287. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,18 ágúst 2021, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2101004 | |
20. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn 12. ágúst 2021 | ||
-liður 1, hönnun fráveitu Laugarvatni, 2006019. Lagt var fram minnisblað Eflu, dags. 16. ágúst 2021, ásamt teikningum og minnisblað sveitarstjóra, dags. 18. ágúst 2021, um þrjú fráveituverkefni á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir að fara að tillögu Eflu, verkfræðistofu, um áfangaskiptingu endurnýjunar fráveitu, en í fyrsta áfanga eru lagnir að húsunum Lindarbraut 1a, 1b og 3, Reykjabraut 3 og 5 og Bjarkarbraut 1, 3 og 5, og Dalbraut 2, 4, 6 og 8. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að vatnsveita verði endurnýjuð samhliða. Er því Eflu falið að hanna vatnsveitu í fyrsta áfanga, í samráði við veitustjóra, og uppfæra útboðsgögn til samræmis við það. Verkið verði síðan boðið út. Sveitarstjóra og sviðsstjóra er falið að kynna eigendum húsa í fyrsta áfanga áform um endurnýjun lagna. Um tvöfalda fráveitu verður að ræða, þar sem skólpi og ofanvatni verður veitt í tveimur aðskildum lögnum. Eigendur húsa sem tengjast hinni nýju fráveitu verða að aðskilja ofanvatn (regnvatn) og bakrennslisvatn hitaveitu frá skólpi frá sínum húsum skv. 5. gr. samþykktar um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð nr. 262/2008 og verða nýjar lagnir innan lóða tengdar við nýtt, tvöfalt fráveitukerfi og fellur kostnaður við endurnýjun fráræsa húseigna (innan lóðar, að tengistað á viðkomandi húseigendur, en sveitarfélagið greiðir kostnað við stofnræsi, götuholræsi og tengigreinar. Sveitarstjórn samþykkir að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 verði gert ráð fyrir kostnaði við fráveituframkvæmdir til að tengja fyrirhugaða byggingu fyrir UTU við fráveitukerfi sveitarfélagsins og að haldið verði áfram með hönnun lagna og aðkeyrslu samhliða hönnun hússins. Gert verði ráð fyrir því að fráveita þessi geti tengst fráveitu frá Garðstíg. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 verði tekin afstaða til áfangaskiptingar framkvæmda við fráveitu og gatnagerð vegna lóða skv. nýju deiliskipulagi.-liður 2, Tungurimi fráveita og gatnagerð, 2106013, minnisblað Eflu, dags. 16. ágúst 2021, ásamt teikningum liggur frammi. Sveitarstjórn samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.-liður 9, viðhald grunnskóla 2021, 2106015, sveitarstjórn samþykkir að málun á Ösp á Laugarvatni, sem áætlað var að ráðast í á þessu ári, verði látin fylgja öðrum viðgerðum á ytra byrði hússins og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Fundargerðin var staðfest. |
||
2. | Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2101008 | |
147. fundur haldinn 12. ágúst 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
3. | Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna – 2101026 | |
Fundargerð frá 16. ágúst 2021, ásamt fjallskilaseðli | ||
Fundargerðin var staðfest. | ||
4. | Útsvar og framlög Jöfnunarsjóðs 2021 – 2106030 | |
Yfirlit yfir innkomið útsvar og framlög frá Jöfnunarsjóði janúar til júlí 2021. | ||
Lagt var fram yfirlit yfir útsvar og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. | ||
5. | Reglur um skólaakstur – 2108013 | |
Erindi skólastjóra Reykholtsskóla, dags. 12. ágúst 2021, um að settar verði reglur um skólaakstur | ||
Sveitarstjórn felur formanni skólanefndar, skólastjóra Reykholtsskóla og sveitarstjóra að gera tillögu að reglum um skólaakstur. | ||
6. | Námsvist utan lögheimilissveitarfélags – 2108014 | |
Beiðni, dags. 10. ágúst 2021, um að nemandi með lögheimili í Reykjavík fái skólavist í Bláskógaskóla Laugarvatni, ásamt samþykki Reykjavíkurborgar fyrir greiðslu kostnaðar. | ||
Sveitarstjórn samþykkir erindið. | ||
7. | Verksamningur um slátt og hirðingu á Laugarvatni framlenging – 1909056 | |
Beiðni Fosshamars, dags. 28. júní 2021, um framlengingu samnings um slátt og hirðingu á Laugarvatni, ásamt minnisblaði sveitarstjóra. | ||
Fyrir liggur beiðni um framlengingu samnings til þriggja ára, auk breytinga á ákvæðum um vísitölu og afsláttarkjörum. Umræða varð um málið. Með hliðsjón af innkaupareglum sveitarfélagsins og því að gildistíma samningsins hefur áður verið framlengt telur sveitarstjórn ekki fært að samþykkja framlengingu á samningnum í samræmi við beiðni Fosshamars. Er sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs því falið að undirbúa útboð á slætti og hirðingu á Laugarvatni. | ||
8. | Verksamningur um slátt og hirðingu, Laugarás og Reykholt, framlenging – 1903033 | |
Beiðni Þoku Eignar ehf, um framlengingu samnings um slátt og hirðingu í Laugarási og Reykholti, ásamt minnisblaði sveitarstjóra. | ||
Umræða varð um málið. Lagt var til að gildistími samnings aðila, sem er frá 2019, verði framlengdur um eitt ár, eða fram í september 2022. | ||
9. | Hjólhýsasvæði Laugarvatni – 2004032 | |
Erindi Samhjóls, dags. 15. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir áframhaldandi starfsemi hjólhýsasvæðis á Laugarvatni. | ||
Umræða varð um málið og er sveitarstjóra falið, í samráði við lögmenn sveitarfélagsins, að skila sveitarstjórn minnisblaði um málið. | ||
10. | Reiðvegur með Reykjavegi, aðalskipulagsbreyting – 2108016 | |
Erindi Hestamannafélagsins Loga, dags. 12. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir óverulegri breytingu á aðalskipulagi vegna reiðvegar með Reykjavegi. | ||
Lagt var fram erindi Hestamannafélagsins Loga þar sem óskað er eftir að legu reiðvegar verði breytt í aðalskipulagi Bláskógabyggðar frá Vegatungu að ánni Fullsæl. Um er að ræða reiðveg meðfram Reykjavegi og er óskað eftir að reiðvegurinn verði færður og hafður austan megin við Reykjaveg að ánni Fullsæl. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við óverulega breytingu á aðalskipulagi er varðar skilgreiningu reiðvegar við Reykjaveg. Framkvæmdasvæði reiðleiðarinnar er í jaðri vegarins á svæði sem er raskað nú þegar vegna vegaframkvæmda. Breytingin mun því ekki hafa í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði. Að mati sveitarstjórnar er breytingin því óveruleg og skal hún fá málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa UTU falið að annast gerð viðeigandi gagna vegna breytingartillögu og óska eftir samþykki Skipulagsstofnunar fyrir henni. | ||
11. | Fjölgun stöðugilda í leikskólanum Álfaborg – 2108017 | |
Beiðni leikskólastjóra Álfaborgar, dags. 13. ágúst 2021, um viðbótar stöðugildi ágúst til desember. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að auglýst verði eftir starfsmanni. Þegar fyrir liggur frá hvaða tíma verði ráðið í stöðuna verði gerður viðauki við fjárhagsáætlun þar sem launakostnaði verði mætt. | ||
12. | Innanstokksmunir og tölvur – viðauki Bláskógaskóli Laugarvatni – 2108018 | |
Beiðni skólastjóra Bláskógaskóla Laugarvatni um fjármagn til kaupa á innanstokksmunum og tölvubúnaði. | ||
Sveitarstjórn samþykkir erindið og að kostnaði, kr. 2.000.000 verði mætt í viðauka við fjárhagsáætlun. | ||
13. | Samningar við ungmennafélög og frístundastyrkir – 2108019 | |
Samningar við ungmennafélög Biskipustungna og Laugdæla, samspil við íþrótta- og tómstundafulltrúa/verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags. Stuðningur sveitarfélagsins við íþrótta- og æskulýðsmál og frístundastyrkir. Fulltrúar ungmennafélaganna, Daníel Pálsson og Eva Hálfdánardóttir, formaður og gjaldkeri Ungmennafélags Laugdæla, Dagný Rut Grétarsdóttir, fulltrúi Ungmennafélags Biskupstungna og Gunnar Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi/verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags, komu inn á fundinn.
Breyting hefur verið gerð á starfi verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags, með auknu starfshlutfalli, og sinnir hann nú einnig hlutverki íþrótta- og tómstundafulltrúa. Rætt var um tengsl starfsmanns við ungmennafélögin og samstarf félaganna, svo og faglegt starf þeirra. Einnig var rætt um samninga sveitarfélagsins við félögin og hvað megi lagfæra í þeim. Loks var rætt um frístundastyrki og hvort sveitarfélagið ætti að taka upp slíkar greiðslur, en framlög sveitarfélagsins til félaganna hafa verið nýtt til að halda æfingagjöldum lágum. Gerður verður viðauki við samning sveitarfélagsins við félögin. Sveitarstjórn skoðar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð hvort teknir verði upp frístundastyrkir.
|
||
14. | Rekstrarleyfisumsókn Eyvindartunga (167632) – 2108015 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 12. ágúst 2021, um umsögn um rekstrarleyfi í flokki II samkomusalir (G) vegna Eyvindartungu. | ||
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um útgáfu rekstrarleyfis í flokki II samkomusalir (G) vegna Eyvindartungu. | ||
15. | Stofnun lögbýlis Skipholt 1 og 2 205374 og 205375 – 2108020 | |
Beiðni Maríu Þórunnar Jónsdóttur, dags. 17. ágúst 2021, um umsögn um afstöðu sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis á Skipholti 1 og 2, landnr. 205374 og 205375. | ||
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis á lóðunum Skipholti 1 og 2, landnr. 205374 og 205375. | ||
16. | Aðalskipulagsbreyting Grímsnes- og Grafningshrepps – 2108003 | |
Tillaga að aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps, áður á 286. fundi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar óskar eftir að staðsetning á svæði fyrir vindmyllur verði skoðuð sérstaklega með hliðsjón af sjónrænum áhrifum frá þjóðgarðinum á Þingvöllum og áningarstöðum við Þingvallaveg. |
||
17. | Brú lóð 167223, kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 2012008 | |
Tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 9. ágúst 2021, um kæru vegna ákvörðunar sveitarstjórnar um málefni lóðarinnar Brúar nr. 167223. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 18:15.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Róbert Aron Pálmason | |
Axel Sæland | Ásta Stefánsdóttir |