29. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 24. febrúar 2004 kl. 13:30.

  Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sigurlaug Angantýsdóttir, Kjartan Lárusson og Ragnar S. Ragnarsson sem ritaði fundargerð.

 1. Bréf frá SASS dags 14. jan. 2004 þar sem óskað er eftir hugmyndum og tillögum sveitarfélagsins um uppbyggingu ,,menningarstofnana” á Suðurlandi.  Byggðaráð vísar erindinu til æskulýðs- og menningarmálanefndar.
 2. Bréf frá Fasteignamiðstöðinni dags. 22. jan. og 18 feb. 2004 þar sem óskað er eftir því að Bláskógabyggð falli frá forkaupsrétti að þremur lóðum úr landi Skálabrekku í Þingvallasveit.  Kaupendur af fyrstu  lóðinni eru Einar Örn Jónsson kt: 170163-4359, af annarri Reynir Sigurðsson kt: 010128-3319 og Svala Thorarensen kt: 200531-2059, af þeirri þriðju Þórður Sigurjónsson kt: 101046-2579 og Þórhildur Hinriksdóttir kt: 300347 – 4019.  Seljandi er Fasteignafélagið Skálabrekka kt: 521000-2280.  Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti en bendir jafnframt á að ekki hefur verið gengið frá aðal- og deiliskipulagi fyrir svæðið.
 3. Bréf frá Landvernd dags. 22. jan. 2004 varðandi verkefnið Vistvernd í verki. Byggðaráð leggur til að sem fyrst verði gengið frá nýjum samningi við Landvernd um verkefnið.  Sveitarstjóra falið að leita eftir niðurstöðum úr verkefnum síðasta árs
 4. Niðurfelling gjalda að upphæð kr. 53.815-.  Um er að ræða fasteignagjöld sem ekki næst að innheimta og hafa verið endursend frá lögmönnum vegna aldurs eða ónógra upplýsinga um höfuðstól.  Byggðaráð leggur til að þessar kröfur verði felldar niður og afskrifaðar .
 5. Bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga dags. 22. jan. 2004 þar sem óskað er eftir samstarfi um vinnslu tillagna um sameiningarkosti sveitarfélaga.  Byggðaráð leggur áherslu á að þegar að um frekari sameiningu sveitarfélaga í uppsveitum verður að ræða þá verði lögð áhersla á að mynda heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði.  Til þess að svo verði þarf að leggja mikla áherslu á að bæta samgöngur á svæðinu og þá sérstaklega þvertengingu uppsveitanna.
 6. Bréf frá Karlakór Hreppamanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk.  Byggðaráð bendir á að ekki var gert ráð fyrir fjárstuðningi til kórsins í fjárhagsáætlun ársins en leggur til að rætt verði við stjórn kórsins um styrk í formi aðstöðu til æfinga eða tónleikahalds.
 7. Bréf frá Landgræðslu Ríkisins dags. 26. jan. 2004 varðandi styrkveitingu til uppgræðsluverkefna.  Byggðaráð leggur áherslu á að áfram verði haldið því góða uppgræðslu starfi sem fram hefur farið á Biskupstungnaafrétti í samstarfi við Landgræðslu ríkisins.  Til þess að svo megi verða þá óskar byggðaráð eftir því við stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna að félagið sjái um að sækja um styrk til verkefnisins í Landbótasjóð þegar auglýst verður eftir styrkjum.
 8. Ársskýrsla byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu 2003 ásamt gjaldskrá ársins 2004.  Byggðaráð leggur til að gjaldskráin verði staðfest.
 9. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 29. jan. 2004  varðandi framlag vegna nýbúafræðslu, en þar kemur fram að framlag Bláskógabyggðar á árinu 2004 er kr. 360.000-.
 10. Bréf frá Umhverfistofnun dags. 29. jan. 2004 varðandi skert endurgreiðsluhlutfall vegna refa- og minkaveiða. Í ljósi þess að ríkið hefur dregið verulega úr framlögum sínum til eyðingu refa og minka  þá leggur byggðaráð  til að sveitarfélagið endurskoði aðkomu sína að þessum málaflokki.
 11. Bréf frá Pétri Þorvaldssyni og Hjördísi B. Ásgeirsdóttur dags. 3. feb. 2004 þar sem þau sækja um lóðina Háholt 7 á Laugarvatni fyrir raðhús eða parhús.  Einnig sækir Lilja Dóra Eyþórsdóttir um að lóðinni nr. 10 við Hrísholt sem hún hefur fengið úthlutað verði breytt í parhúsalóð.  Byggðaráð leggur til að þessum lóðum verði breytt og þær kynntar fyrir nágrönnum.
 12. Bréf frá Umhverfisnefnd Alþingis dags.5. feb. 2004 þar sem óskað er eftir umsögn um þingsályktun um náttúruverndaráætlun 2004-2008.  Bréfinu hefur þegar verið svarað og var það gert með ítrekun á bréfi Bláskógabyggðar dags. 9. júní 2003 til Umhverfisstofu um sama mál.
 13. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 6. feb. 2004 þar sem óskað er eftir umsögn um reglugerð um daggæslu í heimahúsum.  Byggðaráð gerir ekki athugasemd við reglugerðina.  Sent fræðslunefnd og félagsmálanefnd til kynningar.
 14. Bréf frá þjóðskrá dags. 30. jan. 2004 varðandi íbúaskrá.  Byggðaráð gerir athugasemdir við íbúaskránna og felur sveitarstjóra að fylgja þeim eftir..
 15. Bréf frá starfshópi um framtíðarskipulag Íþróttamiðstöðvar Íslands dags. 10. feb. 2004.  Byggðaráð leggur til að lagðar verði kr. 3.000.000- í stofnframlög og greiðist þau á næstu þremur árum, þ.e. 2005-2007,  kr. 1.000.000- á ári.  Auk þess leggur byggðaráð áherslu á að sveitarstjórn beiti sér fyrir aðkomu Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og SASS í samræmi við samþykktir SASS á síðustu tveimur aðalfundum.
 16. Bréf frá Vélstjórafélagi Íslands dags. 12. feb. 2004 þar sem óskað er eftir stuðningi við fjármögnun göngukorts um Laugarvatn.  Lagt er til að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000-.
 17. Áfrýjunarstefna í þjólendumálum.  Íslenska ríkið hefur áfrýjað til Hæstaréttar Íslands dómi Héraðsdóms Suðurlands frá 6. nóvember í svokölluðum þjóðlendumálum.   Byggðaráð leggur til að Bláskógabyggð gagnáfrýi málinu og geri sömu kröfur og gerðar voru fyrir héraðsdómi.  Einnig leggur byggðaráð til að Ólafi Björnssyni hrl. Selfossi verði falið að gæta hagsmuna sveitarfélagsins fyrir Hæstarétti.
 18. Bréf frá Þorkeli Guðnasyni dags. 3. feb. 2004 varðandi flugminnisvarða við Iðubrú.  Byggðaráð leggur til að sveitarfélagið komi að verkefninu eins og óskað er eftir og er sveitarstjóra falið að koma að því fyrir hönd sveitarfélagsins.
 19. Bréf frá Lögréttu, sem er félag laganema við Háskólann í Reykjavík, þar sem óskað er eftir fjárframlagi til útgáfu tímarits.  Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað.
 20. Eftirfarandi fundargerðir voru kynntar og staðfestar:
 1. Fundargerð 1. fundar Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 27. jan. 2004.
 2. Fundargerð Félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 2. feb. 2004.
 3. Fundargerð Oddvitanefndar sem haldinn var 23. jan. 2004.
 4. Fundargerð fundar sem haldinn var 2. feb. 2004 með oddvitum og sveitarstjórum uppsveitanna.
 5. Fundargerð fundar Veitustjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn var 10. des. 2003.
 6. Fundargerð 1. fundar Skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 12. febrúar 2004.
 7. Fundargerð 18. fundar Fræðslunefndar sem haldinn var 12. febrúar 2004.
 1. Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
 1. Erindi frá Sigríði H. Benediktz og Þórarni Benedikz dags 19. jan. 2004 þar sem kynnt er stofnun nýbýlis út úr jörðinni Bergstöðum og mun það kallast Bergás.
 2. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 23. jan.  2004 varðandi setningu samþykkta og gjaldskráa á vegum sveitarfélaga
 3. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 22. jan.  2004 varðandi gjaldskrá fyrir sorpflutninga og sorpförgun í Bláskógabyggð fyrir árið 2004.
 4. Umburðarbréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 22. jan. 2004.  Vísað til fræðslunefndar til kynningar.
 5. Fundargerðir 61. og 62. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldnir voru 21. jan. og 18. feb.  2004.
 6. Afrit af bréfi Félagsmálaráðuneytisins dags 26. jan. 2004 til Svanfríðar Sigurþórsdóttur.
 7. Fundargerð 125. fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga  sem haldinn var 28. jan. 2004.
 8. Fundargerð 235. fundar stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn var 16. jan. 2004.
 9. Fundargerð 70. fundar Skólaskrifstofu Suðurlands sem haldinn var 28. jan. 2004.
 10. Fundargerð 111. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 28. jan. 2004.
 11. Fundargerð 11. og 12. fundar byggingarnefndar FSu ásamt fundargerð fjárhagsráðs skólans frá 29. jan. 2004.
 12. Yfirlýsing um breytt húsnúmer á Laugarvatni.
 13. Fundargerð 373. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 6. feb. 2004.
 14. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 10. feb. 2004 varðandi grunnskólaþing, föstudaginn 26. mars 2004, haldið að Hótel Sögu í Reykjavík.  Vísað til fræðslunefndar til kynningar.
 15. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 12. feb. 2004 varðandi lýsingu Gullfoss.
 16. Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus dags. 10. feb. 2004 þar sem kynntar eru fyrirhugaðar aðgerðir á sorpurðunarsvæði Sorpstöðvar Suðurlands að Kirkjuferjuhjáleigu.
 17. Bréf frá Kirkjuráði dags. 26. jan. 2004 varðandi styrkveitingu úr Kynningar-, fræðslu og útgáfusjóði.
 18. Fundargerð 4. fundar fulltrúaráðs Almannavarna Árborgar og nágrennis sem haldinn var 12. febrúar 2004.
 19. Fundargerð 54. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 13. febrúar 2004.
 20. Fundargerð 59. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 13. febrúar 2004.

Fundi slitið kl. 16:45