290. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

290. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

fimmtudaginn 30. september 2021, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
Liður 5 af 223. fundi sem haldinn var 8. september 2021, afgreiðslu var frestað á 289. fundi sveitarstjórnar.
Aphóll 9 (L167659); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106050
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hafsteinssonar fyrir hönd Ástrúnar B. Ágústsdóttur, móttekin 14.06.2021, um byggingarleyfi til að byggja 102,6 m2 sumarbústað og fjarlægja sem fyrir er mhl 01, 39,1 m2, byggingarár 1968, á sumarbústaðalandinu Aphóll 9 L167659 í Bláskógabyggð.
Lagðar voru fram ljósmyndir af vettvangi sem sýna aðstæður á lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir að gefið verði út byggingarleyfi fyrir 102,6 m2 sumarbústað og fjarlægja þann sem fyrir er mhl. 01, 39,1 m2 byggingarár 1968 á sumarbústaðalandinu Aphóll L167659 í Bláskógabyggð. Byggingarleyfi er háð því skilyrði að nýbyggingin standi ekki nær Apá en núverandi hús, byggt 1968.
 
2.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
224. fundur haldinn 22. september 2021. Afgreiða þarf sérstaklega liði 1 til 3.
-liður 1, Efri-Reykir lóð L180194; Efri-Reykir L167080; Stækkun lóðar – 2109050
Lögð er fram umsókn Rúnars Gunnarssonar, dags. 9. september 2021 um stækkun lóðarinnar Efri-Reykir lóð L180194. Lóðin er skráð 16.000 fm en verður 35.953,1 fm eftir stækkun skv. meðfylgjandi lóðablaði. Viðbótin kemur úr landi Efri-Reykja L167080. Jafnframt er óskað eftir því að Efri-Reykir lóð fái staðfangið Hulduland.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið.

-liður 2, Stakkholt og Vallarholt í landi Reykjavalla; Skilmálabreyting; Frístundabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2109057
Lögð er fram umsókn frá sumarhúsfélaginu Skógarholti er varðar breytingu á deiliskipulagi Stakkholts og Vallarholts í landi Reykjavalla. í breytingunni felst m.a. skilgreining á heimiluðu byggingarmagni innan lóða á svæðinu auk þess sem þakhalli, þakform og mænisstefna er gefin frjáls.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og mælist til þess að skipulagsfulltrúi hafi samráð við umsækjanda varðandi misræmi innan tillögunnar við gildandi aðalskipulag Bláskógabyggðar er varðar auka hús á lóð auk breytts orðalags er varðar hús innan svæðisins sem heimilt er að leigja út til ferðafólks.

-liður 3, Seljaland 10 (L167948); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – 2109056
Fyrir liggur umsókn Gísla Þórðar G. Magnússonar, móttekin 15.09.2021, um byggingarleyfi til að byggja (25,8 m2) við sumarbústað og (14,5 m2) geymslu á sumarbústaðalandinu Seljaland 10 L167948 í Bláskógabyggð. Um er að ræða reyndarteikningu af núverandi húsakosti innan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd hefur bent á að samkvæmt gr. 5.3.2.12 skipulagsreglugerðar skal ekki byggja nær lóðarmörkum en 10 m. Bæði frístundahús og geymsla á lóð eru staðsett innan við þá takmörkun samkvæmt uppdráttum. Á loftmyndum af svæðinu má greina að geymsla og viðbygging við húsið hafa verið byggð 2011-2016. Hönnuður fór fram á undanþágu frá ofangreindum takmörkunum í tölvupósti til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd hefur ekki lagaheimild til að veita slíkar undanþágur en beinir því til umsækjanda að samkv. 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga getur ráðherra að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og hlutaðeigandi sveitarstjórnar veitt undanþágu frá einstökum greinum skipulagsreglugerðar. Það er í höndum lóðarhafa að óska eftir slíkri undanþágu. Ekki liggur fyrir staðfest, hnitsett lega á mörkum lóðarinnar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar málinu þar til unnið hefur verið hnitsett lóðarblað fyrir lóðina svo að hægt sé að taka endanlega afstöðu til legu húsa innan lóðar.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.

 
3.   Fundargerð skólanefndar – 2101002
19. fundur haldinn 28. september 2021
Fundargerðin var staðfest.
 
4.   Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu – 2101016
16. fundur haldinn 12. maí 2021
17. fundur haldinn 17. maí 2021
18. fundur haldinn 3. júní 2021
19. fundur haldinn 23. september 2021
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
5.   Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga – 2101023
33. fundur framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, haldinn 7. september 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
6.   Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2101020
303. fundur haldinn 22. júní 2021
304. fundur haldinn 24. ágúst 2021
305. fundur haldinn 21. september 2021
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
7.   Fundargerðir NOS (nefndar oddvita sveitarfélaga) – 2101010
Fundur haldinn 13. september 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
8.   Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2101008
149. fundur haldinn 15. september 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
9.   Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands – 2109040
1. stjórnarfundur haldinn 7. júní 2021
2. stjórnarfundur haldinn 14. júní 2021
Aðalfundur haldinn 12. maí 2021
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
10.   Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2101025
901. fundur haldinn 24. september 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
11.   Vilyrði fyrir lóð í Laugarási – 2109039
Beiðni Þórs Steinarssonar, f.h. óstofnaðs félags, dags. 16. september 2021, um vilyrði fyrir lóð í Laugarási.
Fulltrúar félagsins koma inn á fundinn.
Á fundinn komu Þór Steinarsson, Árni Georgsson og Þorbjörn Aðalbjörnsson og kynntu hugmynd um byggingu baðlóns, heilsulindar og veitingaaðstöðu  í Laugarási.
Sveitarstjórn samþykkir að taka beiðni um vilyrði fyrir lóð til afgreiðslu á næsta fundi.
 
12.   Styrkbeiðni vegna landsmóts hestamanna 2022 – 2109034
Beiðni Rangárbakka ehf dags. 22. september 2021, um styrk vegna landsmóts hestamanna 2022.
Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðninni.
 
13.   Námsvist utan lögheimilissveitarfélags – 2109035
Samþykki Reykjavíkurborgar, dags. 20. september 2021, fyrir því að nemandi með lögheimili í Reykjavík stundi nám í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn samþykkir að nemandi með lögheimili í Reykjavík stundi nám í Bláskógabyggð skólaárið 2021-2022. Greiðslur verði skv. viðmiðunargjaldskrá.
 
14.   Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna – 2109037
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. september 2021, um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og stuðningsverkefni sem sveitarfélögum býðst að taka þátt í.
Sveitarstjórn samþykkir þátttöku í stuðningsverkefninu. Sveitarstjórn tilnefnir Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, og Helga Kjartansson, oddvita, sem sína fulltrúa í verkefninu.
 
15.   Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2023 – 2109038
Erindi Mannvits, dags. 17. september 2021, varðandi umhverfismats á tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs2021 til 2032 á starfssvæði fjögurra sorpsamlaga á suðvesturhorni, þ.e. SORPU bs, Sorpurðunar Vesturlands, Sorpstöðvar Suðurlands og Kölku, sorpeyðingarstöðvar, Suðurnesjum.
Umsagnarfrestur er til 29. október 2021.
Erindið var lagt fram.
 
16.   Forkaupsréttur að hlutum í Límtré-Vírnet – 2102046
Tilkynning Límtrés Vírnets ehf, dags. 16. september 2021, um sölu á hlutum í félaginu. Óskað er eftir afstöðu til nýtingar forkaupsréttar.
Sveitarstjórn samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að hlutabréfunum.
 
17.   Skaðabótakrafa á hendur Bláskógabyggð vegna starfsmannamáls – 1809055
Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E92/2020.
Héraðsdómur Suðurlands hefur ekki birt dóm í máli nr. E92/2020 á heimasíðu sinni og verður hann því ekki lagður hér fram. Lagt var fram minnisblað sveitarstjóra um niðurstöðu dómsins og kynnti sveitarstjóri dómsniðurstöðuna fyrir sveitarstjórn. Niðurstaða dómsins er að Bláskógabyggð er sýknuð af kröfum stefnanda í málinu.
 
18.   Búnaður fyrir íþróttahúsið og sundlaugina á Laugarvatni – 2109041
Beiðni forstöðumanns íþróttamannvirkja á Laugarvatni, dags. 9. september 2021, um kaup á hlaupabretti og minnisblað um endurnýjun forhitara.
Sveitarstjórn samþykkir kaup á hlaupabretti fyrir íþróttahúsið á Laugarvatni (kr. 1.200.000) og forhitara fyrir sundlaugina á Laugarvatni (kr. 1.500.000). Gert verði ráð fyrir kostnaðinum í viðauka við fjárhagsáætlun sem lagður verður fram á næsta fundi sveitarstjórnar.
 
19.   Gatnagerð Traustatún og Kotstún – 2105023
Tillaga að framkvæmdum vegna fráveitu á Laugarvatni (svæði við Skólatún).
Sveitarstjórn samþykkir að ráðist verði í framkvæmdir við fráveitu á lóðamörkum Skólatúns 7 og 9 og neðan við Skólatún 3, 5 og 7. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
20.   Hönnun nýrrar götu í Reykholti Tungurimi/Borgarrimi – 2101059
Hönnun fráveitu frá nýjum götum í Reykholti (Tungurimi/Borgarrimi), breytt staðsetning hreinsistöðvar.
Oddviti gerði grein fyrir möguleikum varðandi legu fráveitulagna frá Borgarrima og Tungurima og tengingu fráveitu af því svæði við hreinsistöð. Tveir kostir eru í boði, til að þurfa ekki að koma upp sjálfstærði hreinsun fyrir fráveitu af þessu svæði, annars vegar að dæla skólpi og hins vegar að færa núverandi hreinsun vestur fyrir Tungurima. Sveitarstjórn samþykkir að hreinsun verði flutt og komið fyrir vestan við Tungurima. Ný hreinsistöð, sem væntanleg er á næstu vikum, verði sett upp þar. Sveitarstjórn samþykir að ráðist verði í breytingu á aðalskipulagi vegna þessara breytinga.
 
21.   Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 – 2108026
Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022
Farið var yfir álagningarforsendur fasteignagjalda. Rætt var um álagningarhlutföll og þjónustugjöld.
 
22.   Hjólabók Árnessýsla – 2109043
Erindi Ómars Smára Kristinssonar, dags. 29. september 2021, vegna hjólaleiða á landi sveitarfélagsins vegna útgáfu bókar um hjólaleiðir.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við hjólaleiðir innan sveitarfélagsins, eins og ráðgert er að gera þeim skil í bók um hjólaleiðir í Árnessýslu. Sveitarstjórn bendir á mikilvægi þess að samráð verði haft við landeigendur, þar sem við á.
 
23.   Verndun líffræðilegrar fjölbreytni í borgum og bæjum – 2109033
Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 24. september 2021, um tækniskýrslu frá samningnum um líffræðilega fjölbreytni um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í borgum og bæjum.
Lagt fram til kynningar.
 
24.   Niðurfelling Kjarnholtavegar 7 af vegaskrá – 2109036
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 20. september 2021, um niðurfellingu Kjarnholtavegar 7 af vegaskrá.
Lagt fram.
 

 

 

Fundi slitið kl. 17:15.

 

 

 

Helgi Kjartansson Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland Ásta Stefánsdóttir