292. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
292. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,
fimmtudaginn 4. nóvember 2021, kl. 15:15.
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigurjón Pétur Guðmundsson og Ásta Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. | Fundargerð skólanefndar – 2101002 | |
20. fundur haldinn 26. október 2021. | ||
-liður 2, reglur um skólaakstur, er afgreitt undir 8. lið á dagskrá þessa fundar. Fundargerðin var staðfest. |
||
2. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007 | |
226. fundur skipulagsnefndar haldinn 27. október 2021. Afgreiða þarf sérstaklega 1. til 9. lið. | ||
-liður 1, Laugarvatnsvegur; Færsla vegar; Framkvæmdaleyfi – 2110033 Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna veglagningar. Í framkvæmdinni felst færsla Laugarvatnsvegar (Dalbrautar) á um 500 metra kafla. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda deiliskipulags fyrir þéttbýlið á Laugarvatni og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins. -liður 2, Drumboddsstaðir 2 L167078; Drumboddsstaðir lóð 1; Stofnun lóðar – 2106135 -liður 3, Úthlíð; Frístundabyggð; Endurskoðað deiliskipulag – 2109071 -liður 5, Goðatún L196075; Goðatún 1; Stofnun lóðar – 2110038 -liður 6, Hlauptunga (L229945); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – 2110021 -liður 7, Einiholt 1 land 1 L217088; Úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2110061 -liður 8, Einiholt 1 land 1 L217088; Stækkun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2110062 -liður 9, Lækjarhvammur; Lóðir 4 og 5; Skipulagsskilmálar; Deiliskipulag – 2106010 -liður 10, Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045 |
||
3. | Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007 | |
Liður 5 af 223. fundi sem haldinn var 8. september 2021. Aphóll 9 (L167659); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106050 Fyrir liggur beiðni Ástrúnar B. Ágústsdóttur, móttekin 19. október 2021, um að samþykkt verði að sumarbústaður verði staðsettur eins og sýnt er á afstöðumynd, sem fylgir erindinu. Um er að ræða sumarbústað á sumarbústaðalandinu Aphóll 9 L167659 í Bláskógabyggð. Áður til afgreiðslu á 290. og 291. fundi. | ||
Sveitarstjórn samþykkir að sumarbústaður á sumarbústaðalandinu Aphóll 9 L167659 í Bláskógabyggð verði staðsettur eins og sýnt er á afstöðumynd, dags. 18. október 2021. | ||
4. | Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna – 2101026 | |
Fundur haldinn 19. október 2021 | ||
Fundargerðin var staðfest. | ||
5. | Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2101006 | |
91. fundur haldinn 27. október 2021, ásamt tillögu að breytingum á samþykktum, til síðari umræðu | ||
-liður 1, breytingar á samþykktum UTU bs. Sveitarstjórn vísaði breytingum á samþykktum til síðari umræðu á 291. fundi. Breytingar hafa verið gerðar á tillögu um breytingar á samþykktum, þannig að þær fela eingöngu í sér framsal valds til byggingarfulltrúa, en ekki einnig til skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa, eins og upphafleg tillaga gerði ráð fyrir. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir breytingar á samþykktum fyrir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs, ásamt viðauka 1 og 2. Gera þarf breytingar á samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar og fundarsköp til samræmis við breytingu á samþykktum UTU bs. og er tillaga að breytingum á þeim liður nr. 19 á fundinum. | ||
6. | Fundargerð oddvitanefndar UTU (rekstur seyrumála) – 2101012 | |
Fundur haldinn 27. október 2021, ásamt fjárhagsáætlun, sem er lögð fram til staðfestingar. | ||
Fundargerðin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun vegna reksturs seyruverkefnis á árinu 2022. | ||
7. | Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2101025 | |
902. fundur haldinn 29. október 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
8. | Reglur um skólaakstur – 2108013 | |
Reglur um skólaakstur. Umsögn skólanefndar liggur fyrir, sjá fundargerð 20. fundar.
Sveitarstjórn vísar reglunum til umræðu á næsta fundi. |
||
9. | Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 – 2009031 | |
Útkomuspá fyrir árið 2021 | ||
Lögð var fram útkomuspá fyrir árið 2021. Spáin gerir ráð fyrir því að rekstur sveitarfélagsins verði neikvæður á árinu 2021. | ||
10. | Gjaldskrá mötuneytis 2022 – 2111007 | |
Gjaldskrá mötuneytis, fyrri umræða | ||
Gjaldskráin var lögð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til síðari umræðu. | ||
11. | Gjaldskrá sorphirðu og gámasvæða 2022 – 2111006 | |
Gjaldskrá sorphirðu og gjaldskrá móttökustöðva, fyrri umræða | ||
Gjaldskrárnar voru lagðar fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa þeim til síðari umræðu. | ||
12. | Gjaldskrá hitaveitu 2022 – 2111002 | |
Gjaldskrá hitaveitu, fyrri umræða | ||
Gjaldskráin var lögð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til framkvæmda- og veitunefndar, fyrir síðari umræðu. | ||
13. | Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2022 – 2111008 | |
Gjaldskrá íþróttamannvirkja, fyrri umræða | ||
Gjaldskráin var lagð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til síðari umræðu. | ||
14. | Gjaldskrá vatnsveitu – 2111003 | |
Gjaldskrá vatnsveitu, fyrri umræða. | ||
Gjaldskráin var lagð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til síðari umræðu. | ||
15. | Gjaldskrá leikskóla 2022 – 2111005 | |
Gjaldskrá leikskóla, fyrri umræða | ||
Gjaldskráin var lagð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til síðari umræðu. | ||
16. | Gjaldskrá fráveitu 2022 – 2111004 | |
Gjaldskrá fráveitu, fyrri umræða. | ||
Gjaldskráin var lagð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til síðari umræðu. | ||
17. | Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 – 2108026 | |
Forsendur fjárhagsáætlunar. Fjárhagsáætlun 2022 og 3ja ára áætlun til fyrri umræðu. Stjórnendur leik- og grunnskóla koma inn á fundinn. |
||
Farið var yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar. Fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu. Inn á fundinn kom Lieselot Simoen, leikskólastjóri Álfaborgar, og kynnti fjárhagsáætlun leikskólans. Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu. |
||
18. | Heiðursáskrift af Skógræktarritinu 2021 – 2104024 | |
Beiðni Skógræktarfélags Íslands, dags. 19. október 2021, um að Bláskógabyggð verði með heiðursáskrift að Skógræktarritinu 2021. | ||
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. | ||
19. | Samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar 2021 – 2109020 | |
Tillaga um breytinga á samþykktum, síðari umræða | ||
Lögð var fram tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar. Umræða varð um málið. Breytingar varða m.a. heimild til að hafa fjarfundi og breytingar á valdheimildum byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að senda hana samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til staðfestingar. | ||
20. | Brúarhvammur lóð 1 og 2 167 225 og 174 434 – 2103047 | |
Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands, dags. 3. nóvember 2021, í máli Kvótasölunnar gegn Bláskógabyggð. | ||
Lagður var fram úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-152/2021, þar sem kröfum Kvótasölunnar á hendur Bláskógabyggð er vísað frá dómi. | ||
21. | Lóðin Brekkuholt 11 – 2105028 | |
Erindi Selásbygginga ehf, dags. 31. október 2021, varðandi skil á lóðinni Brekkuholti 11, Reykholti. | ||
Sveitarstjórn samþykkir skil á lóðinni og að hún verði auglýst til úthlutunar að nýju. | ||
22. | Ársreikningur Hestamannafélagsins Trausta 2020 – 2111001 | |
Ársreikningur 2020 | ||
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar. | ||
Fundi slitið kl. 17:30.
Helgi Kjartansson | Valgerður Sævarsdóttir | |
Óttar Bragi Þráinsson | Kolbeinn Sveinbjörnsson | |
Guðrún S. Magnúsdóttir | Róbert Aron Pálmason | |
Sigurjón Pétur Guðmundsson | Ásta Stefánsdóttir |