293. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

 

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu, Reykholti, 18 nóvember 2021, kl. 15:15.

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Valgerður Sævarsdóttir, Óttar Bragi Þráinsson, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Róbert Aron Pálmason, Axel Sæland var fjarverandi en í staðinn sat fundinn  Sigurjón Pétur Guðmundsson og Ásta Stefánsdóttir.

 

 

 

Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

1. Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar – 2101004
22. fundur haldinn 17. nóvember 2021
-liður 7, 2105004 samningur um vatnsveitu að Tjörn. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
-liður 11, 211002, gjaldskrá hitaveitu. Sveitarstjórn vísar gjaldskránni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun.
Fundargerðin var staðfest.
2. Fundargerð skipulagsnefndar – 2101007
227. fundur skipulagsnefndar haldinn 10. nóvember 2021. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 11.
-liður 2, Suðurhlið Langjökuls; Íshellir; Aðalskipulagsbreyting – 2004046
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna íshellis í suðurhlið Langjökuls eftir auglýsingu. Innan tillögu aðalskipulagsbreytingar er gert ráð fyrir skilgreiningu staks afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli. Innan svæðisins er gert ráð fyrir möguleika á að gera manngerðan íshelli sem viðkomustað fyrir ferðamenn. Íshellirinn geti verið allt að 800 m3 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir varanlegum mannvirkjum innan svæðisins. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun um gildistöku tillögunnar. Afgreiðsla Skipulagsstofnunar er lögð fram við afgreiðslu málsins.
Innan umsagnar Skipulagsstofnunar er tiltekið að stofnunin telji sig ekki geta tekið aðalskipulagsbreytinguna til staðfestingar fyrr en tekin hafi verið afstaða til umsagnar Veðurstofu Íslands vegna málsins. Vegna fyrri umsagnar Veðurstofu Íslands voru lögð fram svör þar sem athugasemdum Veðurstofunnar eru gerð skil. Sveitarstjórn telur að brugðist sé við umsögn Veðurstofunnar með fullnægjandi hætti innan gagnanna og með framlögðu svarbréfi vegna athugasemda. Auk þess telur sveitarstjórn að athugasemdir Veðurstofunnar snerti að mestu punkta sem að gera þurfi ítarlegar grein fyrir innan deiliskipulags en snerti ekki skilgreiningu afþreyingar- og ferðamannasvæðis með neinum hætti. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust á auglýsingatíma með fullnægjandi hætti. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
-liður 3, Suðurhlið Langjökuls; Íshellir; Fyrirhuguð framkvæmd og skilmálar; Deiliskipulag – 2004047
Lögð er fram deiliskipulagstillaga vegna íshellis í sunnanverðum Langjökli eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst afmörkun lóðar fyrir íshelli auk þess sem gert er grein fyrir heimiluðum framkvæmdum innan svæðisins, aðkomu og viðhaldi hellisins, frágangi svæðisins og umhverfisáhrifum. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem skilgreint er afþreyingar- og ferðamannasvæði á því svæði sem deiliskipulagið tekur til. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun um gildistöku tillögunnar. Afgreiðsla Skipulagsstofnunar er lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar málinu þar til að deiliskipulagsgögnin hafa verið uppfærð í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.

-liður 4, Bringur; Drumboddstaðir; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2110092
Lögð er fram umsókn frá Bringum, félagi í frístundabyggð sem tekur til nýs deiliskipulags frístundabyggðarinnar að Bringum í landi Drumboddsstaða. Um er að ræða deiliskipulagningu svæðis sem er þegar uppbyggt að hluta. Markmiðið með deiliskipulaginu er að skýra byggingarheimildir innan reitsins þar sem búast má við umsóknum um viðbyggingar, endurbætur, aukahús/gestahús ofl. á þegar byggðum lóðum. Nýju deiliskipulagi er auk þess ætlað að festa lóðarmörk og stærðir lóða innan svæðisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að skilmálar er varðar aukahús á lóð verði lagfærðir. Innan deiliskipulags er tiltekið að innan lóðar sé heimilt að byggja eitt frístundahús og eitt eða fleiri aukahús (geymslur og gestahús). Hámarksstærð hvers aukahúss verði 40 fm. Skilmálar vegna aukahúsa á frístundasvæðum eru bundir í aðalskipulag Bláskógabyggðar þar sem fram kemur að stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 m2 og geymslu allt að 15 m2. Þessar byggingar teljist með í heildar byggingarmagni lóðar. Sveitarstjórn mælist jafnframt til þess að skipulagið verði kynnt sérstaklega sumarhúsfélagi svæðisins sé það til staðar að lagfæringu lokinni.

-liður 5, Vatnsleysa L167184; Deiliskipulag – 2110094
Lögð er fram umsókn frá Málningu hf. er varðar nýtt deiliskipulag í landi Vatnsleysu L167184. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á byggingarreit þar sem gert er ráð fyrir nýju fjósi allt að 2000 fm.
Sveitarstjórn Bláskógbyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls og tók Valgerður Sævarsdóttir við stjórn fundarins.

-liður 6, Laugarás; Aðalskipulagsbreyting – 2110095
Lögð er fram til afgreiðslu skipulagslýsing sem tekur til breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 – 2027 og nýs deiliskipulags vegna þéttbýlisins að Laugarási.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 7, Úthlíð 2 L167181; Úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2103021
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til frístundasvæðis í landi Úthlíðar eftir kynningu. Í breytingunni felst að landnotkun lóða nr. 5, 7 og 9 við Vörðuás er breytt úr frístundabyggð í verslun- og þjónustu. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma aðalskipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 vegna breyttrar landnotkunar frístundasvæðis að Úthlíð í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. Samhliða er unnið að nýju deiliskipulagi sem tekur til viðkomandi svæðis.

-liður 8, Bergsstaðir L167202; Stækkun frístundareits F84; Aðalskipulagsbreyting – 2108051
Lögð er fram skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 – 2027. Fyrirhugað er að frístundabyggðin F84 taki breytingum og stækki til norðurs á landi Bergsstaða L167202 en minnki til suðurs á landi Bergsstaða L167201. Landbúnaðarsvæði tekur breytingum samhliða.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 9, Bergsstaðir L167201; Úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2108054
Lögð er fram skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 – 2027. Fyrirhugað er að frístundabyggðin F84 taki breytingum og stækki til norðurs á landi Bergsstaða L167202 en minnki til suðurs á landi Bergsstaða L167201. Landbúnaðarsvæði tekur breytingum samhliða.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 10, Útey 1 lóð (L168171); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2110025
Fyrir liggur umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar fyrir hönd Gunnars Þ. Gunnarssonar og Bryndísar B. Guðjónsdóttur, móttekin 08.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 64,5 m2 við sumarbústaðinn á sumarbústaðalandinu Útey 1 lóð L168171 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 104,5 m2.
Sveitarstjórn bendir á að samkvæmt 5.3.2.13. gr. skipulagsreglugerðar skal ekki reisa mannvirki nær vötum, ám eða sjó en sem nemur 50 metrum. Umsótt stækkun er í um 42 metra fjarlægð frá Djúpunum samkvæmt afstöðumynd. Sveitarstjórn hafnar umsókn um byggingaleyfi á grundvelli fyrrgreindra takmarkanna.
Sveitarstjórn beinir því til umsækjanda að hægt er að óska eftir heimild umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir undanþágu á grundvelli 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lið 12. vegna takmarkana skipulagsreglugerðar.

-liður 11, Melur (L224158); umsókn um byggingarleyfi; bílskúr mhl 12 – viðbygging geymsla – 2110052
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Geysisholt ehf., móttekin 19.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 26,6 m2 kalda geymslu við bílskúr mhl 12 á viðskipta- og þjónustulóðina Melur L224158 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á mhl 12 eftir stækkun verður 106,4 m2.
Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að á reitnum megi byggja samtals 450 fm þjónustuhús og 80 fm þjónustuhús fyrir rafbíla. Samanlögð byggingarheimild innan reitsins nemur því 530 fm. Fyrir á reitnum er 400 fm aðstöðuhús og 80 fm bílskúr. Heildarbyggingarmagn í samræmi við umsókn er 400 106 eða 506 fm. Að mati sveitarstjórnar er eðlilegt að horfa til heildar byggingarmagns á lóð fremur en stakra heimilda er varðar stærðir sérstakra byggingarhluta innan byggingarreits þótt svo að umrædd bygging sé viðbygging við þjónustuhús fyrir rafbíla en ekki við þjónustuhús. Að mati sveitarstjórnar er viðkomandi frávik svo óverulegt að ekki sé þörf á að fara fram á breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda skerðist hagsmunir nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn ekki við útgáfu byggingarleyfis. Byggingin er að sama skapi lægri en núverandi byggingar og innan hámarks byggingarmagns innan reits. Sveitarstjórn Bláskágabyggðar samþykkir byggingarleyfi og er byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar, hvað aðra liði varðar.

3. Fundargerðir NOS (nefndar oddvita sveitarfélaga) 2021 – 2101010
Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs haldinn 2. nóvember 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands – 2101020
306. fundur haldinn 27. október 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa – 2101008
152. fundur haldinn 3. nóvember 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð stjórnar SASS – 2101022
573. fundur haldinn 8. október 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7. Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU – 2101006
Aðalfundur haldinn 10. nóvember 2021, ásamt ársskýrslu fyrir árið 2020.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, ásamt ársskýrslu.
8. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga – 2101023
Haustfundur Héraðsnefndar Árnesinga, haldinn 25. október 2021
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
9. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 – 2108026
Fjárhagsáætlun 2022 og 3ja ára áætlun 2023-2025.
Inn á fundinn komu Lára B. Jónsdóttir, skólastjóri Reykholtsskóla, Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni og Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri, og kynntu fjárhagsáætlanir.
Umræða varð um fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun.
10. Útsvar og framlög Jöfnunarsjóðs 2021 – 2106030
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs fyrir janúar til október 2021.
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur (staðgreiðslu) og framlög Jöfnunarsjóðs fyrir janúar til október 2021.
11. Styrkbeiðni Sjóðsins góða – 2111016
Beiðni Rauða krossins í Árnessýslu, dags. 9. nóvember 2021, um stuðning við Sjóðinn góða.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.
12. Styrkumsókn vegna veghalds í frístundabyggð (Brekka) – 2111015
Styrkbeiðni Félags sumarhúsaeigenda í Brekku vegna veghalds í frístundabyggð.
Úthlutun styrkja til veghalds í frístundabyggðum fór fram í október s.l. Umsóknarfrestur er til 15. september ár hvert. Þar sem umsóknin er of seint fram komin er henni vísað frá.
13. Styrkbeiðni Stígamóta 2021 – 2111024
Styrkbeiðni Stígamóta, dags. 3. nóvember 2021.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
14. Námskeiðið Loftslagsvernd í verki – 2111019
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2021, varðandi boð Landverndar til sveitarfélaga um þátttöku í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki.
Erindið var lagt fram.
15. Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis – 2111018
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2021 , vegna verkefna sem snúa að innleiðingu hringrásarhagkerfis og breytinga sem sveitarfélög þurfa að gera á svæðisáætlunum, samþykktum um sorpmál og gjaldskrám fyrir 1. janúar 2023.
Rætt var um breytingar sem mun þurfa að gera m.a. á innheimtu gjalda vegna kostnaðar við sorphirðu- og eyðingu. Sveitarstjórn bíður niðurstaðna þeirrar greiningarvinnu sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett af stað.
16. Hillrally á Íslandi 2022 – 2106018
Umsókn keppnisstjórnar Hillrally á Íslandi, dags. 11. nóvember 2022, um leyfi til að halda rallkeppni innan Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að keppnin fari fram á vegum innan sveitarfélagsins. Þess verði gætt að vegir verði í ekki lakara ástandi eftir keppnina, en fyrir.
17. Ytra mat á leikskólum 2022 – 2110024
Auglýsing Menntamálastofnunar um ytra mat á leikskólum, dags. 21. október 2021
Sveitarstjórn samþykkir að sækja um ytra mat á leikskólum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn óskar eftir að sérstaklega verði hugað að þjónustu við börn sem hafa íslensku sem annað tungumál.
18. Eftirfylgni með úttekt á Bláskógaskóla – 1810083
Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 10. nóvember 2021, vegna framkvæmdar umbótaáætlunar Reykholtsskóla.
Umbótaáætlun, sem lokið var við og send mennta- og menningarmálaráðuneytinu í maí s.l., hefur verið lögð fyrir sveitarstjórn, auk þess sem skýrsla um áframhaldandi innra mat hefir verið lögð fyrir skólnefnd og skólaráð. Sveitarstjórn telur að umbótum skv. áætluninni sé lokið og að vel hafi tekist að vinna að umbótum á skólastarfi í kjölfar úttektarinnar.
19. Lántökur 2021 – 2101047
Lántökur skv. viðauka við fjárhagsáætlun 2021
Sveitarstjórn samþykkir að sótt verði um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga, í samræmi við viðauka við fjárhagsáætlun. Sveitarstjóra er falið að sækja um lán og leggja skilmála lánveitingar fyrir á næsta fundi.
20. Snjómokstur í dreifbýli 2021-2024 – 2110026
Tilboð í snjómokstur, austurhlut og vesturhluti. Fundargerðir frá opnun tilboða, 11. nóvember 2021.
Eitt tilboð barst í hvorn verkhluta. Bæði tilboðin reyndust gild og hafa bjóðendur lagt fram gögn um fjárhagsstöðu.
Sveitarstjórn samþykkir að samið verði við Hermann Geir Karlsson um snjómokstur á héraðsvegum, tengivegum og hemreiðum í Bláskógabyggð, vesturhluta, og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi þess efnis.
Sveitarstjórn samþykkir að samið verði við ÓA vinnuvélar um snjómokstur á héraðsvegum, tengivegum og hemreiðum í Bláskógabyggð, austurhluta, og felur sviðsstjóra að ganga frá samningi þess efnis.
21. Jafnalaunavottun viðhaldsúttekt 2021 – 2111020
Skýrsla eftir innri úttekt á jafnlaunakerfi Bláskógabyggðar, dags. 27. október 2021. Fundargerð rýnifundar stjórnenda ásamt glærukynningu, dags. 4. nóvember 2021. Úttektarskýrsla BSI, dags. 10. nóvember 2021.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu við úttekt á jafnlaunakerfi og niðurstöðum úttektarinnar, sem fram fór hinn 9. nóvember s.l.
Helstu niðurstöður eru þær að kynbundinn launamunur reyndist 0,1% körlum í hag og var fylgni 94%. Könnunin tók til 104 starfsmanna, 32 karla og 72 kvenna.
22. Lóðarumsókn Brekkuholt 9 Reykholti – 2111021
Umsókn Lyngheiðar ehf, dags. 8. nóvember 2021, um lóðina Brekkuholt 9, Reykholti.
Lóðin Brekkuholt 9 hefur verið auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Lyngheiðar ehf.
23. Lóðarumsókn Brekkuholt 11 Reykholti – 2111022
Umsókn Lyngheiðar ehf, dags. 8. nóvember 2021 um lóðina Brekkuholt 11, Reykholti.
Lóðin Brekkuholt 11 hefur verið auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn hefur borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Lyngheiðar ehf.
24. Starfshæfi sveitarstjórna, fjarfundir – 2108001
Tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 16. nóvember 2021, um tímabundna heimild sveitarstjórna til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga með rafrænum hætti, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra.
Sveitarstjórn hefur samþykkt breytingar á samþykktum um stjórn Bláskógabyggðar, til að funda megi með rafrænum hætti, en þar sem nýjar samþykktir bíða staðfestingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins samþykkir sveitarstjórn að nýta hina tímabundnu heimild. Sveitarstjórn samþykkir því að fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum sé heimilt að taka þátt í fundum með rafrænum hætti.
25. Ársskýrsla og ársreikningur bjsv. Biskupstungna 2020 – 2111010
Ársskýrsla og ársreikningur bjsv. Biskupstungna 2020
Gögnin voru lögð fram til kynningar.
26. Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál – 2111017
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2021, þar sem kynnt er ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál.
Ályktunin var lögð fram til kynningar.
27. Átak gegn kynbundnu ofbeldi – 2111023
Bréf Sigurhæða, dags. 8. nóvember 2021, þar sem vakin er athygli á átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Erindið var lagt fram til kynningar, þar er hvatt til þess að sveitarfélög flaggi í tilefni af átaki gegn kynbundnu ofbeldi og fylgdi bréfinu fáni til þeirra nota.

 

 

 

Fundi slitið kl. 18:45.

 

Helgi Kjartansson Valgerður Sævarsdóttir
Óttar Bragi Þráinsson Kolbeinn Sveinbjörnsson
Guðrún S. Magnúsdóttir Róbert Aron Pálmason
Sigurjón Pétur Guðmundsson Ásta Stefánsdóttir