292. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 292. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti,

fimmtudaginn 4. nóvember 2021, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigurjón Pétur Guðmundsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1.   Fundargerð skólanefndar – 2101002
20. fundur haldinn 26. október 2021.
-liður 2, reglur um skólaakstur, er afgreitt undir 8. lið á dagskrá þessa fundar.
Fundargerðin var staðfest.
 
2.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
226. fundur skipulagsnefndar haldinn 27. október 2021. Afgreiða þarf sérstaklega 1. til 9. lið.
-liður 1, Laugarvatnsvegur; Færsla vegar; Framkvæmdaleyfi – 2110033
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna veglagningar. Í framkvæmdinni felst færsla Laugarvatnsvegar (Dalbrautar) á um 500 metra kafla.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda deiliskipulags fyrir þéttbýlið á Laugarvatni og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.

-liður 2, Drumboddsstaðir 2 L167078; Drumboddsstaðir lóð 1; Stofnun lóðar – 2106135
Lögð er fram fundargerð félags eigenda frístundahúsalóða í landi Drumboddsstaða, dags. 04.10.2021, þar sem fram kemur tillaga að nýju staðfangi 22ja lóða innan svæðis félagsins í framhaldi af afgreiðslu sveitarstjórnar þ. 24.06.2021 vegna umsóknar um stofnun lóðar. Gert er ráð fyrir heitinu Bringur í stað Drumboddsstaðir lóð. Svæðið er kallað því nafni í dag og vísar í örnefni á staðnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við ný staðföng innan svæðisins.

-liður 3, Úthlíð; Frístundabyggð; Endurskoðað deiliskipulag – 2109071
Lögð er fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Úthlíðar í Biskupstungum. Svæðið er nánast fullbyggt og er í gildi deiliskipulag frá árinu 1993. Vegna fjölda breytinga á því skipulagi, breyttum kröfum til skipulags frá því gildandi deiliskipulag var gert og frekari fyrirhugaðra breytinga er áætlað að skipta skipulagssvæðinu í 5 svæði og gera nýjar skipulagstillögur fyrir hvert svæði fyrir sig. Gildandi deiliskipulag mun falla úr gildi við gildistöku þegar tillaga fyrir hvern áfanga hefur verið samþykkt og í heild þegar öllum áföngunum er lokið. Svæðið er um 430 ha að stærð og liggur vestan Laugarvatnsvegar og er innan jarðanna Úthlíðar I og Úthlíðar II.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 5, Goðatún L196075; Goðatún 1; Stofnun lóðar – 2110038
Lögð er fram umsókn Óskars Tómasar Björnssonar er varðar stofnun lóðar úr landinu Goðatún L196075. Óskað er eftir að stofna 5.530,1 fm lóðar sem fengi heitið Goðatún 1 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Lóðin nær utan um 25 fm þegar byggt gestahús.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir erindið.

-liður 6, Hlauptunga (L229945); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – 2110021
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Jónu B. Gestsdóttur, móttekin 06.10.2021, um byggingarleyfi til að byggja 199,3 m2 íbúðarhús með sambyggðum bílskúr á landinu Hlauptunga L229945 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn mælist til þess að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið komi til frekari framkvæmda innan þess.

-liður 7, Einiholt 1 land 1 L217088; Úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2110061
Lögð er fram beiðni frá Geysisholti ehf. er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Í breytingunni felst stækkun á verslunar- og þjónustusvæði VÞ14 á kostnað landbúnaðarlands.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 verði unnin lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna framlagðrar breytingartillögu. Innan lýsingar skal gera grein fyrir helstu forsendum skipulagsbreytinga á svæðinu í takt við framlagða umsókn. Sveitarstjórn mælist til þess að skipulagslýsing verði auglýst til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna Heilbrigðiseftirlits, Minjastofnunnar og Vegagerðarinnar auk þess sem aðliggjandi jarðareigendum verði kynnt málið.

-liður 8, Einiholt 1 land 1 L217088; Stækkun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2110062
Lögð er fram umsókn frá Geysisholti ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóða Einiholts 1 lands 1 L217088 og Mels L224158. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit B-1 á lóðinni Melur og heimild til að byggja allt að 300 fm þjónustuhúsnæði innan stækkunar ásamt heimild til að stækka núverandi þjónustuhús fyrir rafbíla úr 80 fm í 110 fm. Einnig er gert ráð fyrir stækkun á byggingarreit B-3 og heimild til að byggja allt að 300 fm þjónustuhúsnæði innan stækkunar. Auk þess er bætt við byggingarreit B-4 á spildunni Einiholt 1 land 1 þar sem byggja má allt að 800 fm þjónustuhúsnæði. Samhliða er lögð fram tillaga aðalskipulagsbreytingar fyrir svæðið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við framlagða breytingu á deiliskipulagi að Einiholti 1, land 1 L217088. Deiliskipulagsbreyting verði auglýst samhliða tillögu aðalskipulagsbreytingar þegar kemur að auglýsingu þess á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.

-liður 9, Lækjarhvammur; Lóðir 4 og 5; Skipulagsskilmálar; Deiliskipulag – 2106010
Lagt er fram deiliskipulag á lóðum Lækjarhvamms 4 og 5 innan frístundasvæðis F20 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarheimilda innan lóðanna þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu sumarhúss, gestahúss allt að 40 fm og geymslu allt að 15 fm innan hámarks nýtingarhlutfalls 0,03. Lögð er fram endurnýjun á heimild Umhverfisráðuneytisins er varðar fjarlægð frá Grafará.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið umsögnum sem bárust vegna málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 10, Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045
Lagt er fram deiliskipulag frá Kvótasölunni ehf. er varðar nýtt deiliskipulag á landinu Brúarhvammur L167071 eftir auglýsingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreita og skipulagsskilmála fyrir hótel og gistihús. Samkvæmt deiliskipulagi verður heimilt að byggja allt að 100 herbergja hótel ásamt veitingastað. Hótelið yrði á 2 hæðum og allt að 3.000 fm að stærð. Einnig verði heimilt að byggja allt að 10 gistihús, hvert gistihús verður allt að 45 fm að stærð. Málið var sent til yfirferðar umsagnaraðila á nýjan leik eftir auglýsingu í takt við bókun skipulagsnefndar og sveitarstjórar. Fyrir liggja nýjar umsagnir vegna málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti að mati nefndarinnar. Sveitarstjórn telur að skilmálar innan greinargerðar sem taka til athugasemda Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er varða veitingastað og fráveitumál séu fullnægjandi enda sé nauðsynlegt að gera ítarlega grein fyrir þeim þáttum þegar kemur til umsóknar um byggingarleyfi á svæðinu. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

 
3.   Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
Liður 5 af 223. fundi sem haldinn var 8. september 2021. Aphóll 9 (L167659); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106050 Fyrir liggur beiðni Ástrúnar B. Ágústsdóttur, móttekin 19. október 2021, um að samþykkt verði að sumarbústaður verði staðsettur eins og sýnt er á afstöðumynd, sem fylgir erindinu. Um er að ræða sumarbústað á sumarbústaðalandinu Aphóll 9 L167659 í Bláskógabyggð. Áður til afgreiðslu á 290. og 291. fundi.
Sveitarstjórn samþykkir að sumarbústaður á sumarbústaðalandinu Aphóll 9 L167659 í Bláskógabyggð verði staðsettur eins og sýnt er á afstöðumynd, dags. 18. október 2021.
 
4.   Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna – 2101026
Fundur haldinn 19. október 2021
Fundargerðin var staðfest.
 
5.   Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2101006
91. fundur haldinn 27. október 2021, ásamt tillögu að breytingum á samþykktum, til síðari umræðu
-liður 1, breytingar á samþykktum UTU bs. Sveitarstjórn vísaði breytingum á samþykktum til síðari umræðu á 291. fundi. Breytingar hafa verið gerðar á tillögu um breytingar á samþykktum, þannig að þær fela eingöngu í sér framsal valds til byggingarfulltrúa, en ekki einnig til skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa, eins og upphafleg tillaga gerði ráð fyrir. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir breytingar á samþykktum fyrir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs, ásamt viðauka 1 og 2. Gera þarf breytingar á samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar og fundarsköp til samræmis við breytingu á samþykktum UTU bs. og er tillaga að breytingum á þeim liður nr. 19 á fundinum.
 
6.   Fundargerð oddvitanefndar UTU (rekstur seyrumála) – 2101012
Fundur haldinn 27. október 2021, ásamt fjárhagsáætlun, sem er lögð fram til staðfestingar.
Fundargerðin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun vegna reksturs seyruverkefnis á árinu 2022.
 
7.   Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 2101025
902. fundur haldinn 29. október 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
 
8.   Reglur um skólaakstur – 2108013
Reglur um skólaakstur. Umsögn skólanefndar liggur fyrir, sjá fundargerð 20. fundar.

Sveitarstjórn vísar reglunum til umræðu á næsta fundi.

 
9.   Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 – 2009031
Útkomuspá fyrir árið 2021
Lögð var fram útkomuspá fyrir árið 2021. Spáin gerir ráð fyrir því að rekstur sveitarfélagsins verði neikvæður á árinu 2021.
 
10.   Gjaldskrá mötuneytis 2022 – 2111007
Gjaldskrá mötuneytis, fyrri umræða
Gjaldskráin var lögð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til síðari umræðu.
 
11.   Gjaldskrá sorphirðu og gámasvæða 2022 – 2111006
Gjaldskrá sorphirðu og gjaldskrá móttökustöðva, fyrri umræða
Gjaldskrárnar voru lagðar fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa þeim til síðari umræðu.
 
12.   Gjaldskrá hitaveitu 2022 – 2111002
Gjaldskrá hitaveitu, fyrri umræða
Gjaldskráin var lögð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til framkvæmda- og veitunefndar, fyrir síðari umræðu.
 
13.   Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2022 – 2111008
Gjaldskrá íþróttamannvirkja, fyrri umræða
Gjaldskráin var lagð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til síðari umræðu.
 
14.   Gjaldskrá vatnsveitu – 2111003
Gjaldskrá vatnsveitu, fyrri umræða.
Gjaldskráin var lagð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til síðari umræðu.
 
15.   Gjaldskrá leikskóla 2022 – 2111005
Gjaldskrá leikskóla, fyrri umræða
Gjaldskráin var lagð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til síðari umræðu.
 
16.   Gjaldskrá fráveitu 2022 – 2111004
Gjaldskrá fráveitu, fyrri umræða.
Gjaldskráin var lagð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til síðari umræðu.
 
17.   Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 – 2108026
Forsendur fjárhagsáætlunar.
Fjárhagsáætlun 2022 og 3ja ára áætlun til fyrri umræðu.
Stjórnendur leik- og grunnskóla koma inn á fundinn.
Farið var yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar.
Fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu. Inn á fundinn kom Lieselot Simoen, leikskólastjóri Álfaborgar, og kynnti fjárhagsáætlun leikskólans.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu.
 
18.   Heiðursáskrift af Skógræktarritinu 2021 – 2104024
Beiðni Skógræktarfélags Íslands, dags. 19. október 2021, um að Bláskógabyggð verði með heiðursáskrift að Skógræktarritinu 2021.
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
 
19.   Samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar 2021 – 2109020
Tillaga um breytinga á samþykktum, síðari umræða
Lögð var fram tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar. Umræða varð um málið. Breytingar varða m.a. heimild til að hafa fjarfundi og breytingar á valdheimildum byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að senda hana samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til staðfestingar.
 
20.   Brúarhvammur lóð 1 og 2 167 225 og 174 434 – 2103047
Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands, dags. 3. nóvember 2021, í máli Kvótasölunnar gegn Bláskógabyggð.
Lagður var fram úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-152/2021, þar sem kröfum Kvótasölunnar á hendur Bláskógabyggð er vísað frá dómi.
 
21.   Lóðin Brekkuholt 11 – 2105028
Erindi Selásbygginga ehf, dags. 31. október 2021, varðandi skil á lóðinni Brekkuholti 11, Reykholti.
Sveitarstjórn samþykkir skil á lóðinni og að hún verði auglýst til úthlutunar að nýju.
 
22.   Ársreikningur Hestamannafélagsins Trausta 2020 – 2111001
Ársreikningur 2020
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
 

 

 

Fundi slitið kl. 17:30.

 

 

 

 

 

Helgi Kjartansson Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir Róbert Aron Pálmason
Sigurjón Pétur Guðmundsson Ásta Stefánsdóttir