288. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

288. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn Bláskógaskóla, Laugarvatni,
miðvikudaginn 1. september 2021, kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Áslaug Alda Þórarinsdóttir og Ásta Stefánsdóttir.
Oddviti bauð Áslaugu Öldu velkomna á sinn fyrsta fund í sveitarstjórn.

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

1. Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
222. fundur haldinn 25.08.2021. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 4-12 og 8. mál frá 218. fundi.
-liður 4, Syðri-Reykir 2 L167163; Deiliskipulag – 2101037
Lögð er fram tillaga deiliskipulags í landi Syðri-Reykja 2 L167163 eftir kynningu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, gróðurhúsi, vélaskemmu og byggingar sem ætluð er fyrir ferðaþjónustu. Umsagnir og athugasemdir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar málinu og vísar því til framkvæmda- og veitunefndar.

-liður 5, Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045
Lagt er fram deiliskipulag frá Kvótasölunni ehf. er varðar nýtt deiliskipulag á landinu Brúarhvammur L167071 eftir auglýsingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreita og skipulagsskilmála fyrir hótel og gistihús. Samkvæmt deiliskipulagi verður heimilt að byggja allt að 100 herbergja hótel ásamt veitingastað. Hótelið yrði á 2 hæðum og allt að 3.000 fm að stærð. Einnig verði heimilt að byggja allt að 10 gistihús, hvert gistihús verður allt að 45 fm að stærð. Málið var auglýst frá 16.12.2020 til 29.1.2021. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Brugðist hefur verið við athugasemdum að hluta innan greinargerðar af skipulagshönnuði. Fyrir liggur mat Skipulagsstofnunar á matsskyldu verkefnisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um aðra yfirferð umsagnaraðila á framlögðum gögnum. Komi engar eða óverulegar athugasemdir fram við skoðun umsagnaraðila samþykkir sveitarstjórn að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu við skipulagið verði kynnt niðurstaða sveitarfélagsins.

-liður 6, Skálabrekka-Eystri L224848; Skálabrekka lóð L170768; Breytt afmörkun lóða – 2107087
Lögð er fram umsókn frá Steinunni Halldórsdóttir er varðar breytta skráningu lóðar Skálabrekku-Eystri L224848. Í breytingunni felst stofnun 500 fm skika úr Skálabrekku-Eystri sem ætlað er að sameinast við Skálabrekku lóð L170768.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið.

-liður 7, Eyjarland L167649; Landbúnaðarland í iðnaðarlóð; Aðalskipulagsbreyting – 2101017
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna lóðarinnar Eyjarland L167649. Í breytingunni felst að notkun lóðarinnar er breytt úr landbúnaðarlandi í iðnaðarsvæði til samræmis við núverandi notkun lóðarinnar. Á lóðinni er starfrækt seiðaeldisstöð með framleiðslugetu fyrir um 20 tonn af seiðum. Tillaga aðalskipulagsbreytingar var í kynningu frá 30. júní-23. júlí, engar athugasemdir bárust á kynningartíma málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna skilgreiningar á iðnaðarsvæði á lóð Eyjarlands í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 8, Hrosshagi 5 L228433; Hrosshagi 5b; Smábýli; Deiliskipulag – 2105097
Lögð er fram að nýju tillaga er varðar nýtt deiliskipulag í landi Hrosshaga 5 L228433. Í deiliskipulaginu felst að landinu er skipt upp í tvær landeignir þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsum, úthúsum, hesthúsum og gestahúsum. Tillaga var í kynningu frá 30. júní-23. júli, engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027.

-liður 9, Framafréttur L223995; Skálpanesvegur; Efnistaka; Námur E129 og E130; Framkvæmdaleyfi – 2108021
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu E129 og E130 við Skálpanesveg. Efnistakan er ætluð til viðhalds Skálpanesvegar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framkvæmdaleyfi samhliða gildistöku breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem viðkomandi námur sem efnistakan tekur til eru skilgreindar. Skipulagsfulltrúa er falin útgáfa leyfisins.

-liður 10, Heiðarbær lóð (L170255); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2108020
Fyrir liggur umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Boga Hjámtýssonar, Steinunnar Hjálmtýsdóttur og Hjálmtýs B. Dagbjartssonar, móttekin 29.07.2021, um byggingarleyfi til að byggja 29,6 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170255 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 11, Skálabrekka-miðhluti L170163; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2006052 Kolbeinn Sveinbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Lögð er fram að nýju tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Skálabrekku L170163 og Skálabrekku-Eystri L224848 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar breytist í frístundasvæði auk þess sem skilgreindir flákar frístundasvæðis innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri L224848 eru sameinaðir í eitt samfellt svæði. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins. Umsagnir sem borist hafa vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

-liður 12. Skálabrekka-Eystri L224848; breytt lega frístundasvæðis ; Aðalskipulagsbreyting – 2003004 Kolbeinn Sveinbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Skálabrekku L170163 og Skálabrekku-Eystri L224848 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar breytist í frístundasvæði auk þess sem skilgreindir flákar frístundasvæðis innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri L224848 eru sameinaðir í eitt samfellt svæði. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins. Umsagnir sem borist hafa vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar, hvað aðra liði hennar varðar.

-liður 8 í 218. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 26. maí 2021, áður frestað á 283. fundi sveitarstjórnar. Valhallars. Nyrðri 9 (L170805) umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2105050
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Halldórssonar fyrir hönd Hallbjörns Karlssonar og Þorbjargar H. Vigfúsdóttur, móttekin 11.05.2021, um byggingarleyfi til að byggja við 29,9 m2 sumarbústað og setja niður hreinsimannvirki í stað rotþróar á sumarbústaðalandinu Valhallars. Nyrðri 9 L170805 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 101,7 m2.
Sveitarstjórn samþykkti á 283. fundi að leitað yrði umsagnar Þingvallanefndar fyrir afgreiðslu málsins. Umsögn Þingvallanfendar frá 14. júní 2021 liggur nú fyrir og hafnar nefndin útgáfu byggingarleyfis í samræmi við umsóknina. Sveitarstjórn hafnar því útgáfu byggingarleyfis þess sem sótt er um.

2. Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals – 2101027
4. fundur haldinn 18. ágúst 2021
Fundargerðin var staðfest.

3. Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2101006
87. fundur haldinn 25. ágúst 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4. Fundargerð stjórnar SASS – 2101022
571. fundur haldinn 13. ágúst 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2101019
213. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 27. ágúst 2021.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Einnig var lögð fram samþykkt um verndunarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæmis sveitarfélaganna á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti.

6. Úthlutun lóða við Vegholt – 2108024
Tillaga um að auglýstar verði til úthlutunar lóðir við Vegholt í Reykholti
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa lóðina Vegholt 10 til úthlutunar.

7. Átak um endurheimt skóga, Bonn áskorunin – 2108025
Erindi Skógræktarinnar þar sem óskað er afstöðu sveitarfélagsins til þátttöku í alþjóðlegu átaki um endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslags-heildum, tillögum að svæðum umfram þau sem eru í umsjá ríkisstofnana og hvort og með hvaða hætti slík skilgreining gæti orðið hluti af skipulagi sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur oddvita og sveitarstjóra að funda með fulltrúum Skógræktarinnar um hvaða svæði kæmu til greina varðandi endurheimt skóga.

8. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 – 2108026
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. ágúst 2021, um forsendur fjárhagsáætlana 2022-2026.
Minnisblaðið var lagt fram til kynningar.

9. Námsvist utan lögheimilissveitarfélags – 2108030
Tilkynning Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 31. ágúst 2021, um samþkki fyrir námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Erindi Árborgar var lagt fram og samþykkir sveitarstjórn að viðkomandi nemandi sæki skóla í sveitarfélaginu. Greitt verði viðmiðunargjald skv. gjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.

10. Leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags – 2108029
Beiðni um greiðslu kostnaðar vegna leikskólavistar barna í öðru sveitarfélagi.
Lögð var fram beiðni um greiðslu kostnaðar skv. viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna leikskólavistar tveggja barna sem hafa lögheimili í Bláskógabyggð í um mánaðartíma í leikskóla í öðru sveitarfélagi. Sveitarstjórn samþykkir erindið. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

11. Kjör í nefndir 2021 – 2109001
Kjör fulltrúa í kjörstjórn fyrir Biskupstungur
Sveitarstjórn samþykkir að Guðfinnur Eiríksson verði aðalmaður í kjörstjórn fyrir Biskupstungur í stað Gústafs Sæland, sem hefur flutt úr sveitarfélaginu. Er Gústaf þakkað fyrir góð störf.

12. Lóðarumsókn Bjarkarbraut 16 Reykholti – 2106023
Umsókn Sveinbjörns Egils Björnssonar, dags. 1. september 2021, um lóðina Bjarkarbraut 16, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir því að úthluta lóðinni til umsækjanda.

13. Verkefnið Göngum í skólann 2021 – 2108027
Erindi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 17. ágúst 2021, varðandi verkefnið Göngum í skólann.
Lagt fram til kynningar.

14. Samgönguvika 2021 – 2108028
Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna, dags. 30. ágúst 2021, í tilefni af samgönguviku sem er þann 16.-22. september, hvatning til þátttöku.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 17:45.

Helgi Kjartansson                     Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson              Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir         Róbert Aron Pálmason
Áslaug Alda Þórarinsdóttir     Ásta Stefánsdóttir