291. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 291. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

fimmtudaginn 21. október 2021, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
Liður 5 af 223. fundi sem haldinn var 8. september 2021. Aphóll 9 (L167659); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106050 Fyrir liggur beiðni Ástrúnar B. Ágústsdóttur, móttekin 19. október 2021, um að samþykkt verði að sumarbústaður verði staðsettur eins og sýnt er á afstöðumynd, sem fylgir erindinu. Um er að ræða sumarbústað á sumarbústaðalandinu Aphóll 9 L167659 í Bláskógabyggð. Áður til afgreiðslu á 290. fundi.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
 
2.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
225. fundur skipulagsnefndar haldinn 13. október 2021. Afgreiða þarf sérstaklega liði 4 til 9.
-liður 4, Miðhús 167415; Miðhúsaskógur; Vatnstankur; Fyrirspurn – 2109090
Lögð er fram fyrirspurn frá VR til skipulagsnefndar er varðar heimild til að setja niður miðlunartank fyrir hitaveituvatn innan orlofsbyggðar VR í Miðhúsaskógi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við úgáfu byggingarleyfis vegna umsótts miðlunartanks.

-liður 5, Lækjarhvammur; Lóðir 4 og 5; Skipulagsskilmálar; Deiliskipulag – 2106010
Lögð er fram umsókn frá Lindarflötum ehf. er varðar deiliskipulag á lóðum Lækjarhvamms 4 og 5 innan frístundasvæðis F20. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda innan lóðanna þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu sumarhúss, gestahúss allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm, innan hámarks nýtingarhlutfalls 0,03. Lögð er fram endurnýjun á heimild umhverfisráðuneytisins er varðar fjarlægð frá Grafará.
Sveitarstjórn Bláskógabyggaðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar.

-liður 6, Seljaland 16 (L167953); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2101047
Fyrir liggur umsókn Ingaþórs Björnssonar fyrir hönd Valgerðar U. Sigurvinsdóttur, móttekin 18.01.2020, um byggingarleyfi til að byggja við 24,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Seljaland 16 L167953 í Bláskógabyggð. Heildarstærð sumarbústaðar eftir stækkun verður 82,5 m2. Málinu var synjað á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 1.9.2021 vegna fjarlægðar hússins frá Grafará. Í ljósi umsagnar Umhverfisráðuneytisins er varðar undanþágu frá fjarlægðarmörkun við Grafará á lóðum Lækjarhvamms 4 og 5 er málið tekið til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Sveitarstjórn telur að undanþága vegna fjarlægðar við Grafará sem veitt hefur verið vegna Lækjarhvamms sumarhúsalóða skuli gilda um aðrar frístundalóðir við Grafará. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 7, Breyting á skilmálum fyrir frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2102013
Lögð er fram tillaga að breyttum skilmálum aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Tilgangur breytinganna er endurbót á reglum er varðar hámarksbyggingarmagn innan frístundalóða sem falla utan þess að vera á bilinu 5-10.000 fm. að stærð.
Í tillögunni felst að breyting er gerð á kafla 3.2.3 þar sem fyrir breytingu segir:
Á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu ½ – 1 ha og nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03. Í ákveðnum tilfellum geta frístundalóðir þó verið minni og nýtingarhlutfall allt að 0,05. Þar segir einnig:
Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar.
Eftir breytingu mun ákvæði í kafla 3.2.3, frístundabyggð, sem varðar lóðarstærðir og byggingarmagn vera eftirfarandi:
Lóðarstærðir á frístundahúsasvæðum skulu að jafnaði vera á bilinu ½ – 1 ha (5.000 – 10.000 fm). Í ákveðnum tilfellum, sérstaklega í eldri hverfum sem skipulögð voru fyrir gildistöku núgildandi aðalskipulags, geta frístundalóðir þó verið minni. Nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03 nema á lóðum sem eru minni en 1/3 ha að stærð en þar er leyfilegt byggingarmagn 100 fm.
Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm. Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóðar.
Tillagan var í kynningu frá 8.9.2021 – 1.10.2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma breytingartillögu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

-liður 8, Efsti-Dalur 1 lóð (L167737); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2110006
Fyrir liggur umsókn Helga Hafliðasonar fyrir hönd Þórðar V. Friðgeirssonar, móttekin 01.10.2021, um byggingarleyfi til að byggja 62 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Efsti-Dalur 1 lóð L167737 í Bláskógabyggð. Heildarstærð sumarbústaðar eftir stækkun verður 118.5 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 9, Heiðarbær frístundabyggð; Svínanes F3; Deiliskipulag – 2110017
Lögð er fram lýsing deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar að Heiðarbæ, Svínanes F3. Markmið skipulagsgerðarinnar er að samþætta lóðamörk og götumynd, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Áhersla verður lögð á að skilgreina lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir. Með gerð deiliskipulags fyrir svæðið er einnig verið að fylgja eftir stefnu Bláskógarbyggðar um að stefna skuli að því að deiliskipuleggja eldri frístundabyggðir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað varðar aðra liði.

 
3.   Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings – 2101009
51. fundur haldinn 28. september 2021. Afgreiða þarf sérstaklega 8. lið, sérstakan húsnæðisstuðning.
-liður 8, sveitarstjórn samþykkir tillögu skólaþjónutu- og velferðarnefndar Árnesþings um hækkun á tekju- og eignaviðmiðum vegna sérstaks húsnæðisstuðnings í samræmi við viðmiðunarfjárhæðir í leiðbeiningum félags- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.
 
4.   Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands – 2101019
214. fundur haldinn 1. október 2021, ásamt tillögu að samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi og tillögu að breytingum á samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
5.   Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga – 2101013
22. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga
14. fundur byggingarnefndar vegna Búðarstígs 22
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
 
6.   Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga – 2101015
200. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga haldinn 1. október 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
7.   Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2101006
89. fundur haldinn 22. september 2021
Afgreiða þarf lið 1 sérstaklega: Samþykktir UTU bs til staðfestingar, fyrri umræða.
-liður 1, breytingar á samþykktum UTU bs. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að vísa samþykktunum til síðari umræðu á næsta sveitarstjórnarfundi.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.
 
8.   Fundargerð NOS (nefndar oddvita sveitarfélaga) – 2101010
Fundur haldinn 13. október 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
9.   Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga – 2101024
Fundur haldinn 6. október 2021.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
10.   Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2101008
150. fundur haldinn 6. október 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
11.   Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2101006
90. fundur haldinn 13. október 2021, ásamt fjárhagsáætlun, sem staðfesta þarf sérstaklega.
-liður 1, fjárhagsáætlun 2022, sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.
 
12.   Fjallskilasamþykkt endurskoðun – 2110017
Fundur um endurskoðun á fjallskilasamþykkt Árnessýslu austan vatna, haldinn 13. október 2021, ásamt tillögu að breyttum samþykktum.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
13.   Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga – 2102041
47. fundur haldinn 8. október 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
14.   Samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar 2021 – 2109020
Breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Tillaga til fyrri umræðu.
Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 4. október 2021, varðandi breytta fyrirmynd að samþykktum sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu.
 
15.   Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Efstadal 2) – 2110004
Umsókn Efstadalsfélagsins, dags. 19. september 2021, um styrk til veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna framkvæmda að fjárhæð kr. 834.588.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
16.   Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (VR Miðhúsaskógur) – 2109023
Umsókn VR, dags. 30. ágúst 2021, um styrk til veghalds vegna orlofsbyggðar í Miðhúsaskógi. Sótt er um styrk vegna 5.000.000 kr. kostnaðar (áætlað).
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
17.   Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Holtshverfi í landi Reykjavalla) – 2110005
Umsókn Félags sumarhúsaeigenda í Holtshverfi, dags. 14. september 2021, vegna veghalds í Holtshverfi. Sótt er um styrk vegna framkvæmda að fjárhæð kr. 665.040 á árinu 2021, auk þess sem lagðir eru fram reikningar vegna fyrri ára.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 332.520 með vísan til b. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn hafnar styrkveitingu vegna vetrarins 2019/2020, þar sem umsókn er of seint framkomin.
 
18.   Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Miðdalur) – 2110006
Umsókn Miðdalsfélagsins, dags. 13. september 2021, um styrk vegna veghalds. Sótt er um styrk vegna framkvæmda að fjárhæð kr. 679.770.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 339.885 með vísan til b. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
19.   Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Setberg í landi Grafar) – 2110007
Umsókn félags í frístundabyggðinni Setbergi um styrk vegna veghalds. Sótt er um styrk vegna framkvæmda að fjárhæð 372.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 186.000 með vísan til b. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
20.   Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Reykjaskógur) – 2110021
Umsókn Félags sumarhúsaeigenda í Reykjaskógi, dags. 21. september 2021. Sótt er um styrk vegna framkvæmda að fjárhæð 54.560 kr.
Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 27.280 með vísan til b. liðar 4. gr. reglna um styrki til veghalds. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
21.   Námsvist utan lögheimilissveitarfélags – 2110011
Beiðni, dags. 13. október 2021, um að nemandi með lögheimili í Bláskógabyggð fái að stunda nám í grunnskóla í öðru sveitarfélagi.
Sveitarstjórn samþykkir að viðkomandi nemandi fái að stunda nám í grunnskóla í öðru sveitarfélagi veturinn 2021-2022. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
22.   Þátttaka sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu – 2110013
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. október 2021, varðandi þátttöku og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2022.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu á árinu 2022 og að þátttakan nái til allra verkefnanna sem tilgreind eru í erindi Sambandsins. Gert verður ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun næsta árs.
 
23.   Vilyrði fyrir lóð í Laugarási – 2109039
Beiðni um vilyrði fyrir lóð í Laugarási, áður á dagskrá á 290. fundi.
Umræða varð um málið. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og telur rétt að þar sem unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Laugarás verði afmörkuð lóð fyrir verkefnið.
 
24.   Heimasíða Bláskógabyggðar – 2110015
Samningur um gerð heimasíðu fyrir Bláskógabyggð
Lögð voru fram drög að samningi við Stefnu ehf um gerð heimasíðu fyrir Bláskógabyggð. Sveitarstjórn samþykkir samninginn. Kostnaður sem falla mun til á þessu ári rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
25.   Rekstrarstyrkur Kvennaathvarfs 2022 umsókn – 2110016
Beiðni Kvennaathvarfsins, dags. 6. október 2021, um rekstrarstyrk fyrir árið 2022.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
 
26.   Íþróttahúsið á Laugarvatni, gólf – 2110018
Erindi Ungmennafélags Laugdæla, dags. 18. október 2021, um nýtt gólf í íþróttahúsið á Laugarvatni.
Umræða varð um málið. Umtalsverð viðhaldsþörf var á sundlaug og íþróttahúsi á Laugarvatni þegar sveitarfélagið tók við eignunum úr hendi ríkisins. Þegar hefur verið unnið að heilmiklum endurbótum á sundlaug, húsið var málað að utan í sumar o.fl. Enn er eftir að endurnýja gólf íþróttahússins og skipta um þakklæðningu. Í þriggja ára fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að viðhaldi hússins og við samþykkt núgilandi áætlunar í desember sl. var gert ráð fyrir framkvæmdum við gólf íþróttahússins á árinu 2023.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa starfshóp til að vinna að mati á ástandi gólfsins, greiningu á valkostum hvað varðar endurnýjun á gólfinu og áætlun kostnaðar og áætlun um hvernig unnið verði að framkvæmdinni. Starfshópinn skipi Helgi Kjartansson, oddviti, Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags og Ottó Eyfjörð Jónsson, fulltrúi UMF Laugdæla. Kristófer Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs, starfi með hópnum.
 
27.   Hönnun húsnæðis fyrir UTU – 2106036
Erindi Larsen Hönnunar og ráðgjafar, dags. 13. október 2021. Grunnmynd og tillaga að útliti fyrir húsnæði UTU á Laugarvatni.
Lögð var fram grunnmynd hússins sem unnið hefur verið að á vegum samráðshóps um málið og hönnuða. Einnig voru kynntar hugmyndir að útliti hússins.
 
28.   Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 – 2106029
2. viðauki við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2021
Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun. Áður áætlaðar fjárfestingar lækka um 25 mkr. og handbært fé eykst um 7,035 mkr.
 
29.   Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 – 2108026
Fjárhagsáætlun 2022, ákvörðun útsvars
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall fyrir árið 2022 verði 14,52%.
 
30.   Aðalskipulagsbreyting Grímsnes- og Grafningshrepps – 2108003
Beiðni skipulagsfulltrúa, dags. 7. október 2021, um umsögn um aðalskipulagsbreytingu vegna Sogsvirkjana í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.
 
31.   Breytingu á reglugerð nr. 1088 2012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. – 2110014
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 6. október 2021, um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
 
32.   Reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu – 2110020
Drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu til umsagnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir eftirfarandi umsögn:
Þess ber fyrst að geta að sveitarstjórn Bláskógabyggðar frétti af því fyrir algera tilviljun að drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu hefðu komið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda þann 24. september 2021. Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að lauma svona stóru máli í umsagnarferli án þess að tilkynna það formlega til hlutaðeigandi aðila og óska eftir umsögn þeirra. Réttara hefði verið að óska formlega eftir umsögn sveitarfélagsins strax og það fór í umsagnarferli. Sveitarstjórn hefði þá vísað erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd og fjallskilanefndum. Þá hefði sveitarstjórn einnig óskað eftir áliti Landgræðslufélags Biskupstungna til að fá sem flest sjónarmið fram.
Þá gagnrýnir sveitarstjórn það samráðleysi sem var við vinnslu reglugerðardraganna. Í lögum um landgræðslu 155/2018 segir:
„11. gr. Leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu.
Ráðherra skal setja reglugerð með það að markmiði að tryggja sjálfbæra landnýtingu, sbr. 9. gr., með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taki mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju. Landgræðslan gerir tillögur að slíkum leiðbeiningum og viðmiðum að höfðu samráði við hlutaðeigandi stofnanir, sveitarfélög og hagsmunaaðila eftir því sem við á hverju sinni. Ráðherra birtir opinberlega drög að leiðbeiningum og viðmiðum og skal frestur til að skila athugasemdum vera að lágmarki fjórar vikur.“
Samráð við sveitarfélagið um innihald og helstu áherslur í reglugerðinni var ekkert. Þann 14. júní 2021 komu fulltrúar Landgræðslunnar til fundar við fulltrúa sveitarfélagsins. Þar var aðallega rætt um niðurstöðu flokkunar beitarlands í Bláskógarbyggð skv. Grólind. Aðspurð um framgang vinnu við sjálfbærnireglugerðina og innihald hennar, svaraði landgræðslustjóri því til að hún væri í vinnslu og gat ekkert gefið upp um innihaldið að svo stöddu. Það næsta sem sveitarstjórn frétta af reglugerðinni var 4. okt, á þá leið að drög hefðu birst í samráðsgáttinni 24. september.
Hvað innhald og uppsetningu reglugerðadraganna varðar er hún þvælin og torskilin. Erfitt er að átta sig á hvað eru tilmæli, hvað eru reglur og hvað leiðbeiningar, o.þ.a.l. að átta sig á hver raunuveruleg áhrif reglugerðarinnar verða á einstakar atvinnugreinar og samfélagið í heild. Drögin gera ráð fyrir að meta sjálfbærni einvörðungu út frá ástandi lands miðað við vistgetu landsins. Upplýsingar um vistgetu liggja ekki fyrir. Það er því í raun ógerningur að átta sig á hver áhrif reglugerðarinnar eru nákvæmlega fyrir nýtingu bænda. Ámælisvert verður að teljast að setja fram reglugerð með útreikningum, byggða á illa skilgreindum hugtökum, án þess að birta um leið niðurstöður útreikninga byggða á aðferðafræðinni.
Í viðauka um jarðrækt er dreifing á tilbúnum áburði bönnuð á öllu landi innan við 5-10m frá vatni ekki er hægt að átta sig á hvar 5 metrar eru reglan og hvar 10 metrar, eða hvort 10 metranir eru bara tilmæli. Þá er gerð athugasemd við það að ekki sé heimilt að dreifa búfjáráburði nær vatni (árvatni, lindum, stöðuvötnum og borholum) en 50 metra, svo og að ekki megi dreifa búfjáráburði né tilbúnum áburði á tímabilinu 1. nóvember til 15. mars. Þessi ákvæði ganga ekki upp og setja rekstur þeirra sem stunda landbúnað í uppnám. Ekki liggur fyrir hversu mikið af ræktuðu landi tapast með þessum takmörkunum og hvort ábati er af því að rækta það upp annarsstaðar. Þá liggja ekki fyrir mælingar á útskolun eða hver þau gildi mega vera. Einnig vantar skilgreiningu á vatni, óljóst er t.d. hvort framræsluskurðir með vatnsrennsli séu vatn í skilningi reglugerðarinnar. Ef svo er þá er vandséð að hægt sé að stunda landbúnað í þeirri mynd sem nú er í sveitarfélaginu og raunar á stærsta hluta Íslands.
Í viðauka II Sjálfbær landnýting og akuryrkja, segir m.a: „Jarðvinnsla er óæskileg síðla árs og til vors, 15. nóv. til 15. mars, sbr. 7. gr. reglugerðar þessarar: Öll jarðvinnsla utan vaxtartímabils gróðurs á hverju ári frá og með 15. nóv. til 15. mars er óæskileg á öllu landbúnaðarlandi, þar sem slík jarðvinnsla skilur eftir land með engri gróðurþekju sem væri þá óvarið fyrir roföflum að vetrarlagi. Slíkt land tapar næringarefnum, býr til jarðvegsrof og orsakar léleg loftgæði, sem síðan valda neikvæðum og kostnaðarsömum samfélagslegum, umhverfislegum og heilsutengdum áhrifum. Jarðvinnu má hefja að vori eftir 15. mars eða þegar jörð er orðin tilbúin til sáningar, gróðursetningar eða niðursetningar. Ljúka skal jarðvinnslu sem fyrst að vorlagi til að nýta jarðraka og lengd vaxtartíma sem best.“
Í þessum kafla er talað um að e-h sé óæskilegt, hefja megi og ljúka skuli. Er hér verið að tala um tilmæli, reglur eða leiðbeiningar?
Þá segir einnig: „Þjöppun jarðvegs: Þjöppun jarðvegs skal forðast til að lágmarka neikvæð áhrif á byggingu jarðvegs, svo ekki tapist holrýmd eða loftun jarðvegs, eða tap verði á jarðvegi, rof, eða hægara flæði vatns í gegnum jarðveginn sem valdið getur uppskerurýrnun og vandamálum við rótarvöxt. Ekki skal jarðvinna akra með miklum jarðraka. Lágmarka skal umferð um akur, skipuleggja skal langtíma umferðarleiðir á akri, nýta dekkjategundir og létt landbúnaðartæki til að lágmarka þjöppunaráhrif og skemmdir á uppskeru.“
Liggja fyrir mælingar og skilgreinig á því hvað er mikill jarðraki? Munu bændur í framtíðinni þurfa umsögn frá Landgræðslunni um hvaða landbúnaðartæki henti þeirra búskap svo þeir uppfylli reglugerð,tilmæli eða leiðbeiningar um sjálfbæra landnýtingu?
Ljóst má vera að áhrif reglugerðar sem þessarar mun hafa áhrif á fjárhag sveitarfélagsins, jafnt sveitasjóð sem íbúa. Landbúnaður skipar stóran þátt í atvinnu íbúanna og skilar eðlilega miklu fjármagni til sveitarsjóðs. Ljóst má vera að ef reglugerðardrögin verða samþykkt óbreytt verður landbúnaði verulaga þröngur stakkur sniðinn og við blasir að einhverjir muna þurfa að minnka bústofn sinn og draga saman rekstur. Á sama tíma mun rekstrarkostnaður þeirra aukast vegna reglugerðarinnar, því væntanlega þurfa bændur að bera kostnað af kröfum um landbótaáætlanir og 5 ára lögbundnu eftirlit Landgræðslunnar.
Þá má gera ráð fyrir að kostnaður vegna framkvæmda hjá sveitarfélaginu aukist vegna krafna um aukið eftirlit og umsagnir, skv. 8. gr. viðmið vegna framkvæmda: Við hvers kyns leyfisskyldar framkvæmdir sem geta haft áhrif á gróður og jarðveg skal halda raski í lágmarki og grípa til mótvægisaðgerða í þeim tilvikum sem rask er óhjákvæmilegt. Hafa skal til hliðsjónar leiðbeiningar í viðauka III.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir athugasemd við að ekki liggi fyrir mat á áhrifum fyrirhugaðrar reglugerðar á fjárhag sveitarfélagsins. Í 129. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að fram fari sérstakt mat á áhrifum stjórnvaldsfyrirmæla á fjárhag sveitarfélaga og ber ráðherra ábyrgð á því að slíkt mat fari fram.
Að endingu gerir sveitarstjórn Bláskógabyggðar athugasemd við það mikla vald sem stöðugt er fært í hendur einstakra ríkisstofnana, í þessu tilfelli Landgræðslunnar. Stofnunin er algerlega einráð í þessu tilfelli. Hún semur reglugerðardrögin án nokkurs samráðs við sveitarfélög og hagsmunaaðila og sér jafnframt um framkvæmd og eftirlit. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir bókun fjallskilanefndar Biskupstungna og telur ljóst að mikið vanti upp á til að fyrirliggjandi drög geti talist ásættanleg og tæk til undirskriftar ráðherra. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur ráðherra til að endurskoða drögin frá grunni og kalla alla hagsmuna aðila að borðinu þannig að raunhæf reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði til. Ef svo verður ekki, er það mat sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að ekki sé vilji hjá stjórnvöldum til áframhaldandi fjölbreyttar matvælaframleiðslu á Íslandi.
 
33.   Áskorun varðandi aðstöðumál í frjálsíþróttum – 2012003
Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands, dags. 4. október 2021, varðandi aðstöðu fyrir frjálsíþróttir.
Lagt fram til kynningar.
 
34.   Viðmiðunarlaunatafla fyrir kjörna fulltrúa – 2110010
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. október 2021, um viðmiðunarlaunatöflu fyrir kjörna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
 
35.   Breytt reikningsskil sveitarfélaga – 2110012
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 11. október 2021, varðandi breytt reikningsskil sveitarfélaga (samantekin reikningsskil, byggðasamlög o.fl).
Lagt fram til kynningar.
 
36.   Landsátak í sundi – 2110019
Erindi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 18. október 2021, um landsátak í sundi.
Lagt fram til kynningar.
 
37.   Skaðabótakrafa á hendur Bláskógabyggð – 1809055
Minnisblað sveitarstjóra, dags. 18. október 2021, um að stefnandi í skaðabótamáli gegn sveitarfélaginu hafi áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-92/2020 til Landsréttar.
Lagt fram til kynningar.
 

 

 

Fundi slitið kl. 17:45.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir Róbert Aron Pálmason
Axel Sæland Ásta Stefánsdóttir