29. fundur
SKIPULAGSNEFND UPPSVEITA ÁRNESSÝSLU
Samvinnunefnd Bláskógabyggðar, Grímsnes-og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps um skipulagsmál.
FUNDARGERÐ
- FUNDUR
miðvikudaginn 13. september 2006, kl. 9 haldinn á Laugarvatni
Nefndarmenn:
Margeir Ingólfsson Bláskógabyggð
Ingvar Ingvarsson Grímsnes-og Grafningshr.
Sigurður Ingi Jóhannesson Hrunamannahreppur
Gunnar Örn Marteinsson Skeiða-og Gnúpverjahr.
Skipulagsfulltrúi uppsveita og framkvæmdastjóri skipulagsnefndar:
Pétur Ingi Haraldsson
FUNDARGERÐ
Sameiginleg mál
- Vegabætur – til kynningar
Kynning á tillögum um vegabætur á Reykjavegi.
- Stefna um stærðir frístundahúsa – ATH þarf að skoða vandlega
Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögu um hvort að í deiliskipulagi frístundabyggðar þurfi ekki að vera ákvæði um hámarksnýtingarhlutfall (byggingarmagn) lóða auk ákvæða um hámarksstærðir frístundahúsa og aukahúsa.
Dæmi um stærðir:
Nýtingarhlutfall | Stærð lóðar | Byggingarmagn |
2% (0,02) | 0,5 ha | 100 fm |
1,0 ha | 200 fm | |
2,5% (0,025) | 0,5 ha | 125 fm |
1,0 ha | 250 fm | |
3 % (0,03) | 0,5 ha | 150 fm |
1,0 ha | 300 fm |
Skipulagsnefnd samþykkir að hámarksnýtingarhlutfall þurfi að koma fram í skilmálum deiliskipulags frístundabyggða auk ákvæða um hámarksstærðir húsa. Að mati nefndarinnar ætti nýtingarhlutfall lóða almennt ekki að fara upp fyrir 0.03( 3%)..
Varðandi aukahús að þá telur nefndin að þau megi að hámarki vera 30 – 50 fm, eftir aðstæðum, auk þess sem stærð þess má ekki vera meira en 1/4 af stærð aðalhúss.
- Granni – Landupplýsingakerfi Verkfræðistofu Suðurlands
Skipulagsfulltrúi kynnti landupplýsingakerfi og málaskrá frá Verkfræðistofu Suðurlands til nota fyrir embætti skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu og hugsanlega fleiri stofnanir sveitarfélaganna. Óskað er eftir leyfi til að ganga til samninga við Verkfræðistofuna um að koma upp þessu kerfi.Skipulagsfulltrúa er falið að vinna áfram í málinu.
Bláskógabyggð
- Brú í Biskupstungu, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Vaðs.
Lögð fram ósk landeigenda að spildunni Vað úr landi Brúar um breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir svæðið sem nýlega tók gildi. Óskað er eftir að heimilt verði að reisa allt að 200 m² frístundahús í stað 160 m². Deiliskipulagið nær yfir 4 lóðir, þar af eru þrjár 0,5 ha og ein rúmleg 1,3 ha.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á skilmálum svæðisins á þann veg að hámarksstærð frístundahúsa verði 200 m² en að hámarksnýtingarhlutfall lóða verði 3%.. Tillagan er samþykkt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga og fallið er frá grenndarkynningu þar sem beiðandi er eigandi alls landsins.
- Haukadalur II í Biskupstungu, deiliskipulag frístundabyggðar. Flugbrautarvegur austan Geysis.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Haukadals II. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir fjórum 0,5 ha frístundahúsalóðum á 2 ha svæði meðfram Flugbrautarvegi, við norðurenda aflagðrar flugbrautar austan við Geysi. Heimilt verður að reisa allt að 130 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Tillagan er ekki í samræmi við Aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000-2012.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til sveitarstjórn hefur tekið afstöðu til breytingar á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 fyrir svæðið.
- Höfði í Biskupstungum, deiliskipulag íbúðarhúsalóðar.
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsalóðar í landi Höfða í Biskupstungum. Var áður á dagskrá á 28. fundi skipulagsnefndar. Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir allt að 500 fm íbúðarhúsi og allt að 350 fm skemmu á um 5 ha lóð rétt suðvestan við bæjartorfu Höfða, með aðkomu frá Höfðavegi. Fyrir liggur t-póstur frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varðandi neysluvatn sem og umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 11. september 2006.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga en telur æskilegt að hafa byggingareitur minni.
- Spóastaðir í Biskupstungum, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi sumarhúsabyggðar á Spóastöðum.Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda. Var áður á dagskrá 29. júní 2006.
Í tillögunni felst að nyrst á deiliskipulagssvæðinu, á um 15 ha svæði sem nær upp að Klukknagili, er gert ráð fyrir 17 frístundahúsalóðum á bilinu 5.150 – 7.800 m² þar sem heimilt verður að reisa allt að 200 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir „orlofsbúðum“ eða orlofshúsabyggð, þ.e. 17 húsum á tveimur lóðum. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 4. ágúst þar sem bent er á að huga ætti að hagkvæmni sameiginlegrar fráveitu. Einnig liggur fyrir umsögn Umhverfisstofnunar dags. 15. ágúst 2006.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga (með fyrirvara um eftirfarandi:
- Í samræmi við 2. lið fundargerðar að þá þarf í skilmálum deiliskipulagsins að gera grein fyrir hámarksnýtingarhlutfalli (byggingarmagn) lóða auk hámarksstærðar húsa. Nýtingarhlutfall ætti ekki að vera hærra en 0,03 (3%).
- Í skilmálum þarf að koma fram að ekki skuli farið í mannvirkjagerð innan við 50 fjarlægð frá ánni, sbr. umsögn Umhverfisstofnunar.
- Huga ætti að hagkvæmni sameiginlegrar fráveitu, sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. .
- Laugarvatn í Laugardal, fyrirspurn – smáhýsi.
Lögð fram fyrirspurn frá Sigurði St. Helgasyni möguleika á að setja upp 14 fm smáhýsi (3,8 x 3,8) á lóð 10C við Háholt.
Þar sem verið er að móta stefnu um byggingu slíkra húsa (aukahús) að þá er afgreiðslu málsins frestað.
- Heiðarbær í Þingvallasveit, frístundahús.
Lögð fram tillaga að staðsetningu frístundahúss í landi Heiðarbæjar í Þingvallasveit. Beiðandi er Pálmi Guðmundsson arkitekt f.h. lóðarhafa.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 120-150 fm frístundahúsi á 2,1 ha lóð. Í tillögunn kemur fram að 40 fm hús sem er á lóðinni verði látið víkja þegar lóðinni verður skipt upp í tvær lóðir og byggt verður nýtt hús á syðri hluta hennar. Á fundi skipulagsnefndar var tillagan samþykkt skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar. Í þeirri afgreiðslu var gert ráð fyrir að húsið yrði rifið um leið og nýtt hús verður tekið í notkun.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um grenndarkynningu og að núverandi hús verði fjarlægt um leið og nýtt hús verður tekið í notkun. Drög að byggingarleyfisteikningum skulu kynnt fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
- Mjóanes í Þingvallasveit, deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tilaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Mjóaness í Þingvallasveit. Beiðandi er Gunnlaugur Ó. Johnson f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 20 frístundahúsalóðum á um 55,4 ha svæði, 18 eru um 3 ha, ein er 1,2 ha og ein er 2.000 m². Hámarks byggingarflötur per lóð er 200 m², en hús skulu að jafnaði ekki vera stærri en 150 m² að grunnfleti og ekki minni en 30 m² auk þess sem reisa má allt að 50 m² aukahús. Húsin mega vera á einni eða einni og hálfri hæð með svefnlofti. Mesta mænishæð er 5,5 m frá sökkli, mesta hæð sökkuls og palla yfir landi má vera 1,2 m og þakbrún langveggja má mest vera 5,5 m.
Umsagnir Fornleifaverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Umhverfisstofnunar liggja fyrir. Að mati Umhverfisstofnunar ættu lóðir ekki að ná nær vatnsbakka en 50 m og að fjarlægð bygginga ætti að vera 100 m frá vatni.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar komið hefur verið til móts við eftirfarandi athugasemdir:
- Lágmarksfjarlægð bygginga frá vatni skal vera 100 m á þeim lóðum sem ekki hafa verið byggðar.
- Hámarks byggingarmagn á lóð 7 má vera 60 m² (3% af lóðarstærð).
- Aukahús mega ekki vera stærri en 30 m².
- Koma þarf fram að gróðursetning aspa er ekki heimil nær vatnsbakka en 100 m.
- Skálabrekka í Þingvallasveit, deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skálabrekku í Þingvallasveit.
Í tillögunni felst að gert er ráð 25 frístundahúsalóðum á bilinu 5.900 – 22.700 fm þar sem heimilt verður að reisa allt að 200 fm frístundahús og allt að 25 fm aukahús. Tillagan var í kynningu frá 1. til 29. september 2005 með athugasemdafrest til 13. október 2005. Athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt tillögu að umsögn um þær. Einnig liggja fyrir umsagnir Umhverfisstofnunar dags. 15. ágúst 2006 og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 4. ágúst og 6. september 2006.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna skv. 25 skipulags- og byggingarlaga með neðangreindum breytingum frá auglýstri tillögu, og með fyrirvara um jákvæða umsögn Heilbrigðiseftirlitsins varðandi umfjöllun um neysluvatnstöku.
- Ekki er gert ráð fyrir frístundahúsum á lóðum nr. 2 og 27
- Gert er ráð fyrir sameiginlegri hreinsistöð í samræmi við kröfur reglugerðar um framkvæmd verndunar vatnasvið og náttúrufars Þingvallavatns og í samræmi við leiðbeiningar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
- Í skilmála bætist við ákvæði um að hámarksnýtingarhlutfall lóða verði 0.03 (3 %). Hámarksstærð frístundahúsa verður áfram 200 fm.
Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemdum í samráði við sveitarstjórn og í samræmi við ofangreinda afgreiðslu.
Grímsnes-og Grafningshreppur
- Ásgarður í Grímsnesi, óveruleg breyting á deiliskipulag frístundabyggðar við Ásabraut.
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar við Ásabraut í landi Ásgarðs í Grímsnesi, land Búgarðs ehf.
Beiðandi er ?
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að sameina lóðir 2 og 4 við Ásabraut. Eigendur aðliggjandi lóða hafa kynnt sér breytinguna og gera ekki athugasemd við hana.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Hæðarendi í Grímsnesi, deiliskipulag frístundabyggðar. Lyngholt.
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hæðarenda, á svæði sem kallast Lyngholt.Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 15 um 0,5 ha lóðum á um 10,5 ha landsspildu sunnan Búrfellsvegar, þar sem Búrfellslínur 1 og 2 þvera veginn. Heimilt verður að reisa allt að 270 fm frístundahús og allt að 25 fm aukahús.
Óskað hefur verið eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa breytingu á aðalskipulagi á þessu svæði.
Í samræmi við 2. lið fundargerðar að þá þarf í skilmálum deiliskipulagsins að gera grein fyrir hámarksnýtingarhlutfalli (byggingarmagn) lóða auk hámarksstærðar húsa. Nýtingarhlutfall ætti ekki að vera hærra en 0,03 (3%). Ef leyfa á allt að 270 m² frístundahús og allt að 25 m² gestahús þurfa lóðir að vera færri og stærri.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar komið hefur verið til móts við ofangreinda athugasemd og þegar umsögn Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðarinnar liggja fyrir.
- Kiðjaberg í Grímsnesi, land Meistarafélag húsasmiða. Breyting á skilmálum frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Kiðjabergs, orlofs- og sumarhúsasvæðis Meistarafélags húsasmiða. Í tillögunni felst að gerð er breyting á skilmálum er varða stærð og útlit húsa, m.a. að stærð frístundahúsa verði allt að 250 m² og að byggja megi allt að 25 m² geymsluhús/gestahús auk annarra minniháttar breytinga. Tillagan var í kynningu frá 13. júlí til 10. ágúst 2006 með athugasemdafresti til 24. ágúst. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt tillögu að umsögn um hana. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna með breytingum þann 6. september 2006 en þar sem rétt gögn lágu ekki fyrir er tillagan lögð fram að nýju. Drög að umsögn um athugasemdir lögð fram
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga með eftirfarandi breytingum á auglýstri tillögu.
- Við bætist að leyfilegt byggingarmagn á lóð verði að hámarki 3% af stærð lóðar. Hámarksstærð frístundahúsa verður áfram 250 fm auk allt að 25 fm aukahúss.
- Hámarkshæð húsa frá gólfi verður 6 m í stað 5 m. Hámarkshæð frá jörðu verður áfram 6,5 m.
- Ákvæði um að „hús skulu vera á einni hæð” er fellt út.
- Ákvæði um að „óheimilt sé að hafa opið undir golf, hærra en 1,50 m“ er fellt út.
Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemd í samræmi við ofangreinda afgreiðslu og í samráði við sveitarstjórn.
- Kiðjaberg í Grímsnesi, Langitangi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kiðjabergs, Langitangi.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir einni 5,4 ha frístundahúsalóð með tveimur byggingarreitum á svokölluðum Langatanga, neðan við golfbraut nr. 3. Lóðin liggur að Hvíta og landamerkjum Hestslands. Heimilt verður að reisa allt að 200 fm frístundahús og 25 fm aukahús á hvorum byggingarreit fyrir sig. Samsvarandi tillaga var auglýst fyrr á árinu og var samþykkt af sveitarstjórn en að mati Skipulagsstofnunar er hún ekki samræmi við aðalskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar heimild hefur fengist að auglýsa samsvarandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
- Klausturhólar í Grímsnesi, deiliskipulag frístundabyggðar. Kerhraun, svæði D.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Kerhrauni, svæði D. Beiðandi er Sigurður I. Hreinsson f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 9 lóðum á bilinu 5.185 – 6.413 fm á tæplega 7 ha svæði í Kerhrauni, svæði D á yfirlitsmynd. Heimilt verður að reisa allt að 200 fm frístundahús og allt að 30 fm geymslu/gestahús. Fyrir liggur umsögn Fornleifaverndar ríkisins.
Skipulagsnefnd bendir á að í samræmi við stefnu nefndarinnar um stærðir frístundahúsa (sjá lið 2) að þá þurfi hámarks nýtingarhlutfall lóða að koma fram í skilmálum deiliskipulagsins auk nánari upplýsinga um stærðir húsa, t.d. mænishæð (frá gólfplötu og frá jörðu). Einnig þarf að gera nánar grein fyrir fyrirhugaðri neysluvatnsveitu. ATH stærð aukahúss…
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarmála þegar komið hefur verið til móts við ofangreindar athugasemdir og þegar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir.
- Miðengi í Grímsnesi, lóðablað. Spilda við Rjómabúsgötu
Lagt fram landsspildublað unnið af Pétri H. Jónssyni yfir 16,5 ha spildu úr landi Miðengis. Landið liggur upp að spildu úr landi Hæðarenda sem nýlega hefur verið stofnuð og passa hnit saman.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
- Minna Mosfell í Grímsnesi, deiliskipulag frístundabyggðar. Svæði sunnan þjóðvegar.
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi í landi Minna Mosfells, svæði sunnan þjóðvegar. Beiðandi er Ólafur Hjaltested á Bjarnastöðum. Tillagan var áður tekin fyrir þann 9. águst 2006 og þá með aðeins aðra afmörkun nokkurra lóða.
Í tillögunni felst að á 22 ha svæði sunnan Biskupstungnabrautar, á móts við nýlega samþykkt deiliskipulag frístundabyggðar í Undirhlíðum, er gert ráð fyrir 20 frístundahúslóðum á bilinu 6.300 m² 14.000 m² þar sem heimilt verður að reisa allt að 150 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús. Mænishæð frá jörðu má vera allt að 6 m og þakhalli á bilinu 0-45 gráður. Fram kemur að svæðið tengist kaldavatnsveitu hreppsins og að gert sé ráð fyrir rotþró við hvert hús.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins liggur fyrir. Í samræmi við stefnu nefndarinnar um stærðir frístundahúsa (sjá lið 2) að þá þarf hámarks nýtingarhlutfall lóða að koma fram í skilmálum deiliskipulagsins auk ákvæða um hámarksstærðir húsa. Hámarksnýtingarhlutfall má vera 0.03 (3%).
- Minniborg í Grímsnesi, deiliskipulag golfvallar og frístundabyggðar.
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi golfvallar og frístundabyggðar í landi Minniborgar í Grímsnesi.Var áður á dagskrá 28. fundar skipulagsnefndar. Beiðandi er Jónas Ingi Ketilsson f.h. Golfborga..
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 18 holu golfvelli og æfingasvæði á um 60 ha svæði sem liggur upp að Biskupstungnabraut og Sólheimavegi, á móts við þéttbýlið á Borg. Auk golfvallar er gert ráð fyrir allt að 1000 m² golfskála , 1600 m² æfingaskýli/áhaldahúsi og 18 allt að 200 m² frístundahúsum sem verða staðsett á tveimur svæðum. Borist hefur jákvæð umsögn um fyrirkomulag neysluvatnsveitu og fráveitu.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar heimild hefur fengist til að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2012 fyrir samsvarandi svæði.Einnig þarf siturlögn að vera innan skipulagssvæðisins.
- Vaðnes í Grímsnesi, breyting á deiliskipuagi frístundabyggðar. Birkibraut 22.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Vaðness. Beiðandi er Hinrik V. Jónsson.
Í tillögunni felst að bætt er við 1 ha lóð, Birkibraut 22, á svæði sem áður var opið svæði auk þess sem afmökun og stærðir nokkurra lóða breytast.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar allir lóðarhafar þeirra lóða sem breytast og aðliggjandi lóða hafa samþykkt breytinguna.
- Vaðnes 3 í Grímsnesi, tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsalóðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsalóðarinnar Borgartún 1 í landi Vaðness 3. Beiðandi er Páll Bjarnason f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að heimilt verður að reisa allt að 250 fm íbúðarhús og allt að 70 fm geymslu á 1.254 fm lóð.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga, með fyrirvara um umsögn Fornleifaverndar ríkisins.
- Öndverðarnes í Grímsnesi, deiliskipulag frístundabyggðar. Gamalt og nýtt.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness.
Beiðandi er Pétur H. Jónsson f.h. landeigenda.
Tillagan nær yfir 155 ha svæði og 239 lóðir á bilinu 2.368 – 11.500 m², þar af eru 198 þegar byggðar en 40 eru nýjar eða óbyggðar. Heimilt verður að reisa allt að 250 m² frístundahús og allt að 25 m² aukahús.
Í samræmi við 2. lið fundargerðar að þá þarf í skilmálum deiliskipulagsins að gera grein fyrir hámarksnýtingarhlutfalli (byggingarmagn) lóða auk hámarksstærðar húsa. Nýtingarhlutfall ætti ekki að vera hærra en 0,03 (3%).
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið þegar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Fornleifaverndar ríkisins liggur fyrir.
- Krókur í Grafningi, deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð er fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Króks í Grafningi. Beiðandi erGísli Gíslason, Landmótun, f.h. landeigenda.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 110 nýjum frístundahúsalóðum á um 120 ha svæði á norðurhluta jarðarinnar, austan núverandi frístundabyggðar austan Ölfusvatnsár. Aðkoma að byggðinni er um Grafningsveg efri, norðan Króksmýrar á mörkum Króks og Ölfusvatns. Á hverri lóð má reisa allt að 250 m² frístundahús og allt að 35 m² geymslu eða gestahús.
Fyrir liggja umsagnir Fornleifaverndar ríkisins dags. 7. september og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 31. ágúst 2006 þar sem ekki gerð athugasemd við tillöguna. Einnig hefur verið komið til móts við ábendingar skipulagsnefndar frá 9. ágúst sl.
Í samræmi við 2. lið fundargerðar að þá þarf í skilmálum deiliskipulagsins að gera grein fyrir hámarksnýtingarhlutfalli (byggingarmagn) lóða auk hámarksstærðar húsa. Nýtingarhlutfall ætti ekki að vera hærra en 0,03 (3%).
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar heimild hefur fengist til að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 og þegar komið hefur verið til móts við athugasemd varðandi nýtingarhlutfall.
Bent er á að í samræmi 27. gr. skipulags- og byggingarlaga skal leita framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar vegna náma.
Hrunamannahreppur
- Efra-Langholt, deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efra-Langholts. Beiðandi er Ragnar Sölvi Geirsson, Efra-Langholti.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 3 frístundahúsalóðum sem allar eru tæplega 3 ha að stærð á svæði sem liggur upp að þjóðvegi 341, Langholtsvegi. Heimilt verður að reisa allt að 200 fm. frístundahús en ekki er gert ráð fyrir aukahúsi. Umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 12. september 2006 liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Vegagerðarinnar liggja fyrir.
- Flúðir, Vesturbrún 3-7, óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Vesturbrún á Flúðum. Beiðandi er Unnur Jónsdóttir Vesturbrún 7.
Í tillögunni felst að afmörkun lóða við Vesturbrún 3-7 breytast þannig að koma megi fyrir bílskúr á lóð Vesturbrúnar 7.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynning hefur þegar farið fram.
- Garður, deiliskipulag frístundabyggðar. Hveramýri.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Garðs sem kallast Hveramýri. Beiðandi er Örn Einarsson.
Í tillögunni felst að á um 6 ha svæði um 500 m austan við bæinn Hvamm er gert ráð fyrir 8 lóðum á bilinu 2.434 – 9.868 m² að stærð þar sem heimilt verður að reisa allt að 180 m² frístundahús allt að tvær hæðir með 6 m mænishæð. Ekki er gert ráð fyrir opnum svæðum til leikja eða útivistar.
Skipulagsnefnd telur að uppfylla þurfi ákvæði aðalskipulags sveitarfélagsins um að fjórðungar lands sem skilgreint er sem frístundabyggð skuli vera opið svæði. Einnig telur nefndin að ekki ætti að gera ráð fyrir 180 m² húsum á þremur minnstu lóðunum Þær lóðir eru einni full litlar. Hámarksstærð húsa á svæðinu má vera 180 m² en nýtingarhlutfall ætti þó ekki að fara upp fyrir 3% af stærð lóða, sbr. liður 2 í fundargerð.
Beiðandi þarf að leita þarf umsagnar fornleifaverndar ríkisins auk þess sem skipulagsfulltrúi sér um að leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25 .gr. skipulags- og byggingarlaga þegar komið hefur verið til móts við ofangreindar athugasemdir og umsagnir liggja fyrir.
- Laxárbakki, lóðablað.
Lagt fram landsspildublað yfir lóðina Laxárbakki sem hefur landnúmerið 174187. Lóðin er skráð 1 ha í Fasteignamati en skv. nýjum mælingum er hún 1.297 m². Lóðablaðið er lagt fram til að fá leiðréttingu á þessu.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Skeiða-og Gnúpverjahreppur
- Blesastaðir 3 á Skeiðum, deiliskipulag.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Blesastaði 3 á Skeiðum. Beiðandi er Guðrún Hermannsdóttir Galtafelli.
Skipulagssvæðið er 16,83 ha og nær frá lóð dvalarheimilis við Blesastaði 3 til norðurausturs að landamerkjagirðingu við Votamýri. Í tillögunni er gert ráð fyrir10 nýjum um 1 ha frístundahúsalóðum auk einnar sem fyrir er,6 nýjum íbúðarhúsalóðum, lóð fyrir gróðurhús og pökkunarstöð, og lóð fyrir þjónustustarfsemi.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir, með fyrirvara um samræmi hennar við Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Skipulagsfulltrúa er falið að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar á samræmi tillögu og aðalskipulags.
- Ólafsvellir á Skeiðum, deiliskipulag lögbýlisins Hraunvellir.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lögbýlisins Hraunvellir sem hefur verið skipt úr landi Ólafsvalla. Beiðandi er Gísli Gíslason Landmótun f.h. landeigenda.
Skipulagssvæðið er 30 ha með aðkomu um Árhraunsveg frá þjóðvegi nr. 30. Gert ráð fyrir að um 20 ha taki til uppbyggingar lögbýlisins og að 10 ha svæði verði fyrir frístundabyggð með fjórum um 1 ha lóðum.Á byggingarreit lögbýlissvæðisins verður heimilt að reisa allt að 250 m² íbúðarhús á tveimur hæðum, allt að 200 m² skemmu og allt að 1.000 m² gróðurhús. Á frístundalóðunum verður heimilt að reisa 120 m² hús og 35 m² gestahús eða geymslu.Gert er ráð fyrir að borað verði eftir vatni.
Umsagnir Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðarinnar liggja fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar umsögn Heilbrigðiseftirlitsins liggur fyrir og þegar heimild hefur fengist til að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir svæðis.
- Sandlækur í, lóðablað
Lagt fram landsspildublað sem unnið er af Landnot ehf. nær yfir 10,44 ha spildu í kringum fjós í landi Sandlækjar 2.
Beiðandi er Loftur Erlingsson Sandlæk 2.
Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga með fyrirvara um samþykkt eigenda aðliggjandi landa.
- Þjórsárholt í Gnúpverjahreppi, deiliskipulag frístundabyggðar.
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Þjórsárholts í Gnúpverjahreppi.
Beiðandi: Einar Pálsson f.h. Elísabetar Jónsdóttur.
Í tillögunni felst að á 16,7 ha spildu úr Þjórsárholti, sem staðsett er norðan Þjórsárholt, austan heimreiðar að bænum, er gert ráð fyrir 5 frístundahúsalóðum þar sem heimilt verður að reisa allt að 150 m² frístundahús, allt að 70 m² aukahús og allt að 15 m² smáhýsi. Lóðirnar eru á bilinu 2,9 – 3,8 ha að stærð og fram kemur að vegna stærðar lóða er ekki gert ráð fyrir sameiginlegu leiksvæði.Tillagan er í samræmi við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 4. ágúst 2006.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar heimild fæst frá Skipulagsstofnun til að auglýsa breytingu á aðalskipulagi fyrir sama svæði og þegar umsögn Fornleifaverndar ríkisins liggur fyrir. Aukahús má eingöngu vera 50 fm.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundi slitið klukkan 12:30
Laugarvatni 12. september 2006
Margeir Ingólfsson (8721)
Ingvar Ingvarsson (8719)
Sigurður Ingi Jóhannsson (8710)
Gunnar Örn Marteinsson (8720)
Pétur Ingi Haraldsson