289. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 16. september 2021, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Áslaug Alda Þórarinsdóttir og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007 | |
223. fundur skipulagsnefndar, haldinn 8. september 2021. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 6. Einnig fylgir tölvupóstur, dags. 13. september 2021, vegna máls nr. 5. |
||
-liður 1, Bergsstaðir L167202; Stækkun frístundareits F84; Aðalskipulagsbreyting – 2108051 Lögð er fram umsókn frá Einari E. Sæmundsen er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst stækkun á frístundareit F84 á kostnað landbúnaðarlands innan jarðarinnar Bergsstaða. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mælist til þess að framlagðar beiðnir um breytingu á aðalskipulagi sem taka til Bergstaða L167202 og Bergstaða L167201 verði sameinaðar undir eina skipulagslýsingu. Mælist sveitarstjórn til þess að Skipulagsfulltrúa verði falið að hafa milligöngu um gerð skipulagslýsingar vegna verkefnisins í samráði við umsækjendur. -liður 2, Bergsstaðir L167201; Úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2108054 -liður 3, Árbúðir; Fjallaskáli; Afréttur norðan vatna; Deiliskipulag – 1903012 -liður 4, Geldingafell; Fjallaskáli; Framafréttur; Deiliskipulag – 1903014 -liður 5, Aphóll 9 (L167659); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106050 -liður 6, Úthlíð 2 L167181; Úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2103021 Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði hennar varðar. |
||
2. | Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2101004 | |
21. fundur haldinn 9. september 2021. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2,3 og 9. | ||
-liður 2, Gamla Tungufljótsbrú, ástand. Tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að gert verði ráð fyrir fjármagni til viðgerða á brúnni í fjárhagsáætlun næsta árs er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. -liður 3, Samningur um viðhald og þjónustu við ljósleiðara. Sveitarstjórn staðfestir samning Bláskógaljóss við TRS. -liður 9, Gatnagerð Traustatún og Kotstún. Fyrir liggur uppfært tilboð Eflu verkfræðistofu í gatnahönnun, sem tekur mið af því að gera lóð fyrir húsnæði UTU byggingarhæfa. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið. Fundargerðin var staðfetst. |
||
3. | Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2101008 | |
21. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 1. september 2021. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
4. | Fundargerð stjórnar Bergrisans – 2101021 | |
29. fundur stjórnar haldinn 9. apríl 2021 30. fundur stjórnar haldinn 7. júní 2021 31. fundur stjórnar haldinn 15. júlí 2021 |
||
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar. | ||
5. | Fundargerð NOS (nefndar oddvita sveitarfélaga) – 2101010 | |
Fundur stjórnar NOS (stjórn skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings) haldinn 31. ágúst 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2101025 | |
900. fundur haldinn 27. ágúst 2021 | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
7. | Fundargerð oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu – 2101011 | |
8. fundur oddvitanefndar haldinn 6. september 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
8. | Fundargerð stjórnar SASS – 2101022 | |
572. fundur haldinn 3. september 2021. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
9. | Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2101006 | |
88. fundur stjórnar UTU haldinn 8. september 2021. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
10. | Deiliskipulag Laugaráss, fundargerðir starfshóps – 2103027 | |
2. fundur starfshóps um deiliskipulags Laugaráss, haldinn 2. september 2021. | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
11. | Frístundastyrkur barna – 2109011 | |
Erindi Önnu Grétu Ólafsdóttur o.fl., dags. 2. september 2021 varðandi frístundastyrk fyrir börn. | ||
Erindið var lagt fram. Þar er hvatt til þess að teknar verði upp greiðslur frístundastyrkja til barna í sveitarfélaginu. Á 287. fundi sveitarstjórnar voru frístundastyrkir til umfjöllunar og ræddir við fulltrúa ungmennafélaganna í sveitarfélaginu. Ákveðið var að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sveitarstjórn samþykkir að það erindi sem nú er lagt fram fari í sama farveg. |
||
12. | Tilnefning fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands – 2109012 | |
Erindi Ungmennaráðs Suðurlands, dags. 2. september 2021, þar sem óskað er eftir því að hvert sveitarfélag tilnefni einn aðalmann og einn varamann til setu í Ungmennaráði Suðurlands. | ||
Sveitarstjórn tilnefnir Sólmund Magnús Sigurðsson til setu í Ungmennaráði Suðurlands. | ||
13. | Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna – 2109013 | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. ágúst 2021, þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög hefju undirbúning að innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna. | ||
Erindið var lagt fram. Undirbúningur að innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna er hafinn á vettvangi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. | ||
14. | Hjólhýsasvæði Laugarvatni. – 2004032 | |
Beiðni Samhjóls um endurskoðun ákvörðunar um að loka svæðinu, frá 15. ágúst 2021, áður frestað á 287. fundi. Minnisblað Lögmanna Suðurlandi, dags. 1. september 2021, einnig liggur frammi álitsgerð Lögmanna Suðurlandi frá 16. nóvember 2020, auk tölvupósta sem borist hafa, dags. 18. og 24. ágúst og 7. september, frá aðilum sem þegar hafa yfirgefið svæðið í kjölfar uppsagnar. | ||
Fundinn sátu undir þessum lið Steinunn Erla Kolbeinsdóttir, lögmaður, Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls og Þóra Guðjónsdóttir, gjaldkeri. Steinunn Erla fór yfir álitsgerð frá 16. nóvember 2020 og minnisblað frá 1. september 2021 og helstu niðurstöður. Umræður urðu um málið. Gert var fundarhlé kl. 16:18. Fundi var framhaldið kl. 16:43. Lagður var fram undirskriftalisti 59 einstaklinga og fyrirtækja þar sem lagst er gegn lokun hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni. Í álitsgerð frá 16. nóvember 2020 er farið yfir lagalegan grundvöll fyrir rekstri hjólhýsasvæðis og í minnisblaði frá 1. september sl. er farið yfir þau atriði sem koma til skoðunar ákveði sveitarstjórn að halda úti skammtímastæði fyrir hjólhýsi í allt að fjóra mánuði á ári. Þar kemur m.a. fram að ráðast þyrfti í aðgerðir til að uppfylla öryggiskröfur vegna brunavarna. Þá er rakin málsmeðferð gagnvart leigutökum, en þar sem rekstraraðili svæðisins er opinber aðili þarf að gæta að ákvæðum stjórnsýsluréttar. Einnig er gerð grein fyrir því að rekstur sveitarfélags á hjólhýsasvæði kann að vera í samkeppni við rekstur einkaaðila og þarf sveitarfélagið því að gæta að samkeppnissjónarmiðum, ákveði það að fara í reksturinn. Í minnisblaðinu er einnig farið yfir útfærslu á rekstri skammtímastæðis fyrir hjólhýsi og kostnað við að halda áfram rekstri hjólhýsasvæðis á Laugarvatni með breyttum forsendum. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. |
||
15. | Útsvar og framlög Jöfnunarsjóðs 2021 – 2106030 | |
Yfirlit yfir innkomna staðgreiðslu og framlög Jöfnunarsjóðs fyrir janúar til ágúst 2021 | ||
Lagt var fram yfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði og útsvarstekjur fyrir janúar til ágúst. | ||
16. | Eftirlitskönnun á skjalavörslu og skjalahaldi – 2109014 | |
Skýrsla, dags. 2. september 2021, vegna rafrænnar eftirlitskönnunar Héraðsskjalasafns Árnesinga á skjalavörslu og skjalahaldi sveitarfélaga og stofnana þeirra sem eru skilaskyldar með skjöl sín á héraðsskjalasafnið | ||
Skýrslan var lögð fram. Sveitarstjóra er falið að vinna úr ábendingum héraðsskjalavarðar. | ||
17. | Úthlutunarreglur lóða í Bláskógabyggð – 2109015 | |
Reglur um úthlutun lóða í Bláskógabyggð | ||
Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögu að uppfærðum reglum um úthlutun lóða í Bláskógabyggð. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar. | ||
18. | Lóðarumsókn Háholt 8, Laugarvatni – 2109016 | |
Umsókn Elvars Hallgrímssonar um lóðina Háholt 8, Laugarvatni | ||
Lóðin hefur verið auglýst til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda og verða honum sendar jarðtækniskýrslur vegna lóðarinnar. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um grundun húss á lóðinni. | ||
19. | Lóðarumsókn Vegholt 10, Reykholti – 2109010 | |
Umsókn Hrólfs Laugdal Árnasonar, dags. 3. september 2021, um lóðina Vegholt 10, Reykholti. | ||
Lóðin hefur verið auglýst laust til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda. | ||
20. | Opnunartími íþróttamannvirkja – 2109019 | |
Erindi forstöðumanns íþróttamannvirkja á Laugarvatni, dags. 9. september 2021, varðandi aukinn afgreiðslutíma um helgar.
Sveitarstjórn samþykkir aukinn opnunartíma, þannig að opið verði á laugardögum frá kl. 13 til 18, líkt og er á sunnudögum. Metið verði hvort um kostnaðarauka verði að ræða, en í dag er opnun á laugardögum vegna útleigu á húsinu mætt með aukavöktum starfsmanna. |
||
21. | Deiliskipulags Laugaráss, kostnaðarliðir utan verðkönnunar – 2104051 | |
Áætlun Eflu, dags. 10. september 2021, um vinnu vegna atriða sem tengjast endurskoðun deiliskipulags í Laugarási. | ||
Vegna vinnu við deiliskipulag Laugaráss var óskað eftir tilboði frá Eflu ehf í vinnu varðandi útfærslu fráveitumála og skoðun á umferðarmálum í Hverabrekku. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði í vinnu vegna fráveitumálanna. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. |
||
22. | Snjóbræðsla í göngustíga – 2109021 | |
Tillaga að stefnumörkun vegna gangstétta og göngustíga (snjóbræðsla). | ||
Lagt var fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs. Sveitarstjórn samþykkir að setja framvegis snjóbræðslu í göngustíga við stofnanir sveitarfélagsins. | ||
23. | Gatnaheiti á Laugarvatni – 2109022 | |
Heiti á götu á Laugarvatni (gata/torg á malarvelli)
Umræða varð um málið. Samþykkt er að lóðir á malarvelli verði Hverabraut 4, 6, 8, 10, 12 og 14. |
||
24. | Lántökur 2021 – 2101047 | |
Tillaga um millifærslur á milli Bláskógaveitu og Bláskógabyggðar 2021 | ||
Sveitarstjórn samþykkir millifærslur af reikningi Bláskógaveitu yfir á reikning Bláskógabyggðar innan ársins. | ||
25. | Rekstrarleyfisumsókn Blue Hotel Fagrilundur (224-8206) – 2107007 | |
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 9. júní 2021, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna gistingar í flokki IV (Hótel) fyrir Blue Hotel Fagrilundur, Skólavegi 1. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. | ||
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Blue Hotel Fagrilundur, Skólavegi 1, vegna gistingar í flokki IV (hótel). | ||
26. | Barnvæn sveitarfélög – 2109009 | |
Kynning Unicef á Íslandi, dags. 6. september 2021, á verkefninu Barnvæn sveitarfélög, innleiðing á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
27. | Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf 2021 – 2109017 | |
Aðalfundur, haldinn 30. ágúst 2021, fundargerð ásamt ársreikningi. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
28. | Tilnefning svæða í Emerald Network – Guðlaugstungur o.fl.- 2109018 | |
Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 10. september 2021, varðandi tillögu að svæðum í svokallað Emerald Network, sem hefur að markmiði að mynda net verndarsvæða í Evrópu þar sem unnið er að vernd valinna villtra plantna, dýra og lífsvæða. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
29. | Starfshæfi sveitarstjórna, fjarfundir – 2108001 | |
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 2. september 2021, varðandi drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 18:40.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Róbert Aron Pálmason | |
Áslaug Alda Þórarinsdóttir | Ásta Stefánsdóttir |