammur – 1906014
Tilkynning Skipulagsstofnunar, dags. 1. júlí 2021, um matsskyldu uppbyggingar hótels og gistihýsa að Brúarhvammi. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.
23. Mat á umhverfisáhrifum fyrir Eyjarland, fiskeldi. – 2001056
Tilkynning Umhverfisstofnunar, dags. 24. júní 2021, um útgáfu starfsleyfis fyrir Eyjarland.
Lagt fram til kynningar.
24. Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2020 – 2108004
Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2020
Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fundi slitið kl. 16:35.

 

 

 

 

Helgi Kjartansson   Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson   Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir   Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland   Ásta Stefánsdóttir